Tíminn - 16.01.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.01.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 16. janúar 1988 Laugardagur 16. janúar 1988 llllllllllllllll ÍÞRÓTTIR l! ÍÞRÓTTIR 1111 ----------,--- íþróttaviðburðir helgarinnar mm Knattspyrna íslandsmót imtunhúss LauKardalshöll 2. deUd »d............U. 13.20-22.00 3. deUd Id...........kl. 17.30-22.00 3. deUd ed...........kl. 09.00-13.20 2. n. ld.............kl. 09.00-17.30 Heimsbikarkeppnin í handknattleik: Islendingar gegn Svíum á sunnudag Körfu knattleikur Urvalsdeild: ... kl. 19.00 ... kt. 20.00 .... kl. 14.00 .... kl. 21.30 ÍB-UMFN Seljaskóla ld. ... KK-UMFG Hageskóla sd. .. 1. dcild kvenna: ÍR-UMFO Seljeskóla sd. KR-Haukar Hagnuk. sd. . 1. dciid karla: UÍA-UMFT Egitsst. Id......kl. 14.00 UMFS-HSK Borgames Id......kl. 14.00 ÍS-Reynir Hegesk. ld......kl. 14.00 Bikarkeppnin m.fl. karla: Valur-KH.b. Volsh. sd.....kl. 20.00 ÍA-UBK Akrenesi md........kl. 20.00 (1. uinf., síðari leikir. Valur vann fyrri leikinn 90-50 og UBK vann 96-59) Handknatt leikur i. deild kvenna: Víkingut-Stjarnan mán..... Seljaskóla . ki. 21.16 Jx Blak Bikarkeppnin M.fl. karla: Skautar B KA Glorarsk. Id. ... kl. 14.15 Skautar A-Óðinn Glerár. ld. .. kl. 18.30 M.fl. kvenna: Eik-Völuungur Gierirsk.ld. .. kl. 13.00 1. deild karla: Fram-Vikingur Hagauk. ud. .. kl. 13.30 Þróttur-HK Hagauk. ad.....ki. 14.46 1. dcild kvenna: Þróttur-HK Haguuk. sd.....kl.16.00 Sund ■viindmðt SH í suihIIiöII Hafnar- fjarðar laugardag og suunudag. - Austur- og íslendingar mæta Svíum í leik um 3. sætið í Heimsbikarkeppninni í handknattleik í Stokkhólmi á morgun. Svíar unnu V-Þjóðverja með 21 marki gegn 18 í síðasta leik riðlakeppninnar í gærkvöldi og höfn- uðu þannig í 2. sæti í sínum riðli. Vestur- og Austur-Þjóðverjar leika til úrslita á mótinu. Það er á margan hátt gleðilegt að Svíar skuli verða mótherjar íslend- inga í leiknum um 3. sætið. íslend- ingum hefur undanfarin ár gengið mjög illa og raunar afleitlega að ráða við Svía. Síðast léku liðin í Söúl í ágúst. Svíar unnu 22-18. Þar áður í Eystrasaltskeppninni. Svíar unnu 23-21. Sama saga á HM ’86, sænskur sigur, 27-23. Einnig á móti í Sviss ’85 og á Ólympíuleikunum 1984. Það var aðeins árið 1984, nokkru eftir Ólympíuleikana, sem íslenska liðið hafði sigur í einum leik af þremur hér á landi. Fátækleg uppskera það á fjórum árum. Landsliðsmenn hafa oft talað um að Svíar spili handknatt- leik sem erfitt sé að eiga við og Svíar virðast vera liðið sem hefur eitthvað andlegt tak á íslendingum. Það er algengt í hópíþróttum að lið hafi tak á öðru liði og virðist þá gilda einu MidasalaáEM Samstarf hefur tekist mílli KSÍ og Samvinnuferða-Landsýnar um að SL annist sölu miða á úrslita- keppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í V- Þýskalandi 10.-25. júní í sumar. Móttaka pantana hefst mánu- daginn 18. janúará aðalskrifstofu SL í Austurstræti 12 og lýkur 28. janúar. Pantanir verða afgreidd- ar í þeirri röð sem þær berast og er fjöldi miða mjög takmarkaður. Enginn söluaðili erlendis selur miðis tii annarra en þeirra sem búsettir eru í viðkomandi landi. (fréUalilkynning) Vestur-Þjóöverjar spila úrslitaleikinn hversu vel mótherjunum gengur í öðrum leikjum um svipað leyti. Þannig hefur Svíagrýlan hrjáð ís- lenska landsliðið í fjögur ár en nú er vonandi komið af því að hrista þá sænsku af sér. Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálf- ari sagði fyrir mótið í Svíþjóð að heimamenn væru fýsilegir mótherjar í úrslitakeppninni, væntanlega með það fyrir augum að brjóta nú tap- múrinn niður og geta þá mæst á ÓL í Söúl sem jafningjar en þar leika íslendingar og Svíar einmitt í sama riðli. Bein útsending En það er á annan hátt gleðilegt að íslendingar skuli mæta Svíum í úrslitaleiknum. Það gerir nefnilega Sjónvarpinu kleyft að leifa okkur sem heima sitjum að sjá leikinn í beinni útsendingu. Hefst hún kl. 12.10 á sunnudaginn. Stórkostlegur árangur Lokastaðan í riðlakeppni heims- bikarkeppninnar var þessi: A-riðill: V-Þýskaland ... 3 2 0 1 63-61 4 W NBA Fimm leikir voru í atvinnu- mannadeild bandaríska körfu- boltans á flmmtudagskvöldið. Úrslit urðu þessi (heimalið á undan): New Jersey-Sacramento........ 90-87 Washington-Milwaukee ...... 136-107 Cleveland-Chicago (framl.) .... 91-88 Houston-Portland............ 103-98 Denver-Atlanta ............ 115-112 A? iéikjusii heigarinnar má nefna að San Antonio fær Indi- ana og Portland í heimsókn. -HÁ/Reuter Svíþjóð........ 3 2 0 1 57-56 4 Ungverjaland . . 3 1 0 2 57-56 2 Spánn.......... 3 1 0 2 51-55 2 B-riðill: A-Þýskaland . . 3 2 0 1 65-62 4 ísland.......... 3 2 0 1 63-60 4 Júgóslavía .... 3 2 0 1 64-63 4 Danmörk......... 3 0 0 3 64-71 0 Ótrúlega jöfn keppni þar sem Svía vantaði aðeins eitt mark upp á að spila úrslitaleikinn, rétt eins og íslendinga. Litlu munaði reyndar í gærkvöldi að Svíum tækist ætlunar- verk sitt en V-Þjóðverjar náðu að verjast þrátt fyrir mikla pressu í lokin. Árangur íslenska liðsins er stór- kostlegur þó sárt sé, úr þvf sem komið var, að horfa á eftir úrslita- leiknum með svo litlum mun. Hefðu íslendingar spilað til úrslita á þessu móti væri það besti árangur sem íslenskt lið hefur náð frá upphafi - ekkert minna. Slíkur er styrkur þessa móts. Liðin sem leika saman í úrslita- keppninni eru þessi: 1. sæti V-Þýska- land - A-Þýskaland, 3. sæti ísland- Svíþjóð, 5. sæti Ungverjaland-Júgó- slavía, 7. sæti Spánn-Danmörk. -HÁ Souness kaupir Skosku meistararnir Glasgow Rangers bættu tveimur leik- mönnum í hópinn í gær. John Brown frá Dundee og danski varnarmaðurinn Jan Bartram frá Sikeborg voru keyptir fyrír upp- hæð sem samtals nemur rúmri 31 milljón íslenskra króna. Þeir bætast í hóp sterkra knatt- spyrnumanna en Graeme Soun- ess framkvæmdastjór: sem einnig ieikur með liðinu hefur verið með seðlaveskið á lofti frá því hann tók við liðinu árið 1986. -HÁ/Reuter Haukar höfðu bæði tögl og hagldir í leiknum gegn Þórsurum í gærkvöldi og voru úrslitin þegar ráðin Iöngu fyrir leikhlé. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Öruggt frá upphafi - Haukar unnu léttan sigur á Þórsurum fyrir noröan Frá Jóhanncsi Bjarnasyni á Akureyri: Haukar lögðu Þórsara auðveldlega að velli þegar liðin áttust við í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik á Akureyri í gærkvöldi. Lokatölur urðu 104-73 eftir að staðan í leikhléi var 69-38 Haukum í hag. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa framanaf en síðari hálflcikurinn var afleitur. Úrslitin í leiknum réðust strax á fyrstu Riíp.óíunum og eftir það tóku Haukar iííínu létt. Allir ieikmenn þeirra komust á blað í stigaskorun en eftir að hafa sýnt skemmtiiegan leik í fyrri hálfleik urðu þeir full kærulausir í þeim síðari og leikurinn lélegur eftir því. Þórsarar áttu afleitan leik. Henning Henningsson og Tryggvi Jónsson léku best í Haukaliðinu en hjá Þór var fátt um fína drætti, helst að Eiríkur Sigurðsson stæði uppúr. Helstu tölur: 0-8, 4-15, 8-21, 12-28, 16-34, 20-49, 32-61, 38-69 - munurinn hélst allan síðari hálfleik, 73-104. Stigin, Þór: Eiríkur Sigurðsson 12, Jóhann Sigurðsson 12, Bjöm Sveinsson 11, Guðmundur Björnsson 11, Einar Karlsson 9, Bjami össurarson 8, Birkir Karlsson 4, Konráð Óskarsson 4, Ágúst Guðmundsson 2. Haukar: Herming Hsnrungsáon 27, Tryggvl Jónsson iá, Páimar