Tíminn - 08.12.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.12.1987, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 8. desember 1987 Tíminn 9 Það leið ekki á löngu þar til öll íslenska ullin mín var seld og á sömu leið fór með næsta rúning, sem fór fram að hausti. Fyrirspum- um um ullina linnti ekki svo að það varð úr að ég ákvað að fara til íslands til að athuga hvort ég gæti orðið mér úti um ull til þess að ég gæti a.m.k. annað eftirspurninni. í ágúst síðastliðnum varð af því að ég gerði mér ferð til Íslands. Ég vissi að íslenskir bændur fá sem svarar rúmum sex kanadískum dollurum á kg fyrir úrvalsull sína, svo að eðlilega gerði ég ráð fyrir að finna ull sem væri í svipuðu ástandi og sú ull sem hér í Kanada fer í úrval, þ.e.a.s. vel klippt, hrein , óþófin og heilbrigð ull, laus við allt mor og heymsl. Fyrir slíka ull fáunt við kanadískir bændur í mesta lagi sem svarar 50-60 ísl. kr. (1,5-2 kan. $) fyrir kg. Ég hafði að vísu fengið send nokkur sýnishorn af ull frá íslandi sem mér var sagt að væri úrvalsull eða a.m.k. góður fyrsti flokkur. Ég trúði því varla að sú ull flokkaðist svo vel, hélt kannski að fólk hefði misskilið hvað ég væri að falast eftir. Svo að ég ákvað að fara sjálf og velja fyrsta flokks ull og sýna fólki hvað ég ætti við. Heimsókn í ullarþvottastöð Þegar ég fór að leita fyrir mér um ullina á fslandi komst ég að því að allir þeir bændur sem ég talaði við höfðu sent ull sína frá sér. Að vísu fékk ég ull frá manni sem á „nokkrar ær“ en sú ull fannst mér ekki upp á marga fiska. Þó var mér sagt að þetta væri dæmigert fyrir þá ull sem kæmi frá bændum sem litu nokkuð vel eftir ullinni. Þar sem enga ull var að fá frá bændum fór ég til Hveragerðis og fékk leyfi til að fara um Ullarþvottastöðina. Þar sá ég hlaða af ullarpokum en litla ull utan pokanna. Mér var sagt að flest væri þetta flokkað í pokunum. Því miður voru menn í sumarfríi svo að mér gafst ekki kostur á að sjá ullina flokkaða í það skiptið. Ég talaði við Trausta Guðjónsson, sem þar ræður ríkjum, og rellaði í honum að leyfa mér að lfta í pokana og velja mér ull. Ég var sannfærð um að ég mundi finna það sem ég leitaði að í pokunum sem flokkaðir höfðu verið í úrval eða fyrsta flokk. Ég var jafnvel til með að kaupa poka án þess að sjá ullina og bara skilja eftir 10-20% af ullinni sem ég hélt að kannski að væru mér ónothæf. En Trausti var ekki á því og sagði mér að koma næsta mánudag þegar ullarmats- mennirnir væru komnir úr fríi. Ég var heldur fúl yfir þessum við- .brögðum Trausta þar sem ég var í tímaþröng, en varð að taka því. Stefanía Sveinbjarnardóttir, Yeoman Farm Kanada: Ullaráfall Fyrír rúmum tveimur árum flutti ég inn íslenskt fé til Kanada. Skömmu seinna fóru mér aö berast fyrirspurnir um hvort ég gæti selt fólki íslenska ull tU handspuna. Þó svo aö fólk vissi ekki hvers konar ull er á íslensku fé er frægð hennar slík að fólk fýsti að kaupa af mér uU óséða og borgaði töluvert betra verð fyrir en það sem ég fæ fyrir ullina af kanadísku fé mínu. Nú, á mánudeginum kom ég svo til að sjá ullina tekna úr pokunum. Ég get illa lýst þeim vonbrigðum sem ég varð þá fyrir. Trausti vissi hvað hann var að segja. Ég verð honum lengi þakklát fyrir að hafa haft vit fyrir mér og ekki hleypt mér í pokana. Ég eyddi heilum morgni í að horfa á þá Andrés, Borgþór og Berg taka ullina upp úr hverjum pokanum eftir