Tíminn - 16.01.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur 16. janúar 1988
Tíminn 19
I BÓKMENNTIR
Horfinn heimur
Indriði G. Þorstelnsson: Kelmur af sumrl.
Reykholt, Reykjavík 1987.
Sagan er svipmynd liðinnar tíðar,
gerist á skömmum tíma, að vori til
í skagfirskri sveit. Líkleg tímasetn-
ing snemma á fjórða áratuginum.
Á þessum árum bjó ennþá 1/3
þjóðarinnar í sveitum landsins og til
voru bændur sem gátu sagt að
„bóndinn væri konungur í ríki sínu“.
Þá var ennþá langt í fjarstýringu
landbúnaðarins. En það voru miklar
breytingar í aðsigi, miðstýring efna-
hagslífsins var þegar hafin og sérleiki
byggðarlaganna fór dvínandi. Sagan
gerist fyrir kreppuna og fyrir daga
mæðiveiki og minkaplágu.
„Skemman nötraði undan flugi
fugla og undan gargi fugla... “ Þannig
hefst saga Indriða G. Þorsteinsson-
ar af Jóhanni og Kristbjörgu í Ána-
nesi, börnum þeirra og sveitungum.
Fugl er tákn frelsisins í skáldskap og
þjóðtrú. Hamagangurinn í helsingj-
unum í skemmunni var forspá um
nýja tíma og hrörleika skemmunnar
tákn um hrun aldagamallar bygging-
arhefðar og lífsmáta sem skrimtir að
nokkru enn á þessum árum. Það er
tekið að votta fyrir breyttu mati,
nýir siðir og viðhorf bárust með
þeim sem höfðu „verið fyrir
sunnan", og sumir úr sveitinni höfðu
flutt á mölina og virtu ekki hefð-
bundin form, þegar þeir komu í
kynnisferðir á fornar slóðir.
Jóhann og Kristbjörg fengu Ána-
nes til ábúðar vegna þess að þar var
talið reimt, og meira en lítið, en
Jóhann var ágæt skytta, „en árar og
djöflar voru sagðir hræddir við
byssur".
Þjóðtrúin lifði enn góðu lífi á
þessum slóðum, þótt Ánanesdraug-
urinn reyndist vera nokkur annar en
menn álitu.
Höfundurinn gerir „fjósasmiðinn"
fulltrúa fornrar kunnáttu og mats.
Eftir að hann lýkur fjósasmíð fyrir
ekkjuna á Bassastöðum með meiru,
tók hann til við torfhleðslu nýrrar
skemmu í Ánanesi. Fjósasmiður var
bundinn fyrri tíma, það var eins og
hann væri sprottinn upp úr jarðveg-
inum. Hann „hlóð torfi og kunni
það verk til hlítar". Ekkert virtist
raska ró hans á þessum tímum, sem
„voru upplýstir tímar og fólk viðraði
skoðanir sínar á ólíklegustu hlutum.
Jafnvel strákar úr þessum sveitum
héldu í burtu til að stunda langskóla-
nám“. Þannig hugsaði fjósasmiður.
Og strákarnir komu heim um
vorið úr skóla. Þeir eru tengdir því
umhverfi, sem þeir eru sprottnir upp
úr, en vita báðir að þeir munu fara,
sú vitneskja er ekki sársaukalaus eins
og kemur fram í sögunni án orða-
gjálfurs. Þeir lenda í ástarævintýrum
og þar koma við sögu „stelpan
Ragnhildur" og „Katrín málaða",
sem vakti undrun í fjósvígslunni á
Bassastöðum, þegar hún tók að
mála varirnar við kaffiborðið.
Kvennablómi sveitarinnar er
Lovísa, dóttir Ragnars í öðrumdal,
stórbónda sögunnar. Hann hafði
Indriði G. Þorsteinsson.
með harðfylgi stíað Lovfsu og
Nikkumanni og sjóara sundur og gift
hana Gunnólfi í Hörðuhlíð.
Lovfsa kom ríðandi til fjósvfgsl-
unnar, engin kona sat betur hest en
hún og f veislunni beindist athygli að
Lovísu, „þeir urðu í huganum eins
og ungir menn eitt andartak áður en
grár veruleikinn yfirféll þá á ný án
eftirvæntingar eða löngunar. Innan
hans beið ekkert..." Og þeir héldu
áfram að tala um tíðarfar og sprettu,
„orðin voru þeim svo töm að þeir
gátu staðið f hrókaviðræðum án þess
að vita stundinni lengur hvað þeir
voru að segja“.
