Tíminn - 08.12.1987, Page 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 8. desember 1987
Er grundvöllur fyrir N-Atlantshafsflugi brostinn?
FLUGLEIDIR AD LENDA
UNDIR í SAMKEPPNINNI
AÐVÖRUN
Vegna væntanlegrar ákvöróunar stjórnvalda um
hækkun vörugjalds á heirnilistækjum, innréttingum o.fl.
1-jan. n.k. viljum vió vekja athygli þeirra sem fyrirhuga slík
kaup í nánustu framtíð, aö gera pantanir sem allra fyrst.
FRABÆR GREIÐSLUKJÖR
Meó kveóju
LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022
Innan Flugleiða er hallast að því
helst að þótt ytri aðstæður valdi
mestu um versnandi afkomu N-
Atlantshafsflugsins sé tekjustýringu
einnig ábótavant. Ljóst er að afkoma
af fluginu verður mjög slæm í ár.
Með kostnaðarhækkun hér innan-
lands ásamt hraðri lækkun dollarans
er allt útlit fyrir að ekki takist að
koma í veg fyrir tap á heildarrekstri.
Þessar upplýsingar koma fram í
helstu frétt tíðindablaðs fyrirtækis-
ins.
Þrátt fyrir að þetta ár hafi hingað
til verið metár hvað varðar farþega-
fjölda hefur tekjuaukningin ekki
nægt til að mæta þeirri kostnaðar-
hækkun sem orðið hefur. Búist er
við að tekjur af N-Atlantshafsflug-
inu verði um 18,5% hærri í ár en í
fyrra (rúmir 3 milljarðar króna) á
meðan óttast er að kostnaður hækki
um 26%. Jafnframt hefur Flugleið-
um ekki gefist svigrúm ti! að hækka
álagningu á fargjöldum þessa flug-
leið.
Við þetta bætist að samkeppni á
þessari flugleið hefur harðnað til
muna og þótt Flugleiðir hafi kapp-
kostað við að bjóða lág fargjöld
tekst stóru fyrirtækjunum í krafti
tekjustýringakerfa sinna að auglýsa
jafnlág og lægri fargjöld en Flugleið-
ir. Þá vaknar sú spurning hvort
grundvöllurinn fyrir N-Atlantshafs-
flugi Flugleiða sé brostinn.
Sigurður Helgason, forstjóri, í
umboði stjórnarinnar, hefur ráðið
vel þekkt erlent ráðgjafarfyrirtæki,
The Boston Consulting Group, til
að gera ítarlega úttekt á stöðu og
rekstri Atlantshafsflugsins og koma
með tillögur um framtíðarskipan
þess. Einnig verður fjallað um heild-
ar stefnumarkmið og skipulag fyrir-
tækisins. þj
MAGNÚS JÓNSSON
BÆRÍ
BYRJUN ALDAR
HAFNARFJÖRÐUR
HlfXllt
FJAIUkXlt
JAItlJXX
IIV.lltSVH..l
MMNillAStmK
SKUGGSJÁ
HAFNARIJARÐARJARUNN
Einars saga Þorgilssonar
Ásgeir Jakobsson
Bókin er ævisaga Einars Þor-
gilssonar um leið og hún er
100 ára útgerðarsaga hans og
fyrirtækis hans. Einar hóf út-
gerð sína 1886 og var því út-
gerðin aldargömul á síðasta
ári og er elzta starfandi út-
gerðarfyrirtæki landsins. Þá er
og verzlun Einars Þorgilssonar
einnig elzta starfandi verzlun
landsins, stofnuð 1901. Einar
Þorgilsson var einn af
,,feðrum HafnarQarðar," bæði
sem atvinnurekandi og bæjar-
fulltrúi og alþingismaður. Þá
er þessi bðk jafnframt almenn
sjávarútvegssaga í 100 ár og
um það saltfisklíf, sem þjóðin
lifði á sama tíma.
l, c
FANGINN OG DÓMARINN
Þáttur af Sigurði skurði
og Skúla sýslumanni
Ásgeir Jakobsson
Svonefnd Skurðsmál hófust
með því, að 22. des. 1891
fannst lík manns á skafli á
Klofningsdal í Önundarfirði.
Mönnum þótti ekki einleikið
um dauða mannsins og féll
grunur á Sigurð Jóhannsson,
sem kallaður var skurður, en
hann hafði verið á ferð með
þeim látna daginn áður á
Klofningsheiði. Skúla sýslu-
manni fórst rannsókn málsins
með þeim hætti, að af hlauzt
5 ára rimma, svo nefnd Skúla-
mál, og Sigurður skurður, sak-
laus, hefur verið talinn morð-
ingi í nær 100 ár. Skurðsmál
hafa aldrei verið rannsökuð
sérstaklega eftir frumgögnum
og aðstæðum á vettvangi fyrr
en hér.
BÆRIBYRJUN ALDAR
HAFNARFJÖRÐUR
Magnús Jónsson
Bær í byrjun aldar — Hafnar-
fjörður, sem Magnús Jónsson
minjavörður tók saman, er
yfirlit yfir íbúa og hús í Hafn-
arfirði árið 1902. Getið er hvar
húsin voru staðsett í bænum,
hvort þau standa enn o.s.frv.
Síðan er getið íbúanna. Og þar
er gífurlega mikill fróðleikur
samankominn. Ljósmyndir
eru af fjölda fólks í bókinni.
Allur aðaltexti bókarinnar er
handskrifaður af Magnúsi, en
aftast í bókinni er nafnaskrá
yfir þá sem í bókinni eru
nefndir, alls 1355 nöfn.
MEÐ MORGUIOLKJ
Auðunn Bragi Sveinsson
Auðunn Bragi Sveinsson, fyrr-
verandi kennari og skólastjóri,
hefur ritað margt sem birst
hefur í blöðum og tímaritum í
gegnum árin í ljóðum og
lausu máli, og einnig hefur
hann ritstýrt nokkrum bók-
um. Bók sú sem hér birtist
fjallar fyrst og fremst um fólk
við ólík skilyrði og í mismun-
andi umhverfi, — frá afdal til
Austurstrætis, ef svo má að
orði komast. Með mörgu fólki
er heitið, sem höfundur hefur
valið þessu greinasafni sínu.
Mun það vera réttnefni.
OSPIN OG ÝLUSTRÁIÐ
Haraldur Magnússon
Haraldur Magnússon fæddist
á Árskógsströnd við Eyjafjörð
1931. Hann ólst upp í Eyja-
firði og Skagafirði fram að
tvítugsaldri. Nú býr hann í
Hafnarfirði. Þetta smásagna-
safn er fyrsta bók Haraldar, en
þessar sögur og fleiri til hefur
hann skrifað í frístundum sín-
um undanfarin ár. Sögurnar
eru að ýmsu.leyti óvenjulegar
og flestar fela þær í sér boð-
skap. Þetta eru myndrænar og
hugmyndaauðugar sögur, sem
höfða til allra aldurshópa.
SKUGGSJÁ - BÓKABUÐ OIIVERS STEINS SE