öðrum. Eg sá ekki eitt einasta reyfi sem talist gat söluhæft til handspunafólks né sem færi í úrval hér í Kanada. Sennilega skoðaði ég rúm 1000 kg meðan ég var þarna. Tólf kg fann ég sem ég tel að ég geti unnið sjálf en ekki eitt einasta gramm sem söluhæft væri á handspunamark- aði. Og mig undrar sú stilling sem þeir Andrés, Bergur og Borgþór sýndu þegar þeir opnuðu pokana með því rusli sem út kom. Ég hef heyrt bænd- ur á Islandi kvarta yfir því veröi sem þeir fá fyrir ullina. Hamingjan sanna! Hér í Kanada erum viö alsæl ef við fáum 60 kr. (2 kan. $) fyrir kg af bestu ull okkar. Ég þekki engan bónda hér sem sendir frásérkvið- eðahálsull eða þófna ull og býst við að fá eyri fyrir. Þið fáið rokverð fyrir ullina ykkar miðað við bænd- ur annarra þjóða í vandaða ullarvöru þarf gott hrá- efni. Myndin er er af gluggatjöld- um úr ull á sýningu Gefjunar. „List úr uU fyrir heimilið“, í sept- ember 1982. Lélegt hráefni Þannig er nú komið því sem ég hef að segja við ykkur mínir kæru starfsbræður á íslandi. Margt af þeirri ull sem ég sá í Hveragerði mundi ég skammast mín fyrir að senda frá mér. Mér hefur verið bent á að skítug ull sé ágætis áburður ef hún fær að rotna í eitt eða tvö ár og kartöflur vaxa vel í hénni. Mikinn hluta þeirrar ullar sem ég sá í Hveragerði væri best að nýta til að auka kartöfluframleiðslu á íslandi. Satt best að segja er ég ekki hissa á því ástandi sem ríkir í íslenskum ullariðnaði né þeirri staðreynd að íslcnsku ullarverk- smiðjurnar kaupa erlenda ull. Mig undrar að fólk skuli nenna að pakka grútskítugri og þófinni ull í poka og senda hana frá sér. Það væri nær að grafa þar sem hún kemur af skepnunni. Ég hef heyrt bændur á íslandi kvarta yfir því verði sem þeir fá fyrir ullina. Hamingjan sanna! Hér í Kanada erum við alsæl ef við fáum 60 kr. (2 kan. $) fyrir kg af bestu ull okkar. Ég þekki engan bónda hér sem sendir frá sér kvið- eða hálsull eða þófna ull og býst við að fá eyri fyrir. Þið fáið rokverð fyrir ullina ykkar miðað við bændur annarra þjóða. En þið standið verr að vígi að því leyti að lítið af ull Morug og skítug ull er vont hráefni. (Ljósm. Jón Trausti Steingrímsson) kemur af hverri kind. En er þá ekkí þeim mun meiri ástæða til að líta vel eftir því litla sem af skepnunni kemur? Hrædd er ég um að ef meðferð á íslensku ullinni batnar ekki almennt og ef niðurgreiðslna nyti ekki við, mundu bændur á íslandi ekki geta selt neina ull. íslensk ull er sérstök Ykkur undrar það sennilega hvers vegna kerling í Kanada er að rífast yfir ullarframleiðslu á fs- landi. Það er vegna þess að mér þykir vænt um íslensku sauðkindina og mér svíður sú niðurlæging sem íslenska ullin er komin í. Ullin af íslenska fénu er mjög sérstök og má kannski segja að hún sé ekki sérstaklega góð sem verksmiðjuull. En hún er þeim mun betri til handspuna og listiðnaðar. En sú lítislvirðing sem ullinni er sýnd gerir hana alveg óhæfa til sölu á þeim markaði sem hún félli best inn í. Mér finnst stundum að íslenska ullin sé eins og lax sem verið er að selja á markaði þar sem þorskur selst best. Þar er laxinum lítill gaumur gefinn og hann látinn liggja á árbakkanum þar til einhver nennir að senda hann á þorskmark- aðinn. Sem betur fer eru ekki allir bændur trassar hvað ullina varðar. En þegar stór hluti, eða jafnvel meirihluti bænda, van rækir ullina þá skaðar það heildina. Sérstak- lega þegar varan