Tíminn - 16.01.1988, Blaðsíða 17
Tíminn 17
Laugardagur 16. janúar 1988
í
F
kvæmdum við það hús, en þangað
flutti Véladeildin starfsemi sína,
bæði vestan af Hringbraut 119 og úr
Sambandshúsinu.
Holtagarðar tengdust svo aftur
starfi mínu hjá Innflutningsdeild.
Pakkhúsið niðri við Grófina var
orðið of lítið og ekki í takt við
tímann, og því fóru menn að láta sig
dreyma um uppbyggingu Holta-
garða sem bækistöðvar fyrir Inn-
flutningsdeildina. Þarna var strax
frá upphafi ætlað pláss fyrir stór-
markað, og var KRON því eigandi
hússins að hluta í upphafi, en þeir
drógu sig þó fljótlega til baka, og
Mikligarður kom svo inn í myndina
síðar. Aðrar framkvæmdir inni við
Sundin eru svo tengdar eða í sam-
hengi við Holtagarða og þá miklu
starfsemi sem þar fer fram.
Um kornturnana gegnir nokkuð
öðru máli. Þeir voru byggðir af
Kornhlöðunni hf., og á Sambandið
einn þriðja í því fyrirtæki. Ég var þar
stjórnarformaður þegar ráðist var í
þessa nauðsynjaframkvæmd, sem
gerði það mögulegt að flytja inn
laust fóður og efni í fóðurblöndur.
Áður var allt fóður flutt inn í
sekkjum, og er það raunar næsta
ótrúlegt að ekki skuli þá hafa verið
búið að koma þessu nauðsynjamáli f
höfn fyrir löngu.
Ég held að gagnsemi allra þessara
bygginga sé mikil. Sérstaklega eru
þær tvær síðast töldu „sérhannaðar“
ef svo má segja, fyrir þá starfsemi
sem í þeim fer fram. Það er alltaf
erfitt að sjá framtíðina í réttu ljósi
og vandi að gera „rétt“ þegar maður
byggir, eiginlega hvað sem er, veg
eða brú, hús eða verksmiðju. Lík-
lega hefði átt að hafa kornturnana
stærri þegar þeir voru byggðir,
hvernig sem menn hefðu nú farið að
því þá að fjármagna stærri turna, og
eins má segja að Holtagarðar hafi
verið byggðir við vöxt, en þeir voru
teknir í notkun fyrir tíu og hálfu ári
síðan, og efalítið á starfsemi sú, sem
þeim er tengd, eftir að aukast veru-
lega í náinni framtfð.
Laust fóður og fríflutningar
- í framkvæmdastjóratíð þinni
hjá Innflutningsdeild og síðar Versl-
unardeild hefur verið brotið upp á
ýmsum nýjungum til að bæta þjón-
ustuna. Hver hefur að þínum dómi
orðið gagnlegust af þeim?
- Þar er ég kannski ekki rétti
maðurinn til að svara. Þó held ég að
ég vilji nefna það þegar byrjað var
að flytja laust fóður til landsins og
síðan beint áfram heim til bænd-
anna, það var geysimikil bylting frá
þvf sem áður var. Þá álít ég líka að
það hafi verið rnerkur áfangi og
geysimikið hagræði fyrir kaupfélögin
þegar Verslunardeild tók upp frí-
flutningana svo nefndu, það er að
segja fór að borga flutningskostnað-
inn á matvörum heim til félaganna.
En að öðru leyti er því til að svara
að Verslunardeild þjónar kaupfé-
lögunum best með því að eiga hverju
sinni fyrirliggjandi traustan mat-
vörulager á hagstæðu verði, og það
hefur hún jafnan reynt að gera, í
minni tíð sem endranær.
Framtíð samvinnuverslunar
- Ef við víkjum svo að samvinnu-
versluninni í landinu, hvernig sérðu
í stórum dráttum framtíð hennar?
- Það er ætíð erfitt að segja til um
framtíðina, og sennilega lifum við
núna á þeim tímum þar sem breyt-
ingar hafa verið hvað örastar á
flestum sviðum. Ég lít þó svo á að
hvert það þjóðfélag, sem vill og telur
sig búa við þróað hagkerfi, verði að
hlúa að þrenns konar rekstrarform-
um, það er samvinnurekstri, einka-
rekstri og ríkisrekstri.
Hlutur samvinnuhreyfingarinnar,
sem og hinna tveggja rekstrarform-
anna, verður að byggja á arðsemi og
framþróun. En ef við lítum nokkur
ár aftur í tímann, að ég tali nú ekki
um nokkra áratugi, þá sést að rekstr-
arstaða fyrirtækja er núna ákaflega
veik. Fjármagn hefur brunnið upp í
óðaverðbólgu og ýmis ævintýra-
mennska leitt atvinnustarfsemina út
í ógöngur.
Samvinnuhreyfingin verður hér
eftir sem hingað til að gæta uppruna
síns og meginmarkmiða. Verkefna-
val starfseminnar er aftur á móti
endurspeglun samtímans sem við
lifum í og er síbreytilegt. Hins vegar
verða menn að gæta þess að takast
ekki það mikið í fang að undirstöð-
urnar bresti.
