Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. október 1987 Tíminn 11 VETTVANGUR llllllllllllllllllllillllllllllllllllll Skúli G. Johnsen og Katrín Fjeldsted: Eru forvarnir klisja? Athugasemdir viö viötal viö Gunnar Sigurösson, yfirlækni Þriðjudaginn 28. júlí, $1. var birt viðtal í blaðinu við Gunnars Sig- urösson, yHrlækni. Af því tilefni vilja undirrituð koma á framfæri cftirfarandi at- hugasemdum: I inngangi að viðtalinu kcmur fram sá misskilningur, að í skýrsl- um borgarlæknis sé samanburður við sjúkrakostnað í Stokkhólmi. Svo er þó ekki. Borgarlæknisem- bættið bar saman sjúkrarúmanotk- un Islendinga annars vegar og íbúa í Stokkhólmsléni hins vegar og þróunina á því sviði síöasta áratug- inn. Enginn samanburður hefur verið gerður á sjúkrakostnaði í Stokkhólmi og á íslandi. Kostnað- arathuganir, sem fjallað var um í viðtalinu og greint frá á fundi heilbrigðisráðs í byrjun júlímánað- ar, voru athuganir á kostnaði við hina ýmsu þætti heilbrigðisþjón- ustu, sem veitt er Reykvíkingum á tímabilinu 1982-1985. Áður höfðu verið birtar í tímaritinu Sveitar- stjórnarmál sömu athuganir fyrir tímabilið 1970-1981, en ekki er ætlunin að birta hina fyrri, fyrr en allar upplýsingar fyrir árið 1986 liggja fyrir. Yfirlæknirinn telur, að útreikningum borgarlæknis sé ekki að treysta, því að kostnaður sem ekki tengist beint sjúkrahússrekstr- inum sé ekki tekinn út úr dæminu. Hér er átt við kostnað vegna göngusjúklinga og kostnað við kennslu heilbrigðisstétta. Þessu er þannig til að svara, að upphæðir þær sem hér um ræðir skipta litlu máli, því þær eru aðeins lítið brotabrot af rekstrarkostnaði sjúkrahúsa. Hins vegar skal hér tekið undir það sjónarmið, að æskilegt væri, að sjúkrahúsin fengju greiddan sannanlegan útlagðan kostnað við rannsóknir og meðferð utanspít- alasjúklinga og ættu þau því að leggja áherslu á að fá breytt töxtum þeim, sern eru ákveðnir af dag- gjaldanefnd sjúkrahúsa eða ráðast af samningum við sjúkrasamlögin í landinu. Einnig skal tekið undir það sjónarmið að verkleg kennsla nemenda í heilbrigðisstéttum, sem að miklu leyti fer fram á sjúkrahús- um, ætti að greiðast af viðkomandi skólum í ríkari mæli en nú er. Lögð skal á það áhersla, að tilgangurinn með athugunum borg- arlæknisembættisins á þessu sviði, er að fá fram upplýsingar um þrjú megin atriði, sem ekki voru áður kunn: Skúli G. Johnsen 1. Að draga saman á cinn stað úr sannkölluðum frumskógi greiðslu- leiða rekstrarfjár, sem er við lýði hér á landi eina heildartölu um kostnað fyrir heilbrigðisþjónustu við íbúa eins byggðarlags. Þessar upplýsingar hafa ekki legið fyrir annars staðar. 2. Að athuga kostnaðarbreytingar við hina ýmsu þætti í þjónustunni yfir tiltekið tímabil. Hér skiptir mestu máli að reikningsskil séu sambærileg frá ári til árs. Það sem hefur vakið sérstaka athygli í því sambandi, er hve kostnaður við sjúkrahússþjónustu Reykvíkinga hefur vaxið mikið í samanburði við kostnað við þjónustu utan sjúkra- húsa. 3. Að skoða breytingu á vægi hinna ýmsu þátta í kostnaðinum. Þar vekur athygli að hlutur sjúkra- hússkostnaðar í heildarkostnaði við heilbrigðisþjónustu Reykvík- inga, sem hækkaði á árabilinu 1970-1981 úr 66,2% í 75%, hefur heldur lækkað