Tíminn - 21.01.1988, Page 8
8 Tíminn
Tíniinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
' Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guömundsson
EggertSkúlason
Steingrímur G islason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálki-
sentimetri.
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.-
i
Rekstrarvandi fyrirtækja
Afkoma frystihúsanna er á alvarlegu stigi um
þessar mundir. Á síðasta ári snerist rekstrarafkoma
þeirra við og horfur í þeim efnum eru ískyggilegar.
Tíminn birti í gær viðtöl við tvo af forráðamönn-
um frystiiðnaðarfyrirtækja, Hermann Hjartarson á
Höfn í Hornafirði og Tryggva Finnsson á Húsavík.
Báðir eru þessir menn framkvæmdastjórar fyrir-
tækja sem byggð eru upp á félagslegum grunni og
með mjög almennri þátttöku í viðkomandi byggðar-
lögum, samvinnuhreyfingar og sveitarfélags, og
jafnvel beinni eignaraðild sjómanna og útgerðar-
manna eins og er á Húsavík.
Hér er því um að ræða fyrirtæki sem er ætlað að
tryggja atvinnulífið á stöðunum, vinna í þágu
atvinnuöryggis á þessum stöðum. Reyndar er þessi
félagslega uppbygging atvinnulífsins úti um lands-
byggðina mjög einkennandi fyrir atvinnureksturinn
þar. Hér er ekki um að ræða rekstur sem hefur
einkagróða að markmiði, heldur almannahagsmuni.
Af því leiðir auðvitað ekki að slík fyrirtæki eigi að
reka með fjárhagshalla frekar en önnur. Þvert á
móti á það að vera metnaður þeirra sem að þessum
fyrirtækjum standa að þau séu rekin með hagnaði,
safni eigin rekstrarsjóðum og tryggi þannig afkomu-
öryggi sitt eins og öllum vel reknum fyrirtækjum er
nauðsyn. Það er í rauninni smánarlegt að mikilvæg-
ustu framleiðslufyrirtæki landsins og þau sem halda
uppi unganum af útflutningi, sem eftirsóttur er í ótal
löndum austan hafs og vestan, skuli rekin með tapi
í góðæri.
Tryggvi Finnsson segir að frystihúsin séu rekin
með 16-17% halla um þessar mundir. Hann telur
upp ýmsar ástæður fyrir þessum hallarekstri. Þar
nefnir hann fyrst og fremst lækkun á verðgildi
Bandaríkjadals, sem var um 40 kr. í september, en
er nú virtur á 36 krónur. Þar að auki er verðbólga
hér heima sívaxandi og veldur kostnaðarhækkunum
við að framleiða útflutningsvöru, svo að fyrirtækin
rísa ekki undir framleiðslukostnaði. Þessi kostnað-
arhækkun fæst ekki borin uppi af hækkandi mark-
aðsverði. Þvert á móti stendur markaðsverð í stað
eða lækkar.
Af innlendum kostnaðarhækkunum nefnir
Tryggvi Finnsson umfram allt vaxta- og fjármagns-
kostnað. Heldur hann því fram að slíkur kostnaður
hafi aukist um 70% á milli áranna 1986 og 1987.
Segir hann hlutfall vaxta af veltu frystihúsanna nú
vera 11-15% að meðaltali og þá hærra hjá ýmsum
fyrirtækjum. Ef vaxtakostnaður er á því stigi sem
hér um ræðir, þá er augljóst að þau mál þurfa
athugunar við eins og Steingrímur Hermannsson
hefur rækilega bent á og forsvarsmenn atvinnulífsins
hafa sýnt fram á að sé við að glíma í ýmsum
atvinnurekstri.
Það er því ljóst að nauðsyn er skjótra aðgerða í
efnahagsmálum. Um það verður ríkisstjórnin að
hafa forgöngu og leiða saman áhrifaöfl þjóðarinnar
til samráða um hvað gera skuli. Það er óviðunandi
að opinbera það fyrir almenningi að ráðandi menn
þjóðarinnar séu að bíða hver eftir öðrum. Úrlausn
á vanda atvinnulífsins og heimilanna í landinu er
ekkert pókerspil.
