Tíminn - 16.01.1988, Qupperneq 14

Tíminn - 16.01.1988, Qupperneq 14
14 Tíminn Laugardagur 16. janúar 1988 FRÉTTAYFIRLIT lllllllllil útlönd n:1:- ":lllllíli!!:' ::l!ilii;illíilli-^i!'l!llííllííli] . :í;:!|:!!I:!ííTT;:i!íIí||||||í!íátiI!I!it':!i!íI!IIIí- lllllllllllliiiilllllllllllllllllllllllllí Góðar viðskiptatölur frá Bandaríkjunum: Dregið úr hallanum GENF — Samningamenn Sovétstjórnar í afvopnunarvið- ræðunum í Genf lögðu fram nýjar tillögur um helmings- fækkun langdrægra kjarnorku- flauga og takmörkun á geim- vörnum á sérstökum samn- ingafundi með bandarískum samningamönnum. LISSABON — Stjórn Ang- óla sagði að um sex þúsund hermenn Suður-Afríkustjórnar hefðu með aðstoð flugvéla, skriðdreka og stórskotaliðs ráðist á hersveitir Angólu- stjórnar við bæinn Cuito Cuan- avale í suðausturhluta landsins. TEL AVIV — ísraelskir her- menn á hinu hertekna Gaza- svæði skutu Palestínumann til bana eftir að hann hafði ráðist á ísraelskan liðsforingja og sært hann. OSLÓ — íranskir byssubátar í gerðu árás á norskt olíuflutn- ingaskip og beittu írönsku bylt- ingaverðirnir bæði hríðskota- byssum og eldflaugum. Tveir ánafnarmeðlimir særðust lítil- lega og skipið stöðvaðist. WASHINGTON — Rónald Reagan Bandaríkjaforseti gekkst undir nákvæma læknis- skoðun en embættismenn í . Hvíta húsinu sögðu einungis að um venjulega skoðun væri að ræða. OSLO- Stjómmálaskýrend- ur voru sammála um að nýjar tillögur Sovétmanna um að draga úr hernaðaruppbygg-. inau á norðurhöfum setti - NATO í vanda því ef af slíkum samningum yrði gætu herir NATO ekki varið mikilvægar ■ siglingaleiðir á þessu svæði. MADRID — Bandaríkja- menn hafa samþykkt að leggja niður flugherstöð sína í Torr- ejon sem er nálægt Madríd. ; Það var Francisco Fernandez Ordonez utanríkisráðherra Spánar sem skýrði frá þessu í gær og sagði að Bandaríkja- j stjórn hefoi fallist á kröfur j Spánverja um fækkun í herjum j sínum. BONN — Stjórn Vestur- Þýskalands er að kanna ásak- anir um að efni til framleiðslu á , kjarnorkusprengjum hefði ver- ið selt til Líbýu og Pakistan. 1 ÞaÓ var umhverfismálaráð- ; herrann Klaus Töpfer sem \ skýrði vestur-þýska þinginu frá ; þessu í gær. Bandaríska stjórnin tilkynnti í gær að viðskiptahalli Bandaríkjanna við útlönd hefði minnkað mjög veru- lega í nóvembermánuði. Þetta varð fljótt til þess að Bandaríkjadalur hækkaði gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum heims og ásókn í hlutabréf stórjókst. Viðskiptamálaráðuneytið í Was- hington birti tölurnar góðu sem sýndu að hallinn hafði minnkað frá 17,63 milljörðum dala í október, sem var met, í 13,22 milljarða í nóvember, þökk sé auknum útflutn- ingi á sama tíma og innflutningur minnkaði. Þetta var minnsti viðskiptahalli Bandaríkjamanna í sex mánuði og mun minni en efnahagssérfræðingar höfðu spáð. Þeir töldu að hallinn myndi a.m.k. verða um fimmtán milljarðir dala. Bandaríkjadalur hækkaði strax og fréttirnar höfðu borist út. Gengi hans fór upp um meira en 3% gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum heims, vextir lækkuðu mjög og hlutabréf á mörkuðum í Wall Street snarhækkuðu í verði. Fésýslumenn virtust því taka tölurnar um minni viðskiptahalla sem merki um að bandarískt efnahagslíf væri á bata- vegi. Fleiri góðar fréttir komu frá Bandaríkjunum í gær er tilkynnt var að heildsöluverð hefði lækkað um 0,3% í desember, verðbólgunni var því haldið niðri á sama tíma og iðnaðarframleiðslan jókst. En eins og áður sagði voru það fyrst og fremst fréttirnar um minnk- andi viðskiptahalla sem urðu til þess að hleypa lífi í gjaldeyris- og verð- bréfamarkaði og má búast við að Bandaríkjadalur hafi nú lækkað nóg í bili og gengi hans taki að rétta sig af. hb Suður-Kóreumenn hótuðu „öllum mögulegum hefndaraðgerðum" gegn Norður-Kóreumönnum í gær eftir að unga konan sem handtekin var vegna hvarfs suður-kóresku far- þegallugvélarinnar kom fram í sjón- varpi og viðurkenndi að hafa átt þátt í