Tíminn - 16.01.1988, Blaðsíða 2
Laugardagur 16. janúar 1988
2 Tíminn
Hitaveita Reykjavíkur
er stórgróðafyrirtæki
Hitaveita Reykjavíkur er stór-
gróðafyrirtæki enda mun hún standa
í mestu virkjunarframkvæmdum
sem fara fram á árinu 1988 og byggja
hringsólandi veitingahús á heita-
vatnstönkunum í Öskjuhlíð á sama
tíma, án þess að högg sjái á vatni.
f frumvarpi að fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar fyrir árið 1988
sem lagt var fram í borgarstjórn á
fimmtudaginn má sjá að heildartekj-
ur Hitaveitu Reykjavíkur eru áætl-
aðar rúmlega 1748 milljónir króna.
Beinn rekstrarkostnaður er hins veg-
ar aðeins 447 milljónir króna. Mis-
munurinn er því 1301 milljón króna.
Til framkvæmda við Nesjavalla-
veitu er áætlað að verja 987 milljón-
um króna á þessu ári. Þá verður 173
milljónum til veitt til að stækka
dreifikerfi. Gæluverkefni Hitaveit-
unnar, hringsólandi veitingahús á
Öskjuhlíð fær 125 milljónir króna,
en Hitaveitan áætlar að veitingahús-
ið verði tilbúið árið 1990 á sama tíma
og 1. áfanga Nesjavallavirkjunar
verður lokið. Má leiða líkur að hvar
reisugilli Nesjavallarvirkjunar verð-
ur haldið.
Hitaveitan greiðir 2% arð í borg-
arsjóð og nemur sú upphæð tæpum
127 milljónum króna. - HIVI
Guðmundur Bjarnason, ráðherra, Ágúst Þorsteinn, skátahöfðingi, og Ölafur Ólafsson, landlæknir, renna hér niður ískölu og svalandi kranavatni
öðrum til eftirbreytni. (Tíminn: Pjciur)
Kranavatnið ræðst gegn ropvatninu:
Vilja »selja“ ókeypis vöru
Neysla vatns, sem svaladrykks
hcfur minnkað mikið undanfarið,
en í staðinn hafa komið drykkir
misjafnir að gæðum og hollustu.
Er nú svo komið að mikið til er
hætt að líta á vatn sem svaladrykk
hérléndis en á sama tíma flytja
aðrar þjóðir það inn til drykkjar
m.a. frá fslandi. Af þessum sökum
er að hefjast herferð og í broddi
fylkingareru tannverndarráð, heil-
brigðisráðuneytið, landlæknisem-
bættið og skátahreyfingin.
Þessi fylking efast ekki um að
æskýringuna fyrir miklum vinsæld-
um ropvatns á kostnað kranavatns
sé að leita í auglýsingum og þess
vegna verður baráttan hafin á sama
vettvangi. M.ö.o. er verið að selja
ókeypis vöru.
„Vatn er vafalaust besti og holl-
asti svaladrykkur sem völ er á,“
sagði Guðmundur Bjarnason, heil-
brigðisráðherra. „Vatn er fyrirtaks
megrunarmeðal. Ég mæíi með
tveimur fullum glösum af vatni
fyrir hverja máltíð," sagði Ólafur
Ólafsson, landlæknir. Enn fremur
kom fram, sem rök fyrir því að fólk
fitni ekki af neyslu gosdrykkja, að
fitan kemur í stað annarrar. Nær-
ingargildi fæðunnar minnkar aftur
á móti.
Meðalgosneysla á hvern íslensk-
an einstakling er u.þ.b. ein gos-
flaska á dag. Til frekari áherslu á
gífurlega sykurneyslu samfara gos-
þambi lá sykurhrúga ein mikil á
miðju borði á blmfundi ráðuneytis
í gær til vitnis um það magn sem
sérhver innbyrðir með gosi í hverj-
um mánuði. Það jafngildir um 450
sykurmolum á mann.
Af þessu orsakast tannskemmd-
ir, eins og sannaðist á stríðsárun-
um, en þegar sykur hvarf úr búðar-
hillunum minnkuðu tannskemmdir
að sama skapi. Aukin vatnsneysla
minnkar drykkjuþörf og um leið
sykurneyslu. Allt ber þetta því að
sama brunni.
Skátar hafa tekið að sér undir-
búning og aðstoð við herferðina
miklu. Áletranir verða settar á
strætisvagna Reykjavíkur, veggs-
pjöldum verður dreift, þar sem
ungt fólk er á ferð^ræðslubæklingi
um mikilvægi og ágæti vatns verður
dreift til skóla og barmmerki eru
gefin með slagorðinu: H2Ö (Tært
og gott).
í tengslum við tannverndardag-
inn 5. febrúar nk. mun m.a. að-
stoðarfólk tannlækna fræða um
varnir gegn tannskemmdum í
nokkrum stórmörkuðum.
þj
Samþykkt Sambands-
stjórnar VSÍ:
Óðaverð-
bólgaeða
skynsemi
í samþykkt Sambandsstjórnar-
fundar Vinnuveitendasambands-
ins í gær, um horfur í efnhagsmái-
um á þessu ári og viðhorf í
samningamálum, segir m.a. að
menn standi frammi fyrir því að
þurfa að velja á milli óðaverð-
bólgu eða skynsamlegra sarnn-
inga og aðgerða í efnahagsmál-
um. Fram kemur sú skoðun VSÍ,
að mikil prósentuhækkun iauna
og stórfelldar gengisfellingar, sé
ávísun á mikla verðbólgu og þá
rýrnandi afkomu atvinnurekstrar
og almennings.
