Tíminn - 16.01.1988, Page 10
10 Tíminn -
Laugardagur 16. janúar 1988
LANDBUNAÐUR
llllllllll!
Illllllllilil
„Á síðasta ári var tvennt sem
einkum mótaði stöðu landbúnaðar-
ins. f fyrsta lagi árgæska um allt land
sem gerði mögulegt að hægt var að
halda ýmsum rekstrarliðum land-
búnaðarins í lágmarki og í öðru lagi
aðgerðir stjórnvalda í þá veru að
fylgja eftir þeirri stefnumörkun sem
hin nýju lög um framleiðslu, verð-
lagningu og sölu búvöru mótuðu.
Það er að sjálfsögðu ailtaf erfitt
þegar þarf að skipta of litlu til of
margra, og kom það berlega fram á
síðastliðnum vetri þegar mótaðar
voru nokkuð ákveðnar reglur um
fullvirðisrétt í sauðfjárræktinni.
Það kom í ljós, sem reyndar var
vitað að á síðustu árum höfðu ýmsir
bændur, bæði þeir sem voru að hefja
búskap sem og aðrir, reiknað með
að auka framleiðslu sína og því var
bústofn þeirra orðinn miklu meiri en
fullvirðisrétturinn sagði til um.
Það var því óhjákvæmilegt annað
en að gera nokkrar leiðréttingar á og
að þeim var unnið í upphafi síðast
liðins árs“.
Aðgerðir stjórnvalda
- hækkun launaliðar
„Við verðlagningu 1. mars s.l.
varð samkomulag í Verðlagsnefnd
búvara að launaliður bóndans skyldi
hækka um 20% í samræmi við
ákvæði kjarasamninganna í desem-
ber 1985. Það var hins vegar aug-
Ijóst, að færi sú verðhækkun út í
smásöluverðið myndi það kippa fót-
unum undan aukinni innanlandssölu
á kindakjöti og mjólkurafurðum eins
og stefnt var að. Þess vegna ákvað
ríkisstjórnin að auka niðurgreiðslur
enn frekar til þess að vega á móti
þessari hækkun launaliðsins. Á móti
var ákveðið að breyta greiðslum úr
ríkissjóði á vaxta og geymslugjaldi
þannig að það yrði greitt við sölu
afurðanna.
Ég tel tvímælalaust að þessi
ákvörðun hafi verið hagkvæm þá
fyrir alla sem að þessum málum
koma því að áframhaldandi birgða-
söfnun hefði orðið óviðráðanleg,
bæði fyrir sláturleyfishafa og
bændur. Þar að auki skapaði þessi
ákvörðun grundvöli að 4 ára búvöru-
samningnum milli ríkisins og Stéttar-
sambands bænda, sem ég tel að hafi
ómetanlega þýðingu. Hann hefði
aldrei náðst fram ef ekki hefði verið
hægt að reikna með aukinni sölu á
innlendum markaði."
Litlar birgðir
nautakjöts
„Framleiðnisjóður tók þá ákvörð-
un að veita bændum verðlaun, eða
aukagreiðslur fyrir slátrun á ungkálf-
um þannig að það varð í ýmsum
tilvikum hagkvæmara fyrir þá að
slátra þeim strax heldur en að ala þá
upp. í öðru lagi var svo ákveðið að
ríkissjóður veitti stuðning til að selja
elstu birgðirnar í loðdýrafóður.
Þessar aðgerðir hafa borið þann
árangur að birgðir af nautakjöti 1.
des. sl. voru ekki nema um 800 tonn
sem svarar um 3ja mánaða neyslu og
voru það um 900 tonnum minni
birgðir en árið áður. Jafnframt hefur
sú breyting orðið á að slátrun naut-
gripa fer nú fram í samræmi við
þarfir markaðarins hverju sinni og
nautakjötið jafnan selt ófrosið. Þetta
hafa neytendur kunnað að meta,
enda fengið betri vöru, og afleiðing-
in er sú að sala á nautakjöti hefur
farið vaxandi og varð meiri á síðasta
ári en nokkru sinni fyrr.“
Aukin sala í kindakjöti
„Fyrri hluta ársins 1986 voru enn
eftir nokkrar birgðir af kindakjöti
frá árinu áður, þrátt fyrir að gerðar
Viðtal við Jón Helgason, landbúnaðarráðherra:
ÁRANGURINN ER
AD KOIUIA í UÓS
í upphafí nýs árs er ekki úr vegi að líta til baka og hugleiða
hver þróun ýmissa mála hefur orðið. Það á ekki síður við um
málefni landbúnaðarins en aðra þætti þjóðlífsins, ekki síst í
Ijósi þeirra miklu breytinga í landbúnaði sem orðið hafa á
síðustu árum.
Fyrir tveimur árum gengu í gildi ný lög um framleiðslu og
sölu búvara sem mörkuðu þáttaskil í hefðbundnum landbún-
aði. Um framkvæmd þeirra laga voru menn ekki á eitt sáttir
og hart hefur verið deilt um ýmsa þætti þeirra.