að koma sprengjum fyrir um borð. Flugvélin hvarf hreinlega yfir strönd Burma og víst þykir að hún hafi sprungið í mikilli hæð yfir jörðu. Um borð voru 115 farþegar auk áhafnar. þúsund manna her þeirra var settur í viðbragðsstöðu. Upplýsingamála- ráðherra landsins sagði að Norður- Kóreumenn gætu „aldrei flúið refs- ingu," vegna þessa hryðjuverks. Stjórnin í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, neitaði í gær harð- lega að vera tengd þessu hryðjuverki og ásakaði „leppstjórnina" í Suður- Kóreu að hafa sjálf skipulegt ódæðið til að sverta ímynd Norður-Kóreu. hb DON SCOTT erindreki bandaríska varnarmálaráðuneytis var staddur hér á landi í gær en hann ferðast nú um lönd NATO til að kynna ráðamönnum og blaðamönnum stöðu mála í vígbúnaðarkapphlaupinu eftir samning stúrveldanna um eyðingu meðaldrægra kjarnaflauga. Scott var sérlega ræti um styrk Sovéíinánua í hefðbundnun! víebúnaði. „Sovétmenn hafa yfirburði hvað varðar fjölda hefðbundinna hernaðar- tóla,“ sagði bandaríski Pentagonmaðurinn en bætti við að Vesturveldin væru enn nokkuð á undan í tæknilegri útfærslu á drápsvopnunum þótt tækni Sovétmanna hefði að vísu fleygt fram. „Þeir hafa stigið stór skref fram í við á tæknisviðinu á síðustu tíu árum,“ sagði Scott. Tíminn spurði Scott hvort hann teldi ekki rétt að leita einmitt nú eftir samkomulagi við Gorbatsjov Sovétleiðtoga um að draga úr hefðbundnum hernaðarstyrk Varsjárbandalagsins og NATO. Svaraði hann því til slík röksemd væri vel skoðunar virði og benti á fundi þeirra Reagans og Gorbatsjovs þar sem báðir aðilar lýstu áhuga sínum á að árangur næðist í viðræðum er tengjast samdrætti í hefðbundnum hernaði. hb Astralskur lífeðlisfræðingur: Heiisubuiíið er tómt plat Hin 26 ára gamla Kim Hyon-Hui sagðist hafa komið fyrir tveimur tímasprengjum í vélinni með hjálp félaga síns sem framdi sjálfsmorð þegar skötuhjúin voru handtekin í Bahrein eftir að hafa yfirgefið vélina í Abu Dhabi. Kim sagðist hafa starfað samkvæmt beinum skipunum frá Kim Jong-Il, syni og væntanleg- um arftaka leiðtoga Norður-Kóreu Kim Il-Sung. Hryðjuverkakonan unga sagði að eitt af markmiðum þessarar drápsað- gerðar hefði verið að draga úr áhuga erlendra ríkja á þátttöku á Ólympíu- leikunum í Söúl sem fram fara í haust. „Ég á skilið að deyja hundrað sinnum,“ sagði hin fallega Kim í sjónvarpsútendingu. Hún er dóttir háttsetts embættismanns frá Norður- Kóreu sem starfar í Angólu en suður-kóreskir embættismenn sögðu að hún hefði verið þjálfuð sem hryðjuverkamaður frá nítján ára aldri. Suður-Kóreumenn höfðu mikinn viðbúnað á landamærum sínum og Norður-Kóreu og hinn sex hundruð Það skiptir engu máli um hversu lengi þú lifir hvort þú reykir og étir á skyndibitastöðum dag hvern. Allt þetta heilsubull sem veður uppi í vestrænum þjóðfélögum er reyndar tómt plat. Það var ástralskur lífeðl- isfræðingur sem lýsti þessari skoðun sinni í viðtali í gær. Doktor Ray Johnstone við há- skóla Vestur-Ástralíu sagði að al- þjóðlegar rannsóknir sýndu að ræfill sem æti skyndibita og reykti gæti lifað alveg eins lengi og skokkari sem ekki reykti og hámaði í sig heilsukorn á hverjum morgni. Johnstone hefur safnað saman niðurstöðum úr níu samanburðar- rannsóknum á heilsu manna sem gerðar hafa verið á síðustu tuttugu árum. í þeim öllum var hópur „heil- brigða“ og „óheilbrigða“ borinn saman og ævilengdin könnuð. „Átta af þessum níu rannsóknum sýndu að ævin lengdist ekki og dauðsföll af völdum krabbameins og hjartasjúkdóma minnkuðu ekki þrátt fyrir heilsusamlegt líferni," sagði Johnstone. Johnstone sagði að þrátt fyrir þessar niðurstöður héldu heilbrigð- issamtök áfram að eyða skattpening- um fólks og ráðleggja því að minnka fitumagn í fæðu, æfa meira og hætta að reykja. Ástralski lífeðlisfræðingurinn átti varla orð til að lýsa furðu sinni á því að fólk vildi breyta mataræði sínu til að iifa lengur. hb

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.