Tíminn - 08.12.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn
Þriðjudagur 8. desember 1987
Framsóknarfólk um land allt athugið
Hin geysi fallegu jólakort Landssambands framsóknarkvenna eru
komin út.
Sendum hvert á land sem er, hafið samband við Margréti á
flokksskrifstofunni sími 91-24480, fyrir hádegi.
L.F.K.
50 ÁRA AFMÆLI
FRAMSÓKNARVISTAR
Sunnudaginn 13. desemberverðurefnt til Framsóknar-
vistar að Hótel Sögu, Súlnasal kl. 14.00.
(tilefni 50 ára afmælis Framsóknarvistar verða vegleg
verðlaun, þar á meðal ferðir til Amsterdam, bókaverð-
laun og jóla-matarkörfur.
GuðmundurG. Þórarinsson, alþingismaðurflyturávarp.
Nánar auglýst síðar.
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Austfirðingar
Drætti í happdrætti K.S.F.A. er frestað til 7. desember. Nánari
upplýsingar (síma 11584.
Borgnesingar nærsveitir
Spiluð verður félagsvist í samkomuhúsinu föstudaginn 11. desember
kl. 20.30. Lokaumferð ( 3ja kvölda keppninni.
Framsóknarfélag Borgarness.
Jóladagatal SUF 1987
Þeir félagar sem fengið hafa jóladagatal SUF 1987 eru hvattir til að
gera skil hið fyrsta.
Úrdráttur er þegar hafinn, eftirtalin númer hafa komið upp:
1. des. nr. 2638 5. des. nr. 4676
2. des. nr. 913 6. des. nr. 2933
3. des. nr. 1781 7. des. nr. 5726
4. des. nr. 1670 8. des. nr. 7205
Allar frekari upplýsingar eru veittar ( s(ma 24480.
Stjórn SUF
Kópavogur og nærsveitir
Aðventugleði Framsóknarfélaganna verður
haldin laugardaginn 12/12 kl. 17 að Hamraborg
5.
Framsóknarfólk fjölmennið og takið með ykkur
gesti, léttum af okkur jólastressinu. Heitt (
pottinum.
Framsóknarfélögin f Kópavogi
Rangæingar
Spiluð verður félagsvist f Gunnarshólma fimmtudaginn 10. des. kl.
21.00.
Framsóknarfélag Rangæinga.
miiiiiiii
DAGBÓK
Elfas Lönnrot lcknlr, sem safnaði Kale-
vala-kvœðunum, með fjölskyldu sinni.
Aðeins ein dóttirin náði fullorðinsaldrl.
Kalevalasýnlng
í Norrœna húsinu
1 tilefni af 70 ára afmæli finnska
lýðveldisins 6. des. sl. hefur verið sett upp
skermasýning í anddyri Norræna hússins,
þar sem lýst er f máli og myndum tilurð
Kalevalakvæðanna.
Sýningin nefnist á finnsku: Náin syntyj
Kalevala - Þannig varð Kalevala til.
Sagt er frá lækninum Elfas Lönnrot
(1802 - 1884), sem ferðaðist um austur-
héruð Finníands, Karelfu og skráði
kvæði, sem lifað höfðu með finnsku
þjóðinni frá þvf á mið-öldum.
Hluti kvæðanna kom út f fslenskri
þýðingu Karls ísfelds f tveimur bindum
1957 og 1962.
Textar á sýningunni eru allir á íslensku
og auk þess fylgir sýningunni vandaður
bæklingur.
Sýningin verður opin daglega kl. 09:00-
19:00 á venjulegum onunartíma Norræna
hússins. Aðgangur er ókeypis.
