Tíminn - 08.12.1987, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 8. desember 1987
Tíminn 7
Ríkið selur sinn hlut í Sjóefnavinnslunni h.f.:
Afskriftir upp
á530 milljónir
Um helgina var gengið frá sölu
hlutafjár ríkisins í Sjóefnavinnslunni
h.f. til Hitaveitu Suðurnesja. Um er
að ræða 84% af hlutafé í Sjó-
efnavinnslunni. Ákvörðun um sölu
hlutabréfanna er tekin í kjölfar við-
ræðna fjármála- og iðnaðarráðherra
um endurskipulagningu á fjárhag
Sjóefnavinnslunnar.
Fram kemur í kaupsamningi að
ríkið strikar yfir 530 milljóna skuld
Sjóefnavinnsíunnar hf. við endur-
lánareikning ríkissjóðs ríkisábyrgð-
arsjóð og Sparisjóð Keflavíkur.
Hlutafé Sjóefnavinnslunnar hefur
verið aukið um 50 milljónir með
hlutfjárútboði og hefur Hitaveita
Suðurnesja verið skrifuð fyrir allri
hlutafjáraukningunni. Sjó-
efnavinnslan h.f. skuldbindur sig til
að greiða ríkissjóði 150 milljónir á
verðlagi nóvembermánaðar 1987
með7.5% af rekstrarafgangi sínum.
Gert er ráð fyrir því að á næstu
þremur árum muni Sjóefnavinnslan
verja um 2 milljónum króna til
kynningar hérlendis og erlendis á
möguleikum til efnavinnslu og ann-
ars iðnreksturs á athafnasvæði fé-
lagsins.
{ frétt frá iðnaðarráðuneytinu seg-
ir að með þessari sölu hafi náðst
fram þríþætt markmið: í fyrsta lagi
að beinum afskiptum ríkisins af
Sjóefnavinnslunni verði hætt. í öðru
lagi að endurskipulagt félag verði
áhugaverð fjárfesting og hafi traust-
an rekstrargrundvöll. Og í þriðja
lagi að Sjóefnavinnslan haldi áfram
að rannsaka nýtingu jarðgufu til
efnavinnslu og annars iðnaðar og
hafi fjárhagslega getu til upp-
byggingar.
Finnbogi Björnsson, stjórnarfor-
maður Hitaveitu Suðurnesja, sagði
að næsta skref yrði að leita eftir
samstarfsaðilum um rekstur Sjó-
efnavinnslunnar. Hann sagði að eftir
þessum aðilum yrði leitað bæði hér-
lendis og erlendis, en óvíst væri með
öllu hvernig það myndi ganga. Finn-
Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálar-
áðherra, f.h. ríkisins og Finnbogi Björnsson, stjórnarformaður, fyrir hönd
Hitaveitu Suðurnesja, undirrita samning uni kaup Hitaveitunnar á hlutafé
ríkisins í Sjóefnavinnslunni.
bogi sagði að meiningin hefði alltaf
verið að líta til erlends markaðar
með framleiðslu Sjóefnavinnslunnar
og það yrði áfram haft að leiðarljósi.
Það kom ennfremur fram hjá Finn-
boga að óljóst væri hversu mikið
hlutafé þyrfti í þennan rekstur.
Hann sagði það fara eftir hugmynd-
um hugsanlegra hluthafa um fram-
leiðslu. Finnbogi nefndi þó í þessu
sambandi að margir hefðu t.d. rætt
um framleiðslu heilsusalts. óþh
Hnúfubakurinn rífur net loðnusjómanna og:
Étur jafnvel
rúmt tonn
loðnu á dag
Mikið hefur verið um það á þessari
loðnuvertíð, að hvalir hafi gert mik-
inn óskunda í netum sjómanna og
hafa bátamir oft þurft að leita til
lands, með lítinn afla um borð til að
gera við netin. Viðgerðirnar kosta
oft tugi, ef ekki hundruð þúsunda.
Síðustu dæmin um þetta eru bátarnir
Húnaröst og Guðmundur Ólafur.
Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar,
sjávarlíffræðings, er ekki ólíklegt að
um hnúfubak sé að ræða, enda lifir
hann á átu og loðnu og finnst mikið
fyrir norðan land, á hefðbundnum
loðnumiðum.
Hnúfubakurinn var mikið veiddur
hér við land um aldamótin, en var
síðan friðaður 1955 og var þá lítið
eftir af honum. Gögn sl. 15-20 ár
sýna að honum hefur fjölgað veru-
lega síðastliðin ár og er hann nú
næstalgengasta hvalategundin hér
við land.
