Tíminn - 08.12.1987, Page 3

Tíminn - 08.12.1987, Page 3
Þriðjudagur 8. desember 1987 Tíminn 3 Þeir Sigursteinn Guðmundsson, Sturla Pétursson og Axel Örlygsson, starfsmenn Gúmmívinnustofunnar hafa ekki haft mikið að gera síðustu vikurnar, enda eru ekki nema 30% ökumanna komin með vetrardekkinn undir, ef miðað er við könnun gatnamálastjóra. Þeir voru samt á því að fyrirhuguð verðlækkun á hjólbörðum væri ekki ástæðan fyrir deyfðinni. Snjóleysi væri ástæðan. Timamynd: Pjelur Fólk tvístígandi yfir fyrirhuguðum verðbreytingum: FRESTAST JÓLAVERSLUN FRAM YFIR ÁRAMÓTIN? Ríkisstjórnin hefur nú sent frá sér yfirlit yfir áætlaðar verðbreyt- ingar á hinum ýmsu vörum, nái tolla-, vörugjalds- og söluskattsbreyt- ingar hennar fram að ganga. í verðbreytingunum felst m.a. að ilm- vötn og rakspírar lækki um 45%, varalitir um 47%, sjónvörp og myndbandstæki um 11%, hljómflutningstæki um 15% og hjólbarðar um 20%, svo dæmi séu tekin. En hvaða áhrif skyldu þessar fréttir hafa á jólaverslunina? „Við erum nú með það hagstæð jólatilboð, að ég hef ekki trú á að þetta hafi nein áhrif. Við erum með tilboð frá 15-20% lækkun frá venju- legu verði, þannig að þessar lækkan- ir snerta okkur ekki að ráði. Annars er erfitt að spá um hvort að þetta breytir mynstrinu nokkuð. Predikun í fjölmiðlum um að þetta verði svona, þó ekki sé búið að samþykkja þetta í Alþingi hefur gert það að verkum að sumt fólk fer ekki einu sinni á stúfana til að athuga hvort það sé hagstæðara að kaupa vörurn- ar núna eða eftir áramót," sögðu Jóhann Bjarnason, sölumaður og Óli Anton Bieltvedt, verslunarstjóri hjá Nesco í samtali við Tímann. Peir voru einnig á því að hræðsla við gengisfellingu hvetti fólk líka til að kaupa frekar nú en eftir áramót. Nesco hefur ekki neinar birgðir í versluninni, heldur sækir vörurnar jafnóðum í tollvöruafgreiðsluna og nauðsyn þykir. Genginu haldið með handafli Hjá Radíóbúðinni varð Grímur Laxdal fyrir svörum. „Ég hef nú ekki trú á að þessar fyrirhugðu lækkanir hafi nein áhrif á jólasöluna hjá okkur. Við erum með jólatilboð sem í mörgum tilfellum eru verulega lægri heldur en lækkan- irnar. Óttinn við gengissig hefur líka sín áhrif. Genginu er nú haldið uppi með handafli eins og er. En ég held að mynstrið í heild breytist eitt- hvað,“ sagði Grímur. Hann vildi meina að öruggara væri að kaupa tæki nú, heldur en eftir áramót, “enda er þetta happdrætti“ sagði hann. Hann kvaðst verða hissa ef gengið yrði ekki hreyft eftir áramót- in. „Þeir ráða þessu nú ekki, það er dollarinn sem ræður öllu.“ Radíó- búðin mun hins vegar lækka verðið á þeim birgðum sem þeir munu eiga eftir óseldar um áramótin. Heildsalamir taka breyt- ingarnar ekki á sig Varalitir og ilmvötn munu lækka einna mest um áramótin, eða um 45 og 47%, nái breytingarnar fram að ganga. Ingigerður Jóhannsdóttir er verslunarstjóri og eigandi snyrti- vöruverslunarinnar Brá á Lauga- vegi. „Ég myndi nú halda að þetta hefði áhrif á jólasöluna. Fólk er þegar farið að spá í þetta og halda að sér höndum, enda fór þetta of snemma í fjölmiðlana. Verslunin leggst kannski ekki alveg niður, en þetta örvar hana a.m.k. ekki,“ sagði Ingi- gerður. Hún sagði að margir keyptu nú aðeins það nauðsynlegasta og geymdu annað fram yfir áramótin, ef varan á annað borð lækkaði eitthvað að ráði. „Ég verð að halda verðinu á birgðunum mínum. Lækkunin er meiri en álagningin og ekki taka heildsalarnir þetta á sig,“ sagði Ingi- gerður, aðspurð um hvort hún myndi lækka verðið á þeim birgðum sem hún myndi eiga um áramótin. Enginn snjór - engin snjódekk Hjólbarðar munu lækka um 20%, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinn- ar. f könnun sem gatnamálastjóri lét gera, kom fram að innan við 30% bílstjóra væru komin með vetrar- dekkinn undir bílinn. Er þá ekkert að gera á verkstæðunum? „Nei, það er ekkert að gera. Það er undarleg ládeyða. Það er snjór- inn sem gerir þetta að verkum, frekar en þessi lækkun. Það kemur seinna" sagði Sturla Pétursson, starfsmaður hjá Gúmmívinnustof- unni í Skipholti í samtali