Jólakort Landssambands
framsóknarkvenna
Landssamband framsóknarkvenna
sendir nú frá sér jólakort eins og undan-
Samtök um sorg stofnuð í dag
Samtök um sorg og sorgarviðburði
verða stofnuð í kvöld f Templarahöllinni,
Eirfksgötu 5 í Reykjavík klukkan hálf
níu. Markmið samtakanna verður að
styðja syrgjendur og þá sem vinna að
velferð þeirra. Munu samtökin beita sér
fyrir almennum fræðslufundum og sam-
verustundum, veita þá upplýsingaþjón-
ustu sem unnt er á hverjum tíma, vinna
að stofnun stuðningshópa við syrgjendur,
greiða fyrir heimsóknum stuðningsaðila
til syrgjenda og ýmsilegt fleira.
Undirbúningshópur hefur unnið að
stofnun þessara samtaka og var bæði
fagfólk, læknar, prestar, hjúkrunar-
fræðingar og fólk sem orðið hefur fyrir
missi, í þeim hópi.
í fréttatilkynningu frá undirbúnings-
hópnum segir að hugsanlega verði slík
samtök stofnuð um allt land.
Kvikmyndasýning á Freischútz
í íslensku óperunni
I kvöld, þriðjudaginn 8. desember
sýnir Styrktarfélagið þýsku óperuna
Töfraskyttuna eftir Carl Maria von We-
ber í Gamla Bíói. Töfraskyttan naut strax
LEIR:
Jólasýning leirlistarmanna
Jólasýning leirlistarmanna var nýlega
opnuð í Gallerf Borg ( Austurstræti 10.
Eftirtaldir listamenn eiga nýleg verk á
sýningunni: Borghildur Oskarsdóttir,
Bryndfs Jónsdóttir, Daði Harðarson,
Edda Óskarsdóttir, Gestur Þorgrímsson,
Guðný Magnúsdóttir, Jóna Guðvarðar-
dóttir, Kolbrún Björgúlfsdóttir, Kolbrún
Kjarval, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Ragna
Ingimundardóttir og Sigrún Guðjónsdótt-
ir.
Mikið úrval hluta verða á sýningunni
sem er sölusýning og sá háttur verður
hafður á að kaupendur geta tekið með sér
munina og ný verk koma þá f staðinn.
Sýningin er opin kl. 10:00-16:00 virka
daga, en kl. 14:00-18:00 um helgar.
Henni lýkur sunnudaginn 13. desember.
Hlð íslenska
sjóréttarfélag:
Hádeglsverðarfundur
Hið (slenska sjóréttarfélag efnir til
hádegisverðarfundar á Hótel Loftleiðum
(Leifsbúð) f dag, þriðjudaginn 8. desem-
ber kl. 12:00. (Kalt borð). Fundarefni:
Ragnhildur Hjaltadóttir deildarstjóri flyt-
ur erindi er hún nefnir “Lögskráningar-
lögin nýju“.
Ragnhildur Hjaltadóttir er lögfræðing-
ur að mennt og starfar sem deildarstjóri f
Samgönguráðuneyti. Starfar hún þar
einkum að yfirstjórn siglingamálefna.
Að erindinu loknu er að venju gert ráð
fyrir fyrirspurnum og umræðum.
„Fundurinn er öllum opinn og eru
félagsmenn og aðrir áhugamenn um sjó-
rétt og siglingamálefni hvattir til að
mæta,“ segir að lokum f fréttatilkynningu
frá félaginu.
farin ár. Að þessu sinni varð fyrir valinu
jólakort með mynd eftir Mattheu Jóns-
dóttur sem hún gaf Landssambandinu til
afnota. Myndin er af Snæfellsjökli, en
það er einmitt í ár sem kraftur jökulsins
er sem mestur, að þvf að sagt hefur verið.
óhemju vinsælda og hefur þótt sameina
skemmtilega kóra, spennandi atburðarás
og ekki sfst ástarsögu söguhetjanna.
Sýningin er frá Operunni í Hamborg
undir stjórn Rolf Lieberman. Með helstu
hlutverk fara Emst Kozub (Max), Arlene
Saunders (Agata), Gottlob Frick
(Kaspar), Edith Mathis (Anna), Tom
Krause (Ottokar), Hans Sotin (einsetu-
maður).
