Tíminn - 16.01.1988, Side 11

Tíminn - 16.01.1988, Side 11
Laugardagur 16. janúar 1988 Tíminn 11 LANDBÚNAÐUR því skyni tók Framleiðnisjóður ábyrgð á 800 tonnum af kindakjöti og 3 milljónum lítra af mjólk, haust- ið 1986. Gert var ráð fyrir að bændur skæru niður framleiðslu sem þessu næmi. Ekki náðist þetta markmið að fullu hvað kindakjötið varðar haust- ið 1986 og þess vegna tók Fram- leiðnisjóður á sig ábyrgð á nokkur hundruð tonnum af framleiðslunni á s.l. hausti og hefur þessu marki verið nokkurn veginn náð. Tilboð Frameiðnisjóðs mun standa áfram, en einkum mun hann reyna að aðstoða þá sem vilja breyta um, þ.e.a.s. þá sem vilja taka upp aðra atvinnustarfsemi til sveita, en einnig mun hann kaupa upp fullvirð- isrétt. Þá var eldri bændum sem vildu fækka við sig bústofni eða leggja niður framleiðslu gert sérstakt tilboð. Það kom e.t.v. fram of seint en það mun standa áfram“. Svæðaskipting í landbúnaði „Við ákvörðun fullvirðisréttar í haust var stigið mjög smátt skref í átt til svæðaskiptingar og við frekara áframhald á því verður að útfæra þá skiptingu mjög vel og betur. Aðdragandinn að henni er í fyrsta lagi mjög eindregnar samþykktir Stéttarsambands bænda. í samræmi við þær var ákvæði þar að lútandi sett inn í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Fyrst og fremst eru hafðar í huga þarfir markaðarins fyrir mjólkur- framleiðslu og síðan mat á ástandi beitilanda. Einnig koma inn í þessa mynd byggðasjónarmið. Það hafa líka komið fram óskir um að færa fullvirðisrétt á milli mjólkur- og kindakjötsframleiðslu og ég tel nauðsynlegt að hafa þarna einhvern sveigjanleika á. Svæðaskiptingin er ákaflega við- kvæmt mál sem ekki verður gengið í of skyndilega. Við ákvörðun henn- ar þarf að taka tillit til aðstöðu hvers einstaklings og aðstæðna einstakra jarða. Einnig þarf að gæta að mark- aðsaðstæðum með það fyrir augum að framleiðslan nýtist innlenda markaðnum eins vel og kostur er á“. Útrýming riðunnar „Á tveim síðustu árum hefur verið gert meira átak í útrýmingu riðu- veikinnar en nokkru sinni fyrr. Riða hefur verið landlæg í sumum héruð- um áratugum saman. Á síðustu árum hefur hennar gætt f vaxandi mæli og reyndar svo mjög að víða er óbúandi við þær aðstæður. Viðurkennt var að nauðsynlegt væri fyrir íslenska sauðfjárrækt að útrýma henni og að því hefur mar- kvisst verið unnið með niðurskurði á sýktum svæðum. Á næsta hausti er áætlað að skera niður alls staðar þar sem vitað er að riða er enn til staðar og ljúka þar með þessu átaki. Engu að síður má búast við að hún komi fram á einstökum bæjum áfram og þá er um að gera að bregðast skjótt við. Alls hefur um 22 þúsund fjár verið lógað vegna riðunnar og áætlað er að um 18 þúsund fjár til viðbótar verði slátrað á næsta hausti". Sveifiur í loðdýrarækt „Aukning í loðdýrarækt varð mik-1 il á síðasta ári, fyrst og fremst í miknkaræktinni, enda afkoma j minkabænda betri en refabænda. j Reynslan sýnir að sveiflur eru þar minni og menn virðast hafa náð betri tökum á minkaræktinni. Það komu ýmsir erfiðleikar í ljós í refaræktinni á síðasta vori sem menn vita ekki að öllu leyti af hverju stafa en eru að reyna að átta sig á. Til dæmis eru refirnir mjög viðkvæmir á gottíma og má m.a. nefna að jarðskjálftinn á Suðurlandi olli verulegu tjóni þar sem hann kom á gottíma og varð til þess að got eyðilagðist í nokkrum mæli. Auk þessa varð mikið verðfall á refaskinnum veturinnn 1986 en verð á minkaskinnum hélst hins vegar gott þannig að afkoma minkabænda varð viðunandi. Á síðasta ári var gert skipulagt átak til að létta undir með refabænd- um, m.a. með lánveitingum. Því miður virðist verð á skinnum ekki ætla að hækka á þessum vetri þó e.t.v. sé of snemmt að fullyrða um það þar sem mest öll íslensku refa- skinnin eru enn óseld. Augljóst er að fylgjast þarf vel með þróun þessara mála og gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að sveiflur í þessari búgrein sem fyrir fram var vitað að alltaf yrðu verði ekki loðdýrabændum of þungar í skauti. Ég tel að loðdýraræktin eigi tvímælalaust framtíð fyrir sér. Hér eru skilyrði góð en taka verður tillit til þess hve ný þessi búgrein er hér á landi og auðvitað koma fram byrjun- arörðugleikar, m.a. af reynsluleysi sem við þurfum að sigrast á og munum gera“. Ör þróun í fiskeldi „Þróun í fiskeldi hefur orðið mjög hröð, einkum þó í seiðaeldi. Þar hefur uppbyggingin orðið með tvennum hætti, annars vegar hjá stórum fyrirtækjum og þá oft með aðstoð erlendra aðila, en hins vegar út um sveitir hjá einstökum bændum sem átt hafa kost á jarðhita og kosið að nýta hann til þessara hluta. í þeirri mynd hefur fiskeldið haft veruleg áhrif í ýmsum sveitarfélög- um og komið í veg fyrir búseturösk- un. Sjálfsagt er að huga að þessum möguleika enn frekar í framtíðinni. Fiskeldið hefur gengið vel síðustu árin m.a. vegna þess að markaður er fyrir seiði til útflutnings. Hversu lengi sá markaður helst eða verður mikill er óvíst en þó eru vonir til að flutt verði»út seiði til írlands og Noregs þrátt fyrir að enn standi á leyfi yfirvalda, en von er á ákvörðun þarlendra stjórnvalda á næstunni". Erfið staða alifuglabænda Staða alifuglabænda er mjög erfið um þessar mundir. Sala á kjúkling- um tók mikinn afturkipp s.l. sumar sem mátti rekja til matareitrunartil- fella af völdum samonellusýkingar. Þar við bættist að framleiðslan var mun meiri en innanlandssölunni nam. Reynt var að létta á birgðum með útflutningi en það gekk erfiðlega. Á síðustu mánuðum hafa alifugla- bændur því lagt á það áherslu að ná samstöðu sín á milli um að skipu- leggja sín mál betur þannig að þeir verði ekki fyrir óbætnanlegu tjóni vegna tilkostnaðar við framleiðslu sem enginn markaður er fyrir. Ég tel að að alifulglabændur séu þar að gera réttan hlut og vonast til að við það styrkist staða þeirra. Það hefur sýnt sig að samstaða og öflugt sölukerfi er bændum nauðsynlegt.“ Breytt staða „Almennt má segja að staðan í landbúnaði, bæði hérlendis sem er- lendis hafi gjörbreyst síðustu árin. Afköstin eru orðin svo gífurleg að framleiðslan er mun meiri en hinn vestræni markaður þarfnast. Við erum hins vegar betur settir en .flestar ef ekki allar aðrar þjóðir hvað varðar umhverfismál og mengun tengd landbúnaði en mjög víða fylgja þeim miklir erfiðleikar. Við þurfum ekki nema að líta til nágrannalanda, þar er ástandið miklu alvarlegra. T.d. er það svo í Danmörku að þar eru bændur nú skyldaðir til að byggja geymslur undir húsdýraáburð og geyma hann þar í 9 mánuði til að forðast mengun af hans völdum. Til þessa fá þeir lítinn sem engan stuðning og er þessi framkvæmd mörgum ofviða. M.a. af þeim ástæðum hætta nú að jafnaði 15 danskir bændur á dag búsicap. Eins og staðan er í dag getum við ekki reiknað með útflutningi á ís- lensku kjöti í miklum mæli. Að vísu eru uppi hugmyndir hjá Efnahags- bandalaginu og Bandaríkjunum að breyta um stefnu og draga úr niður- greiðslum. En þó slíkt sé haft á orði þá er reynslan sú að niðurgreiðslurn- ar halda stöðugt áfam að vaxa og meðan svo heldur fram, er að sjálf- sögðu algerlega útilokað að keppa við þeirra framleiðslu sem er greidd margfalt meira niður en okkar“. Landgræðsla og skógrækt „Hvoru tveggja var mjög á dagskrá á síðasta ári og við af- greiðslu fjárlaga nú var miðað við að hægt verði að auka þá starfsemi. Það er vaxandi áhugi hjá bændum að auka gróðurvernd og skógrækt og nauðsynlegt að veita til þess ein- hvern stuðning. Umræðan á síðasta ári um gróðurvernd var að því leyti neikvæð að þar var að mínu áliti dæminu stillt upp á þann veg að búskapur og landvernd væru and- stæður. Ég veit hins vegar að það er bændum ríkt í huga að auka og bæta gróður. Þeir eru ræktunarmenn og hafa á liðnum áratugum ræktað og bætt landið og það tekur bóndann ákaflega sárt að sjá gróðurlendið blása upp. Bændur geta tvímælalaust orðið mikilvirkir land- og skógræktendur enda byggjast framtíðarhagsmunir þeirra á því að landið sé vel gróið.