í öllum byggðakjörnum
- Sérðu fyrir þér að skipulags-
breytingar séu framundan í sam-
vinnuversluninni og þá hverjar?
- Auðvitað verður skipulag stór-
fyrirtækis að vera í stöðugri endur-
skoðun, og það á að sjálfsögðu við
um samvinnufyrirtæki eins og allan
annan rekstur. Aðalskipulag hreyf-
ingarinnar er hefðbundið, það er að
kaupfélögin reka sjálfstæða starf-
„Það er einfaldlega
svo að viðskipti og
rekstur allur eru orðin
svo flókin og áhættu-
söm, eins og sést hefur
nú á síðustu dögum,
að rekstur er helst
tryggður með því að
hafa fleiri en eina
rekstrargrein til að
styðjast við, því að oft
hjálpar hönd hendi.“
semi, hvert í sínu byggðarlagi, og
Sambandið er síðan í eigu kaupfé-
laganna, sem kjósa því stjórn og
setja því markmið.
Bein áhrif kaupfélaganna og Sam-
bandsins þarf hins vegar að auka
innbyrðis, þannig að tengsl og sam-
starf aðilanna nýtist betur en verið
hefur. Það var okkur í Sambandinu
ljóst, þegar Holtagarðar voru
byggðir, að þróun í vörudreifingu
myndi verða sú að hún færðist á færri
hendur, það er á færri en stærri
heildsölufyrirtæki, en það hafa þó
orðið mér mikil vonbrigði að sjá hve
sú þróun hefur tekið seint við sér hér
á landi. í þessum efnum erum við
fimmtán til tuttugu árum á eftir bæði
Evrópuþjóðum og Bandaríkja-
mönnum í vörudreifingu. Ég er ekki
í vafa um að þróunin verði sú sama
hér og hjá þeim, enda er auðvelt að
bæta núverandi vinnubrögð á heild-
sölustigi hér hjá okkur.
Þá hlýtur það að verða þróun
smásöluverslunar hér að einingarnar
verði færri en stærri. Viðskiptavinir
vilja geta valið úr miklu vöruvali, og
þarfirnar eru ekki eingöngu fæði og
klæði.
En innkaupaferðir til höfuðborg-
arinnar ættu þó að geta verið óþarfar
ef þjónustan á landsbyggðinni verð-
ur bætt. Ég er þeirrar skoðunar að
öfluga starfsemi þurfi í stærstu
byggðakjörnunum, en ekki aðeins
hér á suðvesturhorninu.
Sjálfstæðar rekstrargreinar?
- Verða Sambandið og kaupfélög-
in kannski brotin niður í sjálfstæð
fyrirtæki eftir rekstrargreinum, eins
og aðeins hefur heyrst bryddað á, og
hverja kosti og galla sæir þú við
slíkar breytingar?
- Ég vona svo sannarlega að menn
hafi þá framsýni að sjá og skilja að
styrkur hreyfingarinnar felst í þeim
breiða grunni sem hún stendur á. Ég
þekki dæmi, bæði hér heima og
erlendis frá, um það að samvinnufyr-
irtæki og einkafyrirtæki hafi verið
brotin niður í sérstök fyrirtæki eða
greinar. í allflestum tilfella hefur
árangurinn orðið annar en til var
stofnað. Það er einfaldlega svo að
viðskipti og rekstur allur eru orðin
svo flókin og áhættusöm, eins og sést
hefur nú á síðustu dögum, að rekstur
er helst tryggður með því að hafa
fleiri en eina rekstrargrein til að
styðjast við, því að oft hjálpar hönd
hendi.
- Verður áfram hægt í framtíðinni
að sameina hagsmuni framleiðenda
og neytenda í samvinnuhreyfíng-
unni?
- Ég er sannfærður um að það sé
hægt. Raunar fæ ég ekki séð að
sérhagsmunir framleiðenda og neyt-
enda séu eins óskaplegir og margir
láta í veðri vaka. Er þetta ekki fyrst
og fremst dægurmál stjórnmála-
mannanna?
Höfuðborgarsvæðið
- Hvernig sérðu fyrir þér framtíð
samvinnuverslunar á höfuðborgar-
svæðinu, og raunar einnig ■ öðrum
landshlutum?
- Víðast hvar erlendis er aðalvígi
samvinnuverslunarinnar úti á lands-
byggðinni, í minni borgum og
bæjum. En á síðasta áratug hafa
samvinnuverslanir hins vegar sótt
inn á stærri staðina, þar sem settar
hafa verið á stofn mismunandi teg-
undir verslana. Matvöruverslanir
hafa ekki orðið mjög áberandi í
þeirri viðleitni, heldur fyrst og
fremst verslanir með sérvörur alls
konar.
í mínum huga á samvinnuverslun
mikið erindi inn á neytendamarkað-
inn almennt, bæði hér á höfuðborg-
arsvæðinu og annars staðar. En ég
tel hollt að fara með aðgát og kanna
allar kringumstæður áður en rokið
er út í einhverja óvissu, því að
mistök eru bæði kostnaðarsöm og
eins rýra þau trúna á starfsemina.