Kosningar og kosningafundir
voru þetta vor og Jóhann í Ánanesi
vænti sér góðs af úrslitum kosning-
anna, hann var leiguliði og „sigur-
vegarar kosninganna gátu gengið
með höfuðið hátt þótt þeir ættu ekki
digra sjóði, stór bú, jarðir og lönd
og kristindóminn eins og hann lagði
sig“. Staðarklerkur var pólitískur
andstæðingur Jóhanns og einnig forn
eljari hans og meira en það.
Höfundur dregur upp skemmti-
lega mynd af kosningadeginum,
þegar RagnaríÖðrumdalogJóhann
í Ánanesi bítast um atkvæði gamal-
mennisins. Pólitíkusarnir eru fremur
daufar persónur í sögunni og þegar
dómsmálaráðherrann kemur í
heimsókn gerir hann sér einkum títt
um þjóf sveitarinnar.
Myndir eru dregnar upp af sveita-
balli og brúðkaupsveislu þegarsumir
gestirnir voru orðnir svo „sauð-
drukknir, áður en lauk, að þeir
týndu konum sínum hvað þá hestum
og voru að gaufa við að leita að þeim
löngu eftir að veislunni lauk. Héldu
jafnvel að konurnar hefðu lokast
inni í kirkjunni eftir að komin var
hánótt“.
Ljóðrænustu kaflarnir eru um
„dreng" og skynjun hans á umhverfi
og náttúru, hann er sonur hjónanna
f Ánanesi. „Sunnanvindurinn fór
hægur og hlýr um kalt vorlandið...“
Hestarnir eru að nasla sinu og meðal
þeirra er foli, sem „drengur“ á.
Honum þótti vænt um þennan hest.
Hann var það eina sem hann átti í
raun og sannleika". Lýsingar á
hrossum Jóhanns bónda: „Blesi var
kvikur í eðli sínu og svo öflugur
ferðahestur að sagt var að þá fyrst
væri honum orðið reitt þegar búið
var að þembast á honum í tvo
daga...“
Ragnari f Öðrumdal leist ekki á
þegar „maður að sunnan“ virtist
kunna mun betur til reiðmennsku en
heimamenn. Viðbrögð Ragnars f
öðrumdal við þessari uppákomu
urðu þau að hleypa á Sunnlending-
inn og ríða hann niður, en hann nef-
brotnaði sjálfur.
Dýrbftur „bítur bóndans fé" þetta
vor. Jóhann er fenginn til að vinna
varginn, sem mistekst.
Höfundi hefur tekist að svipta frá
blæju fortíðarinnar og glæða persón-
ur sínar holdi og blóði, hann hefur
fullt valda á persónusköpuninni, svo
að sagan ólgar af Iffi. Kátleg atvik og
persónuleg viðbrögð verða minnis-
stæð og með fáum dráttum hefur
höfundi tekist að skapa eftirminni-
legar persónur, sem gleymast ekki.
Indriði G. Þorsteinsson hefur fullt
vald á efninu og hann kann sitt fag
ekki síður en fjósasmiður kann að
hlaða veggi. Sagan er skemmtileg
en undirtónn hennar er tragískur.
Þessir tímar koma ekki aftur og
koma þó fram úr blöðum snilldar-
lega saminnar sögu.
Siglaugur Brynleifsson
Syndir feðranna og
börnin í bænum
Rúnar Ármann Arthúrsson: Er andl I glas-
Inu7 Ungllngasaga. Svart á hvftu.
Fyrir jólin 1986 birtist unglinga-
saga eftir Rúnar Ármann. Hún heitir
Algjörir byrjendur og hlaut ágætar
viðtökur. Sumir töldu hana afbragð
annarra bóka þar sem sagt var frá
unglingum. Vera má að þar hafi
nokkru valdið hispursleysi í orð-
bragði svo að mönnum hafi fundist
frásögnin nær raunveruleikanum
vegna munnsafnaðar sem lengi vel
þótti ekki prenthæfur.
Sú saga, sem nú hefur bæst við,
segir frá sama fólki en er þó kölluð
sjálfstætt framhald. Um réttmæti
þeirra orða mætti kannske þrefa en
það skiptir þó minnstu. Þessi saga er
þó með ívafi sem mun talið nokkuð
til hliðar við raunsæi. Það nær ef til
vill ekki yfir andaglasið og kukl með
það, því að margt hefur gerst í þeim
efnum og nægir í því sambandi að
minna á þegar Neró keisari fór í
kálfinn á Valþjófsstað. En þegar
Oddur lögmaður Sigurðsson kemur
og sýnir Grími Jón biskup Vídalín
út úr fullan á Þingvöllum samkvæmt
samtíma vitnisburði er komið út
fyrir allt sem venjulegt kallast. Á
dulargáfu Grettis sterka örlaði í
Algjörum byrjendum en betur lætur
hún nú til sín taka.
Allt er nú þetta fremur veigalítil
aukaatriði til hliðar við söguþráðinn.
Þetta er saga um unglinga á hinum
síðustu tímum. Og þar er hennar
gildi.
