Tíminn - 08.12.1987, Qupperneq 5

Tíminn - 08.12.1987, Qupperneq 5
Þriðjudagur 8. desember 1987 Tíminn 5 Jónas H. Haralz bankastjóri: Lítum samkeppni ríkis- víxla alvarlegum augum Talsverð óánægja er nú á meðal bankamanna vegna sölu ríkisvíxla á almennum markaði, er bera hærri vexti en boðið er í bönkum. Eru í Seðlabankanum gefnar þær upplýsingar að fá megi allt að 41,3% vexti eftir árið, sé víxlunum velt áfram og vöxtunum stöðugt bætt við höfuðstólinn. Samkvæmt upplýsingum í fjármálaráðuneytinu eru nýjustu tölur þær að um 155 milljónir séu útistandandi og er helmingur þess í eigu einstaklinga, fyrirtækja og hópa manna er tekið hafa sig saman um kaup á 500.000 króna víxlum, til að ná lágmarks upphæð. Samtals eru því á milli 72-75 milljónir í eigu einstaklinganna. Jónas H. Haralz, bankastjóri Landsbanka íslands. Viðbrögð bankamanna „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, en okkur hefur verið sagt í fjármálaráðuneytinu að þetta muni ekki standa lengi,“ sagði Jónas H. Haralz, bankastjóri Landsbankans, er Tíminn bar undir hann hvað bankamenn segðu um harða sam- keppni ríkisvíxla gagnvart spari- sjóðsbókum. „Einmitt af því að þetta eru skammtímavíxlar, þá er þetta mjög alvarleg samkeppni við okkur bankana." Sagði hann jafn- framt að hin bága lausafjárstaða bankanna batnaði ekki í þessum mánuði og heldur ekki í þeim næsta. Sagði hann að þeir bankamenn hafi auðvitað vitað að þessi staða kæmi upp, enda væri þetta yfirleitt slæmur tími. „Á hinn bóginn er ekkert, sem er á valdi bankanna, sem getur bætt lausafjárstöðu bankanna í skjótri svipan. Varðandi þá spurningu hvort út- boðin í Seðlabankanum á ríkisvíxl- um kynni að hafa bein áhrif til vaxtahækkunar, sagði hann: „Vext- irnir hafa verið að aukast og það er útaf fyrir sig eðlileg afleiðing af verðbólgunni þar sem hún hefur verið að hækka að undanförnu." Ekki vildi hann segja að útgáfa ríkisvíxlanna hefði bein eða óbein áhrif á hækkun bankavaxta, en allt væru þetta aðstæður sem bankarnir yrðu að taka tillit til. „Ég veit að þeir segja að þetta skipti ekki svo miklu máli, af því að þetta séu svo stórar sölueiningar að almenningur geti ekki tekið þátt í því, en það eru á hinn bóginn í þessu aðilar sem hafa yfir miklu fé að ráða, sem eru náttúrlega með fé í bönkunum. Þannig kemur vissulega til aukinnar samkeppni við okkur,“ sagði Jónas H. Haralz, bankastjóri að lokum. Vextir víxlanna og kjör Ríkisvíxlarnir rjúka nú út og herma nýjustu tölur að nálægt 155 milljónir séu útistandandi í eigu innlánsstofnana, einstaklinga og fyrirtækja. Þar af um 72-75 milljónir í eigu annarra en innlánsstofnana. Víxlar þessir bera fasta vexti sem eru núna 33,1%. Ef ríkisvíxlunum er velt í heilt ár og vöxtunum jafnan bætt við, þá samsvarar það því að hafa peninga á sparisjóðsbók með 41,3% vöxtum greiddum eftir á. Lágmarksupphæð á víxlum er 500.000 en ofan þeirra marka ákveða menn alveg upphæðina. Kemur þetta þannig út í framkvæmd, að kaupi menn einn slíkan þurfa þeir ekki að leggja út fyrir honum að fullu vegna forvaxtanna, og fá síðan greiddar fullar 500.000 kr. að bindi- tíma loknum. Sé haldið áfram með dæmið af þessari upphæð, þarf ekki að