hin síðari ár. Hins vegar hefur hlutur lyfjakostnaðar hækkað verulega eða úr 8,3% 1981 í 12,3% 1985. Til þessara tveggja liða, sjúkra- hússkostnaðar og lyfjakostnaðar, fóru árið 1985 samtals 83% af öllum kostnaði við heilbrigðisþjón- ustu fyrir Reykvíkinga. Ekki verð- ur annað séð af viðtalinu við yfir- lækninn, en að hann sjái miklum ofsjónum yfir þeim kostnaði sem leiðir af heilsuvernd og starfi heilsugæslustöðva. Telur hann. að ekki hafi verið færð nægjanleg rök fyrir því að hagkvæmt sé að auka hlut þessara þátta. Það er vissulega óþarfi að sjá ofsjónunt yfir þessuni kostnaði, því áriö 1985 var hlutur Heilsuverndarstöðvarinnar og heilsugæslustöðvanna samanlagt einungis 1,6% af hcildarkostnaði við heilbrigöisþjónustu Kcykvík- inga. Það scm við viljum sérstaklega gcra athugasemd við og lýsa undr- un okkar yfir, er að yfirlæknirinn virðist ekki gera sér grein fyrir gildi forvarnarstarfs í heilbrigðismálum nú á dögum. Talar hann um klisjur í því sambandi og gefur í skyn, að væru forvarnirnar krufnar til mergjar þá myndi koma í ljós, að þýðing forvarna og hcilsuvcrndar hafi vcrið blásin út umfram það sem raunhæft mcgi tcljast. Þessar yfirlýsingar yfirlæknisins sæma illa manni í hans stööu og geta varla verið meintar í alvöru. Skal nú grein frá nokkrum alkunn- um staðreyndum í þessu sambandi: Flcstir hinna alvarlcgu smitsjúk- dóma cru horfnir úr þjóðfélaginu með auknu hrcinlæti, bættum að- búnaði og næringu og með bólu- setningum. Mæðradauði og annar varanlegur skaði af völdum barns- fæðinga er nú hverfandi m.a. vcgna þess aö mæðravcrnd á íslandi cr alhliða og vcl skipulögð. Bætt tækni við fæðingarhjálp á hér einn- ig hlut að máli. Hér á landi cr burðarmálsdauði af sömu ástæðum einungis 6-8 af þúsundi, cn mcðal annarra ríkra iðnaðarþjóða, þar sem mæðravcrndin cr vcrr skipu- lögð er ungbarnadauði hærri. Fáir cða engir láta sér til hugar koma að cfast um ofangrcindan árangur af skipulögðu forvarnar- starfi. Ef horft cr til framtíðar- möguleika á þessu sviði. scm auö- vitað eru háðir því skilyrði, að fjárvcitingar til heilsuverndar og heilsugæslustöðva séu auknar og að menntun og þjálfun hcilbrigðis- stétta beinist í ríkara mæli að hcilsuvernd hcldur en hingaö til hefur verið, þá má m.a. mcð fullri vissu gera ráð fyrir cftirfarandi: 1. Með bættri tannverndarstarf- scmi má minnka tannskcmmdir um 60-70% frá því scm nú cr. 2. Mcð því að sctja meiri kraft í krabbamcinsvarnir og rcykinga- varnir. má fækka tilfcllum krabbamcins í lungum, brjósti og lcghálsi mjög verulcga frá því scm Katrín Fjeldstcd nú er. Viðurkennt cr aö 7/8 hluta af lungnakrabbameinstilfcllum cr unnt aö rckja bcint til rcykingti. 3. Mcö því aö vinna aö því aö draga úr ýmsum þekktum áhættu- þáttum hjarta- og æðasjúkdóma, s.s. dniga úr fituncyslu, bæta nær- ingu, auka líkamshrcyfingu og draga úr rcykingum, má dragti úr t íð n i k ra n sæð asj ú k d ó m a. 4. Mcð því aö vinna gcgn offitu má draga úr tíðni háþrýstings, sykursýki og æðakölkunar. Vekja má athygli á því, að yfirlæknirinn hefur sjálfur stundaö rannsóknir á þeim sviðum scm tcngjast 3. og 4. liö og ætti því manna bcst aö þekkja gildi forvarna á því sviöi. 