Tíminn - 12.11.1987, Síða 15
Fimmtudagur 12. nóvember 1987
Tíminn 15
LEIKLIST
Leikir um firringu
Alþýduleikhúsið, Hlaðvarpanum: EINS-
KONAR ALASKA og KVEÐJUSKÁL.
eftir Harold Pinter. Þýðendur: Jón Viðar
Jónsson og Sverrír Hólmarsson. Leik-
mynd og búningar: Guðrún Svava Svav-
arsdóttir. Leikstjóri: Inga Bjarnason.
Það er mikil kúnst að semja ein-
þáttunga. Þá list hefur Harold Pinter
á valdi sínu. Báðir þessir þættir sem
Alþýðuleikhúsið sýndi á laugardag-
inn eru áhrifaríkir, hvor með sínum
hætti, snjöll leikhúsverk. Þetta sætir
nú varla tíðindum því að Pinter er,
eins og leikhúsáhugamenn vita, í
fremstu röð leikskálda á enska
tungu. Það er vissulega vel ráðið hjá
Alþýðuleikhúsinu að gefa okkur
kost á að sjá þá, við hinar frumstæðu
aðstæður í Hlaðvarpanum sem
leikhúsið býr nú við. Það má furðu
gegna hversu vel fer um sýninguna í
þessu húsnæði, sem raunar er
tvískipt, enda umgerð einþáttung-
anna næsta ólik.
Einskonar Alaska var sýnt í sjón-
varpinu í fyrra, í breskri uppfærslu.
Kveikja leiksins ver bók frá 1973 eft-
ir breskan lækni sem fjallar um ein-
kennilegan sjúkdóm, nokkurs konar
svefnsýki þar sem sjúklingar voru
árum saman eða áratugum saman
sviptir möguleikum til sambands við
umheiminn. Konan í leiknum, De-
borah, er slíkur sjúklingur, féll í dá
ung stúlka og vaknar upp 29 árum
síðar. Og þá er allt breytt umhverfis,
en sjálf er hún sama unga stúlkan - í
eigin huga.
Þetta er einskonar Þyrnirósusaga.
Nema að heimur ævintýrsins er
hvergi nærri, í staðinn komin firring
nútímamanns, angistin sem því fylg-
ir að lokast inni í eigin hugarheimi.
Og sú angist er átakanleg því að eng-
in vinarhönd nær þá til manns, ekk-
ert nema dauði og eyðing blasir við.
Og dauðinn er hér „hreinn og hvítur
snjór“ eins og hjá Jónasi forðum,
„einskonar Alaska“.
í samræmi við þetta er hin hvíta
leikmynd þáttarins, stílhreint verk í
alla staði. En yfirbragð sýningarinn-
ar er auðvitað fyrst og fremst verk
Ingu Bjarnason leikstjóra. Húnerað
minni hyggju einn okkar næmasti
leikstjóri. Pegar ég segi næmasti á ég
við að hún virðist skynja einkar vel
tilfinningalegan hljómbotn þeirra
verka sem hún fæst við. Allar sýning-
ar hennar sem ég man eftir hafa verið
á litlu sviði, í nákomnu andrúmi svo
að þessi skynjunarháttur hefur feng-
ið að njóta sín. Hvernig væri að hún
fengi að reyna sig á stærra sviði? Þarf
Þjóðleikhúsið ekki á slíkum leik-
stjóra að halda?
Aðalhlutverkið í Einskonar Al-
aska er Deborah og fer María Sig-
urðardóttir með það. María skilar
hlutverkinu fallega, með góðri hjálp
leikstjórans. Hún nýtir sér sviðslega
möguleika sem eru nokkrir þótt kon-
an sé rúmliggjandi mestallan
í Kveðjuskál er ekki rökrætt um eitt eða neitt. Arnar Jónsson og Margrét
Ákadóttir.
tímann. Samræðustíllinn milli henn-
ar og Hornby sem Þröstur Guð-
bjartsson lék var léttvígur, einnig
þegar Pauline, Margrét Ákadóttir,
kom til sögunnar systirin sem orðin
er framandi manneskja. Það sem
helst skorti á hér var að angistin næði
nógu djúpt, leikur Maríu þótt
smekklegur væri og sýndi vandaða
vinnu hennar og leikstjóra náði ekki
niður í þau sálardjúp sem áhorfand-
inn á að gruna.
Þröstur Guðbjartsson var þekki-
legur í hlutverki Hornbys, læknisins
sem fórnað hefur öllu til að vaka yfir
Deboru. Ef til vill má segja um hann
og Maríu, og Margréti Ákadóttur
einnig, en það breytir því ekki að
sýningin lifir á sviðinu, sem
stemmning, ljóðkynjuð mynd úr
heimi sálarinnar, ef maður má taka
svo hátíðlega til orða. Jón Viðar
Jónsson hefur þýtt leikinn, af auð-
heyrilegri alúð og smekkvísi.
Eftir hlé er komið í allt annan
heim - og þó. Einnig hér er fjallað
um firringu manns frá manni, þá firr-
ingu sem birtist í hinni ýtrustu mynd,
pyndingum. Kveðjuskál er máttug
áminning, hryllingsmynd af skefja-
Þymirós vaknar í Alaska. Margrét Ákadóttir, María Sigurðardóttir og Þröst-
ur Guðbjartsson.
lausri grimmd og niðurlægingu,
hryllileg vegna þess hversu raunsæi-
lega er haldið á málum. Pyndinga-
meistarinn Nicolas gæti verið hvaða
valdsmaður sem er, í þjóðfélagi sem
búið er að snúa baki við öllum höml-
um á því sem stjórnvöld mega gera
til að halda andstæðingum sínum í
skefjum.
