Tíminn - 08.12.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Þriöjudagur 8. desember 1987
FRETTAYFIRLIT
PEKÍNG — Um það bil fimm
hundruð kínverskir námsmenn
lentu í átökum við lögreglu i
grennd við stjórnarbyggingar í
Pekíng. Námsmennirnir höfðu
farið í göngu til að mótmæla.
drápi á einum félaga sinna.
MANILA — Jaime Ongpin
fyrrum fjármálaráðherra Fil-
ippseyja fannst látinn í skrif-
stofu sinni í Maniluborg og
virtist sem hann hefði sjálfur
skotið sig í höfuðíð. Sonur
Jaime sagði að hann hefði
þjáðst af þunglyndi frá því
hann var látinn víkja úr stjórn-
inni í septembermánuði.
PARÍS — Franska lögreglan
handtók nokkra tugi íranskra
útlaga í aðgerðum er beindust
gegn írönsku stjórnarandstöð-
unni. Handtökurnar fylgja í
kjölfar þess að skæruliðahópur
í Líbanon, hlynntur stjórninni í
Teheran, lét lausa tvo franska
gísla sína.
LUNDÚNIR — Verðfall varð
á kakódufti eftir að slitnaði upp
úr viðræðum þeirra þjóða sem
flytja út kakó í Lundúnum um
helgina. Verðið fór niður úr öllu
valdi á mörkuðum í Lundúnum
og hafði ekki verið lægra í
fimm ár.
JÓHANNESARBORG
— Þrír menn létust og að
minnsta kosti níu slösuðust í
átökum milli fylkinga blökku-
manna í Natalhéraði í Suður-
Afríku um helgina. Foringjar
fylkinganna höfðu ekki komið
sér saman um leiðir til að binda
enda á þessi blóðugu átök.
LUNDUNIR — Marian Orz-
echowski utanríkisráðherra
Póllands kom í þriggja daga
heimsókn til Bretlands í gær
og mun hann eiga viðræður
við Margréti Thatcherforsætis-
ráðherra og Sir Geoffrey Howe
utanríkisráðherra í dag.
BAGHDAD — Olíumála-
ráðherra Iraks hefur sakað Ir-
ana um að selja olíu sína undir
því verði sem Samtök olíu-
framleiðsríkja (OPEC) hafa ák-
veðið. Issam Abdul-Rahim Al-
Chalabi sagði írana selja olíu-
tunnuna á 15 dali í stað 18
sem er hið opinbera verð. Ráð-
herrann sagði að þetta mál
yrði tekið upp á fundi OPEC í
Vínarborg á miðvikudag.
JERUSALEM - Talsmað-
ur Yitzhaks Shamirs forsætis-
ráðherra fsraels sagði að fsra-
elsmenn einir myndu ákveða
hvort hefnt yrði fyrir svifdreka-
árás palestínskra skæruliða á
herbuðir Israelsmanna og þá
hvenær og hvernig. Banda-
ríkjamenn, Sovétmenn og sum
Vestur-Evrópuríki hafa hvatt
Israelsmenn til að hefna ekki
fyrir árásina nú í þessari viku
þegar fundur þeirra Reagans
og Gorbatsjovs stendur yfir.
ÚTLÖND
l!!ll!!!!!!llllllllllllll!!l!l!l!lllllllll!lll!!lll!líllllllil!llll!!!!!llll
iiiiiiiiiiiiniii
illlllllllli
Leiðtogafundurinn í Washington:
Þeir undirrita í dag
Ronald Reagan Bandaríkja-
forseti og Mikhail Gorbatsjov
Sovétleiðtogi munu skrifa undir
samkomulag um eyðingu með-
aldrægra og skammdrægari
kjarnorkuvopna síðdegis í dag.
Þetta verður söguleg stund,
fyrsta afvopnunarsamkomulag
stórveldanna í nærri tíu ár og
fyrsti sáttmálinn, síðan kjarn-
orkuöldin varð að veruleika fyrir
fjörtíu árum, þar sem í raun er
verið að fækka kjarnorkuvopn-
um.
