Tíminn - 08.12.1987, Side 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 8. desember 1987
Jón Helgason um landbúnaðarkafla fjárlaga:
Byrjað ad borga út
riðuveikibæturnar
Á ríkisstjórnarfundi sl.
sunnudag var samþykkt gjaldahlið
fjárlaga fyrir aðra umræðu á AI-
þingi. t>á náðust fram miklar breyt-
ingar á landbúnaðarkafla laganna,
sem Jón Helgason landbúnaðar-
ráðherra hefur lagt áherslu á að fá
breytt. Landbúnaðarráðherra var
spurður um niðurstöðu þessa máls.
„Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt
fram gerði ég fyrirvara við land-
búnaðarkafla þess, sem ég gat ekki
staðið að. í framhaldi af því sam-
þykkti ríkisstjórnin að fela fulltrú-
um þingflokka ríkisstjórnarinnar,
þeim Páli Péturssyni, Eiði Guðna-
syni og Agli Jónssyni að gera
tillögur um auknar fjárveitingar til
landbúnaðarmála. Nefndin varð
ekki sammála í tillögum sínum en
meirihluti hennar, Páll og Eiður,
lögðu fram ákveðnar tillögur sem
voru mjög til bóta og komu til móts
við margt af því sem ágreiningur
var um. Ég taldi þó að það sam-
komulag þyrfti nánari skýringa við
og nokkurrar lagfæringar. I síðustu
viku lagði ég síðan til við forsæt-
isráðherra og fjármálaráðherra
ákveðnar tillögur um úrbætur og
lagði þá m.a. sérstaka áherslu á að
unnt yrði að gera upp afurðaverð
við þá bændur sem slátruðu fé sínu
á síðasta hausti vegna riðuveiki
eins og búvörulögin og samningar
við bændur gera ráð fyrir.
Við afgreiðslu málsins í ríkis-
stjórninni á sunnudag, var komið
til móts við flest þeirra, m.a. með
því að veitt er heimild til lántöku
með aðstoð ríkisins til þess að
standa við þessa samninga og
greiða bændum afurðaverð á þessu
ári svo sem kveðið er á um. Strax
í dag verður farið að greiða út 20
milljónir og þá er einnig þegar
farið að leita eftir lántöku fyrir því
sem á vantar,“ sagði Jón Helgason
í gær. Hann sagði ennfremur að
fjárveiting hafi fengist í laxeldis-
stöðina í Kollafirði sem gerði það
kleift að halda áfram við sam-
norrænt verkefni sem áður hafi
verið samið um á norrænum vett-
vangi. Síðan sagði landbúnaðar-
ráðherra: „Þá fékkst fjárveiting til
að ráða loðdýralækni, sem ekki
hefur áður verið til staðar en
loðdýrabændur hafa lagt mikla
áherslu á að fá vegna þeirrar ört
vaxandi búgreinar. Ennfremur fær
Veiðimálastofnun nokkra viðbót
svo og tilraunastöðvarnar. Jarð-
eignir ríkisins fá jafnframt hækkun
frá því sem gert hafði verið ráð
fyrir. Loks má nefna að samþykkt
var að fjárveitinganefnd reikni upp
landgræðsluáætlunina eins og hún
hefur alltaf gert áður og ennfremur
mun hún fjalla um fjárveitingu til
Áburðarverksmiðju ríkisins." Jón
sagði að vandi Búnaðarfélagsins
vegna jarðræktar- og búfjárræktar-
laga yrði leystur með aukafjárveit-
ingu.
Aðspurður um heildarhækk-
un til landbúnaðar frá því sem
frumvarpið gerði upphaflega ráð
fyrir kvað landbúnaðarráðherra
hana vera 300 milljónir að viðbætt-
um aukafjárveitingum upp á 77
milljónir króna. Aukafjárveitin-
garnar fara annars vegar vegna
Jón Helgason, landbúnaðarráðherra.
jarðræktar- og búfjárræktarlaga 57
milljónir og hins vegar 20 milljónir
til sauðfjárveikivarna. Jón kvaðst
þokkalega sáttur við þessa niður-
stöðu og sagði síðan. „Ég vil taka
það fram að samkomulag þeirra
Páls og Eiðs er grundvöllurinn að
þessum hækkunum en þessir mikil-
vægu liðir sem ég hef lagt áherslu
á og hér hafa verið nefndir koma
til viðbótar."
Menningarsjóður:
w r
BOLU-HJALMAR
í BÓKARFORMI
Menningarsjóður hefur gefið út
bókina Bólu-Hjálmar eftir dr.
Eystein Sigurðsson. Par er fjallað
mjög ítarlega um kveðskap og ævi
skagfirska skáldsins frá Bólu, en það
eru ugglaust fáir sem ekki þekkja
eitthvað til Ijóða hans og lausavísna.
í formála bókarinnar segir
höfundur að markmið við ritun
hennar hafi verið tvíþætt. í fyrsta
lagi að taka saman yfirlit um skáld-
skap Hjálmars, einkenni og stöðu
hans í bókmenntasögunni, sem gæti
komið bókmenntafræðingum, kenn-
urum og öðrum sérfræðingum að
gagni. í öðru lagi segir höfundur að
hann hafi haft í huga við ritun
bókarinnar, að hinn almenni lesandi
geti haft að henni fullt gagn og
gaman.
Höfundur bókarinnar um Bólu-
Hjálmar, dr. Eysteinn Sigurðsson er
íslenskufræðingur að mennt. Hann
varð cand.mag. frá Háskóla íslands
1967 og varði doktorsritgerð um
erlend samtímayrkisefni í íslenskri
ljóðagerð 1750-1930 við Lundúna-
háskóla 1977.
Dr. Eysteinn Sigurðsson höfundur
bókarinnar, Bólu-Hjálmar.
