Tíminn - 28.04.1988, Page 10

Tíminn - 28.04.1988, Page 10
10 Tíminn Fimmtudagur 28. apríl 1988 Falklandseyingar eiga stórauðug fiskimið en eru of fámennir Falklandseyjar hafa löngum verið bitbein Argentínu og Bretlands og sauð upp úr 1982 þegar Argentínumenn gerðu innrás á eyjarnar, sem á þeirra máli nefnast Islas Malvinas, en urðu að lúta í lægra haldi fyrir breskum hersveitum og láta eyjarnar aftur af hendi. Þessi innrás Argentínumanna varð þó til þess að vekja athygli alheimsins á þessum hrjóstrugu eyjum lengst suður í Atlantshafi, skammt undan ströndum Argen- tínu en byggðar harðgerðum breskum þegnum, um 2000 að tölu, sem aðallega liafa stundað sauðfjárbúskap. Það höfðu heyrst raddir í Bretlandi um að það væri hreinasta vitleysa að halda dauða- haldi í þessar eyjar og íbúa þeirra sem Bretum væru til einskis gagns en hins vegar stafaði af þeim mikill kostnaður. Hins vegar fylltust Bretar þjóð- arstolti þegar breskar hersveitir unnu sigur á þeim argentínsku og átti sá sigur mikinn þátt í kosninga- sigri Margaretar Thatcher árið 1982. Og íbúar eyjanna voru ein- huga um að halda áfram búsetu þar, og sem breskir þegnar. Fiskveiðilandhelgin færð út í 150 sjómílur Nú hefur komið í ljós að eyjarn- ar búa yfir ýmsum auði. Áður lék grunur á um að í hafinu umhverfis þær kynni að vera gnótt olíu og jarðgass, en hafið býr yfir öðrum auði sem nú hefir gert eyjarnar að nokkurs konar Klondyke sem íbú- ana hafði aldrei dreymt um. Frá því að lifa fábrotnu og hófsömu lífi eru eyjaskeggjar nú á góðri leið með að verða veiðifurst- ar og lffskjörin orðin með þeim bestu sem fyrirfinnast. Reyndar hafa eyjabúar orðið svo ríkir svo hratt að þeir gera sér ekki alveg grein fyrir hvernig þeir eiga að fara með öll þessi verðmæti. Þessi umskipti á lífi Falklendinga urðu í fyrra þegar 150 sjómílna fiskveiðilandhelgi var sett á um- hverfis eyjarnar. Þá kom í ljós að þarna eru einhver auðugustu fiskimið í heimi. Lítil kolkrabbategund sem þykir mikið lostæti víða um heim Til þessa hafa eyjaskeggjar aðal- lega haft framfæri sitt af fjárbúskap eins og áður er sagt. Þeir hafa ekki stundað fiskveiðar nema til heimil- isbrúks. En eftír að bresk yfirvöld - gegn mótmælum Argentínu- manna - höfðu fært út fiskveiði- landhelgina fengu Falklendingar um 1200 milljónir króna fyrir leyfisgjöld og önnur gjöld frá út- lendum veiðiskipum. Það er ekki svo lítið sem kemur í hlut hvers og eins þegar íbúar eyjanna eru ekki nema um 2000, og þeir stunda ekki sjálfir veiðar að neinu ráði. Og þessar tekjur fara hríðvaxandi. Flest veiðiskipin eru verksmiðju- skip frá Austur-Evrópu og löndum Austur-Asíu. Og nú ætla Bretar sjálfir að senda eigin veiðiskip til Falklandseyja. Ástæðan til þess að Falklandsey- ingar hafa ekki lagt sig fram um að efla eigin fiskiflota er að áður fyrr voru fjarlægðirnar til markaðanna of miklar fyrir þann Iitla afla sem eyjaskeggjar gátu sjálfir unnið. Þar við bætist að mikilvægasta fisktegundin á miðunum er lítil kolkrabbategund sem hvorki Falk- landseyingarnir sjálfir eða Bretar hafa haft sérlegan smekk fyrir. En nú kemur í Ijós að Falklands- eyja-kolkrabbinn er álitinn sér- stakt lostæti í mörgum heimshlut- um, ekki síst í Austurlöndum. Útgerðarmenn veiðiskipa með kælibúnað frá Japan, Suður-Kóreu og Taiwan sýna miðunum um- hverfis Falklandseyjar geysimikinn áhuga. Breskir landgönguliðar draga breska fánann að hún í Port Howard á Vestur-Falklandi eftir uppgjöf Argentínumanna 14. júní 1982. Verðmæti Falklands- eyjaaflans meiri en Norður- sjávaraflans Verðmæti kolkrabbaaflans við Falklandseyjar á síðasta ári er álitið vera a.m.k. um 30 milljarðar króna. Þetta er meira en allur afli breskra fiskimanna í Norðursjón- um. Mesta vandamálið á eyjunum þessa dagana er þess vegna hvernig íbúarnir geti nýtt sér þessa auðlind með því að setja sjálfir á stofn fiskiðnað. Ef þeir hafa áhuga á því geta þeir komið höndum yfir svo gífur- lega mikil auðæfi, miðað við fólks- fjölda, að þeir verða sambærilegir við arabísku furstadæmin við Persaflóa. Ef þeir taka þann kost- inn hafa þeir ekki bara nógu mikið fé handa á milli til þess að vera færir um að afþakka alla aðstoð frá Bretlandi. Þeir geta þá sjálfirgreitt allan kostnað við veru breskra hermanna á eyjunum og samt átt feikimikið í afgang. Galli á gjöf Njarðar En einn er galli á gjöf Njarðar. Hvernig á 2000 manna samfélag að geta lagt til nauðsynlegt vinnuafl til að vinna slíkan gróða, án þess að drukkna í aðkomufólki? íbúar eyj- anna eiga á hættu að verða mjög fljótlega lítill minnihluti meðal að- komumanna og missa þannig stjórnina á eigin örlögum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.