Tíminn - 08.12.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.12.1987, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 8. desember 1987 Tíminn 13 Tugir dauðadæmdra Banda- ríkjamanna eiga nú sína helstu lífsvon í höndum bresks lögfræð- ings. Hann er aðeins 28 ára gamall og heitir Clive Stafford-Smith. Stafford-Smith starfar á vegum „Southern Prisoners' Defence Committee", góðgerðastofnunar sem hefur bækistöðvar í Atlanta í Georgíu. Af þeim 7 lögfræðingum sem vinna á vegum stofnunarinnar er hann sá eini sem einbeitir sér að því að gæta hagsmuna dauða- dæmdra og nú hefur hann 35 skjólstæðinga á dauðadeildum allt frá Florida til Virginia. Dauðastríðið í gas klefanum stóð í 8 mínútur Nýlega var sýnd í sjónvarpi í Bretlandi mynd frá BBC um bar- áttu Stafford-Smiths fyrir lífi Edwards Earls Johnson, sem dæmdur hafði verið til að láta lífið í gasklefa ríkisfangelsis Mississ- ippi. Baráttan varð árangurslaus. Hálfri stundu áður en Johnson, 26 ára svertingi, var tekinn af lífí í maí sl., dæmdur fyrir morð á hvítum lögregluforingja 8 árum áður fóru sjónvarpsmennirnir af staðnum. Stafford-Smith var kyrr. „Ég varð að vera viðstaddur dauða Edwards þar sem ég gerði mér fulla grein fyrir að ég hefði brugðist honum sem lögfræðingur hans. Mér hefur aldrei liðið eins illa á ævinni,“ segir hann. Sjónvarpsáhorfendum var ekki skýrt frá því að það tók átta kvalafullar mínútur áður en öndin skrapp úr líkama Johnsons. Hins vegar fengu áhorfendur að heyra fangelsisvörðinn skýra blaðamönn- um frá því eftir aftökuna að John- son hefði misst meðvitund innan mínútu eftir að blásýrugasið náði að vitum hans. „Það er ekki satt,“ segir Stafford-Smith. Hann segir að Johnson hafi barist um á hæl og Liðhlaupi líflátinn fyrir 42 árum loks kominn heim lllllllllll LESENDUR SKRIFA llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Barnamorð Heródesar og barnamorð nútímans Hér er komið að endataflinu. Clive Stafford-Smith og Edward Earl Johnson skömmu áður en Johnson var tekinn af lífi. hnakka og fengið krampaflog í allt að átta mínútur. Johnson, sem hafði haldið fram sakleysi sínu til hinstu stundar og var að öllum líkindum sýkn saka, var svo ólánssamur að vera fátæk- ur, svartur og búa í suðurríkjum Bandaríkjanna og það hefur Staff- ords-Smith rekið sig á að er hættu- leg blanda. Fór í laganám vegna andstöðu við dauða- refsingu Clive Stafford-Smith settist í lagadeild Columbia-háskóla í New York að loknu hefðbundnu námi í Englandi. Hann segist hafa farið í laganám vegna eindreginnar and- stöðu sinnar við dauðarefsingu og afnemi Bandaríkjamenn hana ein- hvern tíma snúi hann sér að öðrum verkefnum. Að námi loknu gerðist hann starfsmaður góðgerðastofn- unarinnar í Atlanta, sem hefur tekið upp á sína arma þriðjung fanganna á dauðadeilduin í suður- ríkjunum. Breti, sem hefur tekið að sér að verja svarta morðingja í þeim ríkj- um Bandaríkjanna sem kynþátta- fordómar eru hvað rótgrónastir, á vísa nokkra andúð. En þó fá lög- fræðingarnir frá norðurríkjunum enn frekar að kenna á fjandskapn- um, segir Stafford-Smith og bætir við að enska málfarinu hans sé sýnd viss virðing. Samt hefur hann orðið að sæta ógnunum og orðið fyrir því að skotið hefur verið á bi'linn hans. 93 dauðadæmdir líf látnir á síðustu 10 árum í janúar 1977 voru 10 ár liðin frá því síðast var fullnægt dauðadómi í Bandaríkjunum. En þá var orðið við ósk Garys