Tíminn - 16.01.1988, Side 23
Laugardagur 16. janúar 1988
Tíminn 23
Cybill Shepherd
losar sig við 10 kíló á tveimur mán.
V/ybill Shepherd sem kosin hefur verið kynþokkafyllsta
kona Ameríku, jafnvel meðan hún gekk með tvíbura, berst
nú við þau kíló sem hún bætti á sig við meðgönguna. Það
er ekki seinna vænna fyrir hana, því nú í janúar verður hún
að vera komin í gott form áður en vinna hennar við upptökur
á Hasarleik (Moonlighting) hefjast, sem þeir afrugluðu
þekkja væntanlega, en sá þáttur hefur verið sýndur reglulega
á Stöð 2.
Þessi glæsilega leikkona fæddi
tvíburana sína í október. Eftir að
hún varð léttari af börnunum sátu
samt um 25 kíló eftir á hennar
fagra líkama. Takmarkið hjá henni
er að ná sér niður í 52 kíló og hefur
henni þegar tekist að koma sér í 60
kíló á mjög skömmum tíma. Um-
boðsmaður hennar segir að
skammt sé í að þau níu sem eftir
eru hverfi.
Cybill er sannfærð um að góður
megrunarkúr og reglulegar æfingar
séu lykillinn að hversu vel hafi
gengið.
- Fólk sér mig í sjónvarpi reglu-
lega og ég hef ánægju af að hafa þá
jákvæðu hugsun að ég sé ímynd
konu sem á börn, vinnur úti og er
orðin 37 ára, segir Cybill sem gift
er chiropractornum dr. Bruce
Oppenheim.
- Ég vil líka sýna konum sem
hafa átt börn að þær geti áfram
verið fallegar og kynþokkafullar.
Ég minnist mæðranna í nágrenninu
þegar ég var barn. Flestar voru þær
feitar og flumbrulegar og fengu
móðurlegt yfirbragð, ef ég á segja
eins og er, segir Cybill. Og áfram
heldur Cybill: í þá daga var tíðar-
andinn sá að þær áttu bara að vera
þannig; þótti ekki viðeigandi að
vera kynþokkafullur og líta vel út.
Guð sé lof að þeir tímar eru liðnir,
segir Cybill.
- Ef ég kemst í það form sem ég
var fyrir meðgöngu eins fljótt og ég
vænti, þá get ég sýnt og sannað
fyrir öllum konum að með því að
vera móðir og eiginkona þarf kyn-
þokkinn ekki að tapast. Öll þekkj-
um við líka útlitið sem barnshaf-
andi kona hefur; Ijómann og
hreystina sem skín frá henni. Það
á sínar skýringar líka, því það sem
barnshafandi kona þarf að gera
fyrir sjálfa sig er að hugsa um
útlitið og líkamann. Líkamsæfing-
ar og heilbrigt líferni fær konuna
til að finna til vellíðunar og það
skín af henni lífsgleðin.
Til að ná af sér maganum gerir
Cybill æfingar daglega, þessar sem
allir þekkja að liggja á bakinu og
reisa sig upp. Að minnsta kosti
fimmtíu sinnum á hverjum morgni
auk þess sem hún gerir æfingar
fyrir mjaðmir og brjóst. Hún fylgir
einnig sérstöku mataræði og lætur
ekkert ofan í sig nema kaloríu-
snauða fæðu.
Morgunverður hennar saman-
stendur af tveimur harðsoðnum
eggjum, hálfri ristaðri brauðsneið
og glasi af undanrennu. í hádeginu
borðar hún salat með kotasælu og
nokkrum rækjum eða túnfiski. í
eftirrétt er síðan pera eða epli.
Kvöldverðurinn hennar Cybill
er líka kaloríusnauður, smábiti af
grilluðu kjöti smávegis af broccoli,
baunum og brúnum hrísgrjónum.
Stundum kýs hún fisk í stað kjöts
og með þessu drekkur hún
hitaeiningasnauða drykki. Biti á
milli mála er gjörsamlega forboð-
inn, en þess í stað drekkur hún
mikið af sódavatni.
Cybill segir að ef hún sé svöng á
kvöldin, en það sé hún nú reyndar
oftast, þá fái hún sér eitt epli.
