Tíminn - 16.01.1988, Side 20
20 Tímjnn
Laugardagur 16. janúar 1988
~~~ Flokksstart ..
DAGBÓK
Viötalsfundir þingmanna Framsóknarflokksins eru að hefjast og
veröa á eftirtöldum stööum:
3. Þorlákshöfn sunnudaginn 17. janúar kl. 21 í Kiwanishúsinu.
Norðurland vestra
Haildór Páll ' Stefán Elín
Ásgrimsson Pétursson Guðmundsson R. Líndal
Fundir:
Hvammstanga sunnudaginn 17. jan. kl. 15.30, Vertshúsinu
Sauðárkróki mánudaginn 18. jan. kl. 20.30 Framsóknarhúsinu
Siglufirði þriðjudaginn 19. jan. kl. 20.30 Hótel Höfn
Blönduós miðvikudaginn 20. jan. kl. 20.30 Snorrabúð
Viðtalstímar:
Skagaströnd miðvikudaginn 20. janúar kl. 15.00-17.00
Hofsós fimmtudaginn 21. janúar kl. 15.00-17.00
ATH. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra mætir á fundinn
á Siglufirði.
Þorrablót Framsóknarfélaganna verður haldið í Félagsheimili Kópa-
vogs, Fannborg 2, laugardaginn 23. janúar næst komandi og hefst
kl. 20.
Hin óviðjafnan lega hljómsveit Ludo sextett og Stefán leika fyrir
dansi. Nánari dagskrá auglýst síðar.
Framsóknarfólk fjölmennið og takið með ykkur gesti. Tryggið ykkur
miða tímanlega hjá Einari í síma 41590 eða 43420 og Ástu í síma
40229.
Verð aðgöngumiða er kr. 2000,-
Skemmtinefndin
Kópavogur
Kópavogur - Þorrablót
Almennur fundur um bæjarmálin verður haldinn þriðjudaginn 19.
janúar n.k. að Hamraborg 5, kl. 20.30.
Frummælendur: Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri
Skúli Sigurgrímsson, bæjarfulltrúi
Fundarstjóri: Bragi Árnason, prófessor
Mætum öll og hefjum kröftugt starf á nýju ári.
Framsóknarfélögin í Kópavogi
Norðurlandskjördæmi eystra
Viðtalsfundir þingmanna eru
að hefjast og verða á eftir-
töldum stöðum.
Tjarnarborg Ólafsfirði,
sunnudaginn 17. janúar kl.
16.00
f kaffistofu frystihússins á
Dalvík, sunnud. 17. jan. kl.
20.30.
vaigerður Guðmundur Hafnargötu 90 Akureyri
mánud. 18. jan. kl. 17.00
Hótel Húsavík þriðjudaginn 19. jan. kl. 20.30
Laugaborg Eyjafirði, miðvikud. 20. jan. kl. 20.30
Alþingismenn
Hljómsveitin EÐAHVAÐ
Jasstónleikar í Norræna húsinu
Jasshljómsveitin „EDAHVAD" held-
ur tónleika í Norræna húsinu sunnudag-
inn 17. janúar kl. 16.
Hljómsveitina skipa Kjartan Valdi-
marsson píanóleikari, Stefán S. Stefáns-
son saxafónleikari, Pétur Grétarsson
trommuleikari og Skúli Sverrisson bassa-
leikari, sem er í stuttri heimsókn frá
Boston en þar stundar hann nám í
bassaleik við tónlistarskólann Berklee
College. Hljómsveitarmeðlimirnir hafa
allir stundað nám við þann skóla og helga
sig að mestu jasstónlist.
Sveitarstjórnarmál
6. tbl. 1987 eru komin út. Aðalefni
blaðsins er um Aðalskipulag Reykjavíkur
1984-20004. En í blaðinu að öðru leyti fer
m.a. fram kynning sveitarfélaga og hefur
Hrísey orðið fyrir valinu að þessu sinni.
Ný húsakynni Bókasafns Dalvíkur eru
kynnt. Hálfrar aldar afmælis laganna um
alþýðutryggingar er minnst. 1. des. 1986
öðlaðist gildi nýr staðall um stærðir
bygginga og er farið nokkrum orðum um
hann. Þá er, auk margvíslegs annars
efnis, sagt frá fundum og ráðstefnum
tengdum sveitarfélögunum, en blaðið
Sveitarstjórnarmál er einmitt gefið út af
Sambandi íslenzkra sveitarfélaga. Rit-
stjóri er Unnar Stefánsson.
Frjáls verslun
8. tbl. 1987 er komin út og prýðir
forsíðuna Ólafur Laufdal, sem segir: „Ég
læt tilfinninguna fyrir markaðnum ráða“.