Fimmtudagur 21. janúar 1988
GARRI I' 11:. Hhr.""i | | :ií- .IBNIi" .ai
HÁTVEIR0
Fyrirbærið, sem efnafræðingar
kalla hátveiro, en allur almenning-
ur á íslandi nefnir vatn, er nú
komið inn í umræðuna. Á laugar-
daginn skýrði Tíminn frá því að
ekki minni menn en heilbrigðisráð-
herrann okkar, landlæknir og
skátahöfðingi íslands hefðu á
blaðamannafundi hvatt landsmenn
einum rómi til að auka nú vatns-
drykkju sína. Að baki eru m.a.
tannverndarsjónarmið, og sú
staðreynd að neysla á gosdry kkjum
hér á landi er geysilega mikil.
Þessu fylgir svo hitt að það er
hreint ekki svo lítið magn af sykri
sem landsmenn innbyrða með öllu
þessu ropavatnsþambi. Man Garri
reyndar ekki betur en að þjóðin
eigi heimsmet í sykumeyslu sam-
kvæmt einhverjum rannsóknum.
Og sykurinn skemmir svo aftur
tennurnar, og viðgerðir á þeim eru
bæði óþægilegar og dýrar. Mark-
miðið með þessari herferð er því
að draga úr sykurneyslu lands-
manna, og þar með úr tann-
skemmdunum.
Þá mun einnig hafa komið fram
á þessum blaðamannafundi að vatn
væri hið besta megrunarmeðal fyrir
þá sem á slíku þurfa að halda. Líka
er þessi herferð skipulögð sem
andsvar við mikium og áberandi
auglýsingum gosdrykkjaframleið-
enda, sem talið er að valdi miklu
um hina háu sykurprósentu í mat-
aræði íslendinga.
Hreintvatn ogvel vígt
Ekki hefur Garri nema allt hið
besta um þessa herferð að segja.
Nú er það vitað að hér á landi erum
við svo stálheppin að eiga eitt besta
drykkjarvatn sem völ er á í heimin-
um. Þetta þarf út af fyrir sig ekki
að sanna með neinum rannsókn-
um. Hver einasti íslendingur, sem
dvelst um tíma í cinhverju ná-
grannalandinu, til dæmis Dan-
mörku eða Bretlandi, þekkir vatn-
ið þar og þá sælutilfinningu sem
fylgir því að koma heim og þamba
vel fullt vatnsglas í einum teyg.
Þótt vatnið í Kaupmannahöfn
og London eigi vissulega að vera
hreint og laust við alla skaðlega
gcrla, þá skortir það algjörlega hið
hreina, tæra og ferska bragð sem
er af fjallavatninu okkar. Þetta eru
landgæði, sem við megum gjarnan
muna eftir og notfæra okkur. En
þó má vera að nauðsynlegt reynist
að pakka vatninu í fernur og fara
að selja það fyrir nokkrar krónur í
búðum áður en landinn tekur al-
mcnnt við sér og fæst til að fara að
drekka það. Svona líkt og núna er
verið að byrja á að gera fyrir
norðan fyrir útlendingana.
En annars hefur annað gleymst í
sambandi við vatnið okkar. Það er
að á Sturlungaöld var uppi hér á
landi kaþólskur biskup, sem seinna
'varð einn af dýrlingum íslensku
kirkjunnar. Þetta var Guðmundur
góði, og eitt af því sem hann vann
sér til frægðar var að vigja vatnsból
vítt og breitt um landið.
Vatnið, sem drukkið er í
Reykjavík, er tekið úr Gvendar-
brunnum hér rétt ofan við borgina.
Þeir eru eitt þeirra vatnsbóla sem
Guðmundur góði vígði. Eftir því
sem Garri veit best var um aldir
mikil trú hér á landi á því vatni sem
nefnt var Guðmundarvatn og kom
úr slíkum vatnsbólum. Það hafði
lækningamátt og gerði þá sem
drukku bæði heilsuhrausta og
hressa.