Við áramót er ekki úr vegi að forvitnast hver reynslan af
þessum aðgerðum hefur orðið, svo og að fá yfírlit yfír stöðu
landbúnaðarins á síðasta ári.
Um þetta og fleira er rætt við Jón Helgason, landbúnaðar-
ráðherra í því viðtali sem hér fer á eftir.
hefðu verið ráðstafanir til að losna
við þær, m.a. með því að lækka verð.
Fyrst og fremst var hér um að
ræða lélegt kjöt og afganga af
skrokkum sem markaðurinn vildi
ekki. Því var gripið til þess ráðs að
selja hluta af því í loðdýrafóður og
síðan að henda því svo sem frægt er
orðið. Þess ber að gæta að við alla
kjötvinnslu verður ætíð einhver úr-
gangur sem illmögulegt er að fá verð
fyrir.
ítrekað hafði verið reynt að selja
þetta kjöt, mikið niðurgreitt en án
árangurs. Það var orðið gamalt og
fólk vildi ekki kaupa það til matar
og augljóst að þarna var ekki um
söluvöru að ræða.
Jafnframt því að losna við birgð-
irnar frá 1985 var ljóst að mikið átak
þurfti að gera til þess að auka sölu á
framleiðslu haustsins 1986 til þess að
lenda ekki í sömu eða verri aðstöðu
á s.l. hausti. Þess vegna var í sumar
ákveðið að auka enn niðurgreiðslur
á kindakjöti á innanlandsmarkaði
en jafnframt að flytja meira út en
gert hafði verið ráð fyrir. í því skyni
voru m.a.flutt út tæplega 2000 tonn
til Japan.
Árangur af þessum aðgerðum
varð sá að síðari hluta ársins 1987,
mánuðina ágúst, september, októ-
ber og nóvember var sala á kinda- i
kjöti meiri en oftast áður eða yfir
900 tonn í hverjum mánuði. Þar fyrir
utan tóku framleiðendur um 370
tonn heim í sláturtíð sem er meira I
magn en nokkru sinni fyrr.
Fyrstu ellefu mánuði ársins 1987
var sala á kindakjöti um 650 tonnum
meiri en allt árið 1986. Tölur um
sölu í desember sl.liggja ekki fyrir
en birgðir 1. desember voru hins
vegar 2277 tonnum minni en árið
áður.
Þá er rétt að það komi fram að
þegar búvörulögin komu til fram-
kvæmda 1. sept 1985 voru birgðir
kindakjöts rúmlega 1900 tonn sem
voru á ábyrgð sláturleyfishafa. Fyrr-
verandi ríkisstjórn ákvað að standa
að því að fullt verð fengist fyrir
þessar birgðir svo sláturleyfishafar
þyrftu ekki að færa verðskerðingar á
bændur.
Aukinn útflutningur á síðasta ári
var að nokkru leyti til þess að stuðla
að þessu og létta þessari byrði af
sláturleyfishöfum og bændum."
Mjólkursala
umfram áætlun
„Sem betur fer gekk sala mjólk-
urafurða einnig vel síðastliðið ár.
Þann l.des. s.l. hafði sala síðustu 12
mánaða á mjólk og mjólkurafurðum
numið sem svaraði um 102 milljón-
um lítra sem er mun meira en á
síðasta ári og um einni milljón lítra
umfram það magn sem lagt var til
grundvallar í búvörusamningnum,
sem þýðir í reynd að ef þannig
heldur áfram munu bændur fara að
njóta söluaukningarinnar í rýmri
fullvirðisrétti á næstu árum
Ástæður meiri sölu eru auknar
niðurgreiðslur t.d.- á smjöri og þó
ekki síður stöðug vöruþróun, aukin
fjölbreytni mjólkurafurða og öflug
og markviss kynningarstarfsemi
vinnslustöðvanna sem skilar
árangri."
Markmið aðgerðanna
„Markmiðið með þessum aðgerð-
um stjórnvalda og hér hafa verið
raktar, var að styrkja markaðsstöðu
hefðbundinna landbúnaðarafurða á
innlendum vettvangi sem er grund-
vallaratriði fyrir þessar búgreinar
þar sem útflutningsverðið fer sífellt
lækkandi. Með búvörulögunum
komst sú skipan á að samtök bænda
og ríkisvaldið vinna saman að þessu
markmiði og það út af fyrir sig tel ég
afar mikilvægt.
Þessar aðgerðir hafa að sjálfsögðu
kostað mikið fjármagn, en þær hafa
líka skilað árangri. Fjármagnsins
var aflað annars vegar með 155
milljóna króna aukafjárveitingu á
síðasta sumri og hins vegar með 200
milljón króna lántöku fyrir áramótin
sem greiðast af fjárveitingum þessa
árs enda þess vænst að útflutnings-
þörfin verði miklu minni og minna
fjármagni varið í útflutningsuppbæt-
ur“.
' Fækkunarsamningar
„Ein ástæðan fyrir minni kinda-
kjötsbirgðum nú, er að við gerð
búvörusamninganna var ákveðið að
veita þeim bændum stuðning sem
töldu sér hag í að draga úr fram-
leiðslu eða leggja niður búskap. í