Tíminn - 16.01.1988, Page 5

Tíminn - 16.01.1988, Page 5
Laugardagur 16. janúar 1988 Tíminn 5 Umbyltingar í útgerð og fiskvinnslu á Akranesi: FER OLÍS í ÚTG ERÐ VEGNA SKULDASFA? Umfangsmiklar breytingar á eignarhlutdeild og stjórnskipulagi Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunn- ar á Akranesi (SFA) verða ekki öllu lengur umflúnar ef bjarga á fyrirtækinu frá mjög erfíðri lausafj- árstöðu. Stærsti lánardrottinn er Olíuverslun Islands, Olís, en Olís er jafnframt hluthafi í SFA. Stjórn- armönnum SFA er illa við að aörir en rótfastir heimamenn hlutist til um reksturinn og svipaður tónn er í bæjarstjóra, en bæjarstjórn fer með umboð tæplega 24% eignar- hlutar í SFA. Vandi fyrirtækisins er stór og það kemur einnig við önnur fyrirtæki í útgerð og vinnslu á Akranesi vegna flókinnar eignar- aðildar þeirra á milli. Þá standa viðræður yfír um það hvernig skipta megi upp Krossvík hf. og þar með togurunum tveimur, Krossvík og Höfðavík, en skipti þessi eru að kröfu Landsbankans á Akranesi. Þegar Tíminn ræddi við bæjar- stjórann, Gísla Gíslason, kom í Ijós að nokkur andstaða er ríkjandi gegn því að Olís fái aukinn eign- arhlut sem greiðslu upp í skuldir sínar. Sagði hann að hlutur bæjar- sjóðs og hafnarstjórnar í SFA væri til sölu, en tók fram að hann væri ekki til sölu hverjum sem er. Hlutirnir í SFA hafa reyndar ekki verið auglýstir til sölu og engin formleg tilboð hafa heldur borist. Bærinn selur Sú ákvörðun bæjarstjórnar að selja hluta sína í SFA er ekki alveg ný af nálinni. Á síðasta ári var ákveðið að bæjarstjórnin beitti sér fyrir því að selja eignarhluta sína í fjórum fyrirtækjum á Akranesi. Þessi fyrirtæki eru Krossvík hf., Verkfræði- og teiknistofan sf., SFA hf. og Vélsmiðjan hf., sem er hluti af SFA. Hlutur bæjarins í Krossvík og Verkfræði- og teikni- stofunni er þegar seldur en málin eru óafgreidd varðandi hin síðar- nefndu. Flóknir eignarhlutar Það sem einkum hefur tafið fyrir solu þessara fyrirtækja, sem eru að auki þetta skyld, er rakið til flókinnar eignarhlutdeiidar við önnur fyrirtæki á Akranesi. SFA á Heimaskaga hf. en Heimaskagi á 33% hlut í Krossvík á móti Hafern- inum hf. (33%) og Haraldi Böðv- arssyni hf.(33%), sem er útgerðar og fiskvinnslufyrirtæki. Til þess að sýna enn frekar tengsl þessara fyrirtækja er rétt að geta þess að Haraldur Böðvarsson hf. á um 30% af hlutafé Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar og er því stærsti einstaki hluthafi SFA. Málefni Hafarnarins hafa verið lítillega til umfjöllunar í santbandi við nýlega sölu á því fyrirtæki, og síðar er þau kaup gengu til baka. Krossvík skipt upp Það sem nú virðist vera að gerast í stórum dráttum er það að verið er að leggja niður Krossvík sem hlutafélag. Eigendurnir þrír hafa rætt um að fara þá leið að togurum Krossvíkur, Krossvík og Höfða- vík, verði skipt þannig að Haförn- inn eignist annan en Heimaskagi hinn. Þessi skipting er þó ekki staðfest enda málið á viðræðustigi. Hins vegar hefur fengist staðfest að það mun hafa verið að kröfu Landsbankans á Akranesi að Krossvíkurfélaginu verður skipt upp. Hlutur H.B. Að sögn Haraldar Sturlaugsson- ar, framkvæmdastjóra Haraldar Böðvarssonar hf. og aðaleiganda, hefur hann ákveðið að draga fyrir- tæki sitt út úr rekstri þessara togara og einbeita sér að rekstri eigin togara, skipa og báta. Lagði