Tíminn - 16.01.1988, Page 6
6 Tíminn
Laugardagur 16. janúar 1988
Auglýsing frá
menntamálaráðuneytinu
Menntamálaráðuneytið, í samvinnu við Bandalag kennarafé-
laga Háskóla Islands og Kennaraháskóla íslands, gengst fyrir
ráðstefnu um menntamál, vegna athugunar Efnahags- og
framfarastofnunarinnar í París (OECD) á íslenska skólakerf-
inu, í Borgartúni 6, 30. janúar n.k.
Dagskrá:
Kl. 8.30 Skráning.
Kl. 9.00 Setning.
Menntamálaráðherra, Birgir Isleifur Gunnarsson.
Kl. 9.10 Almennt yfirlit.
Frummælandi: Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri.
Kl. 9.40 Grunnskólastig.
Frummælendur: Svanhildur Kaaber, form. Kl,
Arthúr Morthens, kennari.
Kl. 10.10 Framhaldsskólastig.
Frummælendur: Jón Hjartarson, skólameistari,
Wincie Jóhannsdóttir, form. HlK:
Kl. 10.40 Kaffihlé.
Kl. 11.00 Kennaramenntun.
Frummælendur: Dr. Ólafur Proppé, kennslustjóri
KHl, Rósa B. Þorbjarnardóttir, endurmenntunar-
stjóri KHÍ.
Kl. 11.30 Háskóli íslands.
Frummælendur: Dr. Sigmundur Guðbjarnason,
háskólarektor, dr. Jón Torfi Jónasson, dósent.
Kl. 12.00 Stjórn, fjármögnun, skipulag.
Frummælendur: Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri,
Hörður Lárusson, deildarstjóri, örlygur Geirsson,
skrifstof ustjóri.
Kl. 12.30 Hádegisveröur.
Kl. 13.30 Starfshópar hefja störf.
Kl. 15.30 Kaffihlé.
Kl. 16.00 Starfshópar gera stuttlega grein fyrir niður-
stöðum.
Kl. 16.40 Fyrirspurnir og umræður.
Kl. 17.30 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnugjaid er kr. 500.- sem innifelur kaffi og hádeg-
isverð. Þátttaka tilkynnist menntamálaráðuneytinu fyrir
25. janúar ( síma 91-26866. öllum er heimil þátttaka
meðan húsrúm leyfir.
Sameining -
Nýr meðeigandi
Fyrirtækin Endurskoðunarmiðstöðin hf., - N. Mansch -
er og Endurskoðunarskrifstofa Geirs Geirssonar voru
sameinuð þann 1. janúar s.l.
Frá þeim tíma er rekstur þeirra í nafni Endurskoðunar-
miðstöðvarinnar h.f. - N. Manscher.
Frá sama tíma varð Davíð Einarsson, löggiltur endur-
skoðandi, meöeigandi, en hann veitirforstöðu skrifstofu
okkar í Keflavík.
Skrifstofur félagsins eru starfræktar á eftirtöldum
stöðum.
Reykjavlk, Höfðabakka9,
Akureyri, Gránufélagsgötu 4,
Húsavlk, Garðarsbraut17,
Egilsstaðir, Lagarási 4,
Keflavlk, Hafnargötu 37 A,
Slmi 91-685455
96-25609
96- 41865
97- 11379
92-13219
Endurskoðunarmiðstöðin hf.
N. Manscher
Höfðabakkl 9
Pósthóls 10094
103 REYKJAVlK
Björn St. Haraldsson
Davíð Einarsson
EmilTh.Guðjónsson
GeirGeirsson
GunnarSigurðsson
Hallgrímur Þorsteinsson
Ólafur Kristinsson
ReynirVignir
Símon Á. Gunnarsson
ValdimarGuðnason
ValdimarÓlafsson
Þorvaldur Þorsteinsson
löggiltir endurskoðendur
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Bygginga-
deildar, óskar eftir tilboðum í ýmiss konar málningar-
vinnu á dagvistunarhúsnæði hjá Reykjavíkurborg.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkju-
vegi 3 Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 2.
febrúar kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 Simi 25800
Ýmsum þykir nokkuð hafa dregist með aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar í efnahagsmálum. í þessum efnum sjá menn blikur á
lofti og ég er einn af þeim sem telja að það sé nauðsynlegt að
ræða opinskátt um efnahagsmálin. Því féllst ég á að vera
framsögumaður hér.
Ég hafði reyndar vonast til þess að á þessum fundi lægju
fyrir nýjustu spár þjóðhagsstofnunar fyrir það ár sem nú er
hafið. En því miður munu þær ekki liggja fyrir, fyrr en í næstu
viku. Ég hafði einnig vonast til að fyrir lægju nýjustu
útreikningar um afkomu atvinnuveganna, því það er að
sjálfsögðu einn mikilvægasti þátturinn í umræðu um efna-
hagsmái.
