Tíminn - 08.12.1987, Page 8

Tíminn - 08.12.1987, Page 8
8 Tíminn Þriðiudagur 8. desember 1987 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálki- sentimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Viðhorf til utanríkismála Ekki þarf að fara í grafgötur um, að Steingrímur Hermannsson tekur ýmis framkvæmdaatriði utanrík- ismála allt öðrum tökum, en fyrirrennarar hans, Matthías Á. Mathiesen og Geir Hallgrímsson. Steingrímur leggur áherslu á að sýna sjálfstæða afstöðu íslendinga til alþjóðamála án þess að hagga í neinu þeirri meginstefnu, sem fylgt hefur verið um áratuga skeið að íslendingar taki þátt í vestrænu varnarsamstarfi, norrænni menningar- og félagsmál- asamvinnu og meginstarfi Sameinuðu þjóðanna. Alkunna er að sjálfstæðismenn - dyggilega studdir af Morgunblaðinu - halda stíft fram þeirri kenningu að þeir hafi nánast einkarétt á utanríkismálum, og að utanríkisstefna íslendinga sé e.k. lögvernduð uppfinning Sjálfstæðisflokksins. Hugsandi menn sjá að slík kenning er mikil firra. Ef eitthvað sérstakt er um afstöðu Sjálfstæðisflokksins að segja, þá væri það helst það að í þeim flokki ber jafnan mikið á gagnrýnislausri afstöðu til Bandaríkjastjórnar svo að jafna má við þýlyndi. Framsóknarflokkurinn hefur í þessu efni gjörólík viðhorf, sem Steingrímur Her- mannsson miðar við tök sín á framkvæmd utanríkis- mála. í stefnuskrá Framsóknarflokksins segir að flokkur- inn telji að íslendingar eigi að láta að sér kveða á alþjóðavettvangi og fylgjast í öllu vel með í utanríkis- og alþjóðamálum. Þar segir einnig að utanríkisstefn- an skuli ávallt reist á sjálfstæðu mati íslendinga á því hvað henti best hagsmunum þjóðarinnar um leið og tekið sé fullt tillit til þeirrar samábyrgðar sem allar þjóðir þurfi að taka á sig í samfélagi þjóðanna. í stefnuskrá Framsóknarflokksins er lögð áhersla á að íslendingar eigi góð samskipti við aðrar þjóðir á grundvelli jafnréttis og virðingar fyrir sjálfsákvörð- unarrétti þjóða. Að íslendingar styðji hvers kyns viðleitni til að koma á varanlegum heimsfriði og hvetji í því sambandi til þess að þjóðir heims afvopnist. Framsóknarflokkurinn berst fyrir því að íslendingar taki þátt í alþjóðasamtökum og al þjóðasamvinnu sem stuðlar að friðsamlegri sambúð þjóða og menningarlegum og efnahagslegum fram- förum í heiminum. Það er á grundvelli þessarar stefnuskrár og með þessi almennu viðhorf í huga sem núverandi utanrík- isráðherra, Steingrímur Hermannsson, vinnur að framgangi utanríkismála. Sá blær frjálslyndis og sjálfstæðis sem einkennir afstöðu Steingríms og málflutning hans sem utanríkisráðherra virðist fara fyrir brjóstið á öfgafullum sjálfstæðismönnum, sem hafa alið sjálfa sig upp í þröngsýni kaldastríðsáranna og þeim einföldunarviðhorfum að alþjóðastjórnmál snúist eingöngu um átök risaveldanna í austri og vestri þar sem átakalínurnar séu svo skarpt dregnar að öðrum megin sé réttlætið en hinum megin ranglætið og ekkert þar á milli. Enginn þarf að ganga þess dulinn að Steingrímur Hermannsson er andvígur slíkum viðhorfum í al- þjóðamálum. GARRI Partí og notalegheit í löngu viðtali, sem kom í Alþýðublaðinu á laugardag, segir Jón Baldvin Hannibalsson tæpi- tungulaust skoðun sína á mönnum og málefnum undir hinni hressilegu fyrirsögn „Tómt fusk!