hann áherslu á að ráðstafanir þessar væru nú á döfinni til að einfalda og styrkja útgerð á Akranesi, enda væri staða fyrirtækjanna ekki með besta móti. Þeir vildu leggja sitt af mörkum til að bæta rekstrarskil- yrði í stað þess að láta við það eitt sitja að hrópa eftir aðstoð til ríkis- sjóða. Hvernig Olís kæmi inn Tíminn hefur auk þessa heimild- ir fyrir því að Olís komi til með að blandast frekar en orðið er inn í eignarhlutauppstokkunina á Skaganum. Ólís á þegar um 13% í SFA og mun því verða einn af stórum eigendum í öðrum Kross- víkurtogaranum eftir væntanlega uppstokkun á Krossvík hf. Þegar haft var samband við Jón Atla Kristjánsson forstjóra Olís og bor- ið undir hann málið, sagði hann að Olís ætti mikið af útistandandi skuldum hjá SFA og Krossvík og þeir hefðu mikinn áhuga á að tryggja sig með greiðslum á ein- hvern hátt. Sagði hann að viðræður hafi átt sér stað milli stjórnar SFA og Olís um hugsanlegar leiðir. Ein þeirra leiða gæti verið sú að Olís fengi aukinn eignarhlut í SFA og með því yrði tryggt að Olís fengi mann í stjórn fyrirtækisins. Það sent máli skipti væri að þessi mikil- vægu fyrirtæki gætu gengið áfram og íhlutun þeirra væri eingöngu í þeim anda. Sagði hann þó að hugmyndum þeirra hafi ekki verið of vel tekið af hálfu stjórnarinnar, en málin væru til umræðu. Ekki er Ijóst hvort Olís kaupir, á þessuni forsendum, cignarhluti bæjarins cða cignarhlut Haraldar Böðvarssonar hf. sem er stærri, í SFA. Miðað við þær yfirlýsingar Haraldar Sturlaugssonar að hann vilji draga sig út úr SFA eins og rekstri Krossvíkur, þýðir þaö þó ekki endilega að Olís fái að kaupa í fyrstu lotu. Núvcrandi hluthafar í SFA eiga forkaupsrétt og ef bæjar- sjóður nýtir ckki sinn rctt er Ijóst að staða Olís verður mun sterkari. Um verulcga stefnubrcytingu yrði að ræða cf bæjarsjóður keypti hluta H.B. í SFA, miðað við samþykktir bæjarstjórnar frá síð- asta ári. KB Ferðamálastjóri um deilu við Flókdæling: Brúsholtslækur ætíð verið þarna Birgir Þorgilsson, ferðamála- stjóri, segir það rangt hjá Þóri Jóns- syni, oddvita, sem haft er eftir honum um deilu um landamerki Brúsholts og Skóga í Tímagrein í gær, að seljandinn að Skógum sé látinn og sonur hans hafi vitnað um, að kaupsamningurinn sé rangur. Birgir segir eigendur Skóga hafa keypt jörðina af syninum, sem áður hafði keypt hana af rosknum föður sínum, en brugðið búi og flust fram í Reykholt. Kaupsamningurinn er því gerður við soninn, Guðmund Þórðarson, og jarðarkaup Birgis, Matthíasar Á. Matthiesens og Birgis Jóhannssonar farið fram eftir að Skall fram í framrúðuna og braut hana: Einn fluttur á slysadeild Allharður árekstur varð um eittleytið í gær á mótum Kringlu- mýrarbrautar og Suðurlands- brautar. Þetta er orðinn afar algengur slysastaður, að sögn lög- reglu, m.a. vegna þess að öku- menn hlíta ekki reglum um um- ferðarljós. Ekki tókst í gær að fá upplýs- ingar um hvað olli árekstri þess- ara tveggja bifreiða. Ökumaður Forð bifreiðarinnar, sem er fram- ar á myndinni, skall fram í fram- rúðuna, sem brotnaði. Hann slas- aðist á höfði og var fluttur á slysadeild Borgarspítalans til að láta gera að sárunum. þj Skógar voru farnir í eyði. Faðir Guðmundar er nú látinn og þykir Birgi Þorgilssyni líklegt að af þvf hafi spunnist misskilningurinn. Það sé þess vegna ekkert tortryggilegt við samninginn. „Hins