Myndakvóld Ferða-
félags íslands
Annað kvöld, miðvikud. 9. desember
kl. 20:30 efnir Ferðafélagið til mynda-
kvölds á Hverfisgötu 105.
Fjölbreytt dagskrá. Félagsmenn sýna
myndir og segja frá eftirminnilegri ferð.
Dregið verður úr nöfnum þátttakenda í
afmælisgöngum F.l. sl. sumars. Þátttak-
endur urðu 304 f sex gönguferðum til
Reykholts í Borgarfirði. Dregin verða út
sex nöfn sem hljóta vinning, en auk þess
fá þrír þátttakendur sérstaka viðurkenn-
ingu, þar sem þeir tóku þátt f öllum
ferðunum.
Veitingar í hléi.
Jólafundur
Kvenfélags Kópavogs
Kvenfélag Kópavogs heldur Jólafundinn
í félagsheimili Kópavogs fimmtudaginn
10. desember kl. 20:30.
Hallgerður Gísladóttir talar um
„Gamla eldhúsið“.
Stjómin
Jólahappdrætti Kiwanis*
klúbbsins Heklu
Dregið var í Jólahappdrætti Kiwanis-
klúbbsins Heklu 7. desember. Upp komu
þessi númer: 1496 - 762 - 733 - 370 -1332.
Félag eldri borgara
Félag eldri borgara í Reykjavfk og
nágrenni. Opið hús f Goðheimum, Sig-
túni 3, verður í dag, þriðjudaginn 8.
desember.
Kl. 14:00 - Félagsvist
Kl. 17:00 - Söngæfing
Kl. 19:30 - Bridge
Leikarar, leikstjóri, þýðandl og starfsfóik
sýningarinnar samankomið tii æfinga í
Gamia bfói.
Pé-leikhópurinn:
„Heimkoman" eftir H. Plnter
Æfingar eru hafnar á leikritinu „Heim-
kornan" eftir Harold Pinter, í þýðingu
Elfsabetar Snorradóttur.
Verkið hefur ekki áður verið flutt
hérlendis, en Pé-leikhópurinn stendur
fyrir þessari sýningu. Leikstjóri er Andrés
Sigurvinsson og f hlutverkum f sýningunni
eru: Róbert Arnfinnsson, Hjalti Rögn-
valdsson, Rúrik Haraldsson, Halldór
Bjömsson, Hákon Waage og Ragnheiður
Elfa Amardóttir. Um leikmynd annast
Guðný B. Richards.
Sýningar hefjast 6. janúar n.k. í fs-
lensku Operunni.
Sala aðgöngumiða er þegar hafin og er
fyrst um sinn tekið við pöntunum í síma
91 - 14920. Ekki verður unnt að sýna
verkið oftar en 15 - 20 sinnum.
Hildigunnur Halldórsdóttir
Einleikaraprófs-tónleikar
í Nonæna húsinu í kvóld
Tónlistarskólinn í Reykjavfk heldur
einleikaraprófstónleika f Norræna húsinu
f kvöld, þriðjudaginn 8. desember kl.
20:30.
Á efnisskrá em verk eftir E. Bloch,
Karólfnu Eirfksdóttur, J.S.Bach og C.
Saint-Saéns.
Hildigunnur Halldórsdóttir leikur á
fiðlu og Catherine Williams á pfanó.
Tónleikar þessir eru sfðari hluti
einleikaraprófs Hildigunnar frá skólan-
um.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Vesturland
Skrifstofa kjördæmissambandsins Brákarbraut 1, Borgarnesi verður
opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.00-17.00. Sfmi 71633
og s(mi utan skrifstofutlma 51275.
Stjórnin
Reykjanes
Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarmanna ( Reykjaneskjör-
dæmi eropin að Hamraborg 5, Kópavogi kl. 17-19 allavirkadagaog
kl. 17-21 á þriðjudögum. Sími 43222.
Stjórnin.