Litid til baka
Ti! þess að meta stöðuna nú, er
rétt að líta fyrst til baka og sjá hver
þróunin hefur verið, þó sérstaklega
á árunum 1986 og 1987.
Um verðbólguna er það að segja,
eins og allir vita, að hún rauk
nokkuð upp í byrjun árs 1985, vegna
ýmissa aðstæðna, t.d. voru samning-
arnir á undan áreiðanlega ekki
skynsamlegir. Ég hygg hinsvegar að
flestir séu sammála um að árið 1986
var hagstætt að þessu leyti. Ég er
þeirrar skoðunar að samningar, sem
gerðir voru á því ári, voru skynsam-
legir. Þeir tryggðu kaupmátt og
bættu kjör hinna lægst launuðu.
En því er ekki að neita að á árinu
1987, hefur verðbólga hækkað á ný.
Nú eru margir sem telja, og þar á
meðal ég, að hækkun kaupmáttar
frá miðju ári 1986 til miðs árs 1987,
hafi orðið of mikil, eða um sextán af
hundraði.
Á árinu 1986 tókst að jafna
ískyggilegan viðskiptahalla. Því
verður alls ekki neitað að í lok árs
1986 voru aðstæður að ýmsu leyti
góðar. Viðskiptahalli enginn, og
reyndar aðeins jákvæður, kaupmátt-
ur jókst veruiega og verðbólga ein-
hver sú lægsta sem hefur verið í tólf
ár.
Erfitt að ná samstöðu
fyrir kosningar
En hvað fór þá úrskeiðis á árinu
1987? Á vormánuðum var Ijóst að
hlutirnir væru að snúast við. í>á var
augljóst að stefndi í viðskiptahalla á
árinu 1987. t>að var einnig ljóst að
þenslan var vaxandi í þjóðfélaginu,
þ.e. við eyddum meira en við öfluð-
um. Ég ræddi það fyrir kosningar við
nokkra menn í stjórnarflokkunum,
hvort ekki væri rétt að grípa til
samskonar hógværra bremsuað-
gerða og Danir hafa nefnt kartöflu-
kúr, þ.e. að leggja gjöld á neyslu,
láta menn greiða fyrir notkun krítar-
korta o.s.frv. Það virtist þá ekki vera
hljómgrunnur fyrir slíkum tillögum.
En ég tek fram að ég áfellist engan
fyrir það. Það er mjög erfitt að ná
samstöðu um efnahagsaðgerðir fyrir
kosningar. Þetta hefur ætíð verið
reynslan, hvort sem okkur líkar
betur eða verr. Ég tel að þetta sé ein
meginástæðan fyrir því að verðbólg-
an er komin upp f um 25-30%.
Margir verðbólguvaldar
En ég hef nefnt fleiri ástæður fyrir
aukinni verðbólgu, of mikil þensla í
þjóðfélaginu, of mikil fjárfesting of
mikil eyðsla sem leiðir til viðskipta-
halla, sem aftur hefur leitt til mikils
launaskriðs og aukinnar eftirspurnar
eftir vinnuafli. Ég vona að það
dyljist engum að útilokað er að auka
kaupmátt langt umfram það sem
þjóðartekjurnar leyfa. Því miður
hefur þenslan orðið til þess að þeir
skynsamlegu samningar, sem gerðir
voru 1986, runnu út í sandinn.
Staðreyndin er sú að launaskriðið
hefur verið langtum meira í háu
launaflokkunum, sem leiðir til þess
að launamunur nú er nú mun meiri
en á árinu 1986.
Hversu hátt raungengi
þola atvinnuvegirnir?
Þjóðhagsstofnun var beðin um að
gefa ríkisstjórninni þrjú gróf dæmi
um hugsanlega þróun mála á þessu
ári, án tillits til ýmissa hliðarráðstaf-
ana. í einu þessara dæma kemur
fram að til þess að halda kaupmætti
síðasta árs, þyrftu meðaltalshækkan-
ir launa að vera um 15% á árinu. Þá
myndi raungengið hækka enn um
12%, en það hefur hækkað verulega
Ræða
formanns
Framsóknar-
flokksins
um efna-
hagsmál
á Hótel
Sögu í
fyrrakvöld
að undanförnu og er nú orðið mjög
óhagstætt útflutningsgreinunum.
Verðlagshækkanir frá upphafi til
loka árs yrðu 7,5 af hundraði. Spurn-
ingin sem vert er að svara í þessu
sambandi er þessi; þola atvinnuveg-
irnir að raungengi fslensku krónunn-
ar hækki enn um 12 af hundraði?
Ofreskjan
Ég hef rætt mikið um fjármagns-
kostnað, því ég held satt að segja að
fjármagnsmarkaðurinn sé orðin ein
ófreskja. Ég tek þó fram að ég er
ekki þeirrar skoðunar að háir vextir
og hinn mikli fjármagnskostnáður sé
rót vandans. Rót vandans í mínum
huga er sú, að við eyðum umfram
efni. Eftir mitt síðasta ár fjárfestum
við langt umfram það sem við höfum
efni á. Það hafa verið byggðar hér
verslunarhallir fyrir milljónaborg.