Varðandi höfuðborgarsvæðið þá
hefur byggðin þanist út, svo að
svæðið frá Hafnarfirði til Mosfells-
bæjar er nánast orðið ein samfella og
þarf að skoðast sem ein heild í
skipulagslegu tilliti, hvort sem um er
að ræða verslun eða brunavarnir,
svo dæmi séu nefnd. Samræmd
svæðisstjórnun er því nauðsynleg,
og sama máli gegnir raunar einnig
um svæði eða landshluta annars
staðar, þar sem samgöngur hafa
gjörbreytt lifnaðarháttum og þjón-
ustuóskum félagsmanna og neyt-
enda.
Einkaverslunin
- Og svo við víkjum að öðru, hver
er að þínum dómi í dag raunverulega
munurinn á einkaverslun og sam-
vinnuverslun í landinu?
- Samvinnuhreyfingin gegnir
mjög fjölþættu hlutverki í atvinnulífi
okkar íslendinga, og fyrst og fremst
á sviðum þar sem einstaklingar hafa
ekki náð að hrinda í framkvæmd
þeim þjóðþrifamálum sem upp hafa
komið á ólíkum tímum.
Starfsumhverfi þessara tveggja
rekstrarforma er það sama, og því
hlýtur ásýnd þeirra að vera mjög lík,
séð frá sjónarhóli mannsins á göt-
unni. En þegar betur er að gáð þá er
hér mikill munur á. Annað er byggt
upp á félagslegum grunni, þar sem
hagsmunir margra eru hafðir að
leiðarljósi, en hins vegar er einn eða
fáir einstaklingar að baki með bein
ágóðasjónarmið að markmiði. Auð-
vitað erum við líka að vinna fyrir
félagsmennina og reyna að efna til
frekari uppbyggingar á þeim sviðum
sem eru þeim og þjóðinni allri til
hagsældar.
Ég vona að hinn félagslegi þáttur
samvinnustarfsins verði efldur á
næstunni, þannig að tengsl félags-
manna við reksturinn verði meiri og
að beinn ávinningur af því að vera
félagsmaður verði áþreifanlegur.
- Og hvernig metur þú gamla
keppinauta þína á hinum vængnum,
þ.e. heildsala og kaupmenn, nú
þegar þú hefur látið af starfí?
- Ég met keppinautana mikils, í
þeirra röðum eru harðduglegir hæfi-
leikamenn sem reka sína starfsemi
af myndarskap og dugnaði. Eðlilega
er misjafn sauður, en það er alltaf
svo þegar rætt er um stóra hópa.
Þegar ég starfaði í Verslunardeild
Sambandsins áttum við mikil við-
skipti við framleiðendur og heildsala
á mörgum sviðum. Þessi viðskipti
gengu eðlilega og oftast eins og
smurð vél.
En með þessu erum við aftur
komnir að fólkinu, sem við byrjuð-
um á, og ef þú gefur þér tíma til að
hugsa um það þá finnur þú vonandi
eins og ég hvað fólkið er ólíkt, og
um leið hvað það er litríkt og
hugmyndaauðugt, og afkastamikið
þegar þess þarf, en í hina röndina oft
bráðskemmtilegt.
TÍMINN þakkar Hjalta Pálssyni
fyrir samtalið. -esig
Styrkir úr
Minningarsjóði
Theódórs Johnsons
í samræmi við skipulagsskrá Minningarsjóðs The-
ódórs Johnsons hefur Háskóli íslands ákveðið að
úthluta þremur styrkjum, að upphæð kr. 100 þús
hvern.
í 4. gr. skipulagsskrár sjóðsins segir m.a.:
Þeim tekjum sem ekki skal leggja við höfuðstól sbr.
3. gr., skal varið til að styrkja efnilega en efnalitla
stúdenta, einn eða fleiri, til náms við Háskóla
íslands eða framhaldsnáms erlendis að loknu
námi við Háskóla íslands.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu háskólans.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1988.
175x16
Þá er veturinn kominn og við eigum þessi
sígildu jeppadekk undir Lada-Sport á mjög
góðu verði:
Kr. 3.322-
Opið á laugardögum
frá kl. 9.00-12.00.
BIFREIÐ AR OG LANDBUNAÐARVELAR
Suðurlandsbraut 14, 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur
Hitaveita
Reykjavíkur
Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða járniðn-
aðarmann vanan pípusuðu.
Vinnan felst í almennu viðhaldi dreifikerfis. Krafist
er hæfnisvottorðs í pípusuðu, rafsuðu og logsuðu
frá Rannsóknarstofu iðnaðarins.
Upplýsingar um starfið veitir Örn Jensson að
bækistöð H.R., Grensásvegi 1.
REYKJKMIKURBORG
Acuc&cvi Sfödun,
Þjónustuíbúðir aldraðra,
Dalbraut 27
Starfsfólk vantar í eldhús 75% starf. Vinnutími frá
kl. 8.00-14.00. Unnið aðra hverja helgi.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377