I blaðinu er fjallað um þennan ókrýnda
konung í íslensku skemmtanalífi en hann
hefur byggt veldi sitt ótrúlega hratt upp
eða á 10 árum. í blaðinu er líka fjallað
um þá tilhneigingu íslenskra innflutnings-
fyrirtækja og iðnfyrirtækja sem gætir í æ
ríkara mæli, að þau láta framleiða erlend-
is þær vörur sem þau setja á markað hér
á Islandi. Þá er talað við Sigurð Helgason
forstjóra Flugleiða um nýliðið ár og
stefnumörkun fyrir framtíðina. Fjallað er
um innréttingar skrifstofuhúsnæðis frá
ýmsum sjónarhornum og litið inn á
nokkrar sem eru öðru vísi en menn eiga
að venjast. Stór bálkur er um mannvirkja-
gerð og rætt þar við hagfræðing, verktaka
og fasteignaverðssérfræðing. Spurning-
unni um hvernig minnka megi áhættu á
erlendum fjármagnsmörkuðum er reynt
að svara. Margt fleira efni er í blaðinu
Frjáls verslun, sem gefið er út af Frjálsu
framtaki. Ritstjóri er Kjartan Stefánsson.
FREYR
Búnaðarblað
Síðasta blað Freys á árinu 1987, sem
var 83. árg. kom út rétt fyrir áramót.
Fremst er efnisyfirlit yfir ársefni blaðsins.
Þar er einnig sagt frá 40 ára afmæli
Búvísindadeildar á Hvanneyri, frá fjár-
ræktarbúinu á Hesti. Sagt er frá Kanada-
og Bandaríkja-ferð bænda 1987, og fréttir
eru frá framleiðsluráði og framkvæmd
búvörulaga og margt fleira er í blaðinu,
sem skreytt er mörgum myndum. Á
forsíðu er mynd af bænhúsinu á Núpsstað.
Eldri borgarar
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3.
Sunnudag kl. 14: Frjálst spil og tafl. Kl.
17: Skemmtidagskrá. Kl. 20: Dansað til
kl. 23.30.
ÚTIVIST
Sunnudagur 17. janúar kl. 13.00
Strandganga í landnámi Ingólfs 3. ferð
Fossvogur-Kársnes-Kópavogur-
Arnarnes-Gálgahraun
Fróðir menn um náttúrufar Kársness
(Borgarholtið) og sögu og örnefni Garða-
bæjar koma í gönguna og kynna það sem
fyrir augu ber. í lok ferðar er komið við
á Náttúrufræðistofu Kópavogs og skoðuð
nýuppsett sýning á lífríki Kársnesfjöru.
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að
bjóða íbúum þeirra sveitarfélaga sem
gengið er um að slást í för á sveitarfélags-
mörkum ef þeir vilja ekki vera með allan
tímann. Á sunnudaginn geta Kópavogs-
búar mætt við Fossvogslæk kl. 13.30 og
Garðbæingar vestan Kópavogslækjar kl.
15.00. Viðurkenning verður veitt fyrir
góða þátttöku í „Strandgöngunni" en
með henni er ætlunin að ganga frá
Reykjavík að Ölfusárósum í 22 ferðum.
Þetta er létt og hressandi ganga fyrir alla.
Brottför með rútu frá BSI, bensínsölu
kl. 13.00. Verð 300,- kr. frítt f. börn m.
fullorðnum.
Útivist, sími/símsvari: 14606. Ferðaá-
ætlun Útivistar er komin út.
Ferðafélag íslands
Dagsferð sunnudaginn 17. janúar:
Kl. 13 Stardalshnjúkur - Tröllafoss
Ekið verður að Stardal og gengið
þaðan á Stardalshnjúk (373 m). síðan
meðfram Leirvogsá að Tröllafossi. Bíll-
inn bíður við Skeggjastaði. Létt göngu-
ferð í fjölbreyttu umhverfi. Verð kr.
600.(1).
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir
börn í fylgd fullorðinna.
ATH.: Tillögur um lagabreytingar og i
stjórnarkjör, sem leggjast eiga fyriraðal-
fund skulu hafa borist stjórninni fyrir 1.
febrúar nk.
Fomleifasýning í
Þjóðminjasafni
Laugardaginn 16. jan. kl. 13.30 verður
opnuð sýning í forsal Þjóðminjasafns
Islands á ýmsum munum sem fundust við
fornleifarannsókn á Bessastöðum á síð-
astliðnu ári.
Hafnarfjarðarkirkja
Sunnudagaskóli kl. 10.30. Munið skóla-
bílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti
Helgi Bragason.
Séra Gunnþór lngason
Keflavíkurkirkja
Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabtl-
inn. Guðsþjónusta kl. 14.
Sóknarprestur
Jólahappdrætti
Framsóknarflokksins
Dregiö var í jólahappdrætti Framsóknarf lokksins 23. desember 1987.
Vinningsnúmer eru sem hér segir:
1. vinningur nr. 12654
2. vinningur nr. 21664
3. vinningur nr. 32368
4. -10. vinningur nr. 8205,19001,2016,20594,20127,32422,14631.
11.-20. vinningur nr. 698,3310,13830, 16541,22577,26681,35197,
36498, 39553, 38585.
Vinningsmiðum skal framvísaö á skrifstofu Framsóknarflokksins,
Nóatúni 21, Reykjavík. Allar nánari upplýsingar í síma 24480.
