Tíminn - 08.03.1988, Page 13
Þriðjudagur 8. mars 1988
Tíminn 13
FRÉTTAYFIRLIT
PARIS - Líkur á að boðað j
verði til almennra þingkosn-
inga áður en regiulegu kjör-
tímabili þingsins í Frakklandi i
lýkur jukust mjög í gær, en þá
hét Jaques Chirac forsætisráð-
herra landsins því að rjúfa þing
og boða til nýrra kosninga ef
Francois Mitterand yrði endur-
kjörinn forseti Frakklands í
forsetakosningunum sem fram
fara í maí.
GENF - Leiðtogi bandarísku
sendinefndarinnar hjá Mann-
réttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna sagði að nýlegar
breytingar í átt til aukinna
mannréttinda í Sovétríkjunum
væru aðeins á yfirborðinu, en
næðu ekki dýpra. Því væri
óvíst hve tilslakanir héldust
lengi.
JÓHANNESARBORG-
Suðurafrískir kirkjuleiðtogar
sem berjast gegn hertum að-
gerðum stjórnarinnar í Pretor-
íu gegn andstæðingum að-
skilnaðarstefnunnar, hétu á
alla kristna að mæta til guðs-
þjónustu næsta sunnudag.
VARSJÁ - Jósef Glemp
kardináli, leiðtogi kaþólsku
kirkjunnar í Póllandi sagðist
vonast til þess að heimsækja
Moskvu í júnímánuði. Það yrði
fyrsta skipti í sögunni sem
leiðtogi pólsku kirkjunnar
heimsækti Moskvu.
» ...................■■
lllllliiííllllll ÚTLÖND
llilllllllllllllllliillllllllllllllilllll
Enn eitt vopnasöluhneyksli að koma upp á yfirborðið í Svíþjóð:
Sænskum vígtólum
beitt í Víetnam?
Hermenn úr hinum Konunglega ástralska landher stumra hér yfir norðurvíet-
nömskum föngum sem ástralska herdeildin tók til fanga í einni orrustu
Víetnamstríðsins. Ástralíuher notaði sænskar fallbyssur í Víetnamstríðinu og
seldu Svíar Áströlum skotfæri eftir krókaleiðum í trássi við sænsk lög, ef
sænskir fjölmiðlar fara með rétt mál.
Frá Ingemár Carlson fréttarítara Tímans í Upp-
sölum
Enn eitt vopnasöluhneykslið virð-
ist vera að koma upp á yfirborðið í
Svíþjóð ef marka má umfjöllun
sænskra fjölmiðla um helgina. Sam-
kvænít heimildum Dagens Nyheter
beittu Ástralir sænskum vopnum í
Víetnamstríðinu með vitund
sænskra vopnasala allt frá árinu
1966. Er það brot á sænskum hlut-
leysislögum sem banna sölu vopna
til ríkja sem eiga í stríði eða eiga í
augljósri hættu að lenda í vopnuðum
átökum.
Svíar hófu að selja Áströlum
sænskar fallbyssur af gerðinni Carl
Gustav árið 1965 enda áttu Ástralir
ekki í stríði þá. Ástralir og Nýsjá-
lendingar sendu hersveitir til Víet-
nam árið 1966 og tóku þær þátt í
bardögum gegn Norðurvíetnömum
við hlið Bandaríkjamanna og Suður-
víetnama. Tóku Svíar þá fyrir
vopnasölu til Ástrala í samræmi við
hlutleysislögin sænsku.
Að sögn heimildarmanns Dagens
Nyheters beittu Ástralir mjög hörð-
um þrýstingi á Svía í þeim tilgangi
að fá keypt skotfæri í fallbyssur
sínar. Málið leystist þannig að Svíar
seldu Bretum skotfæri með því skil-
yrði að Bretar flyttu skotfærin út til
Ástralíu. Brýtur þetta mjög í bága
við sænsk lög.
Fyrrverandi leiðtogi hægrimanna
Gustav Bohmann segist hafa vitað
um skotfærasöluna þegar 1966.
