Tíminn - 08.12.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.12.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 8. desember 1987 Fúsi og Frikki halda veislu XÆ/' itunglsins fúsi og Frik á ströndinni Fjórar nýjar litmy ndabækur: Fúsi og Frikki eftir John Astrop Hörpuútgáfan hefur sent frá sér fjórar nýjar litmyndabækur fyrir börn7 Söguhetjurnar eru vinirnir, sem lenda i ótal spennandi ævintýrum, jafnframt kenna þeir börnunum að telja, þekkja Utina og þjálfa athygUsgáfuna. Vertu með í leiknum. Skemmtu þér með okkur, segja þeir Fúsi og Frikki. Bækurnarheita: FúsiogFrikki í fjársjóðsleit, Fúsi og Frikki halda veislu, Fúsi og Frikki á ströndinni, Fúsi og Frikki f ara til tunglsins. Bryndís Bragadóttir þýddi bækurnar. Þær eru prentaðar í Belgíu. Höfundurinn Iðunn Steinsdóttir með nýju bókina sína og raunverulegan Rauð, Ollu og Pésa. Olla og Pési Barnabókin Olla og Pési eftir Iðunni Steinsdóttur er komin út hjá Almenna bókafélaginu. Sagan gerist i Reykjavík. Þótt þau OUa og Pési séu afar viðfelldin börn láta þau ekki bjóða sér hvað sem er, síst Olla. Hún elst upp hjá þremur sérvitringum sem búa á síðasta bændabýlinu innan borgarmarkanna. Vandamál kemur upp sem fuUorðna fólkið á erfitt með að ráða við. Þá taka börnin tU sinna ráða og hefja baráttu. Og þau standa ekki ein í baráttunni. Skáldi, Málfríður og hesturinn Rauður, sem er vinur OUu, leggja ÖU fram krafta sína börnunum tU hjálpar. OUa og Pési er spennandi bók fyrir 6-12 ára börn. Höfundurinn Iðunn Steinsdóttir, hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Búi Kristjánsson myndskreytti bókina. Bókin er 176 bls. að stærð. Prentsmiðjuvinnu og bókband annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. Maya Angelou Ég veit afhverju fuglinn í búrinu syngur í þessu fyrsta bindi sjálfsævisögu sinnar dregur bandaríska blökkukonan Maya Agelou upp sannferðuga og hugnæma mynd af uppvaxtarárum sínum í Suðurríkjum Bandaríkjanna á fjórða áratugnum. Hún og bróðir hennar búa hjá ömmu sinni í smábænum Stamps í Arkansas þar sem Maya kynnist valdi „hvíta fólksins" í hinum hluta bæjarins. Maya Angelou fæddist árið 1928 í St. Louis í Missouri. Þegar foreldrar hennar skildu, flutti hún ásamt Bailey bróður sínum til ömmu sinnar en „Búðin" hennar var hjarta svarta samfélagsins í Stamps í Arkansas. Maya dýrkar móður sína en eitt sinn þegar móðirin kemur í heimsókn og ástmaður hennar með henni. Hann nauðgar Mayu en þá er hún aðeins átta ára gömul. Næstu fimm árin er hún mállaus. Maya er ekki aðeins þekkt sem rithöfundur, hún lék í framhaldsmyndaflokknum Rætur er sýndur var hór í sjónvarpi og vakti mikla athygli. Þá hefur hún ferðast um heiminn með söng- og dansflokkum og leikið og dansað. Ævi hennar hefur ekki verið dans á rósum og sjálfsævisaga hennar hefur gert hana að mikilsvirtum höfundi víðar en í Bandaríkjunum. Dalur hestanna — eftir Jean M. Auel komin út hjá Vöku-Helgafelli - Sjálfstætt framhald af Þjóð bjarnarins mikla Jean. M. Auel vann sannarlega hug og hjörtu íslenskra lesenda með hinni stórfenglegu skáldsögu sinni Þjóð bjamarins mikla sem Vaka-Helgafell gaf út í fyrra og fjallar um líf stúlku af ætt