“ Ný lagasetning „Þessa dagana er verið að vinna að endurskoðun laga um lax- og silungsveiði. Þá löggjöf þarf eins og fleiri að endurskoða með tilliti til breyttra tíma. Mitt álit er að mark- mið þeirra laga eiga að vera að gera nýtingu þessara auðlinda sem arð- vænlegasta, m.a. með eflingu fisk- ræktar í ám og vötnum og auka þannig afrakstur jarðanna. Ég von- ast til að geta lagt það mál fram með breytingum áður en langt um líður. Þá eru málefni sláturhúsanna í meðferð Alþingis. Þróun þeirra mála í löndunum í kringum okkur hefur orðið sú að með bættum samgöngum hafa einingarnar stækk- að og reynt að koma á aukinni hagræðinu. Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að gera það hér líka. Að ýmsu þarf þó að hyggja m.a. byggðasjónarmiðum sem eiga fullan rétt á sér og því hef ég óskað eftir 1 því við Byggðastofnun að hún geri úttekt á þeim málum áður en nokkuð verði ákveðið. Þá skipaði ég nefnd í haust til að ! setja fram hugmyndir um hvernig það opinbera fjármagn sem varið er til landbúnaðar nýtist sem best. Ég vonast til að fá á næstunni fyrstu hugmyndir nefndarinnar og að þær geti orðið grundvöllur að umræðu og nauðsynlegum breytingum. Um þessi mál urðu átök við af- greiðslu fjárlaga í vetur eins og flestum er í fersku minni. Það er afar mikilvægt að það fjármagn sem varið er til leiðbeininga, rannsókna og fræðslu nýtist sem best því nauðsyn- legt er að þessi atvinnugrein dafni í skjóli þekkingar þar sem hún er að sjálfsögðu forsenda velgengni í land- búnaði eins og öðrum atvinnugrein- um.“ Bjartara framundan „Ég held að það sé varla til sá maður sem ekki viðurkennir að ef ekki hefði verið tekin upp ný stefna í landbúnaðarmálum þá væri hér algert öngþveiti í framleiðslu og sölumálum þeirrar atvinnugreinar. Hitt er annað mál að stöðugt verður að sjálfsögðu að halda áfram að vinna að markaðsmálum og öðru því sem styrkir okkar stöðu. Þeir sem vinna við landbúnað verða að hafa sambærilega afkomu miðað við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Ef það næst ekki þá á þessi atvinnu- vegur ekki bjarta framtíð fyrir sér. Sá öfgafulli áróður sem ýmsir hafa rekið gegn landbúnaði og bændum hefur ekki eins mikinn hljómgrunn nú og oft áður, og til þess liggja ýmsar ástæður. Uppspretta þessa áróðurs er frá þeim komin sem telja sér persónu- legan hag í því að halda honum fram. M.a. hafa sumir haldið því fram að við ættum að hverfa sem mest frá íslenskum landbúnðaði og nota okkur að hægt sé að fá niður- greiddar búvörur fyrir sama og ekk- ert verð á erlendum mörkuðum. Þetta er í algerri andstöðu gegn ríkjandi stefnu allra landa sem kenna sig við siðmenningu og vel- megun þar sem það er talin undir- staða hverrar þjóðar að vera sjálfri sér næg um lífsnauðsynjar. Þessar hugmyndir hér á landi koma fyrst og fremst frá þeim sem telja sig geta grætt meira á því að stunda þennan innflutning í stað þess að versla með innlenda fram- leiðslu. Því miður virðist þetta sjón- armið koma fram gagnvart fleiri atvinnugreinum og á e.t.v. sinn þátt í því hve margar þeirra standa hölium fæti. Ég er sannfærður um að íslenskar sveitir eigi marga möguleika og við höfum gert margt á síðustu árum til að nýta þá betur. Samgöngur eru sífellt að batna þannig að fjarlægðir skipta minna máli en áður. Búkostir utan þéttbýlis eru margir og ég er sannfærður um að með samstilltu átaki er hægt að byggja upp traust atvinnulíf til sveita.“ -nál. * ÚTSALA SEM ER ÖÐRUVÍSI c'.s- 40 lágspil 12 mannspil 6 jókerar 58 spil samtals Enginn afsláttur are9'n er tía fæst varan ókeypís

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.