Tíminn - 16.01.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.01.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. janúar 1988 Tíminn 9 LAUGARDAGURINN 16. JANUAR 1988 eins bankaráðsmannsins, sem með afstöðu sinni var búinn að veita Alþýðubandalaginu odda- aðstöðu um ráðningu banka- stjóra: „Ég held að fólk sjái núna nokkuð í gegnum málið og hvað þarna hefur verið að gerast. Þorsteinn Pálsson hefur nú sjálfdæmi í málinu.“ Petta er einhver misskilningur. Þor- steinn Pálsson hefur verið óvenju hægfara í þessu ráðning- armáli, og tók raunar ekki af skarið fyrr en „hans menn“ í bankaráðinu voru búnir að klúðra ráðningarmálinu svo rosalega, að Lúðvík Jósepsson var farinn að tala um Geir Gunnarsson sem bankastjóra. Þá gleymir framkvæmdastjóri fjármálasviðs að geta þess, að hann hefur verið skjólstæðingur Jónasar Haralz í þessu máli. Þaðan er allur vandi þess runninn, þótt ekki sé vitað til þess að Jónas Haralz hafi setið í bankastjórastól með vald þings eða flokks í höndunum. Stórbisness í fiski Miklar sögur berast nú af hásetahlut, og mun rétt vera að þeir sem vinna á togurum hafi um tvær milljónir króna á ári. Eru þá ékki talin afbrigðin, sem eru frystitogarar. Þá munu þess gerast dæmi að afli sem fer á yfir hundrað krónur kílóið upp úr togara erlendis seljist hér lieima á um tuttugu krónur. Á móti kemur að þeir togarar sem sigla búa við skertan kvóta. Þótt dæmi séu um þennan gífurlega verðmun virðist hann ekki koma fram í góðum rekstri fiskvinnslu- stöðva ef tekið er mið af launum fiskvinnslufólks. Miklir fjár- munir útgerðar fara nú í endur- bætur á eldri skipum og lagfær- ingar á þeim. Eftir að tregðaðist um kaup á nýjum skipum, virðist fjármagninu beint í endurbætur. Þær fjárhæðir sem til þessa eru notaðar skipta hundruðum mill- jóna á ári. Um ástæðurnar skal ekki sagt að sinni, en þær munu vera af líkum rótum runnar og hin miklu skipakaup áður fyrr. Eitthvað virðist þurfa að gera við gróðann svo hann verði ekki skattlagður. Að hinu leytinu væri ekki óvitlaust að hugleiða hvort ekki væri þarfara að nota þetta mikla fjármagn, sem virð- ist falla til árlega, í greiðslur á auðlindaskatti, sem með einum eða öðrum hætti gæti orðið fisk- vinnslufólki til góðs. Það er mikill munur á því að hafa um tvær milljónir króna í tekjur á ári og búa við launin í fiskvinnsl- unni. En öll er þessi vinna innan sömu greinar. Sú útgerð sem aflar upp á hlut tveggja milljóna handa einstaklingi á ársgrund- velli hlýtur að hafa töluverðan afgang. Gott er að sjómönnum skuli greidd svona laun. En innan sömu atvinnugreinar er munurinn alltof mikill, eyðslan í endurbætur alltof há hverjar sem ástæðurnar eru, og þess vegna er full ástæða til að ætla, að innan sömu atvinnugreinar mætti jafna eitthvað út þessum hlutum og þá með auðlinda- skatti finnist ekki aðrar leiðir. Tónlistarhátíðinni í Háskólabíó var sjónvarpað svona til að sýna að allir legðust nú á eitt í málinu. Búist var við að hin æðri tónlist skipaði veglegan sess á þessari hátíð vegna þess að ekki þarf að byggja hallir yfir dægur- flugur. Hins vegar kom á daginn, að Sinfóníuhljómsveit íslands, sem er ein af undirstöð- um sjálfstæðisbaráttu okkar, söngur, bæði kóra og einstakl- inga og alvöruverk í tónlist, sem ætlað er að lifi lengur en daginn, fyrirfundust í allra smæsta mæli á dagskránni. Aftur á móti komu til sögu jassistar og popparar, og voru næstum allan tímann á sviðinu, eins og til að undir- strika, að það væri verið að byggja tónlistarhöll yfir þá. Þetta kom nokkuð á óvart. En skýringin er sú að hinar raun- verulegu tónlistarhetjur eru Að ráða stól sínum Nokkuð stormasamt hefur verið í bankamálum undanfarið. Fyrst kom Útvegsbankamálið til sögu og er ekki lokið, og er hér átt við kaup Sambandsmanna á bankanum. En síðan á haust- dögum hefur átt sér stað minni- háttar styrjöld í Landsbankan- um út af bankastjórastóli Jónas- ar Haralz, sem hann virðist hafa álitið að hann hefði til ábúðar út yfir gröf og dauða. Á sínum tíma óskaði Gunnar Thor- oddsen eftir að verða banka- stjóri við Landsbankann, en við það var ekki komandi. Var Jón- as Haralz ráðinn í staðinn, en hann hafði verið efnahagsráðu- nautur viðreisnarstjórnar um tíma. Sjálfstæðismenn undruð- ust nokkuð þessa ráðningu á Jónasi, og töldu sumir að hann væri ekki í flokknum. Þrátt fyrir slíkar mótbárur var Jónas gerð- ur að bankastjóra og sinnti því starfi af alúð og visku. Nú er það svo með ríkisbanka, að Alþingi ræður í raun og veru hverjir eru ráðnir bankastjórar. Þar eru bankaráð kosin með fulltrúa flokka og ekki annað vitað en flokkar sem eiga fulltrúa í bankaráði hafi mest um það að segja hverjir verða bankastjór- ar. Flokkar ráða þessum stólum vegna þess að um ríkisbanka er að ræða, og afskipti þeirra af ráðningu bankastjóra er hluti af stærri mynd í stjórn efnahags- mála. En einhversstaðar hefur hinum skýra manni, Jónasi Har- alz skotist, vegna þess að deilur um ráðningu bankastjóra við Landsbankann eru einvörðungu frá honum runnar, og stafa af því, að hann tók upp á sitt eindæmi að fara að ráskast með þann stól, sem hann var að standa upp úr, og vildi ráða því hver í hann settist. Á daginn kom að Jónas Haralz hafði ekki framtíðarábúð á stól sínum, en með fyrirtekt sinni hefur hann valdið Sjálfstæðisflokknum erf- iðleikum, þeim flokki, sem upp- haflega var talið að hann fylgdi ekki. Auðvitað hlaut vald Al- þingis, eins og það kemur fram í skipan bankaráðs að ráða úr- slitum í þessu máli. Þau birtust m.a. í afsagnarbréfi eins stuðn- ingsmanna Jónasar Haralz í bankaráði. Er vonandi að Jónas kveðji nú stól sinn í friði og valdi vinum sínum í Landsbankanum ekki meiri erfiðleikum. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbankans, og kandídat Jónasar Haralz í bankastjórastól lætur hafa eftir sér í DV á þriðjudag eftir afsögn orðnar þreyttar og leíta því bandalags við hinn „breiða fjölda“, sem er enginn fjöldi og árangurinn verður sá, að þeir sem virða tónlist einhvers og vildu kannski gefa stól, verða úr þessu að fá sig fullvissaða um að tónlistarhöllin verði ekki jass- búla. Þannig verkar hið nýja tímatal í framkvæmd. Það varðar kannski engan um sígilda tónlist þegar á allt er litið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.