Tíminn - 19.12.1987, Qupperneq 23
Tíminn 23
Laugardagur 19. desember 1987
Ánægðir yfir að
vera komnirheim
til Noregs og
voru aðbúasig í
fjallaferð .
Hér eru
þar setn
a - ha loksins
Slakar á í
Fritz Wepper, sem við þekkjum öllu betur sem Harry Klein
í Derrrick, fer til Noregs á hverju ári, þar sem hanu stundar
veiðar og slakar á. Hann er afskaplega hrifinn af Noregi, eldar
norskan mat hemia hjá sér í Miínchen, á norskan elghund og
gengur gjarnan í þjóðlegum, norskum föttum.
Noregi
- Eitt það sem ég nýt mest, segir Wepper, - er
að elda norskan jólamat handa fjölskyldunni. í
fyrra hafði ég fyrst reyktan lax, síðan elgslundir
með góðri sósu, flatbrauð með títuberjasultu og
bláber og rjóma í ábæti. Hrein nautn að borða
þetta.
Ekki aðeins maturinn er norskur, heldur alla
jólagjafirnar líka. Wepper fer gjarnan í heimilis-
iðnaðarverslanir og kaupir gjafir handa kunningj-
unum, til dæmis má geta þess að Leopold prins,
bróðir konunnar hans, sem raunar er ekta prinsessa,
gengur í norsku „föðurlandi“ þegar hann er á
veiðum.
Af Derrick-þáttum er annars að frétta, að þeir
eru nú sýndir í 96 löndum. Spánn, Portúgal og
Svíþjóð eru einu Evrópulöndin, sem enn hafa ekki
fest kaup á þeim. Þegar hafa verið gerðir 162 þættir
og nýlega hófust upptökur á 40 þátta röð til
viðbótar, þannig að Wepper verður að minnsta
kosti 200 sinnum Klein, áður en yfir lýkur. Til
stenduraðeinn þessara nýju þátta gerist í Noregi.,
Wepper hugsar ekkert um að „taka Klein af lífi“
eins og það er orðað í þeim útvegi. - Hann er
fjármálaráðherra minn, hvort sem mér líkar betur
eða verr og þess vegna þarf hann að lifa sem lengst.
komnir heim
til Drammen!
Norsku piltarnir Morten Harket,
Magne Furuholmen og Pal Wa-
aktaar hafa gert garðinn frægan í
heimsreisu sinni og tónleikum í
Ástralíu, Japan, Bandaríkjunum
og Evrópu á síðastliðnu sumri og
fram á haust.
Þeir ferðuðust svo um Noreg og
héldu nokkra tónleika þar og var
vel fagnað, en í Drammen endaði
ferðin. Þar héldu þeir tónleika sem
gáfu yfir 6 millj. kr. (ísl.) í aðra
hönd, en þeir gáfu peningana til
góðgerðastarfsemi. Upphæðinni
var skipt milli Landssambandsins
gegn krabbameini, Amnesty Int-
ernational og til landgræðslustarfs.
„Drammen-konsertinn var góð-
ur endir á sigursælu hljómleika-
ferðalagi um heiminn," sögðu þeir
í a - ha .
Næst á dagskrá hjá strákunum
var að fara í rösklegan norskan
fjallatúr með skíði og bakpoka og
búa í fjallakofa nokkra daga. Slík
fjallaferð hafði verið draumur
þeirra þegar þeir voru kófsveittir
að spila og ferðast í heitum löndum
víðs vegar um heiminn.
Nýr Chaplin?
Eddie Murphy er nú 26 ára og eitt allra „heitasta" nafnið í
Hollywood. Kvikmynd hans „Beverly Hills Cop 11“ sópar saman
peningum og Eddie er á stöðugum ferðalögum unt heiminn hcnnar
vegna um þessar mundir. Um er að ræða tugmilljóna tekjur fyrir hann
sjálfan og hann hcfur síst á móti slíku. Hann segist meira að segja
stefna að því að verða nýr Chaplin.
Ég ætla að gera eins og Chaplin gcrði, segir Eddie. Hann skrifaði
handritin sjálfur, lék aðalhlutverkið, leikstýrði og framleiddi. Auðvit-
að rann því mest af ágóðanum til hans. Hvers vegna skyldi þeg ekki
líka tryggja mér stærstu sneiðina af kökunni? í þessum útvegi er margt
fólk, sem hefur maál öðrum gull, en þeg kæri mig ekki um að halda
því áfram.
Mikið af vinsældum sínum á Eddie það að þakka að hann hvorki
reykir né bragðar áfengi og hefur aldrei komið nálægt fíknilyfjum af
neinu tagi. Hann hfur einungis átt velgengni að fagna og lifir
samkvæmt því. Hann elskar dýra bíla og glæsifatnað og iðulega kaupir
hann sér föt fyrir tæpa milljón í einu, ef hann er í þannig skapi.
Ég nýt lífsins og sé ekkert athugavert við það, segir Eddie og hefur
þær áhyggjur einar að unnusta hans, Lisa Figueroa vill ekki flytja heim
til hans í risahúsið í New Jersey. Hún vill giftingarvottorð fyrst, en
Eddie hikar. Samt segja þeir sem vit hafa á, að allt bendi til að hann
muni láta undan og bráðlega hljómi brúðkaupsklukkur hinum nýja
Chaplin.
Patrica Burke (t.v.) seldi ensku
sunnudagsblaði „uppljóstranir“ og
endurminningar um samband sitt
við Morten í a - ha. Hún fékk góðan
pening fyrir, en Morten segir að
þetta sé meiri og minni vitleysa og
ekki svara vert, - enda heyrðist
ekki orð frá popparanum um málið
Hvar sem a - ha piltarnir fóru voru
Ijósmyndarar í kring um þá „Lítið
þið hingað..“ heyrðist úr öllum
áttum