greiða, eða leggja inn í ríkissjóð, nema 458.625 kr. og eru því vaxta- tekjurnar 41.375 kr. eftir 90 daga. Það er hagstæðasta tímabindingin, en hún er frá 45 dögum til 90 daga. Upphaflega varð mikil sala í þess- um víxlum til innlánsstofnana, þ.e. banka og sparisjóða, er salan fór í gang í júní í ár. Fyrstu vikuna seldust víxlar fyrir 815 milljónir og mun þá ekki hafa verið óalgengt að bankar keyptu víxla fyrir tugi og hundruði milljóna. Þá var lánstím- inn allt niður í 15 daga og nýttist það innlánsstofnunum mjög vel. En laus- afjárstaða banka og sparisjóða hefur almennt versnað svo mjög að ekki munu þessir aðilar eiga nema um 80 milljónir í ríkisvíxlum núna. Ein- staklingar og fyrirtæki eiga nú um 72-75 milljónir í ríkisvíxlum. Skattfríðindi Gagnvart skattayfirvöldum eru tekjur af slíkri ríkisvíxlaveltu með- höndlaðar á nákvæmlega sama hátt og sparifjáreign. Engin gjöld eru á víxiltöku þessari og enginn kostnað- ur reiknast frá upphæðinni sem greidd er út. Nokkrir þeir starfsmenn sem Tím- inn ræddi við í Seðlabankanum vegna ríkisvíxlanna, sögðust ekki geta sagt annað en að þeir væru að keppa á sama markaði og innláns- stofnanir með sparifjárinnlegg ein- staklinga, hópa og fyrirtækja. Sagði einn þeirra að gagnvart viðskiptavin- inum væri ríkisvíxillinn að flestu leyti sambærilegur því að leggja sparifé sitt inn á bók með fyrirfram ákveðinn binditíma, en að vísu gerðu forvextirnir þennan kostinn mun fýsilegri. Nokkuð mun vera um það að fólk í fasteignaviðskiptum noti þessa leið til ávöxtunar til ákveðins tíma og einnig er nokkuð um að fyrirtæki taki óreglulegt lausa- fé úr veltunni og bindi það í þennan tíma. Sá öryggishnappur er á ríkis- víxlunum að þeir eru framseljanlegir ef eitthvað bregður útaf í lausafjár- stöðu. Þá er frekar algengt að þrír til sex aðilar taki sig saman um að kaupa ríkisvíxil þar sem lágmarks- upphæðin er þetta há. KB Fjáriagapakkinn: Bólgnar út um 3,1 milljarð Niðurstöðutölur fjárlaga hafa breyst frá því í upphaflegri áætl- un. I frumvarpinu er miðað við um 59.600 milljónir en í endur- skoðun fjárlagadæmisins hefur talan hækkað upp í um 62.700 mill- jónir króna. Auknar tekjur í ríkiskassann má fyrst og fremst rekja til breytinga á söluskattslögum, en áætlað er að þær nemi um 4900 milljónum króna. Frá þessari tölu má síðan draga áætlað 2800 milljóna króna tekjutap ríkissjóðs vegna fyrirhugaðra breytinga á tolla- og vörugjaldslögum frá og með næstu áramótum. Útkom- an úr þessu dæmi er því 2100 milljónir króna. Til viðbótar þeirri upphæð koma síðan 1000 milljónir vegna veltubreytinga og bættr- ar innheimtu. Ef litið er á gjaldahliðina, þá gerir ríkisstjórnin ráð fyrir að verja af þessari viðbót um 1300 milljón- um til niðurgreiðslna. Til lífeyris- greiðslna og barnabóta er áætlað að verja 600 milljónum króna og til endurgreiðslu á fóðurbætisskatti fara 200 milljónir. Til viðbótar þessu er gert ráð fyrir að framlög til landbúnaðar- mála nemi 300 milljónum. Hækkun á framlagi til Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga, vegna breyttrar verkaskipt- ingar ríkis og sveitarfélaga, verður 100 milljónir. Sérstakt framlag til íþróttafélaga verður 15 milljónir. Af