við Tímann. Starfsmenn Hjólbarðahall- arinnar voru Sturlu sammála og sögðu tíðina gjörónýta vegna snjó- leysis. Á þessum árstíma hafa venjulega um 85% ökumanna sett vetrardekk- in undir. „Það var brjálað að gera í byrjun október, en síðan hefur þetta verið steindautt,“ sagði Sturla og tómur salur bar vitni um orð hans. Sama var uppi á teningnum hjá Hjólbarðahöllinni. Það virðist því nokkuð ljóst að breytingar á jólaversluninni verða einhverjar, en hve miklar, það verð- ur reynslan að leiða í ljós. - SÓL Raforkuflutningarnir til Bretlands: Víðræður komnar niður á jörðina Sérfræöilegir ráðgjafar breska stórfyrirf ækisins North Venture hafa gert víðreist um landið okkar og eru þessa dagana aö ræöa við forsvarsraenn allra helstu stofnana á íslandi er hafa með orkumál að gera. Eru þeir hér að beiðni Alex Copson, sem lesendum Tímans ætti að vera orðinn kunnur, fyrir þær hugmyndir sínar að gerast framkvæmdaraðili við flutning á raforku frá íslandi til Bretlands um sæstreng. í viðræðum við Halldór Jónatansson, forstjóra Landsvirkjunar, kom fram að sendincfnd þessi er skipuð mönnum sem vel eru heima í orkumálum Bretlands. Voru þeir að ræða hugmyndir sem, að sögn Halldórs, eru niðri á jörðinni og vel framkvæmanlegar á næstu 5-10 árum. Viðræður við Landsvirfcjun Sagði Halldór í samtali við Tím- arm að þcir hefðu rætt þær nýju og breyttu aðstæður er skapast hafa á síðustu árum, með nýrri tækni við framleiðslu sækapals og stöðugt hækkandiorkuverði. Nýi kapallinn gerir nú kleift að flytja raforku eftir löngum leiðum neðansjávar án þess að um verulegt orkutap verði að ræða. Þá eru viðræður við breska aðila nú komnar á það stig að hætt er að tala um það magn er Alex Copson sló fram í fyrstu. Hefur það og komið fram í viðtölum Tímans við Copson að hann sé sjálfur farinn að tala um mun minna orkumagn. f gær var talað um 500 megawatta útflutning. Til samanburðar má nefna að heildarframleiðsla okkar er um 800 MW. Til glöggvunar má nefna að áætluð framleiðsla Blönduvirkjunar er talin verða um 150 MW og Fljótsdalssvirkjunar um 252 MW. f yfirstandandi viðræðum hefur komið fram á óformlegan hátt að íslendingar sjái um byggingar virkjana og breska fyrirtækið sjái alfarið um kapaiinn og dreifingu í Bretlandi og taki alla áhættu í því sambandi. Við útrcikninga á vænt- anlegu orkuverði hafa sérfræðing- arnir komist að þeirri niðurstöðu að um arðsemi verði að ræða og staða slíkra raforkuflutninga eigi eftir að batna með árunum, þar sem ekkert bendi til þess að orku- verð fari lækkandi á næstu áratug- um. Ekki taldi Halldór að á öðru bæri en að mennirnir væru komnir niður á jörðina með hugmyndir sem vel væru framkvæmanlegar. Sagði hann jafnframt að starfs- menn Landsvirkjunar hefðu verið að skoða möguleika er talist gætu hliðstæðir þessum hugmyndum. Næsta stóra skrefið Næsta stóra skrefið í málinu verður það að þessir sendimenn North Venture setjast niður þegar heim er komið og semja ítarlega skýrslu um aðstæður á íslandi og bera þær saman við þarfir og markað í Bretlandi, ásamt því að gera tillögur að frumáætlun. Þessa skýrslu sína munu þeir síðan af- henda Landsvirkjun og Alex Cop- son forstjóra. Alex Copson mun sjálfur konta til íslands í næstu sendiferð og má þá jafnframt búast við að með honum í för verði þeir fulltrúar breskra orkumálayfirvalda er gætu lagt grunninn að hugsanlegum samræðugrundvelli opinberra full- trúa landanna. í gær áttu sérfræðingarnir fund með Halldóri Jónatanssyni, for- stjóra Landsvirkjunar, eins og fyrr segir, og töluðu þeir þá einnig við forsvarsmenn Náttúruverndar- ráðs. í dag, þriðjudag, munu þeir fara að Búrfellsvirkjun og skoða Þjórsársvæðið, líta við á Hrauneyj- arfossvirkjun og Sigöldu. Á morgun, miðvikudag munu þeir hitta Friðrik Sophusson, iðnaðar- ráðherra, að máli og heimsækja þá einnig Hafrannsóknarstofnun og Orkustofnun. Á fimmtudag hafa þeir ráðgert að heimsækja Blöndu- virkjun, en þeir munu fara af landi brott á föstudagsmorgun. KB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.