Tíminn - 16.01.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.01.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. janúar 1988 Tíminn 7 Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins. það sem reglulegur hagnaður er af, því að þær eru skattlausar. Stimpil- gjöld eru breytileg eftir því hvar bréfin eru gefin út. Þetta þarf að samræma. Ég tel að með opinberum aðgerðum eigi að lækka vexti. Þó geri ég mér fulla grein fyrir því að það er mjög erfitt mál. En ég teldi það mikinn ávinning fyrir ríkis- stjórnina í svokölluðu matarskatts- stríði, ef hægt væri að sýna fram á möguleikann á lækkun vaxta. Staða atvinnuveganna Það þarf að huga vandlega að stöðu atvinnuveganna. Ég fékk ný- lega í hendur yfirlit yfir stöðu frysti- húss út á landi. Staða þess var vel viðunandi fram á mitt síðasta ár. En eftir það hrynur afkoman niður og frystihúsið er nú rekið með umtals- verðu tapi. Fjármagnskostnaður þess hefur hækkað úr 7,3% af velt- unni í 11,5%. Þetta er ískyggilegt og kom mér satt að segja nokkuð á óvart, því að sjávarútvegurinn hefur lán í erlendum gjaldeyri, gengi hefur verið haldið föstu og vextir erlendis hafa verið lægri. Minnkandi þjóðartekjur Nú má segja að við alit þetta væri ekki erfitt að ráða, ef hér væru vaxandi þjóðartekjur. Ný þjóðhags- spá er ekki komin, en VSÍ hefur gert spá, eflaust af bestu samvisku, þótt þar megi finna þætti sem menn eru ekki sammála um. Þjóðhagsstofnun hefur þó gefið til kynna að þjóðar- tekjur muni dragast saman. Skýring- ar á því eru gefnar þær helstar að verðlækkun verði á útflutningsmörk- uðum okkar erlendis. Verð hefur lækkað á t.d. hörpudisk, og verð er byrjað að lækka á mörkuðum okkar f Bandaríkjunum. Það er og fyrir- séður samdráttur í botnfiskafla, sem getur þýtt um 2-3 milljarða króna samdrátt. Abyrgð stjórnualda Spurningin er þá hvað eigi að gera? Ég veit að þeir eru til í þjóðfélaginu, sem segja að ekkert eigi að gera. Og þeir hugsa þannig að þá muni mörg fyrirtæki velta, enda eigi þau ekki annað skilið vegna rangra fjárfestinga. Ég tek undir það að illa rekið fyrirtæki eigi að fara á hausinn. En einungis á heilbrigðum fjármagnsmarkaði. En á meðan svo er ekki, bera stjórnvöld verulega ábyrgð á gjaldþroti fyrir- tækja. Samráð án tafar Það eru áreiðanlega verkföll fram- undan. Menn munu reyna að verja sín kjör. Og út af fyrir sig lái ég engum það. Það verður að setjast niður og ræða við verkalýðshreyfing- una og atvinnurekendur. Ég er ekki að segja að það hafi átt að gerast í gær eða dag, en ég tel að komið sé að því að það þurfi að gerast. Nú er meiri nauðsyn á samráði við verka- lýðshreyfinguna en nokkru sinni áður. Af viðtölum mínum við for- svarsmenn verkalýðshreyfingarinn- ar má ráða að þeir vilja ræða hlutina. Á þetta vil ég láta reyna. Verður að fresta framkvæmdum Það verður að draga úr fjárfesting- um og draga þannig úr þenslu. Ég tel skynsamlegt að kalla á fulltrúa sveit- arfélaga, þar sem þensla er mikil, og ræða við þá í fullri alvöru um hvort jjkki megi fresta einhverjum fjárfest- ingum. Þurfum við að fara strax í ^yggingu ráðhúss í Reykjavík? Er þörf á því að byggja veitingastað sem snýst, ofan á hitavatnsgeymum í öskjuhlíð? Af hverju þarf Lands- virkjun að byggja yfir sig skrifstofu- húsnæði nú? Ég er viss um að með skynsamlegum viðræðum er hægt að fá ýmsum framkvæmdum frestað. Söluskattinn verður að endurgreiða Ég tel að hallalaus fjárlög, og þau lánsfjárlög sem nú hafa verið