er eins sérstök og íslenska ullin er og þegar tiltölu- lega lítið er framleitt af henni (á heimsmælikvarða). Við vitum öll að nýsjáiensk ull er notuð í íslenskum ullarverk- smiðjum. Hvers vegna? Getur það verið vegna þess að ullarfram- leiðendur fara ekki lengur vel með hráefnið? Nýsjálendingar kunna að selja vöru sína og þeir vanda sig við það sem þeir framleiða. Engin þjóð hefur efni á að vera kærulaus um framleiðslu sína, samkeppnin í heiminum er hörð. Við hér í Kan- ada horfum upp á hillur fullar af nýsjálensku lambakjöti í búðun- um. Það eina sem heldur okkur gangandi er að við framleiðum betri vöru en Nýsjálendingar. En ef við slökuðum á og leyfðum gæðunum að falla mundi lítið fara fyrir því sem við gætum selt af lambakjöti. Er ekki möguleiki á það sama gæti gerst á íslandi? Ullin er vanrækt og nú er sú nýsjálenska komin í staðinn. Hvað verður næst? Kannski kjötið? Þeg- ar hætt er að vanda sig við einn þáttinn er hætt við að aðrir fylgi. Grein þessi er skrifuð fyrir Frey og birtist hér með góðfúslegu leyfi ritstjóra búnaðarblaðsins. Örn Arason: Opið bréf til þingmanna Framsóknarflokksins Eruð þið þátttakendur í þeirri afturhvarfsstefnu fjármálaráð- herra og menntamálaráðherra, sem kemur fram í fjárlagafrum- varpi fyrir árið 1988 (sbr. þingskjal 1 nr. 563 bls. 245), að hætta fjárhagslegum stuðningi við tón- listarskólana? Ef þessar breytingar koma til framkvæmda verður að fara 25 ár aftur í tímann til að finna sambæri- legt ástand í tónlistarskólamálum þjóðarinnar eða allt til ársins 1963 þegar fyrstu lögin um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskólana voru gefin út. Þau lög mörkuðu þáttaskil í íslenskri tónlistarfræðslu. Þeim var síðan breytt 1975 á þann veg að ríkið skuldbatt sig til að greiða 50% af kennslulaunum á móti sveitarfélögum. Með þessum lögum gafst mörg- um sveitarfélögum kostur á að stofna tónlistaskóla sem ekki höfðu treyst sér til þess áður. Fyrir til- stuðlan þessara laga hefur tónlist- arskólum fjölgað úr 11 árið 1962 í 62 árið 1987. Það sem mælir á móti þessum breytingum er: 1. Tónlistarskólar eru fræðslu- stofnanir. Það er í algjöru ósam- ræmi við aðra þætti fræðsluskerfis- ins að sveitarfélög hafi með hönd- um rekstur þeirra. 2. Fyrirséð er að hin farsælu tengsl grunnskóla, framhaldsskóla og tónlistarskóla rofni ef ríkið hættir fjárhagslegum stuðningi sínum. 3. Það er ljóst að í kjölfar slíkrar breytingar leggist starfsemi minni tónlistarskólanna niður út um hin- ar dreifðu byggðir landsins. og draga yrði úr starfsemi stærri skól- anna. Til að mæta kostnaði við skólahald yrði óhjákvæmilega að hækka námsgjöld. Jafnrétti til náms yrði því stórlega skert. Þessar breytingar eru lítt yfirveg- aðar og yrðu afdrifaríkar fyrir tón- listaruppeldi og tónlistarlíf í land- inu. Ný grunnskólalög eiga að taka gildi árið 1989. Ég legg til að tíminn þangað til verði notaður til að kanna með hvaða hætti fjár- hagslegur grundvöllur tónlistar- skólanna verði sem best tryggður. Ég ítreka að tónlistarskólar eru fræðslustofnanir og eiga meiri skyldleika með öðrum þáttum fræðslumála en með vatnsveitum og landshöfnum. Ég skora á ykkur þingmenn Framsóknarflokksins að greiða ekki atkvæði með þessum breyt- ingum þegar til afgreiðslu fjárlaga kemur. Með kveðju. Öm Arason formaður Félags tón- listarskólakennara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.