“ Þar kemur hann viða við, og meðal annars spyr blaðamaður hann um það hvað sé að í skólakerfinu. Jón svarar: „Ég segi sem gamall skólarneist- ari að það er aga- og kröfuleysi. Mér finnst af mínum kynnum að ýmsir framhaldsskólar séu engir vinnustaðir. Það eru ekki gerðar neinar kröfur. Fólk er látið komast upp með hvað sem er. Varia hægt að segja að þetta sé í alvöru. Mitt sjónarmið var að skóli væri staður þar sem kröfur eru gerðar. Það var mitt boðorð númer eitt. Á mótunarskeiði verður fólk að læra það í harðbýlu landi að lífið er ekki bara partí og notalegheit. Það skiptir hins vegar miklu máli að það sé byggður upp innri agi ungs fólks. Að það sé kveikt hjá þvi löngun að stunda sitt nám. Sé ekki nokkum tilgang ískólakerfi sem er fyrir löngu búið að gefast upp. Og sættir sig við þá annars flokks tilveru að skólinn sé athvarf til að halda fólki frá götunni. Hefur bara gefist upp í samkeppni um athygli fólksins. Það lærir enginn neitt ef hann hefur ekki fyrir því.“ Voðalegt þjóðaruppeldi I framhaldi af þessu skýtur blaðamaðurinn því svo að Jóni Baldvin að nú hafi skólarnir verið opnaðir til að veita öllum aðgang Breiðu spjótin Jón Baldvin: Aga- og kröfuleysi í skólakerfinu. og spyr hann hvort honum finnist það hafa verið tilgangslaust. Þessu svarar Jón: „Það stundar enginn nám sem hann hefur ekki áhuga á. Miklu nær að gera eitthvað annað. Flestir hafa áhuga á einhverju. Kannski ekki endilega þvi sem foreldrarnir 'bafa áhuga á. Þeim lætur kannsld 'ekki endilega á vissu aldursskeiði að fara á færibandi af einu þrepi á annað í skólakerfínu, þar sem menn banga hundfúlir og sjá engan tilgang í náminu. Viðleitnin helst fólgin í því að sleppa sem billegast frá því. Án þess að það komi kannski nokkur önnur áhugamál í staðinn. Á mótunarskeiði ungs fólks er þetta stórháskalegt, og voðalegt þjóðaruppeldi.“ Hér á kannski við sú gullvæga regla að þegar stórir menn mæla eiga litlir karlar að þegja. Garrí getur þó ekki að sér gert að rifja upp hið fomkveðna að þau tíðkast núna hin breiðu spjótin. Það er satt að segja langt síðan hann hefur séð vegið jafn ótæpilega að islensk- um skólamönnum og hér er gert. Eins og Jón Baldvin bendir rétti- lega á er hann sjálfur fyrrverandi skólameistarí og þekkir því vænt- anlega talsvert vel til í innviðum þess kerfis sem hann er að gagn- rýna. Þess vegna hafa ummæli hans þyngra vægi en ef einhver réttur og sléttur þingmaður værí að láta gamminn geisa. Líka er að þvi að gæta að hér talar formaður Alþýðuflokksins. Þess vegna verður að gera því skóna að hér sé á ferðinni yfirlýsing sem taka verði fuUt mark á og formaður Alþýðuflokksins taU hér í nafni flokks síns. En hitt er annað mál að í íslensku skólakerfi starfar mikiU fjöldi fólks að kennslu og vinnur þau störf sín af atorku, fómfýsi og samvisku- semi. Og út úr skólakerfinu kemur, hvað sem öðm líður, árlega mikilí fjöldi af mannvænlegu ungu fólki sem lætur síðan myndarlega tíl sín taka í atvinnulífinu. Nú er eftir að sjá hvort þetta fólk er upp tU hópa sammála Alþýðuflokknum og for- manni hans, um að skólakerfið sætti sig „við þá annars flokks tUvera að skólinn sé athvarf tU að halda fólki frá götunni,“ og hafi „bara gefist upp í samkeppni um athygU fólksins.