Gilmore að fullnægja hans dómi og síðan hafa 92 aðrir dæmdir glæpamenn verið líflátnir með lögbundnum aðferðum: fyrir framan aftökusveit, í rafmagns- stólnum, gasklefa eða með dauða- sprautu. Því sem næst undantekn- ingarlaust hafa þeir verið fátækir, ómenntaðir og í langflestum tilfell- um svartir. „í rauninni þarf varla í nokkru tilfelli að koma til fullnægingar dauðadóms í Bandaríkjunum ef sá dæmdi nýtur liðsinnis hæfs lögfræð- ings. En það er sorgleg staðreynd að margir hinna dæmdu hafa ekki ráð á slíkri þjónustu,“ segir Staff- ord-Smith. Óhæfur kviðdómandi bjargaði lífi hins dauðadæmda Aðeins tveim klefum frá John- son á dauðadeildinni var t.d. al- ræmdasti drápsmaður Mississippi, kallaður „Óði hundur“. Hann var dæmdur til dauða í tveim ríkjunt fyrir mannrán og morð. Dómi hans var breytt í ævilangt fangelsi eftir að góðgerðastofnunin í Atlanta hafði tekið mál hans að sér. Staf- ford-Smith segir að í augum leik- manns byggist sú breyting á „heimskulegu tæknilegu atriði“, en dauðadómi „Óða hundsins“ hafi verið breytt vegna þess að óhæfur kviðdómandi hafi tekið þátt í upp- haflegu dómsuppkvaðningunni. Vitni um sakleysi f undust eftir aftökuna Viku eftir að dómnum yfir John- son var fullnægt fann Stafford- Smith loks konu, sem hafði verið með Johnson á biljarðstofu á þeim tíma sem morðið á lögregluforing- janum var framið. Hún hafði áður gefið sig fram við lögregluna, en hvítur lögregluforingi þá sagt henni að „fara heim og skipta sér ekki af því sem henni kæmi ekki við“. Síðan hafa fleiri vitni gefið sig fram og vottað sakleysi Johnsons, þ.á m. maður sem var viðstaddur morðið og segir að Johnson hafi ekki verið þar að verki. Johnson hélt því alla tíð fram að hann hafi verið neyddur til að undirrita játningu sem leynilög- reglumenn hefðu samið, eða „vera skotinn á flótta“ ella. Og hann hélt sálarró sinni meðan hann beið örlaga sinna, fullviss þess að guð myndi bjarga Iífi hans. „Hann viðurkenndi einfaldlega ekki að það væri hann sjálfur sem væri staddur í þessari hættulegu klípu,“ segir Stafford-Smith. „Hann var góður náungi og gat ekki skilið hvað það var hrikalegt sem dómstólarnir voru að gera honum. Hann trúði því ekki að hann ætti að deyja fyrr en hann var bundinn niður í stólinn í gasklefan- um. Hann varmiklurólegri en ég.“ Stafford-Smith hafði ekki nema 3 vikur til stefnu til að reyna að bjarga lífi Johnsons. Það var alltof skammur tími. Hæstiréttur neitaði að taka til greina náðunarbeiðni og almenningsálitið í Mississippi var yfirgnæfandi honum í óhag. Því fór sem fór og allar líkur benda til að einn eitt dómsmorðið hafi verið framið. „En er Heródes sá, að hann var gabbaður af vitringunum, varð hann afar reiður, sendi út og lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og öllum ná- lægum héruðum, tvævetur og þaðan af yngri...“. Svo segir biblían frá í Mattheusar Guðspjalli, og hefur jafnan sett hrylling að fólki, við tilhugsunina eina saman, um þennan verknað hins grimma harðstjóra. Enginn veit hversu mörg börn voru líflátin í Betlehem og nágrenni af böðlum hins illa konungs. Heró- des hefur um aldir verið einskonar persónugervingur hinnar mestu grimmdar í hugum fólks. Alla hefur hryllt við barnamorðum hans. En nú er öldin önnur. Tiltölulega fáir virðast taka sér það nærri þótt fréttist um barnamorð í stórum stíl og það á okkar eigin landi, íslandi. Þau eru meira að segja vel