Ógreiddir miðar eru ógildir.
Happdrætti Framsóknarflokksins.
Framsóknarfélag Garðabæjar
Fundur verður haldinn aö Goöatúni 2, mánudaginn 18. janúar kl.
20.30.
Stjórnin
Hátíðarfundur
Kvenfélags Kópavogs
verður fimmtudaginn 21. janúar kl.
20.30 í Félagsheimilinu. Vinsamlega til-
kynnið þátttöku í síðasta lagi þriðjudag-
inn 19. janúar til stjórnar kvenna. Fjöl-
mennið og takið með ykkur gesti.
Þýskur listamaður á Mokka
Þessa dagana sýnir þýskur listamaður,
Christoph von Thungen olíumálverk á
Mokka.
Christoph von Thúngen kom hingað til
lands í fyrsta skipti sl. sumar og eru
málverkin sem hann sýnir á Mokka
máluð undir áhrifum af dvöl hans þá hér.
Áður hafði hann lengi haft áhuga á
Islandi. Upprunalega kviknaði þessi
áhugi á landinu út frá kynnum Christophs
af íslenskum hestum. Hann hefur haldið
einkasýningar og tekið þátt í samsýning-
um í heimalandi sínu frá 1974.
Sýningin á Mokka er fyrsta sýning
Christophs von ThÚngen utan Þýska-
lands og stendur hún til 1. febrúar.
KVENNAATHVARF
Húsaskjól er opið allan sólarhringinn
og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa
verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið
fyrir nauðgun.
Síminn er 21205 - opinn allan sólar-
hringinn.
Bjargarkaff i Óháða safnaðarins
Hið árlega Bjargarkaffi Kvenfélags
Óháða safnaðarins verður í félagsheimil-
inu Kirkjubæ eftir messu sunnudaginn
17. janúar.
BÆNAVIKA
Bænavika hefst í Reykjavík sunnudag-
inn 17. janúar með guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni kl. 11. Samkomur verða síðan
fjögur kvöld í röð frá miðvikudegi til
laugardags og hefjast allar kl. 20.30.
Miðvikudaginn 20. jan. verður sam-
koma í Maríukirkju í Breiðholti, fimmtu-
daginn 21. jan á Hjálpræðishernum,
föstudaginn 22. jan. í Aðventkirkjunni
og laugardaginn 23. jan. í Fíladelfíu.
Alþjóðlegu bænavikunni lýkur með guðs-
þjónustu í Langholtskirkju sunnudaginn
24. jan. kl. 14.
Samkomur bænavikunnar á Akureyri
hefjast með samkomu á Hjálpræðishern-
um mánudaginn 18. jan. kl. 20.30, og
verða allar kvöldsamkomurnar á þeim
tíma. Miðvikudaginn 20. jan. verður
samkoma í Kaþólsku kirkjunni, fimmtu-
daginn 21. jan. í Hvítasunnukirkjunni,
föstudaginn 22. jan. í Samkomusal
KFUM og K í Sunnuhlíð. Á laugardag
23. jan verður samkoma í Safnaðarsal
Aðventista í Sunnuhlíð kl. 17 ogbænavik-
unni lýkur með guðsþjónustum í Akur-
eyrarkirkju og Glerárkirkju sunnudaginn
24. jan.'kl. 14.
Yfirskrift bænavikunnar er „Fullkomin
elska rekur út óttann".
ÚTIVISTARFERÐIR
0UTD00R L1 FE TOURS
1988
IXéTAWtfé . TtA IJ
...iiiinmij.il.
góem.KMK
ÚTIVIST
GRÓFIÞWI1 -HEYKJAVfK
Ferðaáætlun Útivistar 1988
Ferðaáætlun Útivistar fyrir árið 1988 er
komin út með samtals 204 styttri og lengri
ferðum um ísland. Höfuðáhersla er lögð
á útiveru og gönguferðir við allra hæfi.
Styttri ferðir þ.e. dags- og kvöldferðir
eru 112 og er þar að ftnna nýjung sem
kallast ferðasyrpur. Viðamesta ferðasyrp-
an er Strandganga í landnámi Ingólfs þar
sem gengið verður frá Reykjavík og
strandlengjunni fylgt suður á Reykjanes
og síðan austur að Ölfusárósum í 22
ferðum. Aðrar ferðasyrpur í styttri ferð-
unum kallast Fjallahringurinn og Þing-
vallaþjóðleiðir.
Helgarferðir eru 72, bæði um byggðir
og óbyggðir pg eru flestar þeirra í
Þórsmörk, en Útivist á þar tvo gistiskála
í Básum. Helgarferðir eru einnig yfir
vetrarmánuðina.
Sumarleyfisferðir eru fleiri en áður eða
alls 20, frá fjögurra til níu daga langar.
Oft er hægt að tengja saman ferðir.
Margar nýjar sumarleyfisferðir eru á
áætlun.
Útivistarferðir eru öllum opnar en
félagsmenn greiða lægra fargjald í helgar-
og lengri ferðir.