í lok sanrþykktar VSÍ segir að
framkvæmdastjóra og samninga-
ráði sé falið að ntiða undirbúning
samninga við horfur í efnahags-
málum nteð það að markmiði, að
verðbólga verði sem minnst og
kaupmáttur lægstu launa verði
varinn eins og efnahagslegar fors-
endur leyfa. óþh
Hreggviöur Jónsson, þing-
maöur, hjá Guinnes:
Á tindi
skjala-
bunkans
Lengsta þögn í þingræðu vakti
sannarlega athygli útgefenda Guinn-
es heimsmetabókarinnar í Lundún-
um. Þar sem nú stendur yfir endur-
skipulagning á starfsmannahaldi hjá
útgáfunni er fátt starfsfólk til að
sinna móttöku nýrra heimsmeta um
þessar mundir, svo sem mets Hregg-
viðar Jónssonar, þingmanns Borg-
araflokks, þegar hann þagði í 28
mínútur af þeim 34 mínútum sem
hann stóð í ræðustól í neðri deild
Alþingis. Beðið er liðsauka á næstu
dögum.
•Þrátt fyrir mannfæð hefur Hreg-
gviði verið skutlað fram fyrir langan
biðlista hinna og þessara heimsmeta,
sem minna er varið í, og er nú
„efstur á lista“, eins og starfstúlka
Guinnesbókarinnar í Lundúnum
orðaði það.
„Við hefjumst handa þegar eftir
helgi,“ sagði hún í samtali við Tím-
ann í gær og í löngu máli að slíkt mál
yrði ekki látið sofna. Það væri allt of
sérstakt til þess. þj
Stjómarandstaðan vegna flutnings ellimáladeildar:
Davíð biðjist afsökunar
Flutningur ellimáladeildar og
heimilishjálpar Félagsmálastofnun-
ar að Tjarnargötu 20 hefur orðið
tilefni harðra deilna í borgarráði og
borgarstjórn. Kröfðust borgarfull-
trúar stjórnarandstöðunnar að borg-
arstjóri bæðist opinberlega afsökun-
ar á bókun sinni í borgarráði.
Samkvæmt faglegri greinargerð
Baldurs Andréssonar arkitekts full-
nægir Tjarnagata 20 í engu þeini
þörfum sem húsnæði þarf að full-
nægja til að hreyl'ihamlaðirgeti kom-
ist um húsið, en stór hluti þeirra sem
eiga erindi við ellimáladeild er
hreyfihamlaður. Hefur Öryrkja-
bandalag íslands kært málsmeðferð
borgaryfirvalda í þessu máli til bygg-
ingarnefndar Reykjavíkurborgar.
Á fundi borgarráðs 12. janúar
lögðu fullrúar stjórnarandstöðunnar
fram tillögu sem miðaði að þvf að
borgarstjóri fyndi tafarlaust annað
húsnæði fyrir ellimáladeild og heim-
ilishjálp borgarinnar og að það hús-
næði myndi fullnægja kröfum um
aðgengi fyrir hreyfihamlaða.
Borgarstjóri tók þessa tillögu
óstinnt upp og óskaði bókað að hér
væri á ferðinni ómerkilegt pólitískt
uppþot sem væri stjórnarandstöð-
unni og þeim samtökum sem „mis-
notuð hafi verið til þessa upphlaups,
ekki til sóma“.
Á borgarstjórnarfundi á fimmtu-
dag urðu snarpar umræður um málið
og bókuðu borgarfulltrúar stjórnar-
andstöðunnar að viðbrögð borgar-
stjóra við slíkri tillögu væru í hæsta
máta undarleg í ljósi þess að almennt
sé réttur hreyfihamlaðra virtur í orði
kveðnu, þó mikið skorti á fram-
kvæmdir. Steininn taki þó úr þegar
borgarstjóri bóki að ótilgreind sam-
tök láti nota sig til pólitísks upp-
hlaups. Slík framkoma væri borgar-
stjóra ekki sæmandi og sé honum
skylt að rökstyðj a orð sín og tilgreina
hvaða samtök hann eigi við. Að
öðrum kosti hljóti borgarstjóri að
biðjast opinberlegrar afsökunar á
bókun sinni. -HM
Jónas Bjarnason, 92 ára, valt með „veltibílnum":
Vilja skrá hann
Síðastliðið sumar fengu Al-
mennar Tryggingar „veltibíl"
tryggingafélagsins Baltica í Dan-
mörku til afnota, til að brýna fyrir
fólki að nota bílbelti. Vegfarend-
um var boðin ferð með bílnunt,
sem snerist á hvolf heilan hring.
Veltibíllinn var mjög vinsæll og
byltust jafnt ungir sent aldnir og
sannfærðust um öryggi beltanna.
En nú þykir tryggingafélaginu
danska ekki fráleitt að meðan á
þessari kynningu stóð hér á landi
hafi vcrið slegið heimsmet sent
þætti boðlegt að færa í skrár Gu-
innes heimsmetabókarínnar.
Jónas Bjarnason, 92ja ára
gamall, er sá elsti sent hefur stigið
um borð í veltandi farartækið. Og
hann iét sér ekki duga að fara eina
ferð í hring. Hann fór aftur og
skaut mörgum vngri manninum rcf
fyrir rass.
Raunar kom það Baltica spánskt
fyrir sjónir hve margtfullorðið fólk
vildi reyna bílinn hér á landi ólíkt
því þegar öryggisbeltin voru kynnt
í Danmörku. Þar brast fullorðnu
fólki hugrekki.
Ritstjórn Balticablaðsins, fyrir-
tækjablaðs tryggingafélagsins
danska, mun tilkynna Guinnes urn
heimsntet Jónasar Bjarnasonar og
einnig um veltibílinn, sem hún
telur vera þá bifreið sem hvað
oftast hefur oltið með farþega, án
þess að slys hljótist af. þj