Tíminn - 19.12.1987, Side 11

Tíminn - 19.12.1987, Side 11
Laugardagur 19. desember 1987 Tíminn 11 Umræður um veitingahús Hitaveitunnar: 1700 milljónir I gæluverkefni Nokkur orðaskipti urðu á fundi borgarstjórnar á fimmtudag út af 500 milljón króna veitingahúsinu sem Hitaveita Reykjavíkur hyggst byggja ofan á heitavatnstönkunum í Öskjuhlíð og um þær framkvæmdir við „gæluverkefni“ sem Reykjavíkurborg hyggst ráðast í á næstu árum og munu kosta um 1700 milljónir króna. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem vakti máls á því að Hitaveitan ætlaði að byggja 500 milljón króna hús á sama tíma og dýrar framkvæmdir standa sem hæst við Nesjavallavirkjun. Taldi hún að nær væri að hækka greiðslu arðs til borgarsjóðs. Davíð Oddsson borgarstjóri tók upp hanskann fyrir hitaveituna og taldi það lítið mál þó hún stæði í framkvæmdum við veitingahús upp á hálfan milljarð og Nesjavallavirkj- un upp á þrjá milljarða á næstu Lyftari með „gjörgæslukerfi“ Eimskipafélag íslands fékk fyrir skömmu nýjan Caterpillar gámalyft- ísafold: Vinningur eftir helgi Vegna tafa í dreifingu á kynning- arbæklingi ísafoldar hefur verið ák- veðið að fresta því að draga út ferðavinninginn þar til eftir helgi. Vinningsnúmer verður birt í öllum dagblöðunum þriðjudaginn 21. des- ember. ara til notkunar á athafnasvæði sínu við Sundahöfn. Hann er 65 tonn að þyngd og getur staflað fullhlöðnum 40 feta gámum í fjögurra hæða stæður og er lyftigetan 34 tonn. Caterpillar lyftarinn, sem Hekla hf. flutti inn til landsins, er ákaflega auðveldur í notkun og afar fullkom- inn að tækjabúnaði. Beygjuhringur hans er aðeins 15 metrar og er stjórnbúnaður allur vökvaknúinn. Hann er einnig búinn nýju „gjör- gæslukerfi" (EMC), sem varar stjórnandann við ef eitthvað gengur úrskeiðis varðandi tækið eða vélbún- aðinn. Gengust starfsmenn Eim- skips undir námskeið til að læra að umgangast verkfæri þetta, bæði væntanlegir stjórnendur, viðhalds- menn og aðrir. KB Verslunarsaga V Skaftfellinga Út er komið fyrra bindi af Versl- unarsögu Vestur-Skaftfellinga eftir Kjartan Ólafsson sagnfræðing og fyrrv. ritstjóra. Útgefandi er sýslu- félag Vestur-Skaftafellssýslu. Bókin er mikið rit, vandað að allri gerð, 413 bls. í stóru broti. Þetta fyrra bindi sögunnar fjallar um vöruaðdrætti og verslunarhætti í sýslunni frá fyrstu tíð fram til 1914. Sýnir sú frásögn ljóslega hversu erfiðir allir aðdrættir voru vegna tregra samgangna á sjó og landi svo að einstakt var hér á landi. Eiginleg föst verslunarstarfsemi kemst fyrst á í Vestur-Skaftafellssýslu eftir að Vík í Mýrdal fær löggildingu sem versl- unarstaður2. des. 1887. Ritið kemur út til að minnast aldarafmælis þess atburðar. Rit þetta er til orðið fyrir frum- kvæði sýslunefndar og sýslumanns Skaftfellinga, Einars Oddssonar í Vík. Fól sýslunefnd ritstjórum Dyn- skóga, héraðsrits Vestur-Skaftfell- inga, að annast útgáfuna, en þeir eru Sr. Sigurjón Einarsson, Björgvin Salómonsson og Helgi Magnússon. Jafnframt því sem rakin er almenn verslunarsaga sýslunnar er varpað ljósi á mannlíf og atvinnuhætti og þá menn sem voru í fararbroddi í sókn til framfara og bættra lífskjara. Bók- ina prýða 400 myndir sem fæstar hafa birst áður. Útgáfa þessi hefur m.a. notið styrkja frá Menningarsjóði Spari- sjóðs Vestur-Skaftafellssýslu, Menningarsjóði Sambands ísl. sam- vinnufélaga, Vísindasjóði og