öðrum liðum, sem nú er laumað inn í fjárlagafrumvarpið fyrir 2. umræðu, er 20 milljóna framlag til jarðgangagerðar í Ólafs- fjarðarmúla, 20 milljónir í þróun- araðstoð, 10 milljónir í öryggismál sjómanna og 80 milljónir til annar- ra smærri verkefna. Til að ná jöfnuði milli tekjuhliðar og gjald- ahliðar fjárlagafrumvarpsins vant- ar í þessa upptalningu 457 milljón- ir, sem fjárveitinganefnd er ætlað að deila bróðurlega í m.a. hafnir, sjúkrahús og skóla. Á ríkisstjórnarfundi sl. sunnu- dag var lögð fram tillaga um fjár- mögnun lokaátaks á smíði þjóðar- bókhlöðu á næstu fjórum árum. Þessi tillaga er nú til skoðunar hjá menntamálaráðherra. Samkvæmt tillögu fjármálaráðherra er gert ráð fyrir sömu upphæð til þjóðar- bókhlöðu og skráð er í upphaflegu útgáfu fjárlagafrumvarpsins, þ.e. 50 milljónum króna. Hinsvegar er gert ráð fyrir verulegri hækkun framlaga á árunum ’89, ’90 og ‘91. Og eins og fram kemur annars staðar í blaðinu er nú lagt til að Kvikmyndasjóður fái í sinn hlut 60 milljónir króna. Þetta þýðir 20 milljóna króna hækkun frá upphaf- legri áætlun. óþh Alþingi: Halldór mælir fyrir fiskveiðistefnunni Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra mælti fyrir frumvarpi um fiskveiðistefnu til næstu fjögurra ára í efri deild Alþingis í gær. Það kom þegar í ljós að þingmenn hafa beðið eftir þessu frumvarpi með mikilli eftirvæntingu, því aðeins tveir þing- menn luku ræðum sínum utan fram- sögu sjávarútvegsráðherra. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl.Vl.) rakti stefnumótun Kvennalistans varðandi stjórnun fiskveiða, en hann vill t.d. að 80% afla verði úthlutað til byggðalaga á grundvelli veiði sl. 5 ára. Það gæti komið í veg fyrir það skipabrask sem nú væri í gangi. Þá gagnrýndi hún vinnuna við stefnumótunina, sem hefði sýnt virðingarleysi fyrir skoðunum kvenna. Skúli Alexandersson (Ab.Vl.) notaði síðan það sem eftirlifði fund- artímans. Gagnrýndi hann mjög gildandi kerfi og þá vinnu sem hefði verið við að móta fyrirliggj andi frumvarp. Þá rakti hann efnisatriði stefnu Alþýðubandalagsins í málinu, sem svipar um margt til stefnu Kvennalistans, enda varð nokkuð karp milli Danfríðar og Skúla um það mál. Umræðunni verður haldið áfram í dag, en hins vegar hófu sjávarútvegs- nefndir umfjöllun um málið strax í morgun. ÞÆÓ Ríkiskassinn hefur úti allar klær: Söluskattur á heilsuræktina Eins og fram hefur komið ákvað ríkisstjómin á fundi sl. föstudag að leggja 25% söluskatt á allar neysluvörur. Að sögn fjármálaráðherra er ein sölu- skattsprósenta liður í einföldun söluskattskerfisins. í þessari ein- földun feist m.a. að frá og með næstu áramótum verða öll mat- væli skattskyld. Einnig þarf þá að borga söluskatt af auglýsingatekj- um blaða og tímarita. Ennfremur af einkaflugvélum og eldsneyti fyrir þær, svo og þjónustu heils- uræktarstöðva, nuddstofa og ljósastofa. Að auki munu falla niður ýms- ar undanþágur sem hafa verið fastbundnar í 6. grein fjárlaga undanfarin ár, en aðrar verða settar inn í söluskattslög. Frá og með áramótum verður sérstakur söluskattur á þjónustu 12%, en til þessa hefur hann numið 10%. óþh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.