Tíminn - 16.01.1988, Qupperneq 4

Tíminn - 16.01.1988, Qupperneq 4
4 Tíminn. Laugardagur 16. janúar 1988 f".. __ i j ,t tr'- lr i*u -2> KÆILIOG FRYSTIKLEEAR HUURRE HUBBE er tókn verk- smiðjuframleiddra kœli- og frystiklefa. Seir fást i ýmsum stærðum og gerðum. Það er kaupandans að velja, og valið fer eftir því hvaða hlut- verki þeir eiga að gegna: í eldhúsinu, búrinu, versluninni, mötuneytinu eða hraðfrystihúsinu. HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SÍMI: 685656 og 84530 AMERICAN CONSULTANT BUREAU P.O. Box 610263, Miami, Florida 33261, U.S.A. Sími (1) (305) 893-9045 Starfsnám í Bandaríkjunum: Til þess að fá upplýsingar og til þess að koma umsóknum á framfæri, sendið 15 Bandaríkjadollara til „Americ- an Consultant Bureau,“ P.O.Box 610263, Miami, FLA. 33261, U.S.A. Bandarískir háskólar vilja fá til sín erlenda stúdenta: Til þess að fá upplýsingar og koma umsóknum á framfæri sendið 15 Bandaríkjadoll- ara til „American Consultant Bureau,“ P.O.Box 610263, Miami, FLA. 33261, U.S.A. Hjúkrunarfræðingar í Bandaríkjunum hafa meira en 25000 dollara (900.000 króna) árstekj- ur. Til þess að fá upplýsingar og koma umsókn á framfæri sendið 15 Bandaríkjadollara til „Americ- an Consultant Bureau,“ P.O.Box 610263, Miami, FLA. 33261, U.S.A. Leiðbeiningar við framtalsgerð Verkakvennafélagið Framsókn gefur félagsmönn- um sínum kost á leiðbeiningu um gerð skatta- framtala. Þær sem hafa hug á þessari þjónustu eru beðnar um að hafa samband við skrifstofu Fram- sóknar og láta skrá sig til viðtals eigi síðar en 30. janúar n.k. í síma 688930. Ekki er unnt að taka við viðtalsbeiðnum eftir þann tíma. Verkakvennafélagið Framsókn. Verslunarstjóri óskast Verslunarstjóri óskast að verslun okkar í Hvera- gerði. Húsnæði á staðnum. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjóri í síma 99-1208. Kaupfélag Árnesinga „Engin miskunn hjá Magnúsi" - Ríkisstjórnin hörð á að tollalækkanir og niðurgreiðslur skili sér í verði: Frelsið í húfi ef kaupmenn hækka álagningu Ráðherrar vorir virðast ákveðnir í að láta hart mæta hörðu ef kaup- menn ætla sér að nota tækifærið, vegna tolla og skattabreytingarinn- ar, til að næla sér í hærri álagningar- prósentu á þeim vörum sem lækka eiga í verði eða öðrum vörum. Komi slíkt í Ijós hefur verðlagsráði verið falið að skirrast ekki við að frysta álagningu jafnframt því að beita öllunt öðrum þeim ráðum sem lög leyfa til þess að tryggja að skatta- lækkanir skili sér að fullu í lækkun verðs til neytenda og sömuleiðis að verðhækkanir verði hvergi meiri en þær sem af skattahækkununum leiða. Þegar hefur komið fram að bakarar ætluðu sér að næla f nokkur prósent, en verður væntanlega ekki kápan úr því klæðinu. Kaupmenn og kaupfélagsstjórar sem kvörtuðu sáran á fréttamanna- fundi nýverið undan því að lækkað heildsöluvcrð, m.a. á mjólk og smjöri, skili þeim færri krónum í smásöluálagningu „mæta því engri miskunn hjá Magnúsi" (Jóni). Við- skiptaráðherra bendir þeim á, að á móti fái þeir fleiri krónur í álagningu af þeim vörum sem hækka í verði, og væntanlega aukna sölu/veltu á þeim vörum sem lækka. Ríkisstjórnin hefur ítrekað fyrri tilmæli til Verðlagsstofnunar að hafa strangt eftirlit með breytingum á vöruverði á næstu mánuðunum, á meðan hinar víðtæku breytingar á tollum, vörugjaldi og söluskatti eru að ganga yfir. Stofnuninni er m.a. falið að gera tíðar verðkannanir og miðla sem mestum og bestum upp- lýsingum til neytenda. Þegar hefur komið í ljós að í stað 10% hækkunar, sem átti að verða á brauðum, hafa þau almennt hækkað um 14-16%. Viðræður við bakara um aað bæta ráð sitt eru fyrirhugaðar áður en gripið verður til annarra aðgerða. Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðs- son, sagði ríkisstjórnina leggjamikla áherslu á að verðlagsáhrif þeirra umfangsmiklu breytinga á tollum og sköttum sem nú eru að koma til framkvæmda verði í samræmi við þær áætlanir, sem kynntar voru í byrjun desember. Þá var áætlað að áhrif vegna tollabreytinganna og söluskattsins mundu valda að meðal- tali í kringum 7% hækkun á matvör- um, eins og samsetningþeirra er í grundvelli framfærsluvísitölunnar. Lækkanir á öðrum liðum í þcim grundvelli eiga hins vegar að vega þar upp á móti, þannig að vísitalan hækki ekki í heild vegna þcssara breytinga. Ráðherra vildi benda á að til að vega á móti verðhækkun ýmissa nauðsynjavara hafi bætur almanna- trygginga, barnabætur og raunar persónuafsláttur frá tekjuskatti ver- ið hækkaðar, þótt minna væri um það rætt en verðhækkanirnar. -HEI Málm- og skipasmiðasambandiö: íslenskri skipasmíði falin fleiri verkefni Samkvæmt upplýsingum frá Fisk- veiðasjóði og upplýsingum frá iðn- aðarráðherra á Alþingi nýlega hafa Fiskveiðasjóði borist um 100 láns- umsóknir vegna nýsmíði fiskiskipa. Jafnframt var upplýst að Fiskveiða- sjóður hefur veitt lán til 23 fiski- skipa, 70 til 900 tonna sem eru í smíðum erlendis að upphæð um 1,8 milljarðar króna. Heildarverð þess- ara skipa er rúmlega 3 milljarðar. í Frá Magnúsi Guðjónssyni í Hrútsholti II, frcttaritara Tímans á sunnanverðu Snæfell- snesi Á sunnanverðu Snæfellsnesi voru á síðastliðnu ár starfandi fimm loðdýrabú, þrjú bæði með bæði mink og ref en tvö einungis með ref. Síðastliðið sumar var stofnsett sjötta búið og er það eingöngu með mink, komu dýr í það fyrir jól. Á þessum sex búum verða í vetur um 220 til 230 refa- læður og um 720 til 740 minkalæð- ur. Útkoma úr goti varð í heild þolanleg en verulegur uggur er í mönnum varðandi fjárhagslega út- komu í refaræktinni. Talsverðar hækkanir hafa orðið á kostnaði en því miður virðist fátt benda til teljandi hækkana á skinnum. Þróunin virðist því sú að fækka refnum er. fjölga heldur smíðum innanlands eru aðeins 16 þilfarsskip og af þeim eru 14 tíu tonn eða minni. Miðstjórnarfundur Málm- og skipasmiðasambands íslands sem haldinn var nýlega benti á að sam- kvæmt þessum upplýsingum sé ljóst að endurnýjun fiskiskipastóls, sem nú fer fram sé framkvæmd að megin hluta erlendis og keypt þar fyrir dýrmætan erlendan gjaldeyri. Á minknum, því þar er enn talin von um hallalausan rekstur. Það er því enginn bjartsýnistónn sem heyrist frá loðdýrabændum um þessar mundir. Nú er feldun að ljúka og loðdýra- bændur í óða önn að verka sín skinn. Síðastliðið haust tóku fyrr- nefndir sex loðdýrabændur á leigu húsnæði hjá útibúi Kaupfélags Borgfirðinga á Vegamótum og settu þar á fót skinnaverkunar- stöð. Þar verða nú verkuð um 1600 til 1700 refaskinn og um 500 minkaskinn. Engin uppgjöf virðist hins vegar vera í villta íslenska fjallarefnum þvf óvenju mikið var um hann síðastliðið haust og nú í vetur og telja menn hann mun óhræddari en áður hafi átt að venjast. sama tíma hafi innlendar skipa- smíðastöðvar mjög takmörkuð og óviss verkefni. Miðstjórnin átaldi harðlega á fundinum að þannig skuli staðið að endurnýjun fiskiskipastólsins og skoraði á stjórnvöld að beita sér fyrir því að innlendum skipasmíða- stöðvum verði falinn veigameiri hluti við endurnýjun fslenska skipastóls- ins heldur en nú sé gert. -HM Dreifing flotgalla gengur vel: Helmingur galla afhentur „Þetta hefur gengið vel og við höfum núna afgreitt rúman helming gallanna, eða 2.200 talsins og bú- umst við að þessu verði lokið fyrir 1. maí næstkomandi,“ sagði Gylfi Guðmundsson, hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna í samtali við Tímann í gær. Hafist var handa við að hvetja hagsmunaaðila í sjávarútvegi til að „galla sig upp" og voru kaupin boðin út. Útboðið var svo frágengið í mars á síðasta ári og fyrsta sendingin afhent í ágúst síðastliðnum. Síðan hafa gallarnir verið afhentir með mánaðarmillibili. Heildargallafjöldinn hefur verið áætlaður rúmlega 4.100 talsins og ættu þeir allir að vera komnir á sína staði í lok aprílmánaðar. SÓL Búreffækkaren villiref fjölgar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.