Tíminn - 08.12.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 08.12.1987, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 8. desember 1987 Tíminn 19 SPEGILL Eg er kölluð Kata EMILY LLOYD - ný 17 ára kvikmyndastjarna Hún Emily Lloyd er sæt 17 ára stúlka... en hún er nú þegar orðin stórstjarna! Reyndar hefur hún enn aðeins leikið í einni mynd, en stundum þarf ekki meira til. Á kvikmyndahátíðinni í Cannes á þessu ári voru mikil læti í kringum Emily og hún var kölluð „Stjarna 10. ára- tugarins“, og með því er verið að gefa til kynna að þetta sé aðeins upphafið að frægðarferli hennar. Þegar myndin “Wish You Were Here“ - en það heitir þessi fyrsta mynd hennar Emily - var sýnd ný- lega í Ameríku áttu gagnrýnendur ekki til nógu lofsamleg orð um þessa ungu leikkonu. Þetta var nærri því of mikið fyrir unga stúlku, sem rétt hafði lokið skyldunáminu sínu, en öllum kem- ur saman um, að hún hafi staðið sig hið besta. Með mömmu sinni og Charlotte syst- ur sinni. Emily (efst) segir: - Ég ætla að gefa mömmu Rolls-Royce og hús í Beverly Hills og svo höldum við stórveislur, - en ef mér leiðist í Holl- ywood þá fer ég til Alaska og sest að uppi í fjöllum hjá úlfunum. - Ég mei- ei-na það! Valin úr hópi 500 stúlkna I myndinni leikur Emily bráð- þroska 15 ára stúlku í smábæ við sjóinn og gerist sagan á sjötta ára- tugnum. Yfir 500 ungar stúlkur sóttu um þegar valið var í hlutverk „Lyndu“, en svo heitir stúlkan í myndinni, sem er þarna að upplifa fyrstu ást- ina. „Ég kveið ógurlega fyrir ástar- atriðunum“, segir Emily, „ég sem er svo feimin að ég fer aldrei topp- laus á ströndina einu sinni. En þetta gekk allt vel. Mótleikari minn er Tom Bell og bæði hann og tækni- mennirnir gerðu mér þetta eins létt og hægt var. En samt fannst mér óþægilegt seinna að horfa á þessi atriði í myndinni". ForeldrarEmily leikhúsfólk Emily er ekkert óvön leikhúsi og leikhúsfólki, því að bæði pabbi hennar og mamma hafa verið tengd leikhúslífi. Faðir Emily er Roger Lloyd Pack, leikari við National Theatre (Þjóðleikhúsið) og mamma hennar, Sheila, var einka- ritari leikritaskáldsins Harold Pint- ers í meira en 10 ár. Þau skildu þeg- ar Emily var lítil, en hún hefur um- gengist þau bæði jafnt. Emily var með leikarabakter- íuna allt frá barnæsku, en foreldrar hennar ráðlögðu henni að fara í eitthvert nám - að minnsta kosti fyrst. En hún var ákveðin og notaði arf eftir afa sinn til að kosta sig í leikskóla - og svo var hún svo heppin að fá hlutverk Lyndu. Sumir líkja henni við Marilyn Monroe, en það þykir Emily vera hálfhlægilegt. „Ég er ekkert sexí, ég er svo mikill villingur og hef leik- ið mér mest með strákum á hjól- askautum og jafnvel í fótbolta fram að þessu. Ég hef lítið gert að því að mála mig og er alls ekki með fat- adellu, eins og margar stelpur eru“, segir Emily. Vá... áá.. ég er orðin stjarna mig eins og ég hefði fengið snert af brjálæði. En þegar hann sá mig fyrst á sviði, sagði hann strax: - Ég vissi að þú varst leikkona. Kate hafði raunar þreytt frumraunina löngu áður, er hún var fjögurra ára og kom fram sem statisti í Camelot á Broadway. - Ég man bara að pabbi var vansæll og dapur og mér fannst ég verða að fara til hans, rifjar hún upp frá þeim tíma. - Hann lauk söng sínum, tók í hendina á mér og leiddi mig burt. Samband þeirra feðgina var alla tíð náið. - Ég elskaði ekki bara pabba, segir Kate. - Ég naut þess alltaf að vera með honum. Hann hafði einstaka kímnigáfu. Að sjá hann hlæja hjartanlega var dýr- legasta sjón í heimi. Kate gerir sér ljósa grein fyrir, að mikils er krafist af dóttur Ric- hards Burton. En þegar einhver gefur í skyn, að hún hafi fengið hlutverk aðeins vegna þess, sýður á henni. - Ég kæfi svoleiðis fólk í elskulegheitum, segir hún. - Ég verð svo notaleg, að það fær sektar- kennd. Á hinn bóginn verða þannig atvik einungis til að stappa frekar í hana stálinu. Ellis Island er saga um tvo innflytjendur til Bandaríkj- anna um aldamótin. Meðal leik- enda eru Faye Dunaway, Claire Bloom og Emma Samms. Kate Burton er á leið upp á stjörnuhim- ininn. Kate Burton leikur áhrifamesta hlutverk ævi sinnar með mannin- um sem leikur föður hennar í sjónvarpsþáttunum „Ellis lsland“. Sá maður er enginn annar en heittelskaður faðir hennar, leikarinn Richard Burton. Atriðin í þáttunum eru þau síðustu, sem hann lék á ævinni. Aðeins tveimur dögum eftir að upptökum lauk, lést hann af hjartaáfalli. Kate hefur jafnað sig á sorginni og nú, þremur árum síðar er hún aðeins stolt og ánægð yfir að hafa staðið við hlið hans framan við tökuvélarnar undir lokin. Hún lék taumlausa dóttur auðugs, banda- rísks þingmanns og viðurkennir að faðir hennar hafi verið sér hvatning. - Ég man sérstaklega eftir einu skipti, segir hún. - Eg var mjög þreytt og átti að fara að leika stærsta atriði mitt. Hann tók mig á eintal og gaf mér góð ráð um, hvernig ég ætti ekki að yfirbuga þreytuna heldur láta hana vinna með mér á sviðinu. Það heppnaðist vel. Kate fæddist fyrir rúmum 30 Kate Burton er þrítug og veit, að mikils er krafíst af dóttur Richards Burton. árum í Genf. Móðir hennar er fyrsta kona Burtons, Sybil, sem ól hana upp eftir skilnaðinn, þegar Richard hafði hitt Liz Taylor við upptökur á Kleópötru. Kate er hreykin af að geta fullyrt,að hún hefði verið vinkona allra hinna eiginkvenna föður síns, Liz, Suzy Hunt og ekkju hans, Sally Burton. Burton sjálfur ljómaði af stolti yfir Kate í sjónvarpsviðtali skömmu fyrir dauða sinn. - Ég held að mér sé óhætt að segja, að hún er efnileg, sagði hann. - Mér er alveg sama, þó hún skyggi á mig. Hún hefur meðfædda hæfileika til að vinna framan við vélarnar. Raunar var Burton ekki alls kostar hrifinn, þegar Kate kaus að gerast leikari, eftir að hafa lengi stefnt í utanríkisþjónustuna. - Ég var alltaf með það í undirmeðvit- undinni, hvort ekki leyndist í mér leikaraneisti, segir hún. - Loks ákvað ég að reyna bara, svo ég væri ekki að velta þessu fyrir mér alla ævi. Þegar ég sagði pabba frá því, varð það honum áfall. Hann leit á Kate var styrkur í föður sínum, þegar þau léku saman í EIIis Island.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.