- Þetta er nú allur galdurinn,
það þarf ekki meira til að ná af sér
25 kílóum á skömmum tíma, það
gengur allt upp hjá mér og í
endaðan janúar verð ég komin í
það form sem ég þarf til að byrja
að leika aftur, segir Cybill.
Cybill bætti á sig yfir tuttugu
kílóum meðan hún gekk með tví-
burana sína.
Fyrir meðgöngu. Cybill er ákveðin
í að líta svona út aftur, og ekki
seinna en í endaðan janúar.
ítali
- Ég dái mömmu fremur fyrir
greind hennar en fegurð, heldur
Isabella áfram. - Mér gremst
óskaplega að vera borin saman
við hana. Það virðist enginn geta
horft á mig án þess. Það á eftir
að íþyngja mér alla ævi að vera
dóttir Ingrid Bergman.
Isabella hefur þó ekki fengið
ýkja góða gagnrýni fyrir
kvikmyndaleik sinn og einhvers
staðar var skrifað, að hefði
Ingrid séð myndina „Blue
Velvet“ hefði hún snúið sér við
í gröfinni. Isabella bendir á að
móðir hennar hafi leikið í yfir 50
myndum og kunnað allt, en hún
sjálf bara í þremur ennþá og sé
byrjandi.
Hún segir að það sé
bókstaflega sársaukafullt fyrir
sig að sjá myndir, sem móðir
hennar iék í, ekki aðeins að
horfa á hana, heldur sé enn
verra að heyrarödd hennar.
- Égmunalltafsaknamömmu
og pabba, segir hún að lokum.
- Þau voru tvær einstakar
manneskjur, snillingar sem
þurftu að þjást mikið, bæði fyrir
listina og ástina.
Hneykslið sem skók Hollywood.
Fyrirmyndareiginkonan Ingrid
Bergman yfirgaf mann sinn og
llutti inn til ítalska kvikmynda-
leikstjórans Rossellini. Ekki batn-
aði það, þegar hún varð ófrísk, án
þess að vera lögskilin.
Isabella er
\/ iðhéráFrónisjáumlsabellu
Rossellini alloft, þó allir viti ekki
af því. Hún kemur nefnilega fram
í nokkuð algengri
snyrtivöruauglýsingu í
sjónvarpinu og sýnist tala
íslensku. En stulkan er ítölsk,
það segir hún að minnsta kosti
sjálf, þó móðir hennar hafi verið
sænsk, nefnilega Ingrid
Bergman.
- Ég held að ég hafi tekið að
erfðum skaplyndi pabba og
utgeislun mömmu, segir hún
líka. Isabella er talin ein af
fegurstu konum heims, en þeir
sem vita segja að sáralítið sé að
marka að sjá hana á myndum,
þær sýni ekki nema brot af
manneskjunni. Líklega vantar
þá útgeisiunina sem sagt er að
fylgi mikium persónuleika.
Skyidu þá þær manneskjur, sem
myndast vel, vera að mestu
sneyddar persónuleika? En það
er önnur saga. Isabella vill tala
um föður sinn, segir að hann
hafi að mestu gleymst, fallið í
skugga Ingrid.
- Pabbi hafði sáralítinn áhuga
á kvikmyndum. Hann var allur í
vísindum og stjörnuspeki. Oft
sagði hann, að það sem
listamenn væru að fást við, hver
á sínu sviði, kæmist aldrei í
hálfkvisti við það sem gerðist í
alheiminum. Hann þráði að
öðlast fullkominn skilning á
lífinu, frá því minnsta til hins
stærsta.
Isabella Rossellini býr ásamt eigin-
manni og 3ja ára dóttur í Green-
wich Village í New York.
Pabbi sætti mikilli gagnrýni,
meðan hann lifði, og tók hana
nærri sér. En hann var
brautryðjandi á sínu sviði og nú
orðið er hann viðurkenndur
snillingur. Ég dáði pabba og er
jafn fróðleiksþyrst og hann. Auk
þess er ég iík honum að
skapferli og dökk eins og hann.
Raunar elskaði Isabella líka
og dáði móður sína og hún er sú
eina af fjórum börnum hennar,
sem fengið hefur í arf hina
margfrægu útgeislun Ingrid sem
kunnugir sögðu töfrum líkasta.
Þrátt fyrir dökk augu og hár, er
hún afar lík Ingrid í útliti og
glæsilegar hreyfingarnar eru
nær eins.