Hér er verið að byggja hótel sem
allir ferðamenn segja að hafi alls
ekki rekstrargrundvöll. Mér þykir
líka allt of mikið kapp í sumum í
sjávarútvegi, að festa ógrynni fjár í
nýjum skipum. Ég held sem sagt að
á fjölmörgum sviðum fjárfestingar
höfum við farið offari.
Of mikið fé i húsnæðismálin
á þenslutímum
Við einstaklingarnir, erum ekki
saklausir að þessu leyti. Á síðasta ári
voru til dæmis fluttir inn um 16
þúsund bílar. Ég er lfka á þeirri
skoðun að við höfum sett allt of
mikið í húsnæðismálin á þenslutím-
um. Og ég held að unga fólkið, sem
ætlar að byggja, sé mun betur statt
ef beðið er eftir því að húsnæðislánið
fáist heldur en að taka lán á okur-
vöxtum.
Mikil hreyfing á gráa
markaðnum
Ég held að verði að segja að
fjármagnsmarkaðurinn hafi þróast,
nokkuð eðlilega á árinu 1986. Innlán
jukust og menn spöruðu. Þetta er sú
þróun sem er æskileg. Þessi mikli
kaupmáttur væri út af fyrir sig ekki
hættulegur, ef menn notuðu veruleg-
an hluta fjármagnsins til að leggja
fyrir á sparireikninga. Dæmið snérist
við á seinni hluta síðasta ár. Útlán
fóru vaxandi, innlán minnkuðu og
það myndaðist vítahringur á fjár-
magnsmarkaðnum.
Seðlabankinn reynir að hafa áhrif
á útlánastarfsemi bankanna með
ýmsum reglum. Hann bindur um
13% innlána og gerð er krafa um
ákveðna lausafjárstöðu bankanna.
Við höfum talið að þetta eftirlit sé
eðlilegt. En það er staðreynd að á
svokölluðum gráa markaði hafa
sprottið upp ýmis verðbréfafyrirtæki
og kaupleigur.
Hvar er frjálsi markaðurinn?
Sfðan hafa komið upp ávöxtunar-
fyrirtæki, sem mér sýnist ekkert vera
annað en bankar. Þá aðila sem hafa
háa vexti vantar fjármagn og því
stofna þeir ávöxtunarfyrirtæki. Og
þeir bjóða þeim mönnum, sem eiga
eitthvað sparifé, að koma og leggja
það inn í ávöxtunarfyrirtækið. Þetta
sparifé kemur vitaskuld oft frá
bönkunum, þannig að hér hefur
myndast ákveðin hringrás, ef ekki
hringavitleysa. Það eru engar kröfur
gerðar um lausafjár- eða eiginfjár-
stöðu ávöxtunarfyrirtækja. Og það
er að mínu mati furðulegt, að f
mörgum tilfellum er ávöxtunarfyrir-
tæki og verðbréfafyrirtækið í eigu
sömu aðila. Hvar er þessi frjálsi
markaður með verðbréfin? í Banda-
ríkjunum, fyrirmynd frjálshyggjun-
ar, er þetta til dæmis bannað. Eg vil
þó taka fram að ég tel nauðsynlegt
að í frjálsu fjármagnskerfi sé þetta
allt til. En það verður allt að hlíta
sömu reglum. Það gengur ekki að
binda fjármagn bankanna, en ekki
fjármagn ávöxtunarfyrirtækjanna.
Aðalatriðið er að koma böndum á
fjármagnsmarkaðinn í heild sinni og
hafa með honum gott eftirlit. En ég
vil taka fram að nú er í undirbúningi
löggjöf um þetta. Seðlabankinn er
að semja þá löggjöf, en mér er ekki
grunlaust um að hann vilji hafa hann
sem frjálsastan. Það þarf að hafa á
þessu sterka stjórn.
Það þarf að tryggja að allar upp-
lýsingar liggi fyrir um fjármagns-
markaðinn, því annars er ekki vitað
hvað er að gerast í þessu mikilvæga
hagstjórnartæki í nútímaþjóðfélagi.
Verður að skattskylda
alla Ijármagnsstarfsemi
Það þurfa líka að koma til sam-
ræmdar aðgerðir fyrir allan markað-
inn, t.d. þarf að ákvarða bindingu og
lausafjárstöðu. Ég er þeirrar
skoðunar að öll verðbréf verði að
vera á nafn. Öðruvísi er t.d. útilokað
fyrir skattayfirvöld að rekja
verðbréf. öll fjármagnsstarfsemi á
að vera skattskyld. Bankar eru skatt-
skyldir en veðdeildir bankanna eru
það ekki. Einn bankastjóri viður-
kenndi í samtali við mig að vitanlega
færðu þeir yfir í veðdeildirnar allt