samþykkt, séu mikilvægt skref í efnahagsmálum. En það kann að vera betra að hafa einhvern halla á fjárlögum, en að hafa halla á at- vinnulífinu öllu. Og ég er þeirrar skoðunar að eigi að endurgreiða söluskatt til útflutningsatvinnugrein- anna. Um þetta urðu deilur á síðasta ári. Þá var ákveðið að frysta hann til að draga úr þenslunni. Staða frysti- iðnaðarins er nú hinsvegar orðin svo erfið að það er ekkert um annað að ræða en að endurgreiða söluskattinn að fullu. Hann gæti þýtt um 1,5-2% fyrir afkomuna á þessu ári. Það á að mínu mati að athuga með breytingu á sköttum yfir í tekju- bundna skatta. Þetta gæti þýtt eitt- hvað tekjutap fyrir ríkissjóð, en það gæti unnist upp þegar fyrirtækin væru komin á réttan kjöl. Og ég hygg að vegna horfa í efnahagsmál- um sé ekki um annað að ræða en að fara út í enn eina skuldbreytinguna. Fast gengi ekki truaratriði Ég vil taka fram að ég er enn þeirrar skoðunar, sem ég var í síðustu ríkisstjórn, að fastgengis- stefnan sé í raun grundvöllur fyrir áframhaldandi hjöðnun verðbólg- unnar. Fast gengi má þó ekki vera trúaratriði. Fast gengi er háð mörgu, t.d. því hvernig til tekst með samn- inga. Ég vil sem fastast gengi, en ég vil hinsvegar ekki að atvinnulífið stöðvist og tekjur þjóðarbúsins hrynji. Ég er ekki að boða hér gengisfellingu. Áður en til hennar kemur verður að reyna allar aðrar hugsanlegar leiðir. Tímabundin verðstöðvun Nauðsynlegt er að herða verðlags- eftirlit. Ég hef nefnt dæmið um samskonar jólaljós, sem kosta tæpar 400 krónur í Amsterdam með virðis- aukaskatti, en tæpar 900 krónur hér. Hvernig stendur á þessu? Er ekki vert að setjast niður og skoða dæmið allt aftur til framleiðandans? Eru innkaupin óhagstæð, eru tollarnir svona háir eða er álagningin svona há? Verðlagsstofnun hefur að mörgu leyti staðið sig vel með þessum stöðugu verðkönnunum og saman- burði. En verðskynjun almennings hverfur þegar verðbólgan eykst, eins og hún hefur gert að undanförnu. Ef á að breyta genginu, verður, að mínu mati, að nota tímabundna verðstöðvun á opinbera þjónustu. Mér hrýs hugur við því hversu mikið opinber þjónusta hefur hækkað að undanförnu, og er komin í kapp við verðbólgu. Hert skattheimta er stórmál sem ég veit að fjármálaráðherra hefur mikinn hug á. Bankastjorar með nógu há laun Mér finnst satt að segja ótrúlegt hversu margir koma til mín og segja; Við erum tilbúin til að leggja töíu- vert á okkur til að snúa þróuninni við, enda gildi þá réttlætið, t.d. að ekki komi til hækkunar á launum hinna hæst launuðu. Ég var að heyra það að bankaráð- in væru að hækka laun bankastjóra. Þetta er óþolandi. Ég tel það rétta ákvörðun hjá viðskiptaráðherra að stöðva þetta ef mögulegt er. Róm brennur Þótt við mörg gerumst nokkuð óþolinmóð eftir aðgerðum ríkis- stjórnarinnar, þá má ekki taka orð mín þannig að ekkert hafi verið að gert. Eftir myndun ríkisstjórnar framkvæmdi hún ýmsar ráðstafanir með bráðabirgðalögum. Ákveðnar aðgerðir voru gerðar þegar fjárlögin voru í mótun. Þá var ákveðið að draga verulega úr hallanum. Fljót- lega kom í ljós að þetta var ekki nóg og því var ákveðið að hafa fjárlögin hallalaus. Og lánsfjárlög hafa verið samþykkt, sem gera ráð fyrir að draga úr erlendum lántökum um fjóra milljarða. Róm brennur. Ekki veit ég hversu lengi við þolum það. Og ég er að verða nokkuð órólegur. Ég viður- kenni það. Á næstu vikum verður eitthvað verulega róttækt að gerast. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.