Að því er sjá mátti af álfamynd-
inni, sem sjónvarpið var með á
dögunum, er trú á yfimáttúrlegan
mátt hvers konar bara töluverð hér
á landi enn þá. Þess vegna er það
trúlega bara talsvert vænlegt til
árangurs að hvetja fólk til að auka
kranablávatnsdrykkjuna út á það
að þar sé vígt vatn á ferðinni. Að
því er Garri fær best séð hefur
þessi hlið málanna gleymst gjör-
samlega í herferð höfðingjanna til
þessa.
Morgunblaðið
og móðurmálið
Ekki gat Garri setið á strák
sínum í gær þegar hann fletti
Morgunblaðinu sínu. Á þriðju síðu
blaðsins er frétt um myndastyttur í
Reykjavík, sem farnar eru að
þarfnast viðgerðar, og þar er máls-
grein sem hljóðar svona orðrétt:
„Gunnar sagði að mörg útilista-
verk í eigu borgarinnar væru illa
farnar og hefðu nokkur þegar verið
lagfærðar. “
Nú ætlar Garri síður en svo að
fara að gerast neins konar málfars-
ráðunautur Morgunblaðsins, og
vitaskuld eru hér einfaldlega á
ferðinni pennaglöp sem alla geta
hent.
En hitt er annað mál að Morgun-
blaðið gumar allra blaða mest af
ást sinni á móðurmálinu og um-
hyggju sinni fyrir því. Þegar menn
láta þannig verða þeir eiginlega að
gæta þess að láta svona lagað ekki
henda sig. Og svo sem í framhaldi
af Garrapistlinum frá í gær er því
kannski ekki úr vegi að benda
þeim á að ráða til sín svo sem
nokkrar Reykjavíkurstúlkur til að
fara yfir síðurnar og sjá til þess að
hlutir eins og þessir komist ekki
inn í blaðið hjá þeim. Garri
1111 VlTT OG BRFITT lllllllllllllllllllllllllMllllllllllllllllllllllllllllllWllllllllllllllllllllllllllllllffllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllll^
Sögulegar hefðir í
heiðri hafðar
Hornsteinn sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga var að Danir hefðu farið
illa með þá. Það orð liggur enn á
að Danskurinn hafi kúgað og kval-
ið Mörlandann, litið niður á bók-
menntaþjóðina og farið sínu fram
í samskiptum við innfædda í trássi
við alla góða siði.
Blöðin eru full af fréttum um að
Islendingar séu farnir að beita
Danskinn slíkum ofstopa að ekki
eru dæmi um að eybyggjar hafi
þurft að lúta svo lágt fyrir Dönum
í 500 ára sambýli í ríkjasamband-
inu undir náðarsamlegri stjórn ein-
valda af guðs náð.
Danskur sjómaður hefur kært
tiltekna íslendinga fyrir að hafa
tekið sig nauðugan og viðhaft at-
hafnir sem Ijósvakarýnir Morgun-
blaðsins kallar svertingjabreik í
umsögn um hámenningarviðleitni
ríkissjónvarpsins, er það leitaðist
við að kynna lífsstíl og viðhorf
víðkunns skálds.
Þótt íslendingar hafi oft átt í
brösum við Dani gegnum tíðina
eigum við þeim einnig margt gott
upp að inna og óeðlilegt annað en
að allur hefndarhugur sé úr mönn-
um vegna gamalla væringa.
Það er því væntanlega eitthvað
annað eðli sem varð til þess að
Daninn lenti í þeim hremmingum
að þurfa að sæta ofbeldi af hálfu
þeirrar þjóðar sem landar hans
áttu svo lengi allra kosta við, ef
ásakanir hans eiga við rök að
styðjast.
Eftir því sem best er vitað hafa
samskipti Dana og íslendinga á
kynlífssviðinu ávallt verið ljúf og
væntanlega ábatasöm í sumum til-
vikum.
