Tíminn - 08.12.1987, Side 4

Tíminn - 08.12.1987, Side 4
4 Tíminn Þriðjudagur 8. desember 1987 TILBOÐSVERÐ Vestur-þýsk gæðaframleiösla Áralöng reynsla á íslandi Örfáum vögnum óráðstafað Fjölhnífavagnar 31 rúmm. og 38 rúmm. Vitesse 1 DO 33]a hnífa Raunverð kr. 922.000,- Afsláttur kr. 40.000,- Tilboðsverð kr. 882.000, LBF 262 23ja hnífa Raunverð kr. 750.000,- Afsláttur kr. 51.000,- Tilboðsverð kr.699.000,- Tilboð þetta gildir til áramóta, eða meðan birgðir endast. Mjög hagstæðir greiðslu- skilmálar. Látið ekki happ úr hendi sleppa UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabœr hf. Andakilshr. S. 93-51252 Ólafur Guðmundsson, Hrossholtl Engjahr. Hnapp. S. 93-56622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-41191 Guðbjartur Ðjörgvinsson, Sveinsstöðum, Dal. S. 93-41475 Bilav. Dalvfkur, Dalvfk S. 96-61122 Dragi Akureyrl S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn S. 97-8340 Vfkurvagnar, Vfk S. 99-7134 Agúat Ólafsson, Stóra Moshvoii, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélam. Húnv. Blönduósl S. 95-8145 J.R.J. Varmahlfð S. 95-6119 Bílav. Pardus, Hofsósl S. 95-6380. Vélav. Slgurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts Iðu S. 99-6840 Globus? Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 ______________________________________________I VÖRUMERKI VANDLATRA NÆRFATNAÐUR NÁTJFATN AÐU R CALIDA Heildsölubirgöir: Þórsgata 14 - sími 24477 Drögum úr hraöa ^ -ökum af skynsemi! Varist ódýrar og lélegar jólakeðjur: llla þéttar keðjur eru stórvarasamar „Innflutningur á þessum vara- sömu keðjum hefur nú dregist tölu- vert saman miðað við það sem áður var, en hættan er samt sem áður alltaf fyrir hendi. Til dæmis þegar fólk er að hengja illa vatnsþéttar smáseríur sem ætlaðar eru til inni- nota utan á svalirnar hjá sér, það er stórvarasamt, enda mikil snertihætta fólgin í slíku,“ sagði Sæmundur Nikulásson hjá Rafmagnseftirliti ríkisins í samtali við Tímann, en nú fer sá tími í hönd að fólk fer að hengja alls kyns jólaskráut utan á svalirnar, jólatré og í glugga og er mikil hætta oft samfara slíku. Sæmundur sagði að það væri skylda innflytjenda að koma með keðjurnar til prófunar. I síðasta mánuði prófaði eftirlitið 20 keðjur og var 12 tegundum af keðjum vísað frá sem óhæfum, fimm fengu sam- þykki með skilyrðum og aðeins þrjár fengu beint samþykki. „Það er maður frá okkur stöðugt á ferðinni í þeim búðum sem selja slíkar keðjur og kannar hann mark- aðinn til að sjá hvort ekki sé allt með felldu. Og reynslan er nú orðin sú að verslunarmenn eru flestir ekki leng- ur til í að vera með einhverjar ódýrar, lélegar keðjur til sölu,“ sagði Laugarásbíó hefur nú tekið mynd- ina Wild Thing, eða Villidýrið til almennra sýninga klukkan 5,7,9 og 11 í A-sal. Þetta er nokkurs konar Tarzan nútímans, þó vafasamt sé að Edgar kallinn Rice Burroughs hafi rennt í grun að sögupersóna hans ætti eftir að sjást í Laugarásbíói 20 árum eftir sex daga stríðið.(Ekki það að hann hefði nokkurn mögu- leika að vita af sex daga stríðinu, en nóg um það.) Myndin greinir frá munaðarlaus- um dreng, sem missir foreldra sína í grimmilegri árás „hippa“. Dreng- hnokkinn verður vitni að morðinu, og þegar honum fer að vaxa grön í andliti og undir höndum, hefnir hann foreldra sinna. Hann verður goðsögn og hetja í sínum borgar- hluta. Ekki meira í þessari deild. Aðalhlutverkin eru í höndum Rob Knepper, sem lék m.a. í That‘s live, Sæmundur og sagði eftirlitsmanninn þegar farinn af stað í búðirnar. Þær keðjur sem helst þykja