Tíminn - 19.12.1987, Qupperneq 17

Tíminn - 19.12.1987, Qupperneq 17
Laugardagur 19. desember 1987 Tíminn 17 Tryggvi Jónsson forstjóri Fæddur 14. september 1914 Dáinn 11. desember 1987 Tryggvi Jónsson forstjóri í Niður- suðuverksmiðjunni Ora h.f. í Kópa- vogi lést þann 11. þ.m. á gjörgæslu- deild Borgarspítalans. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni kl. 13.30 n.k. mánudag þann 21. des- ember. Tryggvi Jónsson var fæddur á Drangsnesi við Steingrímsfjörð þann 14. september 1914 og var því liðlega 73ja ára þegar hann lést. Foreldrar hans voru Jón Brynj- ólfsson, kaupmaður og Lovísa Jóns- dóttir. Tryggvi ólst upp hjá móður- foreldrum sínum allt frá barnæsku, þeim Jóni Jónssyni og Önnu Árna- dóttur, sem gengu honum í foreldra stað. Átta ára að aldri flutti Tryggvi til Akureyrar, þar sem hann stundaði venjubundið nám og lauk því með gagnfræðaprófi frá Menntaskóla Akureyrar. Aðeins átján ára hleypti Tryggvi svo heimdraganum og hélt til Svíþjóðar, þar sem hann kynnti sér niðursuðu og niðurlagningu á síld. En allt frá bernsku hafði Tryggvi unnið á sumrin við síldar- söltun, þar sem hann m.a. kynntist Svíum, sem hér voru mikið á þeim árum. Hann byrjaði hjá Ameln bræðrum í Gravarna, þar sem hann dvaldi í eitt ár. t>á flutti hann sig til annars fyrirtækis, til frekara náms. Það fyrirtæki hét Hállers og Co, en þar kynnti hann sér niðursuðu á humri og rækju. Þegar hér var komið var Tryggvi vissulega orðinn allvel í stakk búinn til að takast á við þau verkefni, sem hugur hans stóð til. Þó setti hann ekki strax stefnu á heimaslóð en hélt til Danmerkur og hóf þar störf hjá P. Lykkeberg við niðursuðu á sjó- laxi. Síðla árs 1935 kemur Tryggvi svo heim til íslands eftir þriggja ára dvöl í Svíþjóð og Danmörku við störf og nám reynslunni ríkari og vel menntaður í sinni grein. Það þótti því vel við hæfi að hann tók að sér forstöðu fyrir nýstofnaðri niður- suðuverksmiðju vestur á ísafirði. Hér virðist þó útþránni ekki fullnægt, því eftir ársdvöl á ísafirði hélt Tryggvi aftur til Danmerkur, þar sem hann stofnaði Niðursuðu- verksmiðjuna Vinco ásamt þeim nöfnum Jóni Helgasyni, kaupmanni og Jóni Kristjánssyni. Á ísafirði kynntist Tryggvi eftirlifandi konu sinni, Kristínu dóttur Magnúsar Magnússonar kaupmanns þar og Helgu Jónsdóttur. Þau Tryggvi og Kristín eignuðust tvö börn, Magnús framkvæmda- stjóra í Ora, hann er fæddur 1940, giftur Guðrúnu Beck, en þeirra börn eru Tryggvi fæddur 1963, Eiríkur fæddur 1966 og Magnús fæddur 1975. Anna Lovísa, meinatæknir, gift Heimi Sindrasyni, tannlækni. Þeirra börn eru Kristín, fædd 1968, Sigríður fædd 1970, Frosti fæddur 1975 og Guðrún, fædd 1981. Þegar stríðið braust út fór Tryggvi að hugsa til heimferðar og seldi sinn hlut í dönsku verksmiðjunni. Eftir heimkomuna hóf hann störf hjá Niðursuðuverksmiðjunni S.I.F. og varð síðan forstjóri hennar frá 1944 og gegndi því starfi til 1952. Árið 1951 stofnaði Tryggvi fyrirtæk- ið Kjöt og Rengi h.f. ásamt Arnljóti Guðmundssyni og ári síðar Ora h.f. með Arnljóti og Magnúsi J. Brynj- ólfssyni. Síðan runnu þessi fyrirtæki saman í eitt, Ora Kjöt og Rengi h.f. og varð Tryggvi strax