nútímamannsins fyrir 35.000 árum sem elst upp hjá fornri kynkvísl Neanderdalsmanna sem ekki getur náð lengra á þróunarbrautinni. Dalur hestanna er önnur bók Auel sem kemur út á íslensku og í henni er sem fyrr að finna hina magnþrungnu spennu sem hrifið hefur milljónir lesenda um allan heim. Söguhetjan Ayla hefur yfirgefið fyrri heimkynni sin og mætir nýrri, óblíðri og grimmri, veröld utan hellisveggjanna. Hún reikar einmana um óbyggðimar og þrá hennar eftir mannlegu samneyti og umhyggju heltekur hana. Hún hefur næstum látið bugast þegar örlögin leiða hana inn í Dal hestana þar sem hún hittir Jondalar, ungan mann af hennar eigin kynstofni. Á mörkum vonar og ótta verður Ayla fyrir nýrri reynslu og hún skynjar áður óþekktar tilfinningar og kenndir sem eiga eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar, fyrir hana, fyrir Jondalar og mannkyn allt. Jean M. Auel kom hingað til lands síðastliðið haust og flutti meðal annars fyrirlestur um verk sín. Kom þar fram hversu ómælda undirbúnings- og rannsóknarvinnu hún hefur lagt á sig við skáldsagnagerðina. Auel sagði að hún hefði fljótt áttað sig á þvi að til þess að geta unnið með þetta sérkennilega heillandi sögusvið þá yrði hún að rannsaka allt sem hún kæmist yfir um lifnaðarhætti forfeðra okkar fyrir 35.000 ámm. Sótti Auel háskólafyrirlestra og var í sambandi við vísinda á þessu sviði ásamt því að verja þúsundum vinnustunda við heimildarýni á bókasöfnum. Á þennan hátt sagðist Auel sjálf hafa kynnst söguhetjum bóka sinna og skynjað að þetta var fólk af holdi og blóði með sömu tilfinningar og þrár og nútímamenn. Dalur hestanna er 533 bls. og unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Reykjavík. Ásgeir Ingólfsson og Bjarni Gunnarsson þýddu. Jónas Hallgrímsson og H.C. Andersen Leggur og skel Þann 16. nóvember s.l. átti þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson 180 ára afmæli. Af því tilefni hefur bókaútgáfan Svart á hvitu gefið út hið gullfallega ævintýri Leggur og skel. Unnið er að þvi að koma út heildarútgáfu á verkum Jónasar Hallgrímssonar hjá Svart á hvítu á næsta ári. Þetta rómantíska ævintýri um hverfular ástir leggjar og skeljar skrifaði Jónas Hallgrimsson á síðasta æviári sínu í Kaupmannahöfn eftir að hafa lesið Kærestefolkene eftir H.C. Andersen. Jónas taldi sig vera að þýða sögu Andersen en hlutur hans er þó mun meiri, sagan nýtur frjórrar umsköpunar hans og ekki síst fágætrar stílsnilldar. Það má því með sanni segja að tvö mestu skáld Danmerkur og íslands á 19. öld hafi lagt saman í ævintýrið Leggur og skel og það eitt vinnur þvi sérstakan sess í bókmennasögunni. Foreldrar munu hafa unun af að lesa þessa sögu með bömum sínum. Útlit bókarinnar og myndskreytingu annaðist Gunnar J. Straumland. Kartöflu- prinsessan eftir Steinunni Sigurðardóttur Komin er út hjá Iðunni ný ljóðabók eftir Steinunni Sigurðardóttur. Nefnist hún Kartöfluprinsessan. Steinunn er löngu kunn fyrir smásögur sínar, ljóð og sjónvarpsleikrit og nú síðast vakti fyrsta skáldsaga hennar, Tímaþjófurinn, verðskuldaða athygli meðal lesenda, og hefur nú nýlega verið tilnefnd af í slands hálfu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hin