Tíminn - 16.01.1988, Page 16
16 Tíminn _____________________________________________________________________________________________________ Laugardagur 16. janúar 1988
lllllllllllllllllllllllSAMVINNUMÁLlllllM
011 verkefnin
tengdust fólki
Alla þá tíð, sem sá er hér ritar hefur fylgst með málum í
Sambandi íslenskra samvinnufélaga, hefur Hjalti Pálsson
framkvæmdastjóri verið í hópi þeirra sem hvað mest hefur
sópað að innan fyrirtækisins. Ef reyna á að lýsa manninum
er fyrst og fremst að geta þess að hann ber með sér
persónuleika með þeim hætti að hann dregur að sér athygli
hvar sem menn koma saman. Hann er Iíka alkunnur
dugnaðarforkur, sem ekkert stenst fyrir þegar hann hefur
einu sinni tekið að sér að koma málum áleiðis. Þá eru
áhugamál hans fjölbreytt; hann er meðal annars landskunn-
ur hestamaður, og einnig ættfræðingur og annar tveggja
höfunda mikils rits um Deildartunguætt í Borgarfirði.
Hjalti nam landbúnaðarverkfræöi
í Bandaríkjunum og lauk prófi 1947.
Árið eftir hóf hann störf hjá Véla-
deild Sambandsins og varð fram-
kvæmdastjóri Dráttarvéla hf. við
stofnun þess fyrirtækis 1949. Hann
varð framkvæmdastjóri Véladeildar
1952, og við fráfall Helga Þorsteins-
sonar árið 1967 tók hann við fram-
kvæmdastjórn Innflutningsdeildar.
Þeirri deild hefur hann síðan stýrt
samfellt í tvo áratugi, síðustu árin
undir heitinu Verslunardeild.
Hjalti varð 65 ára hinn 1. nóvem-
ber í vetur, og samkvæmt þeim
aldursreglum sem gilda í Samband-
inu lét hann af starfi framkvæmda-
stjóra núna um áramótin. Ég bað
hann um viðtal af því tilefni. Hann
brást góðfúslega við því, og hitti ég
hann að máli á heimili hans og konu
hans, Ingigerðar Karlsdóttur, við
Ægisíðu í Reykjavík. Ég spurði
hann fyrst hvernig honum liði núna
þegar hann hefði látið af störfum
eftir 40 ára annasöm stjórnunarstörf
fyrir samvinnuhreyfinguna.
Fólk vekur forvitni
- Mér líður ágætlega, svaraði
Hjalti, - og ég get svona í „ellinni"
horft til baka og hugsað um farinn
veg og verkefnin sem ég fékk að
glíma við og leysa. Þessi verkefni
voru mörg og misjöfn, en einn kost
áttu þau öll og það var að þau
tengdust fólki. Mismunandi og ólíku
fólki, en fólk hefur alltaf vakið hjá
mér vissa forvitni og með því hefur
verið gaman að vinna, sérstaklega
þó þegar vel gekk.
- Má ég spyrja hvað þú hyggst
núna taka þér fyrir hcndur?
- Ja, það er nú líklega of snemmt
að svara því, en í framhaldi af því
sem ég sagði áðan þá vona ég að ég
haldi áfram að hugsa um fólk. Efalít-
ið skrifa ég eitthvað hjá mér, þó að
ég viti ekki hvað ég verð duglegur í
ættfræðigrúskinu, en ég kem þó til
með að gera meira af því en áður.
Og svo eru það hestar, þeir hafa
alltaf verið mér kærir, ég ætti að hafa
meiri tíma fyrir þá núna þegar ég er
hættur störfum. Ég er strax farinn að
undirbúa ferðalög í sumar, og slíkar
áætlanir eru mjög skemmtilegar,
eins og þeir þekkja sem gaman hafa
af að „leggja út“ leiðir og skipuleggja
allt sem til þarf í sambandi við
hestaferðalög um ókunna stigu, -
þar þarf margt til.