Eysteinn hefur áður gefið út tvær
bækur, Samvinnuhreyfinguna á ís-
landi (1978), og Um skáldsögur
Guðmundar Daníelssonar (1981).
Þá hefur Eysteinn skrifað fjöldann
allan af greinum í blöð og tímarit.
Bókin um Bólu-Hjálmar er 313
bls. að stærð, og er hún ríkulega
myndskreytt. f lok bókarinnar eru
skrár yfir mannanöfn og kvæði og
önnur skáldverk. óþh
Bjarni Guðnason prófessor:
Sólstafir
Bókaforlagið Svart á hvítu hf.
hefur sent frá sér skáldsöguna Sólstafí
eftir Bjarna Guðnason prófessor.
Sólstafir eru saga um vegferð manns-
ins eftir þeim götuslóða sem kallast
heimur, hún segir eiginlega frá leit
mannsins að hamingju sinni. Sögu-
hetjan, hann Pétur, er ungur piltur
sem strokið hefur að heiman til að
hefja ævintýralega og hættulega leit
að æskuást sinni. Sagan gerist í
Evrópu á miðöldum, á ólgutímum
þegar stríð geisuðu og alþýða manna
bjó við ofurvald klerka og annarra
valdsmanna. í þessari bók er blanda
af gamni og alvöru, góðu og illu,
fögru og ljótu og í henni verða átök
um auð og völd.
Höfundurinn, Bjarni Guðnason,
er þekktur fyrir flest annað en að
skrifa skáldsögur. Hann er prófessor
í íslenskum bókmenntum við Há-
skóla íslands og hefur skrifað fjölda
Bjarni Guðnason.
ritgerða um fræðileg efni. Þá sat
hann á alþingi íslendinga í þrjú ár.
Sólstafír er fyrsta skáldsaga
Bjarna. Hann lýsir fjölskrúðugu
mannlífi miðalda af þekkingu og á
kjarnyrtu máli sem leiftrarafhúmor.
íslenskir lesendur hljóta að fagna
þessari bók því hún er vel skrifuð og
skemmtileg og margar persónur
hennar verða þeim ógleymanlegar.
Nýskipuð stjóm Kvikmyndasjóðs íslands gekk á fund Þorsteins Pálssonar,
forsætisráðherra með áskorun til ríkisstjórnarinnar um að skera ekki
niður framlag ríkissjóðs til kvikmyndagerðar á árí kvikmyndarinnar í
Evrópu.
Stjórn Kvikmyndasjóðs til næstu
þriggja ára skipuð:
Kvikmyndasjóöur:
20 milljónir
til viðbótar
Níu vilja styrk
fyrir kvikmyndir
Nú hefurstjórn Kvikmyndasjóðs
íslands til næstu þriggja ára verið
skipuð af menntamálaráðherra.
Sæti í stjórninni eiga Knútur
Hallsson, ráðuneytisstjóri, for-
maður, Stefán Hilmarsson,
varaformaður, Kristín Jóhannes-
dóttir, tilnefnd af Bandalagi ís-
lenskra listamanna, Friðbert
Pálsson, tilnefndur af Félagi Kvik-
myndahússeigenda, Hrafn Gunn-
laugsson, tilnefndur af Sambandi
íslenskra kvikmyndaframleiðenda
og Sigurður Sverrir Pálsson, til-
nefndur af Félagi kvikmyndagerð-
armanna.
Þegar málefni Kvikmyndasafns
íslands ber á góma, fjölgar stjórn-
armönnum um tvo, en þá bætast í
hópinn þeir Árni Björnsson, til-
nefndur af Þjóðminjasafninu og
Helgi Jónasson, tilnefndur af
Námsgagnastofnun.
Úthlutunarnefnd sjóðsins var
valin á fyrsta fundi nýskipaðrar
stjórnar og skipa hana þeir Knútur
Hallsson, ráðuneytisstjóri, for-
maður, Birgir Sigurðsson, leik-
skáld og Þorvarður Helgason, rit-
höfundur.
Um mánaðarmótin síðustu rann
út umsóknarfrestur til sjóðsins urn
styrk til kvikmyndagerðar 1988 og
bárust 43 umsóknir. Níu þeirra
voru fyrir bíómyndir, 15 fyrir
heimildamyndir, sex fyrir styttri
leiknar myndir, níu fyrir handrit
og þrjár fyrir teiknimyndir. Ein
umsókn barst fyrir dreifingu.
-SÓL
Fjármálaráðherra og menntam-
álaráðherra hafa gert samkomulag
sem kveður á um 20 milljón króna
hækkun á fjárlögum til Kvik-
myndasjóðs á næsta ári. Þessi tala
mun síðan verða vegin og metin af
Alþingi í annari umræðu um fjár-
lagafrumvarpið.
í frumvarpi til fjárlaga er gert
ráð fyrir 40 milljón króna framlagi
til sjóðsins, en samkvæmt lögum
ber honum 60 milljónir á næsta ári.
Samkvæmt þessu samkomulagi
ráðherranna, er því miðað við 5
milljóna skerðingu á lögbundnum
framlögum ríkis til Kvikmynda-
sjóðs.
Knútur Hallsson form. stjórnar
Kvikmyndasjóðs sagði í samtali
við Tímann, að hann fagnaði þess-
ari niðurstöðu ráðherranna, en hitt
væri ljóst að fjármagn til sjóðsins
væri auðvitað aldrei nóg. „Þetta er
þó spor í rétta átt“, sagði Knútur.
Ný stjórn Kvikmyndasjóðs kom
saman til fyrsta fundar í gær, þar
sem menn byrjuðu að yfirfara þær
43 umsóknir sem sjóðnum hafa
borist fyrir næsta ár. óþh