Hann minntist þrýstings Astralíu-
manna og að málið hafi verið leyst,
en hann vissi ekki eftir hvaða leiðuni
skotfærasalan fór fram. Á þessum
tíma var Bohmann sérfræðingur
hægri manna í varnarmálum. Að
sögn hans munu átta eða tíu manns
hafa vitað um söluna og eru flestir
þeirra nú látnir.
Á þessum tíma fór andstaða og
mótmæli gegn stríðinu í Víetnam
mjög vaxandi í Svíþjóð. Þar að auki
miðlaði ríkisstjórn Svíþjóðar málum
milli hinna stríðandi aðila í Víetnam
í tvö ár. Þáverandi utanríkisráðherra
Svía, Thorstein Nilson, tók ipikinn
þátt í þessum umræðum.
Sven Andersson sem var varnar-
málaráðherra Svía árið 1966 er nú
látinn, en Thorstein Nilson sem var
utanríkisráðherra telur ólíklegt að
Svíar hafi selt stríðsaðilum vopn og
skotfæri. Hann segist ekki muna
eftir neinum þess háttar viðskiptum
frá þeim tíma sem hann var í embætti
og telur ólíklegt að hann hefði ekki
vitað af sölunni ef hún hefði farið
fram.
Þá segir núverandi ráðuneytisstjóri í
utanríkisráðuneyti Svía að ekki hafi
fundist nein skjöl í ráðuneytinu sem
bendi til að þessi vopnasala hafi
farið fram.
Utanríkisráðuneytið mun halda
áfram að kanna jsetta mál og er
trúlegt að stjórnarskrárnefnd sænska
þingsins hafi einnig hug á að kanna
málið, en hlutverk þeirrar nefndar
er að fylgjast með því að ekki sé
brotið í bága við sænsku stjórnar-
skrána.
Vopnasala sænskra vopnaverk-
smiðja hefur verið mjög í sviðsljós-
inu frá því upp komst um ólöglega
vopnasölu Boforsverksmiðjanna til
Indlands, en Indland er á vopnasölu-
bannlista sænskra stjórnvalda.
Þá hefur komið fram í sænskum
fjölmiðlum að hugsanlegt sé að
sænskum vopnum sé beitt í átökum
stríðandi afla í Miðausturlöndum og
í stríði írana og íraka. Er jafnvel
talið að franar hafi sænskar eldflaug-
ar, Robot 70, undir höndum og beiti
þeim í eldflaugaárásum á íraka. Er
talið að eldflaugunum hafi verið
smyglað til írans í gegnum Singa-
pore, en þangað hafa Svíar selt
vopn. Þessi orðrómur hefur þó ekki
verið staðfestur.
AROER, ISRAEL - Þrír
arabískir skæruliðar rændu
ísraaelskum langferðabíl í
Negev eyðimörkinni og drápu
einn ísraelskan borgara áður
en vopnaðar lögreglusveitir
réðust á bílinn og skutu skær-
uliðana til bana. Tveir ísraelar
létust í árás lögreglunnar.
BAGDAD - írakar hófu aðra
viku nær stanslausra eld-
flaugaárása á Teheran með
því að skjóta þremur eldflaug-
um á þessa höfuðborg írana.
Talsmaður írakska hersins
sagði að nokkrir almennir borg-
arar hefðu látið lífið þegar
iranar skutu tveimur eldflaug-
um á Baadad og borgina Mosul
í norðurlrak.
LONDON - Öryggissveitir
breska hersins á Gíbraltar leita
nú að bílasprenaju sem hugs-
anlega hefur verðið komið fyrir
á Gíbraltar. Breskir hermenn á
Gíbraltar skutu þrjá liðsmenn
írska lýðveldishersins til bana
þar í gær.
PANAMABORG - Stjórn-
arandstöðuflokkarnir og aðrir
andstæðingar stjórnarinnar í
Panama eru nú í fyrsta sinni
tilbúnir til að styðja hinn afsetta
forseta Panama, Eric Arturo
Delvalle sem sameiningartákni
gegn Manuel Antonio Noregia.