forstjóri fyrir- tækisins. Þeir eru fáir sem ekki kannast við Tryggva í Ora, svo þekkt er hans fyrirtæki nú orðið. ORA-niðursuðu- vörur eru þekktar um allt land og engan veit ég, sem ekki hafði ánægju af að eiga viðskipti við Tryggva Jónsson í Ora. En sem Rotarýfélaga þekkti ég Tryggva best. En hann var stofnfélagi í Rotarýklúbbi Kópavogs og alla tíð virkur í starfi og þó hann sæktist aldrei eftir virðingarstörfum þá vann hann ýmis trúnaðarstörf fyrir klúbbinn og ávallt af stakri samviskusemi. Má þar nefna jóla- merkjaútgáfuna, sem gaf góðar tekjur, er nýttar voru til líknar- og menningarstarfa á vegum klúbbsins. Ein af æðstu viðurkenningum Rotary er Paul Harris orðan, en hana hlaut Tryggvi 1984, einn fyrstur félaga í Rotarýklúbbi Kópavogs. Skapgerðareinkenni Tryggvi Jónssonar voru róleg yfirvegun, milt brosið bar með sér hlýju og mann- kærleika, sem hann átti í svo ríkum mæli. Við Rotarýmenn í Kópavogi höfum misst einn okkar allra besta félaga, enda verður skarð hans vandfyllt. En mestureraðsjálfsögðu missir konunnar hans, barnanna og barnabarnanna, sem við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Tryggva Jónssonar. Guttormur Sigurbjörnsson Páll Júlíusson Fæddur 20. desember 1934 Dáinn 9. desember 1987 Miðvikudaginn 9. desember s.l. lést á Sjúkrahúsi Akraness, langt um aldur fram, nágranni minn og vinur, Páll Júlíusson bóndi Hítarnesi Kol- beinsstaðahreppi. Páll var fæddur í Hítarnesi 20. desember 1934 og var því aðeins tæpra 53 ára er hann lést. Hann var sonur hjónanna Júlíusar Jónssonar og Kristínar Stefánsdótt- ur konu hans. Þau bjuggu allan sinn búskap í Hítarnesi og eignuðust 11 börn. Tíu þeirra komust til fullorð- insára og var Páll yngstur. Hann ólst því upp í stórum og glaðlyndum systkinahóp og vandist snemma á að taka til hendinni við öll almenn bústörf. Páll tók við búi af föður sínum árið 1966 og bjó í Hítarnesi æ síðan. Hann var duglegur bóndi og sá hag sínum vel borgið. f sinni búskapartíð bætti Páll jörðina bæði með bygging- um og ræktun. Hann hafði ákveðnar skoðanir á þeim málum er hann lét sig nokkru varða og var fastur fyrir. Páll var bóngóður og gott til hans að leita. Hann var og vel látinn af öllum er honum kynntust, enda maður kátur og spaugsamur. Gott átti Páll með að koma fyrir sig orði og lét þá stundum fjúka í kviðlingum, því hann var ágætur hagyrðingur eins og Júlíus faðir hans. Söngmaður var Páll góður, fljótur að læra bæði lög og ljóð og kunni ógrynni vísna. Páll var höfðingi heim að sækja og marga ánægjustund áttum við saman við eldhúsborðið í Hítarnesi eða á út- reiðum, því margt góðra hesta átti Páll jafnan og kunni vel með þá að fara. Einn reiðhesta hans, Skeggi, stóð eitt sinn efstur í flokki alhliða gæðinga á hestamóti Snæfellings á Kaldármelum. Ég naut þeirrar ánægju að verða Páli samferða þegar farið var á hestamót, í leitir og fleiri slíkar ferðir og hef ekki í annan tíma skemmt mér betur. Alltaf vildi Páll leggja tímanlega af stað og ávallt var hann vel útbúinn, kátur og glaður. Gæfa Páls í lífinu var er hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Kristbjörgu Þórarinsdóttur, enda