vara- samar koma frá Austurlöndum fjær, en þar eru engar kröfur gerðar til frágangs. Keðjurnar eru margar hverjar mjög illa vatnsþéttar og vírarnir allt of grannar. Guðbjartur Gunnarsson, hjá Raf- magnseftirlitinu, sagði margt að var- ast í þessum efnum. Vildi hann benda fólki á að nota inniseríurnar ekki úti við og alls ekki vera að lappa upp á gamlar úr sér gengnar seríur. Síðast en ekki síst væri nauðsynlegt að vera ekki að „mixa“ seríurnar, þ.e. að vera ekki að búa eitthverjar meiriháttar ljósasýningar til úr keðj- unum. Einnig væri mjög mikilvægt að í þeim seríum sem þyrfti að nota framlengingarsnúru, að nota vatns- þétta snúru, en vera ekki að vefja plastpokum eða einangrunarlím- bandi utan um þær. „Það er betra að kaupa aðeins dýrari seríu,“ sagði Guðbjartur og minnti á að öryggið er aldrei og dýru verði keypt. Kaupendur ættu að hafa í huga að kaupa aðeins viðurkenndar ljósak- eðjur. Það sést á því að íslenskar leiðbeiningar eiga að fylgja með. - SÓL Robert Davi, sem lék í Goonies og Betty Burkley, sem fór með hlutverk í Cats. Betty og Robert byrja örugg- lega saman. Leikstjóri er Max Reid, (ekkert skyldur Peter Reid í Evert- on). Myndin er bönnuð innan sextán ára og má benda þeim sem ekki hafa náð þeim aldri að í sal C er verið að sýna Fjör á framabraut með Michael J. Fox í aðalhlutverki. Má benda þeim sem enn eiga eftir að sjá hana, að hún fékk góða dóma hjá mér fyrir nokkru og því vel þess virði að sjá hana. 1 sal B er verið að sýna Furðusögur, Amazing Tales. Ég á að vísu eftir að sjá hana, en Jónas á DV gefur henni umsögnina „Góð, betri, best“ og Sæbjörn á Mogganum 2,5 stjörnur.(Ég er ekki eini kvik- myndaskríbentinn!) Nóg í bili. Bíðið spennt eftir næstu umsögn eða dómi. - SÓL Jón Helgason. Jón Helgason: VÉR fSLANDS BÖRN Komin er út hjá Iðunni ný og glæsileg endurútgáfa á verki Jóns Helgasonar, ritstjóra, Vér íslands börn I-III. Verk þetta hefur verið uppselt um skeið en er nú aftur fáanlegt, öll þrjú bindin í vandaðri öskju. í kynningu útgefanda segir: „Jón Helgason kunni öðrum betur að glæða liðna sögu lífi, og gilti þá einu hvort viðfangs- efni hans voru æðstu valds- menn þjóðarinnar eða um- komulausir kotungar. Vér ís- lands börn flytur efni af sama toga og Íslenskt mannlíf: list- rænar frásagnir af íslenskum örlögum og eftirminnilegum atburðum, sem reistar eru á traustum, sögulegum grunni og ýtarlegri heimildakönnun. Jón Helgason „fer lista- mannshöndum um efni sitt, byggir eins og listamaður af þeim efnivið, sem hann dregur saman sem vísindamaður,“ eins og dr. Kristján Eldjárn komst að orði í ritdómi.“ Frumsýning á nútíma Tarzan: Munaðarlaust villi- dýr I Laugarásbíóí Saga mikils athafnamanns: Skyldu þeir róa í dag? eftir Gylfa Gröndal Tómas Þorvaldsson hefur lifað tímana tvenna. Kornungur gerðist hann sjómaður, en síðar umsvifa- mikill útgerðarmaður. Þetta seinna bindi hefst á hemámsárunum, þegar útgerð lagðist að mestu niður í Grindavík og setuliðsvinnan var í algleymingi. Síðan tekur við frásögn af óvenju farsælu og hetjulegu starfi björgun- arsveitarinnar Þorbjörns í Grinda- vík. Sagt er á eftirminnilegan hátt frá Clam-strandinu fræga og fleiri skipssköðum. „Ég er nú að nokkru lagstur til hlés“ segir Tómas. „Enn er þó hugurinn sem fyrr bundinn sjónum, og á hverjum morgni vakna ég með sömu spurninguna á vörum: Hvernig er veðrið? Skyldu þeir róa í dag?“ (,riJI GRÖNDAL SKYLQU ÞEIR RÓA I DAG ? ^ ÆVIDAGAR TÓMASAR ÞORVALDSSONAR UTGLRÐARMANNS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.