I seinni bókinni er einkum sagt frá
Grími og Lukku. Faðir Gríms er
drykkfelldur og hjónabandið í voða.
Móðir Lukku er lauslát og því fylgir
ýmiskonar basl. Hún hefur um skeið
hrifist af vafasömum manni sem
enginn veit hver er en reynist hinn
versti glæpamaður þó að ekki verði
ljóst í sögunni hver hann raunveru-
lega er eða hvað liggur til grundvall-
ar verkum hans. Það er slæm vöntun
f sögunni.
Rúnar Ármann Arthúrsson kann
vel að segja sögu svo að hún verði
spennandi. Hann mun hafa alla
burði til að skrifa æsispennandi reyf-
ara. Það sýnir þessi saga hans.
Hér er reynt að segja frá venjuleg-
um krökkum frá heimilum sem
standa höllum fæti að ýmsu leyti.
Þar sem á annað borð er sagt frá
heimilishögum er hvergi um venju-
lega sambúð foreldra að ræða. Þar
sem faðirinn er á heimilinu er hann
drykkfelldur til vandræða.
Þeir félagarnir Grímsi og Palli eru
í bindindi, því að reynsla þeirra og
þekking af áfengi bendir eindregið
til þess að það sé farsælast. En það
er ekki vandalaust að halda bindind-
ið. Skólasysturnar eiga hvítvín og
það er meinlaust að sagt er. Félag-
arnir láta flösku ganga á milli sín í
bílnum og þá er gamanlaust að þola
frýjuorð þeirra. Og þegar amman er
sjötug heimtar hún að fá að skála við
barnabarnið.
Það er raunar Lukka ein sem
hlotið hefur þá herslu að fara sínu
fram hvað sem hver segir. Henni er
óbilgirnin nauðsyn svo að hún brotni
ekki undan farginu.
Því fer fjarri að krakkarnir í
þessari sögu séu hetjur eða englar
sem freistingar bíta ekki á. En
vafasömum og neikvæðum tfskufyr-
irbærum aldarfarsins er þannig lýst
að þau hafa engan ljóma yfir sér.
Það er alls ekki nýtt að í unglinga-
sögum sé fjallað um erfiðleika vegna
skilnaðar foreldra eða drykkjuskap-
ar enda er slíkt víða söguefni og oft
næsta örlagaríkt. Upplausn heimila
og lausung sem henni fylgir er í
fremstu röð mannfélagsmeina. Hví
skyldu skáldin fremur sækja sér
söguefni í annað?
Rúnar Ármann leggur ekki út af
því sem gerist en segir sögu svo að
ætla má að lesendur hljóti að draga
rökréttar ályktanir af veruleika
skáldskaparins enda þótt hann beri
ekki af öllum öðrum höfundum sem
segja frá ungu fólki. H.Kr.
Útboð-Sundlaug
í Suðurbæ
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í þriðja áfanga
sundlaugar í Suðurbæ en í honum felst uppsteypa
sundlaugakerja og húss yfir innilaug. Helstu magn-
tölur eru:
Steypumót 4000 ferm.
Steypa 675 rúmm.
Bendistál 43 tonn
Fyllingar 3000 rúmm.
Verkinu skal lokið 1. október 1988.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk-
fræðings, gegn 25.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin
verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2. febrúar
kl. 11.
Bæjarverkfræðingur
I Útboð-
sSs Gatnagerð
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð gatna og
lagna í Setbergi, samtals um 500 metrar í götu.
Útboðsgögn verða afhent frá og með mánudegin-
um 18. janúar á skrifstofu bæjarverkfræðings,
Strandgötu 6, gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
27. janúar kl. 11.
Bæjarverkfræðingur
Borgarskjalasafn
Skúlatúni 2
óskar að ráða starfsmann í 80-100% starf. Starfið
felst í umsjón og vinnu við úrklippusafn. Upplýsing-
ar um starfið veitir borgarskjalavörður í síma
18000.
Umsóknarfrestur er til 21. janúar. Umsóknum ber
að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar,
Pósthússtræti 8, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum
sem þar fást.
Dagvist barna
Nóaborg,
Stangarholti 11
Vantar eina fóstru og tvo starfsmenn nú þegar eða
eftir samkomulagi.
Upplýsingar gefur forstöðumaður sími 29595
Dagvist barna
Valhöll
Suðurgötu 39
Vantar 2 deildarfóstrur frá 1. febrúar.
Einnig vantar starfsmann nú þegar eða eftir
samkomulagi.
Upplýsingar gefur forstöðumaður sími 19619
Jörð óskast
Óska eftir að kaupa litla jörð í Árnes- eða
Rangárvallasýslu. Upplýsingar á auglýsingadeild
Tímans í síma 18300.