margt líkt með þeim hjónum svo sem hlýlegt viðmót, létt lund og reglusemi. Þau eignuðust 5 börn: Kristínu Júlt'u f. 1962, Aðalheiði f. 1966, Halldór Jón f. 1969, Stefán Helga f. 1970 og Júlíus f. 1977. Auk þess gekk Páll 6 börnum Kristbjarg- ar af fyrra hjónabandi í föðurstað og kunnu þau vel að meta slíkt ljúf- menni. Um mitt þetta ár kenndi Páll sér þess meins er lagði hann að velli. Hann tók sjúkdómi sínum af því æðruleysi og karlmennsku sem hans var von og vísa, og var heima við fram undir það síðasta þótt flestir hefðu þá verið komnir á sjúkrahús fyrir allnokkru. Ég og heimilisfólkið á Jörfa þökk- um vini okkar og nágranna, sem nú liðkar hesta sína á öðrum vöilum, samvistirnar að sinni. Kristbjörgu og börnum vottum við samúð okkar. Jónas Jóhannesson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Hans Kr. Matthíassonar, Orrahóli, Dalasýslu Sigríður Halldórsdóttir Matthías Hansson BörkurHansson Lára Hansdóttir T rausti Bjarnason Inga Hansdóttir SævarStraumland Sigurður B. Hansson Bára Sigurðardóttir og barnabörn m Dregið var í Jólahappdrætti SÁÁ þ. 3. des. um 10 SONY SRF-6 ferða-útvarpstæki. Upp komu eftir- talin númer: 1144 13959 39787 44163 47552 48710 59856 103064 105376 115665 Þar sem útsending miða dróst á langinn hefur stjórn SÁÁ ákveðið, að sú regla gildi um þennan fyrsta drátt, að dagsetning greiðslu skipti ekki máli. Ef miði er greiddur verður tækið afhent. Dregið var svo í annað sinn þ. 10. des. um 10 stk. SONY D-30 ferðageislaspilara. Upp komu eftirtalin númer: 19155 19581 28812 31263 39424 65772 85089 85659 98833 121327 Dregið var í þriðja sinn þ. 17. des um 10 stk. rafdrifna leikfangabíla. Upp komu eftirtalin númer: 17770 26928 30853 41527 71187 78352 94343 99278 102790 108002 Númer gíróseðilsins er happdrættisnúmerið og enn er eftir að draga út 10 MITSUBISHI PAJERO jeppa, 5 stutta og 5 langa.á öðrum degi jóla þ. 26 des. Dráttur fer fram í beinni útsendingu á STÖÐ 2 ofantalda daga í þættinum 19:19. Þökkum stuðn- ing nú sem fyrr. Sjúkrahús á Siglufirði Tilboð óskast í innanhússfrágang sjúkraþjálfunar fyrir sjúkrahúsið á Siglufirði. Um er að ræða ca 363 m2 svæði á jarðhæð, sem nú er fokhelt og skal ganga frá því að fullu með innréttingum. Verkinu skal skila í tvennu lagi, megin hluta þess skal fullgera fyrir 1. júní 1988, en síðari hluta fyrir 20. janúar 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgar- túni 7, Reykjavík gegn 10.000 kr. skilatryggingu til og með 5. janúar 1988. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. janúar 1988 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNt 7 SÍMI 26844 . Einkasímstöð fyrir Stjórnarráðið Öskað er tilboða í stafrænt einkasímstöðvakerfi (PABX) fyrir Stjórnarráðið. Áætluð stærð: 500 númer, stækkanleg í a.m.k. 800 40 línur með beinu innvali, stækkanleg í a.m.k. 70 50 úthringingarlínur, stækkanleg í a.m.k. 90 3 skiptiborð, stækkanleg í a.m.k. 5 Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, á kr. 1.500.- frá og með þriðjudeginum 22. desember 1987. Tilboð verða opnuð á sama stað, föstudaginn 5. febrúar 1988, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.