Tíminn - 21.01.1988, Qupperneq 20

Tíminn - 21.01.1988, Qupperneq 20
Þjónusta í þína þágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Auglýsingadeild liannar auglýsinguna fyrir þig 111 1 ^ 11111 ■ " ' i ___Okeypis þjónusta jjj 686300 Tíiriinn Sykurlausar Hálstöflur w HLUU)W . mettcJU00* 'lLtUKO -- Lukkutríó Landssambands Hjálparsveita skáta: Vinningshafi kærði bið eftir Bensinum Vinningshafi í Lukkutríói LHS, kona sem ekki vill láta nafns síns getið, brást illa við er hún komst að því að Bensbifreið sú er hún hlaut í vinning var ekki komin til landsins. Leitaði konan til dómsmálaráðuneytisins til að kanna möguleika á kröfugerð á hendur LHS um dráttarvexti á verðmæti vinningsins þá hálfa aðra viku, sem hún þyrfti að bíða eftir Bensinum. Málin enduðu þó með sátt og buðust Lukkutríósmenn til að gefa henni útvarps- og kasettutæki í Bensinn í sárabætur. Bifreiðina fær hún afhenta í dag, en tafirnar stöfuðu af því að LHS menn vildu frekar afhenda bifreið af árgerð 1988, en árgerðinni eldri, sem væri um 150 þúsund krónum verðminni í endursölu. Þegar leitað var til skrifstofu LHS um skýringar á fréttinni varð- ist Björn Hermannsson, fram- kvæmdastjóri, allra frétta af mál- inu, en sagði að því væri lokið með fullum sáttum. Sagði hann að tafir á afgreiðslu bílsins væri hins vegar sjálfsagt að skýra. Bensbifreiðar eru, eins og mörg- um er kunnugt, yfirleitt ekki af- greiddar af vörulager, heldur er oftast um það að ræða að kaupandi pantar tiltekna gerð af bifreið og þá fyrst er farið að setja hann saman eftir nákvæmum óskum kaupandans. Þannig er vanaleg afgreiðsla hjá umboðinu hér heima, Ræsi hf., og frá verksmiðj- unum í Vestur-Þýskalandi. Björn sagði að þeir hjá LHS hefðu verið mjög tímanlega með pantanir sínar. Hins vegar hefði orðið ljóst í haust að útgáfa Lukkutríósins ætlaði að dragast af ýmsum ástæð- um. Hafi LHS menn því séð fram á að vinningshafar fengju aíhentar Bensbifreiðar af árgerð 1987 á sama tíma og árgerð 1988 færi að sjást á götunni. Þetta hefði þýtt á annað hundrað þúsund króna tap fyrir vinningshafa miðað við endur- sölu á nýrri bifreiðinni. í haust var því ákveðið að af- panta Bensana af árgerð 1987 og panta að nýju. Nægur tími var þá til stefnu og fengu hinir tveir vinn- ingshafarnir nýja bíla sína um leið og þeir hrepptu þá í spilinu. Ástæður þess að umrædd kona fékk ekki sína bifreið um leið og hún hafði unnið hana í leiknum og þar með afhenta samstundis, mun hafa verið sú, að þriðja bifreiðin mun hafa verið send aftur í gegnum síðustu lakksprautun í verksmiðj- unum, þar sem framleiðandi var ekki ánægður með endanlega út- komu. Þessi nákvæmu vinnubrögð reyndust því tefja afgreiðslu bif- reiðarinnar á aðra viku. Að lokum ítrekaði Björn að hann vildi ekki ræða samskipti LHS og samninga þess við konuna, en sagði að máli þessu væri lokið með þeirri sátt að konan fékk hljómflutningstæki í bifreiðina að auki. Sagði hann að þeir hefðu allt eins átt von á því að vinningshafi kæmi fram áður en þessi bifreið kæmi til landsins, en frekar viljað afhenda nýjustu árgerðina til hags- bóta fyrir vinningshafa. Sagðist hann vera leiður yfir því að þessi dráttur varð á afgreiðslunni. Enn eru margir vinningar óaf- greiddir og þar á meðal eru nær allar Fíatbifreiðarnar og mikið af minni vinningunum. Sagðist hann vera ánægður með viðtökur fólks og að almennt væri þessari fjáröfl- un þeirra vel tekið. KB Maðurí lausu lofti Við fyrstu sýn virðist maðurinn svífa um í lausu lofti, en þegar betur er að gáð sést hvar hann styður fæti á klifurvegg Hjálparsveitar skáta í húsnæði þeirra við Snorrabraut í Reykjavík. í þessari aðstöðu æfa skátar klifur í níu mánuði á ári, þegar of kalt er að æfa klifur í náttúrunni. Slík íþrótt er ekki stund- uð nema þrjá hlýjustu mánuði ársins og getur verið stórhættuleg séu klifurmenn ekki í góðri þjálfun. Skátum finnst þessi klifurveggur þeirra í minna lagi og horfðu vonar- augum til gaflsins á Laugardalshöll. En hvað gerist ef klifurmenn hrynja á steypt gólfið við æfingar? „Þá detta þeir. Þeir verða að æfa sig að detta í grýtta jörð líka,“ var einfalt svarið. þj Svífandi í laustu lofti í æfingaað- stöðu skáta við Snorrabraut. (Tímínn: Pjetur) Einn Færeyingur látinn og annar þungt haldinn: Matareitrun af íslensku kindakjöti Fjörutíu og níu ára gamall Færeyingur lést í Landssjúkrahúsinu í Þórshöfn í fyrrinótt vegna matareitrunar. Hann hafði borðað íslenskt kindakjöt, sem hafði verið verkað sem skerpikjöt. Tvítugur sonur þessa manns liggur einnig á sjúkrahúsi og er tvísýnt um líf hans. Ríkisútvarpið flutti þær fréttir í gær að Færeyingar teldu ekki að við íslenskt kjöt væri að sakast, enda væri það yfirleitt hreinna og betur frágengið en færeyska dilkakjötið. Þeir hefðu í margar aldir þurrkað kindakjöt í hjöllum og útihúsum og gert úr því svonefnt skerpikjöt, sem er notað sem álegg á brauð. Talsvert af frysta, íslenska kindakjötinu, sem flutt er til Færeyja, er verkað á sama hátt, en fyrst er það látið þiðna í stofuhita í þrjá til fjóra sólarhringa og síðan hengt upp. Þessi verkun hefur vissa áhættu í för með sér, sérstaklega ef kjötið er látið liggja lengur en í þrjá sólar- hringa. Fréttaritari útvarps sagði að talsverður uggur hefði gripið um sig meðal fólks því að janúar er einmitt sá árstími sem skerpikjötið er sótt í hjallana og snætt. Einnig hefur verið bent á að hlýindin, sem verið hafa í Færeyjum í allan vetur, hafa aukið til muna hættuna á skemmdum í kjötinu. Ekki er enn ljóst hvort þetta muni hafa áhrif á innflutning íslensks kindakjöts til Færeyja, en þar hugsa menn sig nú um tvisvar, áður en þeir sækja kjötið í hjallinn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.