Margt mætra manna og kvenna
eiga uppruna sinn að rekja til
blíðlegra samskipta danskra
manna sem ráku erindi krúnu og
viðskipta á hjálendunni og ís-
lenskra stúlkna. í því tilliti komu
Danir ekki fram sem ruddalegir
nýlenduherrar og hafa báðar
þjóðirnar fulian sóma af því ágæta
sambýli.
Þá hefur margur íslenskur sveinn
orðið að manni þegar færi gafst á
kynnum við danskar konur. Og
þar var ekki í kot vísað. Falleg og
einlæg er lýsing Eiríks á Brúnum af
þeirri reynslu sinni er hann varð
þess aðnjótandi að spila tveggja
manna alkort við glaðværar og
eftirgefanlegar dándikvinnur í
kóngsins Kaupmannahöfn. Þær
voru ekki síðri að fönguleika og
reisn en fínustu prestsmaddömur.
Geta má nærri að fleiri af þjóð-
erni Eiríks hafi svipaðar sögur að
segja frá gömlum tímum og nýjum
þótt ekki hafi verið festar á blað,
hvað þá gefnar út á bók, eins og
raunin varð á um upplyftingu
bóndans sem fór að heimsækja
kónginn.
Því er það að þótt einhverjir
þykist eiga harma að hefna á
Dönum er það ekki nema óeðli og
sögufölsun að slíkt geti farið fram
á kynlífssviðinu. Enda kvað nú
vera komið á daginn að Daninn var
ekki beittur kynferðislegu ofbeldi,
eins og hann hélt fram. Það hefði
líka verið í mótsögn við aldagamlar
hefðir í samskiptum þjóðanna. Það
er nefnilega sama á hverju gekk,
kynlífssambandið hefur ávalit ver-
ið eins gott og best verður á kosið.
Það er aðeins vegna vanþekkingar
sjómannsins á sameiginlegri sögu
þjóðanna, sem hefur komið honum
til að spinna upp þessa ótrúlegu
sögu.
En þótt sagan ósennilega um að
snurða hafi hlaupið á þráðinn í
langri samlífssögu Dana og íslend-
inga er enn önnur ergi til umræðu
í blöðunum. Er sú fremur af fagur-
fræðilegum toga en sögulegum.
Sjónvarpið fór að sinna menn-
ingarlegri skyldu sinni og sýndi bíó
um spænska skáldið Garcia Lorca.
Þar sem undirritaður vantreystir
menningarlegu hlutverki miðilsins
treysti hann sér ekki til að auðga
fátæklegan anda sinn með því að
meðtaka framlagið.
En aldrei fer það svo að maður
geti ekki fengið uppbót á það sem
gloprast framhjá af sjónvarpsdag-
skrá með því að lesa daglega
gagnrýni í Mogga. Ekki brást það
fremur venju. Þar kemur fram að
það sem sjónvarpið hafði við texta
skáldsins að bæta var kvikmynd af
„fáránlegum samfarasenum og
svertingjabreiki og fleiru í þeim
dúr...“
Það er ekki nema von að gagn-
rýnandinn sé argur vegna svona
meðferðar á góðskáldinu og að
afbrigðilegar hneigðir þess hafi
verið útbásúnaðar á þennan hátt.
Garcia Lorca stendur jafn keikur
sem listamaður þótt sjónvörpum
þyki hvað helst fengur í að kynna
umheiminum þau svertingajabreik
sem hann hafði smekk fyrir í
einkalífinu.
Lorca stendur fyrir sínu hvernig
sem skoðanir hans eru afbakaðar
og smekklausir dónar fjalla um líf
hans.
Á sama hátt fellur vonandi aldrei
skuggi á það ljúfa samband sem
tengt hefur Dani og íslendinga
gegnum aldirnar þótt gengið hafi á x-
ýmsu öðru í sanjskipfunum.
Það er mikill léttir að frétta að'
Danskurinn vaij ekki beittur kyn-
ferðislegu ofbeldi af hálfu íslend-
inga, þrátt fyrir fyrstu ftásagnir.
Það hefði verið gróf rangfærsla á
langri sögulegri hefð. OÓ