Formaður íslandsdeildar Amn-
esty International, Ævar Kjartans-
son, skrifar stutta grein í leikskrá.
Þar kemur fram að ýmsar heimildir
og frásagnir þeirra sem sætt hafa of-
sóknum vegna stjórnmálaskoðana
sinna séu ótrúlega líkar þeirri sögu
sem Harold Pinter segir í þessu
verki. Leikþátturinn er hið besta til
þess fallinn að vekja fólk til vitundar
um þennan skelfilega veruleika sem
viðgengst „í einu af hverjum þremur
ríkja heims,“ segir í grein Ævars.
Kveðjuskál er sett saman úr
nokkrum atriðum þar sem pyndinga-
meistarinn þjarmar að Victor og
konu hans Gilu, og barn þeirra
Nikki, kemur einnig hér fram. Þetta
er hrottalegt sjónarspil og leiðir með
nærgengum hærri í ljós dýrslega
grimmd. Samt er þessi handhafi
valdsins að yfirbragði sem menntað-
ur og siðfágaður maður. Og það ger-
ir verkið einmitt svo ágengt. Hér er
ekki verið að rökræða eitt eða neitt,
við vitum jafnvel ekkert um „sök“
fórnarlambsins, hvað hann hefur að-
hafst svo að stjórnvöld telji sig þurfa
að brjóta hann niður. Við vitum ekki
hvar verkið á að gerast, - við fáum
aðeins upp í andlitið mynd niðurlæ-
gingar ofbeldis. Og það er nóg.
Arnar Jónsson ber uppi sýning-
una, eins og fleiri sýningar upp á síð-
kastið. Nicolas er sá sem er gerand-
inn og sá sem talar. Arnar leikur á
ýmsa strengi og fer létt með sem
vænta mátti. Vald hans á rödd sinni
og hreyfingum er með ólíkindum. f
leik hans er einhver demón sem gerir
herslumun í leikhúsi. Aðrir leikend-
ur, Þór Tulinius og Margrét Áka-
dóttir, sem hin hrjáðu hjón, fóru af
hófstillingu með hlutverk sín, og
Oddný Arnarsdóttir stóð sig vel sem
Nikki litli.
Sverrir Hólmarsson hefur þýtt
leikinn, áreiðanlega er svona bein-
skeyttur texti erfiður viðfangs. En
orðræðan er hvarvetna lipur.
Alþýðuleikhúsið sannar enn er-
indi sitt í leiklistarlífinu. Enn vantar
það aðstöðu. Á svo búið að standa
lengi enn?
28. kjördæmisþing framsóknarfélaganna á Vesturlandi verður haldið
í félagsheimilinu í Ólafsvík laugardaginn 14. nóv. og hefst kl. 10.
Dagskrá:
Kl. 10.00 Þingsetning, Guðrún Jóhannsdóttir
Kjör starfsmanna: Þingforseta
Ritara
Kjörbréfanefndar
Uppstillingarnefndar
Skýrsla stjórnar og reikningar:
Guðrún Jóhannsdóttir
Reikningar Magna: Gunnar Kristjánsson
Umræður og afgreiðsla
Kl. 11.15 Framsögumenn um byggða- og atvinnumál
Kl. 12.15 Hádegisverður
Kl. 13.30 Ávörp: Alexander Stefánsson
Steingrímur Hermannsson
Fulltrúar SUF og LFK.
Almennar umræður.
Kl. 16.00 Kaffihlé.
Kl. 16.20 Almennar umræður.
Kl. 17.00 Nefndarstörf: Stjórnmálanefnd
Byggða- og atvinnumálanefnd.
Kl. 18.00 Ályktanir: Umræður
Afgreiðsla.
Kosningar
Kl. 19.30 Þingslit - kvöldverður.
Rútuferð verður frá framsóknarhúsinu, Akranesi kl. 7 og framsóknar-
húsinu Borgaresi kl. 7.30.
Stjórnin
Vesturland
Skrifstofa kjördæmissambandsins Brákarbraut 1, Borgarnesi verður
opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.00-17.00. Sími 71633
og sími utan skrifstofutíma 51275.
Stjórnin
Launþegaráð - Vesturland
Aðalfundur launþegaráðs framsóknarmanna á Vesturlandi verður
haldinn i Snorrabúð Borgarnesi, fimmtudaginn 12. nóv. kl. 20.30.
Stjórnin.
Borgarnes - nærsveitir
Spilum félagsvist í samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 13. nóv.
kl. 20.30. Fyrsta umferð í þriggja kvölda keppni, góð verðlaun.
Framsóknarfélag Borgarness
l
í f rE? á í
32. kjördæmisþing framsóknar-
félaganna í Norðurlandskjördæmi
eystra
verður haldið í Hrafnagilsskóla Eyjafirði dagana 13. og 14. nóv. n.k.
og hefst kl. 20.30 á föstudagskvöld. Sérmál þingsins verða heilbrigð-
ismál.
Erindi flytja:
Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra.
Sigurður Halldórsson, héraðslæknir Kópaskeri.
Margrét Tómasdóttir, brautarstjóri við Háskólann á Akureyri.
Regína Sigurðardóttir, fulltrúi sjúkrahúss Húsavíkur.
Halldór Halldórsson, yfirlæknir Kristnesspítala.
Gestir þingsins:
Steingrímur Hermannsson, Sigurður Geirdal, Unnur Stefánsdóttir,
Gissur Pétursson.
Þinginu lýkur á laugardagskvöld með sameiginlegum kvöldverði og
dansleik á Hótel KEA.
Formenn eru hvattir til að tilkynna þátttöku til skrifstofu KFNE, sími
21180.
Þingið er opið öllu framsóknarfólki.
Stjórn KFNE.
Gunnar Stefánsson