“ Garrí. VÍTTOG BREITT FRÆJUNUM SÁÐI REYKJAVÍK Vonir standa til að heimssögu- legt samkomulag um afvopnun verði undirritað í Washington í dag. Þótt þar sé ekki gert ráð fyrir að eyða nema tiltölulega litlu magni af þeim kjarnorkuvopnum sem stórveldin ráða yfir er það mikilvægt skref í þá átt að snúa víg- búnaðarkapphlaupinu við og bægja frá hættunni á þeirri helför sem lífríki jarðarerbúin. Oggóðar vonir standa til að eftir undirritun- ina í dag hefjist undirbúningur að enn frekari eyðingu ógnarvopna. Það kemur æ betur í Ijós hve fundur þeirra Reagans og Gorbat- sjovs í Reykjavík fyrir rúmu ári var árangursríkur þótt fyrst í stað hafi túlkanir á niðurstöðum hans verið mjög neikvæðar og kepptist hver við annan að lýsa yfir vonbrigðum og illspám. Á sunnudagskvöld var sýnt sjón- varpsleikrit þar sem leitast var við að draga fram það sem fram fór innan veggja í Höfða á þeim tíma sem húnninn á útidyrahurðinni var eitt aðalsjónvarpsefnið fyrir þá sem ekki gátu fylgst með raunveruleg- um atburðum. Vítahringurinn rofinn Enginn dómur skal lagður á hversu trúverðugt leikritið er en þar kom ljóslega fram að það eru engin einföld mál sem leiðtogar. risaveldanna eiga við að glíma þeg- ar þeir leitast við að ná samkomu- lagi um jafn augljósa nauðsyn og að fækka og jafnvel útrýma gjöreyð- ingarvopnum sínum. Þótt þeir séu allir af vilja gerðir til að semja, eru þeir flæktir í eigin vígorðum og gjörðum fyrirrennara sinna. Það er sá vítahringur semverður að brjótast út úr. Það er einmiíi það sem virðist hafa gerst á Reykjavíkurfundinum og þótt engir samningar hafi verið undirritaðir í Höfða voru viðræð- umar þar undanfari mikilla tíð- inda. Allir þeir mörgu sem lýstu yfir vonbrigðum sínum að loknum þeim fundi geta nú endurskoðað afstöðu sína. Ef heldur sem horfir í Washington getur mannkynið gert sér vonir um betri tíð og að sann- girni og skynsemi nái yfirhöndinni í samskiptum ofurvígvæddra þjóða. Áróðurogárangur Ekki voru allir jafn svartsýnir eftir Reykjavíkurfundinn, sem þótti heldur endasleppur. Hér skal aðeins vitnað í Tímann þar sem niðurstöðurnar eru hugleiddar strax að fundi loknum. „Enn er langt í land að maður hendi reiður á því sem raunveru- lega gerðist í Reykjavík um síðustu helgi. Báðir aðilar segja að þeir hafi komist nærri samkomulagi um mikla afvopnun og báðir kenna þeir hvor öðrum um að fundurinn fór út um þúfur. Eftir er að sjá hvort hann varð eins árangurslaus og látið er í veðri vaka. Hluti af sjónarspilinu öllu er áróðursstríð, sem sífellt er háð á milli risaveld- anna og þeirra samtaka sem þau eru í forsvari fyrir. Við getum enn leyft okkur að vona að í Reykjavík hafi þrátt fyrir allt verið sáð fræjum, sem síðar eigi eftir að spretta af samkomulag um þau efni sem mannkynið telur hvað mikil- vægust, afvopnun, frið og öryggi. Þær ályktanir má draga af fund- inum að risaveldin séu orðin svo flækt í net eigin vígbúnaðar að for- ystumenn þeirra ráði ekki við að greiða úr þeim flækjum sem um þá eru ofnar af tækniframförum og stigmögnun vígbúnaðar og hernað- arhyggju. Enn er margt á huldu um þá ref- skák sem leikin var á Höfða um helgina og við höfum leyfi til að láta okkur dreyma um að leiðtogar ris- aveldanna hafi færst nær því tak- marki sem þeir sögðust hafa sett sér fyrir fundinn, að tryggja friðinn, þótt nú þyki hafa syrt í álinn.“ f Reykjavík urðu þau tímamót sem heimsbyggðin á vonandi eftir að búa lengi að. Leiðtogafundur- inn þar sýnir líka að ekki er allt sem sýnist í írafári skyndifjölmiðlunar og að sígandi lukka er best. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.