Tíminn - 08.12.1987, Blaðsíða 15
Tíminn 15
Þriðjudagur 8. desember 1987
Örlagaslóðir
eftir Mary Stewart
Komin er út hjá Iðunni ný bók
eftir MaryStewart og nefnist hún
Örlagaslóðir. Þetta er tólfta bók
höfundar sem út kemur á
íslensku, enda er Mary Stewart
islenskum lesendum að góðu kunn
fyrir rómantískar og spennandi
skáldsögur.
Um efni bókarinnar segir:
„Vanessa fer ekki tii
Vínarborgar til að sjá fögru, hvítu
gæðingana hjá Spænska
reiðskólanum, sem Tim,
ferðafélagi hennar, hefur sagt
henni frá. Erindi hennar er að
reyna að komast að því hvað
Lewis, eiginmaður hennar er að
gera í Austurríki, þegar hann
hafði sjálfur sagst vera að fara til
Svíþjóðar... Vanessu grunar ekki
að leit hennar á ekki einungis eftir
að leiða hana á vit hvítu hestanna,
heldur kemst hún einnig í kast við
hættulega glæpamenn, sem
einskis svífast til að ná fram
markmiðum sínum. Áður en varir
er hún orðin þátttakandi í
æsispennandi eltingaleik um fjöll
og dali Austurríkis."
Þórey Friðbjörnsdóttir þýddi.
Sendiboðar
næturinnar
eftir David Morrell
Iðunn hefur gefið út nýja bók
eftir David Morrell: Sendiboðar
næturinnar, en höfundurinn
nýtur mikilla vinsælda og bækur
hans seljast í stórum upplögum
um allan heim. Eftir fyrstu bók
hans, í greipum dauðans, (First
Blood) var gerð samnefnd
kvikmynd. Seinni bækur Morrell,
Angist, Síðasta herförin, Bráð
banaráð og Sendiboðar
næturinnar þykja af
gagnrýnendum með bestu
spennubókum sem komið hafa út
undanfarna áratugi.
... Friðsælt bæjarlífið í Potters
Field var skyndilega rofið. Þrjú
dauðsföll áttu sér stað á
skömmum tíma. Undarlegar
staðreyndir en tilviljunum háðar
...að því er virtist ... þar til
atburðarásin smám saman tók að
breytast á óskiljanlegan hátt.
Eitthvað ógnvekjandi og
annarlegt var að gerast! Hægt og
sígandi í skjannabjörtu mánaskini
nálgaðist ÞAÐ...
Magnea Matthíasdóttir þýddi.
íslendingar segja
ótrúlega vel fró:
Ég mati þá tíð
Hermann Ragnar
Stefánsson
Um árabil hefur Hermann
Ragnar Stefánsson annast
vinsælaútvarpsþætti. „Égmanþá
tíð“. Vegna þeirra hefur hann
kynnst fjölda íslendinga, sem
löngum haf a annað hvort rætt við
hann í síma eða skrifast á við ^iann
um árabil. Hermann Ragnar valdi
átta úr þessum hópi sem
viðmælendur í þessa bók, konur
og karla, frá Akranesi,
Grundarfirði, Fnjóskadal,
Reykjavík, Eyrarbakka,
Mosfellssveit og
Vestmannaeyjum.
Allt efni bókarinnr er nýtt af
nálinni. Prýdd mörgum myndum.
Verð kr. 1.988,-.
Ég, afi og
Jóla-Stubbur
eftir Ole Lund Kirkegaard
Komin er út hjá Iðunni ný bók
eftir Ole Lund Kirkegaard, höfund
bókanna sívinsælu um Fúsa
froskagleypi, Gúmmí-Tarsan,
Ottó nashyming, Kalla kúluhatt
og marga fleiri, sem flest íslensk
börn kannast við. En hér er á
ferðinni ósvikin jólasaga, full af
grini og gamni, og heitir Ég, afi og
Jóla-Stubbur. Sagan hefst fyrsta
desember og eru kaflar
bókarinnar tuttugu og fjórir -
jafnmargir og dagarnir fram að
jólum. Þar segir frá
jólaundirbúningnum í sveitinni
hjá afa, en þar er að ýmsu að huga,
ýmislegt drífur á daga og engu má
nú gleyma. En það færist nú
heldur en ekki fjör í leikinn þegar
jólaálfurinn Jóla-Stubbur stingur
upp kollinum, sprelllifandi og
hress. Það versta er bara að það
er ómögulegt að koma auga á hann,
þangað tO... Eitt er víst að jólin í
sveitinn hjá af eru alltaf
ógleymanleg.