Samninginn um eyðingu meðald-
rægra og ‘skammdrægari kjarn-
orkuvopna hefur tekið heil sex ár að
móta og aðeins er um að ræða
óverulega fækkun í kjarnorkubúrum
risaveldanna. Engu að síður er hér
stigið mikilvægt skref sem vonast er
eftir að leiði til þess að stórveldin nái
að semja um fækkun annarra vopna
t.d. um helmingsfækkun langdrægra
kjarnorkuvopna. Það málefni mun
líklegast taka mestan tíma
þeirra Gorbatsjov og Reagans á
þeim fimm fundum sem þeir eiga
með sér í Washington.
Gorbatsjov og kona hans Rajsa
komu til Washington seint í gær-
kvöldi en höfðu komið við í Bretl-
andi á leið sinni frá Moskvu. Þar átti
Sovétleiðtoginn viðræður við Mar-
gréti Thatcher forsætisráðherra
Bretlands á meðan kona hans heim-
sótti barnaskóla í grennd við herflug-
völlinn í Brize Norton í Oxfordskíri.
Viðræður Thatchers og Gorbat-
sjovs stóðu í rúman klukkutíma og
sagði Sovétleiðtoginn eftir á að þær
hefðu verið mjög gagnlegar og hann
vonaðist til að fundir sínir með
Reagan Bandaríkjaforseta í dag og
næstu daga myndu hjálpa til í alþjóð-
legum samskiptum og auka skilning-
inn milli austurs og vesturs.
Thatcher lýsti viðræðum sínum
við Sovétleiðtogann á mjög jákvæð-
an hátt og sagði að samkomulagið
um eyðingu meðaldrægu og skamm-
drægu kjarnorkuflauganna væri
sögulegt og lofaði góðu um frekari
framfarir í afvopnunarmálum.
Ekki var frekar vitað hvað þeint
Gorbatsjov og Thatcher fór á milli
en breski forsætisráðherrann hafði
gefið í skyn áður en fundur þeirra
hófst að hún myndi nær eingöngu
konta inn á afvopnunarmál.
Samkvæmt breskunt heimildum
er líklegt að Thatcher hafi reynt að
Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti:
Skrifa nafn sitt í sögubækur í dag með því að skrifa undir samkomulag um
eyðingu meðaldrægra og skammdrægari kjarnorkuflauga.
skyggnast inn í framtíð afvopnunar-
mála eftir að samkomulagið um
meðaldrægu og skammdrægu flaug-
arnar hefur verið undirritað. Fors-
ætisráðherrann breski vill að leiðto-
garnir komi sér saman um rannsókn-
ir á geimvarnaráætluninni eða
stjörnustríðinu svokallaða og einnig
að gagneldflaugasamningurinn frá
árinu 1972 verði í heiðri hafður
næstu sjö til tíu árin. Þetta telur
Thatcher vera forsendur þess að
stórveldin geti komið sér saman um
fækkun langdrægra kjarnorku-
Leiðtogafundurinn í Washington:
Friðarkökur og
foringjabrúður
Það var greinilegt í gær að Washingtonborg var nafli alheimsins
enda helsti viðburður ársins að fara í gang, viðræður Ronalds Reagan
Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbatsjov Sovétleiðtoga. En það
var ekki bara á æðstu stöðum sem fundarfiðringsins varð vart, á
hótelum voru seldar friðarkökur og brúður af leiðtogunum voru til
sölu alls staðar í Washington.
flauga.
Utanríkisráðherrarnir Eduard
Shevardnadze og hinn breski Sir
Geoffrey Howe áttu einnig fund á
meðan á hinni stuttu dvöl Sovét-
mannanna stóð í Bretlandi. Howe
ræddi önnur mál við sovéska starfs-
bróður sinn en afvopnunarmál t.d.
mun hann hafa tekið upp sérstök
mál er varða brot á mannréttinda-
sáttmálum sem Sovétmenn hafa
undirritað.