Slátur- félagi Suðurlands. þremur árum og borga það beint úr vösum Reykvíkinga. Hann sagði veitingahúsið verða fagnaðarefni fyrir allan almenning og kærkomið í fásinninu sem ríkir í Reykjavík. Davíð sagði veitingahúsið verða ævintýraheim sem útsýnisturn og aldingarður. Sigrún Magnúsdóttir sagðist eng- an veginn geta sætt sig við það að borgin byggði veitingahús fyrir hálf- an milljarð. Hún mótmælti því harð- lega að Reykjavíkurborg eyddi 1500 til 1700 milljónum í gæluverkefni, þ.e. í ráðhús, Borgarleikhús, Við- eyjarstofu og veitingahús, á næstu þremur árum, á sama tíma og fjár- magn vantar í aðkallandi verkefni. Sigrún sagði að í sjálfu sér gæti veitingahús á þessum stað orðið virkilega skemmtilegt og benti á að borgarfulltrúar Framsóknarflokks- ins hefðu lagt fram tillögu um bygg- ingu veitingahús ofan á heitavatns- tankana fyrir 10 til 12 árum þegar ekki var mikið um veitingastaði í borginni. Taldi Sigrún eðlilegra að bjóða t.d. flugfélögunum að byggja veitingahús á þessum stað. Bjarni P. Magnússon varaði stór- lega við þeirri þenslu sem Reykja- víkurborg ýtti undir nteð hinum gífurlegu framkvæmdum sínum á næstu þremur árum og vísaði til untmæla formanns Meistarasam- bands byggingarmanna í Tímanum, þar sem hann lýsir þungunt áhyggj- um yfir þeirri þenslu sém ráðhús- byggingin óhjákvæmilega skapi. Sagði Bjarni að borgin væri að ýta undir verðbólgu og ynni gegn áform- um ríkisstjórnarinnar um hjöðnun verðbólgu og þenslu. - HM Býður 50 millj. skr. fyrir upplýsingarnar Tímanum hefur borist bréf frá sænska lögregluráðinu, þar sem það fer þess á leit að aðstoð verði veitt, í leit þess að morðingja, eða morðingjum fyrrum forsæti- sráðherra Svíþjóðar, Olof Palme. Palme, setn myrtur var að kvöldi 28. febrúar 1986, þegar hann var að koma.af kvikmynda- sýningu í miðbæ Stokkhólms, var skotinn af alls óþekktum aðila, eða aðilum, og hefur sænska lögreglan staðið ráðþrota gagn- vart morðinu. Æ meira fé hefur staðið þeim til boða sem upplýst getur um málið, en árangurslaust. Nú hefur verðlaunaféð verið hækkað í 50.000.000 sænskar krónur fyrir upplýsingar sem gætu leitt til lausnar morðsins. Hægt er að fá féð greitt hvar sem er í heiminum, allt eftir gjaldeyr- isreglum hvers lands fyrir sig. Fullri nafnleynd og trúnaði er heitið. Peir sem gætu haft upplýsingar, geta haft samband við aðalstöðv- ar lögreglunnar í Stokkhólmi í síma 46-8-769-4109. - SÓL Danir vilja gefa út Gullnu fluguna Tvö dönsk útgáfufyrirtæki hafa farið þess á leit við Þorleif Sigurðs- son að hann veiti þcim útgáfurétt á mánaðargamalli bók hans, Gullna flugan. Þetta eru F.F.A.Heidar og Tiden, sem er nokkuð stórt og þckkt útgáfa. Gullna flugan fjallar um sögu Alþýðuflokksins í tengslum við verkalýðshreyíingar og m.a. sam- band hans við sósíaldemókratískar hreyfingar á Norðurlöndum. Útgef- andi hér heima er Örn og Örlygur hf. KB Wk ■' ; •-•-w. ~ „1..: ~gsr-v:•:> ái'ftár’ - '*«•. > " € •.* Laxcír r i \ bökfaun Lnxúr ... -í- :■ I f Margt hefur gerst á bökkum Laxár í Þingeyjarsýslu fyrr og síðar og á þar ýmist í hlut heimafólk eða aðkomnir laxveiðimenn. Jóhanna Álfheiður Steingrímsdóttir rifjar upp í þessari skemmtilegu bók ýmsa af slíkum atburðum, ekki síst það sem borið hefur við í grennd við Nes í Aðaldal, þar sem hún er borin og barnfædd. <á \bók \góð bók

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.