nýja ljóðabók hennar, Kartöfluprinsessa, er kynnt með svofelldum orðum af hálfu útgefanda: „Kankvís stíll Steinunnar Sigurðardóttur, málgáfa og myndsýn, nýtur sín hvergi betur en í ljóðum hennar. Kartöfluprinsessan geymir mörg dæmi um það. Hugmyndatengslin eru oft fersk og frumleg en ekki fjarstæð eða fundin upp til skrauts. Meðferð máls og hugmynda er aldrei einskær leikur, heldur á rætur í raunverulegri skynjun. Hún getur verið fólgin í missárum minningum frá hinu útmáða „landslagi æskunnar" hluti bókarinnar er langt ferðaljóð, „Á suðurleið með myndasmið og stelpu", þar sem tengsl skáldsins við landið birtast okkur í persónulegum og bráðlifandi skáldskap." Ásta, systir Kára litla Æskan hefur gefið út bókina Ásta litla lipurtá eftir Stefán Júlíusson. Sagan birtist fyrst sem framhaldssaga í barnablaðinu Æskunni 1940 og var gefin út í bók um haustið. Höfundurinn, sem þá þegar var landsþekktur fyrir bækur sínar um Kára litla, samdi söguna að beiðni Margrétar Jónsdóttur ritstjóra. Sagan segir frá Ástu, systur Kára litla. Hún unir sér glöð og kát við leiki á hraunbollunum við Hulduhvamm. Þar kemur að hún á að fara í vorskólann. Ásta litla lipurtá kvíðir því að fara í skólann, í skarkala kaupstaðarins. Svo verður þó að vera. Enginn er eins laginn og Kári við að koma henni í gott skap. Hann fylgir systur sinni í skólann og þar kann hún þá óðar vel við sig. En skólagangan endilr með skjótum hætti. Allt í einu er fjöldi enskra hermanna kominn í kaupstaðinn og skólinn er tekinn til afnota fyrir þá. Og svona var það í raun. Höfundurinn lýsir atburðum sem samtímis gerðust. Ásta litla lipurtá er ekki síður sígild perla en sögurnar um Kára litla. Sagan er nú gefin út í sjöunda sinn. Það segir meira en mörg orð. Bókin er 61 blaðsíða. Hún er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Tryggvi Magnússson teiknaði myndir en Þórdís dóttir hans litaði mynd á kápu. Almenna áuglýsingastofan hf. sá um útlit kápu. Pottþéttur vinur Æskan hefur gefið út nýja unglingabók eftir Eðvarð Ingólfsson. Hún heitir Pottþéttur vinur. Þetta er níunda bók Eðvarðs. Pottþéttur vinur fjallar um þrjár ólikar aðalsöguhetjur. Pétur er ein þeirra. Hann hefur nýlega lokið 9. bekk, er vinafár og hefur minnimáttarkennd. Á einu sumri verður mikil breyting í lífi hans þegar hann kynnist bekkjarsystrum sínum, Þóreyju og Stínu, vel. Þær eiga mikinn þátt í að rífa hann út úr búri sínu. Pétur verður hrifinn af Þóreyju en á ýmsu gengur milh þeirra. Hún er opinská og hreinskilin en það á hann ekki auðvelt með að þola. Tína, vinkona Þóreyjar, kemur líka nokkuð við sögu. Hún er á föstu með Danna, einum eftirsóttasta strák skólans. Þau eru í haltu mér — slepptu mér sambandi, annað hvort saman eða skilin að skiptum. Það er grunnt á afbrýðiseminni hjá Tínu. Eðvarð Ingólfsson er höfundur metsölubókanna Fimmtán ára á föstu og Sextán ára í sambúð. í fyrra sendi hann frá sér unglingabókina Ástarbréf til Ara. Hún var meðal söluhæstu bóka þá. Pottþéttur vinur er 190 bls. Almenna auglýsingastofan hf. gerði kápumynd en Oddi hf. prentaði bókina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.