„Skíðishvalirnir fara nú venjulega
héðan á haustin, en hnúfubakurinn
er einna þráastur og er hér enn, ef
marka má þær sögur sem ég hef
heyrt,“ sagði Jóhann og bætti við að
hann hefði einnig heyrt að sjó-
mennirnir yrðu varir við hvali dag
eftir dag á loðnumiðunum.
Hnúfubakurinn er mikil skepna,
vegur tugi tonna, en er hins vegar
ekki ýkja langur, eða um 14-15
metrar á lengd. Að sögn Jóhanns
étur hnúfubakurinn nokkur hundruð
kíló, eða jafnvel á annað tonn af
loðnu á dag, enda er hann frekur til
matarins.
Nú eru komin á land 223.000 tonn
af loðnu, þar af veiddust 59.100 tonn
í síðustu viku.
„Ég þvoði nú loðnuskyrtuna mína
svo seint, að hún var ennþá rennandi
blaut þegar ég ætlaði í hana í
morgun, þannig að ég varð að fara í
aðra. Það var líka eins og við
manninn mælt, það hefur ekkert
fiskast í dag,“ sagði Ástráður
Ingvarsson, hjá loðnunefnd í samtali
við Tímann í gær. Þessu til saman-
burðar má geta þess að á sunnudag
var Ástráður að vanda í skyrtunni og
veiddust þá 10.300 tonn.
Aflahæstu bátarnir eru nú Jón
Finnsson, sem hefur náð 12.400
tonnum, Börkur með 11.300 tonn og
Víkingur með um 11.000 tonn
-SÓL
Hnúfubakurinn, sem étur jafnvel rúmt tonn af loðnu á
hverjum degi, hefur gert mikinn óskunda meðal loðnusjó-
manna á þessari vertíð og eyðilagt mörg veiðarfæri. Hann er
alfriðaður og hefur verið það síðan 1955, en nú hefur honum
fjölgað svo rnikið að hann er nú næst algengasta hvaltegundin
hér við land.
Hér sést svo loðnan, sem lætur ekki veiða sig
nema Ástráður í loðnunefnd íklæðist loðnu-
skyrtunni sinni, enda var hún í felum allan
mánudag, vegna þess að Ástráður hafði þvegið
skyrtuna of seint á sunnudeginum og komst
þess vegna ekki í hana á mánudeginum.
Til varnar
kyrrðinni
Á stofnfundi félagsins Átak
gegn hávaða mældist að
hljóðbylgjur náðu allt að 90
desibelum þegar hæst lét.
Samt var þetta heldur rólegur
og átakalítill fundur þar sem
allir voru á einu máli um
nauðsyn þess að stemma stigu
við þarflausum hávaða og
uppáþrengjandi.
Félagið var stofnað s.l.
sunnudag á Hótel Borg, en áður
höfðu nokkrir menn og konur
reifað málið í sinn hóp og komist
að þeirri niðurstöðu að félags-
stofnun með almennri þátttöku
væri vænlegasta leiðin til að
stemma stigu við síaukinni
hávaðamengun sem smýgur inn í
hvern kima þjóðlífsins og fram til
þessa hafa varnarlausir þolendur
borið harm sinn í hljóði.
Á fundinum voru flutt erindi
og ávörp um skaðsemi hávaða og
hvatt til að úr honum verði dregið
eftir því sem tök eru á. Fram kom
að hávaði er skaðsamur bæði
líkamlegri heilsu manna og geð-
heilsu og að full ástæða er til að
vinna gegn skaðvaldinum.
Samþykkt voru lög fyrir félagið
og ákveðið að virkja áhugasama
einstaklinga til að vinna að fram-
gangi hljóðlátara samfélags.
Eftirtalin voru kosin í aðal-
stjórn Átaks gegn hávaða: Svan-
hildur Halldórsdóttir, Kristín
Bjarnadóttir, Steingrímur Gaut-
ur Kristjánsson, Stefán Edelstein
og Atli Heimir Sveinsson.
1919
Arið eftir spönsku veikina
JÓN DAN
1919 - Árið eftir spönsku veikina
StÁU)^
Saga byggð á raunverulegum atburðum
í senn harmsöguleg og kímin.
„Dýrðleg bók um merkilega konu,
hrífandi lýsingar á börnum og fullorðnum,
sveitalífi og sveitabrag fyrir sjötíu árum“.
Bókaútgáfan Keilir