5. Fækka má fósturcyöingum meö bættri ráögjöf um gctnaðarvarnir og mcö kynfræöslu í skólum. 6. Fullyrða má, aö draga mcgi úr helstu tegundum slysa,s.s. umfcrö- arslysum, heimaslysum og vinnu- slysum mcöauknu forvarnarstarfi, 7. Skv. nýlcgum athugunum í Nor- egi eru gcösjúkdómar og ýmsir gcðrænir kviilar, þ.á m. álcngis- sýki og lyfjafíkn, dýrastir aílra sjúkdóma fyrir samfélagið. Á undanförnum árum hcfur þekking á eðli þcssara kvilla aukist og þann ávinning þarf að nýta til þess aö prófa aðfcrðir til aö fækka nýjunt tilfcllum ávanasjúkdóma og draga úr gcðrænum kvillum. Þetta svið forvarna crenn lítið reynt en flcstir tclja þó, að nýja þckkingu á eðli sjúkdóma bcri ckki síst aö nota til þcss að reyna að koma í vcg fyrir áföll af þcirra sökum. Þctta sjón- armið cr ráðandi nú á dögunt og raddir sem mötmæla því cru scm betur fer fáar. Hér að ofan hcfur vcrið gerð grcin fyrir því í örstuttu máli hvcrs incgi vænta af forvarnarstarfi, cn yfirlæknirinn taldi að það lægi ckki nógu Ijóst fyrir. Hann tclur cinnig að það skorti á að skilgrcint hafi verið livaö átt sé við mcö forvörn- unum. Til upplýsinga um það cfni er rétt að greitia frá cftirfarandi skilgreiningu á forvörnum: Forvarnarstarfi cöa heilsuvernd- arstarfi cr skipt í tvö til þrjú stig. Fyrsta stig í hcilsuvernd bcinist aö því aö vinna gcgn ýmsum þeim þáttum scm cru undirrót sjúkdóma. Það starf cr unnið meöal hcil- brigöra og hcl'ur þaö aö markmiöi að koma algjörlega í veg fyrir sjúkdóma cöa scinka aöför þcirrti. Um þetta mál má m.a. vísa til greinar scm birtist í Morgunblaö- inu 27. mars sl. Annað stig hcilsuvcrndar beinist aö því aö finna sjúkdómana á frumstigi, mcöan þeir cru cnn læknanlegir og áöur cn þeir hafa náö aö valda vcrulcgum skemmdum. Hclsta aöfcröin á þessu sviöi cr svoncfnd skinum, þ.c. leit aö sjúkdómum, s.s. krabbamcini, háþrýstingi, hjarta- sjúkdómum o.s.frv. M.irgir tala cinnig um þriöja stig heilsuvcrndar og á það við um starfsemi sem bcinist aö því, aö konta í vcg fyrir að ólæknanlegir kvillar og sjúkdómar versni frá því sent orðiö cr. Skoöanir eru skiptar um hvort þetta starf geti flokkast undir heilsuvernd. Forvarnir, þar á mcöal íslcnsk hciibrigöisáætlun, sem lögð var Iram á Alþingi sl. vetur cru því ckki klisjur stjórnmálamanna, cins og sagt cr í viötalinu. Þvcrt á móli ciga auknar forvarnir sífcllt mcira fylgi aö fagna um allan hcim því aö þannig cr líklegra að unnt vcrði að ná árangri í að bæta hcilsufar, hcldur en mcð lækningum sjúk- dóma cinum sér. Þettti þýöir þó ckki aö lækningum vcröi minni gauntur gcfinn. Grundvöllur og gildi forvarna kemur m.a. fram í þeirri stcfnu Alþjóðahcilbrigðismálastofnunar- innar aö áriö 2000 hafi allar þjóðir hcims náö vissum lágmarksárangri í hcilsufarsmálum frá því scm nú er. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma Lilja Ingveldur Guðmundsdóttir Vegamótum 2, Seltjarnarnesi verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. október kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn Afmælis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. BÆNDUR Mykjudælur og dreifarar til afgreiðslu strax. Mjög góð greiðslukjör. BOÐI Flatahraun 29, 220 Hafnarfjörður sími 91-651800.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.