skipulögð og löghelguð af yfirvöldum og fram- kvæmd af læknum, sem annars hafa það göfuga hlutverk með höndum að hlúa að lífi og vernda líf. Hvers- konar tvískinnungsháttur er hér á ferðinni? Ég er að tala hér um fóstureyðing- ar. Éftir að þær urðu lögvemdaðar hafa þær skipt hundruðum árlega. Á síðustu 10 árum hafa þannig verið deydd um 7000 fóstur. Þetta er mikið mannfall fyrir svo fámenna þjóð sem íslendingar eru og hörmu- legt til þess að vita, að öll hafa þessi börn fallið í valinn fyrir eigin hendi landsbúa sjálfra, hinna fullorðnu, sem töldu hag sínum best borgið með því, að losna við þessa væntan- legu íbúa landsins, út úr tilverunni. Ef félagslegar ástæður eru svo bágar, að þess vegna verði að drepa böm í hundraðatali, hversvegna er þá ekki fremur reynt, að veita verð- andi mæðrum þá félagslegu aðstoð, sem duga myndi til að ganga með börn sín, eftir að þau eru á annað borð getin, og síðan að annast sómasamlegt uppeldi þeirra? Eða í næstbesta tilviki, að gefa þau nýfædd til góðra fósturforeldra, sem bíða þess hundruðum saman með óþreyju, að fá að eignast kjörbörn. Væri það ekki ólíkt mannúðlegra heldur en að drepa þau ófædd? Þessu ómannúðlega réttleysi ó- fæddra barna verður að linna. Finna verður ráð sem dugar til að skapa hverju barni þann rétt til lífsins sem því ber. Lotning fyrir lífinu er undirstaða sannrar hamtngju, og þá ekki síst lotning fyrir lífi barna okkar, sem taka eiga við því vandasama en áríðandi hlutverki, að breyta lífinu hér til betri vegar en okkur, hinum eldri, hefur enn tekist. Og ráðið til þess er ekki að útskúfa þeim og útrýma á viðkvæmasta aldursskeiði, heldur að bjóða þau velkomin og hlúa að þeim eftir föngum. Ingvar Agnarsson Fyrir 42 árum var Eddie Slovik, óbreyttum bandarískum her- manni, stillt upp fyrir framan aft- ökusveit í Frakklandi. Afbrot hans var liðhlaup og er hann eini Banda- ríkjamaðurinn sem hefur verið tek- inn af lífi fyrir þær sakir síðan á dögum borgarastyrjaldarinnar 1861-65. Líkami Eddies hefur síðan hvílt í franskri mold þar til í sumar að hann hlaut hinstu hvílu í grafreit í heimaborg sinni Detroit, við hlið konu sinnar Antoinette. Bernard B. Calka, sextugur fyrrverandi her- maður, hefur haft forgöngu um að Eddie hefur loks fengið að koma heim, og nú vinnur Bernard að því að óbreytti hermaðurinn Eddie Slovik fái uppreisn æru. í því skyni skrifaði hann Reagan forseta bréf í ágúst sl. “Ég fór þess aðeins á leit að Eddie yrði veitt sakaruppgjöf. Ég fór alls ekki fram á neinar bætur, hlunnindi eða peninga." Athygli Bemards Calka á máli Eddie Slovik vaknaði þegar hann las bók um mál Eddies. Bernard sagðist varla hafa trúað sínum eigin augum, slíkt og þvílíkt fannst honum ekki hafa getað gerst. Sér- staklega er honum óskiljanlegt að mál Eddies skyldi látið óhreyft svona lengi í Ijósi þess að bandarísk yfirvöld hafa veitt þeim sakarupp- gjöf sem neituðu að gegna herþjón- ustu í Víetnamstríðinu og „verstu óvinum Bandaríkjanna" úr öðrum styrjöldum. Bernard Calka segist hafa unnið að máli Eddies fyrir hönd systra hans þriggja, sem búsettar eru í Detroit og nágrenni, og hann hafi þegar fengið vinsamlegt svar úr Hvíta húsinu. Hann hefur því góða trú á að mál Eddies Slovik fái farsælan endi að lokum, enda eigi hann slíka samúð að margir leggi leið sína að gröf hans þó að þeir hafi aldrei þekkt hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.