En það var Rajsa Gorbatsjova
sem stal senunni og virðist sannar-
lega kunna vel við sig í sviðsljósinu.
Hún fór í heimsókn til barnaskóla í
Carterton nálægt Oxford, talaði þar
til barnanna, horfði á jólaleik og
heillaði viðstadda með frjálslegri
framkomu.
í gærkvöldi var þess beðið að
Gorbatsjov og fylgdarlið hans kæmi
til Andrews herflugvallarins en þeg-
ar voru farnar af stað umræður um
leiðtogafund á næsta ári. Howard
Baker starfsmannastjóri Hvíta húss-
ins lét þá hafa eftir sér að hann teldi
að það væru miklir möguleikar á að
slíkur fundur yrði haldinn í Moskvu
í maí eða júnímánuði. hb/Reuter
Washington:
Gæsla
aldrei
meiri
Bandarískir löggæslumenn
sögðu í gær að aldrei fyrr hefðu
öryggisráðstafanir verið jafn-
miklar í Washington og nú þegar
á heimsókn Mikhail Gorbatsjovs
Sovétleiðtoga stendur.
Koma Gorbatsjovs er fyrsta
heimsókn sovésks leiðtoga til
Bandaríkjanna síðan Leonid
Brezhnev heitinn kom þangað
árið 1973.
Sendimenn sovésku öryggisl-
ögreglunnar KGB hafa starfað
síðasta mánuðinn við að undir-
búa öryggisráðstafanir og gæslu á
meðan á leiðtogafundinum stend-
ur og hafa þeir notið aðstoðar
bandarískra kollega sinna.
hb/Reuter
Fréttamenn setja eins og við má
búast mikinn svip á borgarlífið, þó
ekki eins mikinn og hér á landi fyrir
rúmu ári enda Washington , miklu
stærri borg en Reykjavík.
Sovéskir fjölmiðlamenn eru flestir
á hinu alþjóðlega Vista hóteli en þar
er stutt til allra helstu staðanna,
Hvíta hússins og blaðamannamið-
stöðvarinnar, hins bandaríska
Höfða og Hagaskóla.
Hótelin eru yfirsetin og fram-
kvæmdastjórar þeirra hinir ánægð-
ustu t.d. Craig Williams á Ritz-
Charlton hótelinu sem býður gestum
upp á sérstakar friðarkökur í tilefni
fundarins.
Einir sex þúsund blaða- og frétta-
menn eru nú í borginni til að fylgjast
með viðræðunum.
Og það eru fleiri sem eru ánægðir
en hóteleigendur. Viðskiptin
blómstra og þeir uppáfinningasömu
eru með allar klær úti. Til að mynda
eru nú seldar litlar Gorbatsjovbrúð-
ur þar sem hamar og sigð kemur í
stað fæðingablettsins á höfði Sovét-
leiðtogans. Risastórt nef og glott
setur svip sinn á Reaganbrúðuna en
þessar brúður kaupa þeir víst fyrir
vestan sem leikföng fyrir hunda
sína. Ekki hefur heyrst hvernig salan
gangi. hb/Reuter
Kemur Gorbatsjov
við í A-Berlín?
Óstaðfestar fréttir hafa verið á
kreiki að Mikhail Gorbatsjov So-
vétleitogi muni koma við í Austur-
Berlín á leið sinni frá leiðtogafund-
inum í Washington til Moskvu.
Háttsettur sovéskur embættismað-
ur lét í þetta skína, í síðustu viku
og rnyndi Sovétleiðtoginn þá vafa-
laust skýra niðurstöður fundar síns
með Reagan Bandaríkjaforseta
fyrir leiðtogum annarra Varsjár-
bandalagsríkja.
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins sovéska var spurður að þessu í
gær en vildi ekkert staðfesta í þeim
efnum, sagði einungis að ekki væri
vitað enn hvort Gorbatsjov myndi
koma einhvers staðar við á leið
sinni til Moskvu.
hb/Reuter