Þórgunnur Skúladóttir þýddi.
Tómstunda-
bókin
í þessari bók er margt sem böm
TOMSTUNDA-
BÓKIN
Leikir, Þrautlr og fonflur
geta gert í tómstundum. Leikir,
þrautir og völundarhús,
punktateikningar, myndir sem
þau lita, ævintýri sem lesa má og
lita. Það er alltaf gaman að föndra.
Bókin er 100 blaðsíður. Verð kr.
488,
María
veimiltíta
eftir Ulf Stark
Iðunn hefur gefið út nýja
barnabók eftir Ulf Stark og nefnist
hún María veimiltíta. Ulf Stark er
íslenskum unglingum að góðu
kunnur fyrir bók sína Ein af
strákunum og um þessar mundir
kemur einnig út bók hans: Einn
úr klíkunni. — Hér skrifar hann
hins vegar fyrir yngri lesendahóp
söguna um Maríu veimiltítu.
í sögunni kemur þó brátt í ljós
að María er alls enginn veimiltíta!
Það er bara barnapían henar, hún
Gerða, sem segir það. Og Gerða
er raunar ekki heldur nein
venjuleg barnapía, þvi að hún er
galdranorn. María er að minnsta
kosti alveg viss um það og tekur
brátt til sinna ráða og bjargar þvi
sem bjargað verður með dyggri
aðstoð Ebba vinar síns. En
ýmislegt kann nú að vera á
misskilningi byggt, skyldu til
dæmis galdranornir nokkurn
tímann gráta? Er Gerða kannski
bara gömul kona með stór eyru?
Ýmsar spurningar vakna, því að
öllu gríni fylgir nokkur alvara.
Hildur Finnsdóttir þýddi.
Vasasöngbók
Valdimars
- „Valdimaría“
Handhæg söngbók með 430
söngvum: Ættjarðar- og
alþýðulög,
Kerlingarfjallasöngvar, Sungið
við jólatré, Stúdentasöngvar,
sungið á jökli, Vinsælir íslenskir
og erlendir söngvar. Valdimar
Ömólfsson valdi söngvana. Bókin
er 320 blaðsíður. Verð kr. 875,-.
5|! Félagsmálastofnun
'V Reykjavíkurborgar
Unglingathvarfið, Tryggvagötu 12, auglýsir eftir
starfsmanni í 46% kvöldstarf. Æskilegt að umsækj-
endur hafi kennaramenntun eða háskólamenntun í
uppeldis-, félags-, og/eða sálarfræði.
Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9. Umsóknar-
frestur er til 15.12. ’87. Nánari upplýsingar veitir
forstöðumaður í síma 20606 eftir hádegi virka daga.
Vertu
Tímanii
AUGLÝSINGAR 1 83 00
MARILYN M0NR0E
sokkabuxur
Glansandi
gæðavara
Heildsölubirgðir:
Gætnl veröur mörgum
aö gagnl í umferölnnl.
UMFEHDAR
RAÐ
^^y^L^^igurfónnon bf-
Þórsgata 14.
Sími: 24477
Sflys gera ekki boð á undar. sárl
MBlMFcHlMH .........
Til sölu
landbúnaðartæki ásamt 10 stóðmerum og 4
tryppum, einnig 1. fl. refalæður ásamt búrum og
gotkössum. Upplýsingarákvöldin í síma 99-8568
t
Faðir okkar
Guðjón Jónsson
Bragagötu 16, Reykjavík
lést aðfaranótt sunnudagsins 6. desember
Kristín Guðjónsdóttir
Guðjón Guðjónsson
Jón Adólf Guðjónsson
t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför
Helga Vigfússonar fyrrv. kaupfélagsstjóra
Jónína Aldís Þórðardóttir
Helga Kristín Hjörvar Gísii Jón Helgason ÚlfurHjörvar
Sigrún Helgadóttir Martin Sischka
Vigfús Helgason Geirlaug Guðmundsdóttir
Magnús Helgason LivHoltan
Sesselja K. Helgadóttir Ómar Einarsson
Jóhanna B. Heigadóttir Björn Sigurðsson
Steinunn Helgadóttir ÓskarH. Helgason Magnús Pétursson
Friðmundur H. Helgason SigríðurH. Helgadóttir Jón L. Helgason Sigurður Antonsson
Selma Haraldsdóttir Grétar Zophan íasson
Þórunn Á. Haraldsdóttir Guðríður Vigfúsdóttir Helgi B. Maronsson
barnabörn og aðrir vandamenn