Þetta kom fram hjá einum leið-
toga stjórnarandstöðunnar í
gær.
Óeiröir í Tíbet í kjölfar bænahátíðar búddista:
Minnst tíu
manns biðu
bana í Lhasa
Að minnsta kosti tíu manns létu
lífið f óeirðum í Lhasa í Tíbet á
laugardag þegar Tíbetar mótmæltu
yfirráðum Kínverja og kröfðust
sjálfstæðis. Einn hinna látnu er kín-
verskur lögreglumaður sem lét lífið
þegar tíbetskir mótmælendur réðust
á lögreglustöð í Lhasa.
Hópar munka yfirtóku aðaltorgið
í Lhasa í um það bil hálfa klukku-
stund, kröfðust sjálfstæðis Tíbets og
grýttu nærstadda Kínverja. Munk-
arnir létu undan síga þegar flokkar
vopnaðrar kínverskrar lögreglu kom
á staðinn.
Átök þessi brutust út á síðasta
degi hinnar árlegu Mom Lam bæna-
hátíðar sem að þessu sinni fór fram
með fullum vilja kínverskra yfir-
valda. Því hunsuðu hundruð lama-
munkar hátíðarhöldin og töldu þau
sýndarmennsku kínverskra yfir-
valda.
í október á síðasta ári brutust út
blóðug átök í Tíbet í kjölfar mót-
mæla þar sem Tíbetar kröfðust sjálf-
stæðis landsins. Þá lögðu tíbetskir
munkar og almenningur lögreglu-
stöð við jörð og létu ekki undan síga
fyrr en kínverska lögreglan hóf
skothríð að mótmælendunum með
þeim afleiðingum að sex manns létu
lífið.
Tíbetskir mótmælendur sem krcfjast sjálfstæðis landsins ráðast að kínverskri
lögreglustöð í Lhasa í október síðastliðnum. Á laugardag réðust tíbetskir
mótmælendur enn á ný að lögreglu. Tíu manns létu lífið í óeirðunum.
Vamarmálaráðherra Breta á fundi Vestur-Evrópubandalagsins:
NATO grandar eigin vélum
Varnarmálaráðherra Breta sagði
í gær að NATO hefði ekki yfir að
ráða tækni til að greina í sundur
herþotur NATO ríkja og herþotur
Varsjárbandalagsríkja ef hefð-
bundin styrjöld myndi nú skella á.
Því væri óhjákvæmilegt annað en
NATO herir myndu skjóta niður
eitthvað af eigin herþotum, en það
hefði NATO allra síst efni á þar
sem flugfloti NATO herja væri
alltof lítill fyrir.
Þetta kom fram hjá George
Yonger varnarmálaráðherra Breta
í gær en hann situr nú ráðstefnu
Vestur-Evrópubandalagsins sem
fjallar um rannsóknir og þróun
vopnabúnaðar. Hvatti hann ríki
bandalagsins að taka upp mun
nánari hernaðarsamvinnu en nú
er, en öll ríki Vestur-Evrópu-
bandalagsins eru aðilar að N ATO.
Yonger sagði á ráðstefnunni að
það yrði að vera forgangsverkefni
í vestrænni hernaðarsamvinnu að
samhæfa og samræma vopnabúnað
NATO ríkjanna svo koma megi í
veg fyrir atvik eins og að her
NATÓ ríkis skjóti niður herþotu
annars NATO ríkis.
„Menn vita það nú þegar að
hernaðarstyrkur NATO nýtist ekki
nema að litlu leyti í orrustum
vegna þess hve herir ríkjanna nota
mismunandi vopnabúnað. Við
verðum að sannfæra hergagnaiðn-
jöfra okkar um að notalegir dagar
kostnaðarsamrar og þjóðlegrar
vopnaframleiðslu sé liðinn og að
framtíðin liggi í samhæfðri vopna-
framleiðslu vopnaframleiðenda í
Vestur-Evrópu,“ sagði Yonger á
ráðstefnunni f gær. HM