Nú, ferðalög til útlanda eru líka á
blaðinu hjá okkur Ingu. Þó að við
höfum ferðast mikið saman í sam-
bandi við starf mitt þá voru það
oftast hálfgerðar hraðferðir, en nú
ættum við að geta hægt á okkur og
skoðað okkur betur og öðruvísi um.
Eins og þú veist þá hef ég verið
sykursjúkur í 23 ár. Ég sprauta mig
tvisvar á dag með insúlíni, og ég segi
stundum í gríni að það sé kosturinn
við sykursýkina að maður getur
ekki, eða á ekki að ferðast einn, það
er of áhættusamt, eins og þeir þekkja
sem þessum leiðindasjúkdómi eru
kunnugir.
Svo getur vel verið að ég taki að
mér eitthvert starf þegar ég er kom-
inn yfir þá tilfinningu sem er samfara
því að vera hættur fyrir aldurs sakir.
Það vantar menn í mörg áhugaverð
verkefni, og reyndar hafa menn nú
þegar tekið mig tali, en ég er ekki til
viðtals eins og er.
Nú, kaffimálið er enn í kerfinu og
vonandi lýkur því í vetur. Það hefur
verið mér erfitt. Ég hef þannig skap
og líklega það takmarkaða dóm-
greind að ég hef ekki fundið þessa
sök sem ég var dæmdur fyrir. Mér
finnst sumir menn, sem þar réðu
ferðinni, ganga með veggjum þegar
ég sé þá, og þar missést mér ekki.
Skoðanir manna eru ólíkar, sem
betur fer.
Minnisstæðir samstarfsmenn
- Nú fer ekki hjá því að þú hafír
kynnst mörgu fólki í þessu starfi.
Hverjir af samstarfsmönnum þínum
eru þér einna minnisstæðastir?
- Þessi spurning er vandasöm, og
ég held ég líti svolítið til þátíðarinnar
þegar ég svara henni. Ég hef oft
verið heppinn og unnið með mörgu
mjög góðu og hæfu fólki. Nöfn eru
erfið, því að það eru þeirsem maður
gleymir sem ergja mann þegar mað-
ur vogar sér í upptalningu.
En ætli ég nefni ekki til dæmis
Ásgeir Jónsson frá Tröllatungu sem
einn af betri samstarfsmönnum sem
ég hef átt. Þá var Vilhjálmur Þór
engum líkur, maður fær ekki oft
tækifæri til að kynnast slíkunt orku-
og hæfileikamanni. Líka átti ég
ágæta vini í Guðmundi Ásmundssyni
og Ásgeiri Magnússyni, sem báðir
dóu langt um aldur fram, og þeir
voru báðir lögfræðingar þótt Ásgeir
starfaði ekki við lög. Við ferðuðumst
Viðtal við Hjalta
Pálsson fyrrverandi
framkvæmdastjóra
Verslunardeildar
Sambandsins.
saman á hestum og áttum margt sem
tengdi okkur vináttuböndum. Þeir
voru báðir valmenni. Ég gæti auk
þess talið upp fjöldann allan af
ágætisnöfnum, en það getur þó varla
verið ætlun þín með spurningunni.
Byggingar
- Nú stóðst þú á sínum tíma fyrir
byggingu tveggja mestu stórhýsa
sem samvinnuhreyfingin hefur reist
í Reykjavík, Ármúla 3 og Holta-
garða, og einnig hafðir þú forgöngu
um byggingu kornturnanna við
Sundahöfn. Hvernig meturðu í dag
gagnsemi þessara bygginga fyrir
hrcyfinguna?
- Já, ég var mikið við þessar
byggingar riðinn. Starfsemi sú, sem
átti að fara fram í Ármúla 3, var í
mínum verkahring og því var það
talið eðlilegt að ég stæði fyrir fram-