vegar erum við með sam- hljóða yfirlýsingar, fyrir utan afsalið, frá þessum föður mannsins sem seldi okkur og sjálfum seljanda um hvað ráði landamerkjum. Það er þessi svokallaði Brúsholtslækur," sagði ferðamálastjóri. „Ég get náttúrlega ekkert sagt um hvort þessi lækur hafi breytt um farveg í áranna rás. Það veit sjálfsagt enginn sem nú lifir. Ég hef ekki hitt neinn sem hefur séð lækinn renna annars staðar, en þar sem hann rennur í dag. Þetta er, lækur, sem kemur úr vatni sem heitir Bláfellsvatn og rennur í suðurátt og, s.s. segir í landamæralýsingu og afsali, „kemur útsuður í Flóka- dalsá“. Samkvæmt orðabókum þýðir útsuður suðvestur og það er ná- kvæmlega stefnan sem hann rennur." Deila þessi hófst snemma sumars í fyrra, þegar farið var fram á að gerð yrði ný arðskrá yfir laxveiði í Flókadalsá. Krafan sú barst frá þriðja aðila, sem er utan þessarar sögu að öðru leyti. Það er svo þegar mælingar fyrir nýrri arðskrá hefjast að eigendur Skóga verða þess varir að mælingamaður miðar við annað, en stóð í skjölum þeim, sem fylgdu kaupunum á jörðinni. Birgir sagði enn fremur ekki rétt að rniðað sé við brúarstólpann, svo sem haldið var fram í fyrstu Tíma- frétt um deiluna. heldur rennur lækurinn í ána við hina nýju brú yfir Flókadalsá. Aftur á móti er um sama stað að ræða. þj Tölvuháskóli Verslunarskóla ís- lands var settur í gær við hátíðlega athöfn í skólanum afskólastjóranum Þorvarði Elíassyni. f hátíðarræðu, sem Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, flutti við þetta tækifæri kom fram að í undirbúningi er frumvarp að lögum um nám á háskólastigi og er það m.a. í mótun í sérstakri samstarfsnefnd skóla með nám á háskólastigi. V.í. er sjötti skólinn hérlendis sem býður upp á nám á háskólastigi, en hinir eru, auk Háskóla íslands, Kennaraháskólinn, Háskólinn á Akureyri, Samvinnu- skólinn og kennaradeild Myndlista- og handíðskólans. Meðal þeirra sem voru viðstaddir, voru forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, rektorHáskóla íslands, Sig- mundur Guðbjarnason, Sverrir Her- mannsson, fyrrverandi menntamála- ráðherra, kennarar, nemendur og gestir. Ástæða þess að V.í. hefur ákveðið að beina kröftum sínum að aukinni tölvufræðslu, er að sögn Þorvarðar Elíassonar einkum tvíþætt. Fyrst væri á það að líta að mikil þörf er fyrir tölvumenntað fólk, sem getur skipulagt og annast uppbyggingu og hagnýtingu þess mikla fjölda tölva sem fyrirtæki hafa verið að kaupa og eru að kaupa. í öðru lagi hafi uppbygging tölvudeildar V.I. verið svo hröð og náð svo góðum árangri, bæði hvað snertir vélbúnað og árang- ur í kennslu. Að loknu þriggja missera námi útskrifast menn sem kerfisfræðingar. Kennslustjóri TVÍ var ráðinn Nicolas J.G. Hall, MA í eðlisfræði frá Oxford og MSc í eðlisfræði fastra efna frá Manitoba. Hann hefur unn- ið sem kerfisfræðingur hér á landi síðan 1976. Hann mun kenna forrita- hönnun. Gunnar Sigurðsson, kerf- isfræðingur frá EDB skólanum í Kaupmannahöfn, mun kenna al- menna tölvufræði. Stefán Hrafnkels- son, rafmagns- og tölvunarfræðingur frá H.í. og MSc í tölvuverkfræði frá Washington, mun kenna stýrikerfi. Helga Sigurjónsdóttir, kerfisfr. frá EDB. mun kenna almenna kerfis- fræði. Freyr Þórarinsson, doktor í jarðeðlisfræði, mun kenna forritun í Paskal. KB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.