Sigurðsson 17, Ingimar Jónsson 9, ívar Ásgrímsson 8, Ivar Webster 8, Sveinn Steinsson 6, Skarphéðinn Eiríksson 4, Hörður Pétursson 2, ólafur Rafnsson 2. Dómarar voru Jóhann Dagur Björnsson og Árni Freyr Sigurlaugsson og var dómgæslan þeim til sóma. KÖRFUB0LTA- LEIKURINN BREYTTIST í ÁRSHÁTÍD! Það varö skryiið upplit á biaðainiinnum og Uhorf- cndum sem lögðu lcið sina i íþróttaliúsiö i Digranesi i gærkvöldi. Þar álti að fara frarn úrvaisdciidarleikur í körfuknattleik, viöureign Breiðabliks og V'als- manna. Þegar inn var komiö biasli hinsvegar við urmull fólks og dynjandi poppmúsík. Kom i Ijús að þar var árshátíö l.andspítalans í íullum gangi og euginn var körfuboltaleikurinn. Honnm vsr nefnilega búið að fresta um slétta viku cn alveg láöist að láta blaöamenn vita. Körfuknattleikurinn hefur ált crfitt uppdráttar í volur, handknattleikurinn hefur tckiö mikið af at- hýgli áhorfenda og þar með blaðamanna. Þiitt leikurinn sem átti að vcra í gærkvöldi teljist alls ekki til toppleikja deildarinnar ættu þeir sera málið varðar að.hafa það hugfast að fýluferðir eru ekki ofarlega á vinsældalista þeirra sem ætla að horfa á iþrúttalciki - fremur en annarra - og sannarlega ckki til þess fallnar að auka úhugann. -HA Staðan í úrvalsdeild Keppni í úrvalsdeildinni hófst að nýju eftir jólafrí í gærkvöldi og er staðan þessi eftir leik Þórs og Hauka: UMFN ......... 8 7 1 722-674 14 tBK........... 8 7 1 652-489 14 Valur......... 8 5 3 632-663 10 Haukar.......... 954 662-613 10 KR ........... 8 4 4 631-589 8 UMFG ......... 844 679-691 8 tR............ 8 3 5 531-622 6 Þór........... 9 1~8 696-847 2 UBK .......... 8 1 7 426-643 2 Til Sölu Sláturhús og frystihús á Svalbarðseyri við Eyjafjörð Nánari upplýsingar veitir bankastjóm Samvinnubankans Bankastræti 7, Reykjavík BREYTTUR persónuafsláttun Nú 14 797 kr. fyrir hvem mánuð Til þess að þeir, sem fengu skattkort sín útgefin fyrir 28. desember 1987, fái notið rétts afsláttar ber launagreiðanda að hækka þann persónuafslátt, sem fram kemur á þessum skattkortum og aukaskattkortum (öllum grænum og gulum kortum), um 8,745% (stuðull 1,08745). Heimilt er að millifæra 80% af ónotuðum persónuafslætti til maka. Þetta gildir bæði um hjón og sambúðartólk, sem hefur heimild til samsköttunar. Launagreiðandi millifærir persónu- afsláttinn, þannig að hann tekur tillit til 80% þeirrar upphæðar sem fram kemur á skatt- korti og aukaskattkorti maka, hafi það verið afhent honum. Launagreiðendur crihugið að hœkka upphœð persónuaislátiar á eldri skatlkortum um 8,745% pQi/ RÍKISSKA7TSTJÓRI . it-fí . • ÆBBSSBSM, Persónuafsláttur í staðgreiðslu opin- berra gjalda hefur verið ákveðinn 14.797 krónur fyrir hvem mánuð á tímabilinu jan.- júní 1988. Mikilvægt er að launagreiðandi breyti ekki upphæðinni á sjálfu skattkortinu. Sú upphæð á að standa óhreýfð til ársloka. Hins vegar ber að taka tillit til orðinnar hækkunar við útreikning staðgreiðslu. Launamaður má ekki heldur breyta upphæðinni sem fram kemur á skatt- korti hans. Hann afhendir launagreiðanda kort- ið óbreytt nema hann fái aukaskattkort. Þessi breyting á persónuafslætti hefur ekki [ för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem fengu sín skattkort fyrir 28. des. sl., heldur ber launagreiðanda að hækka persónu- afsláttinn við útreikning staðgreiðslu. Skattkort sem gefin eru út 28. desember og síðar bera annan lit en þau skattkort sem gefin voru út fram að þeim tíma. Þau skattkort munu sýna réttan persónuafslátt fyrir tímabilið janúar-júnl 1988 og þarf því ekki að hækka persónuafslátt þann sem þar kemur fram við útreikning staðgreiðslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.