Tíminn - 19.07.1988, Qupperneq 11

Tíminn - 19.07.1988, Qupperneq 11
Þriðjudagur 19. júlí 1988 Tíminn 11 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR Njarðvíkingurinn sterki, Sturla Örlygsson, hefur verið ráðinn þjálf- ari úrvalsdeildarliðs ÍK-inga í körfu- knattleik. „Við erum mjög ánægðir að hafa fengið þennan öfluga leikmann og þjálfara til liðs við okkur,“ sagði Þór Örn Jónsson stjórnarmaður í körfu- knattleiksdeild ÍR, í viðtali viðTím- ann seint í gærkvöld. „Sturla á eftir að styrkja liðið mjög mikið á komandi keppnistíma- bili enda mjög reyndur leikmaður. Við eru búnir að ráða þjálfara í nánast alla flokka og lítum björtum augum á framtíðina. Það verður mikið og öflugt starf hjá okkur í vetur," sagði Þór Örn. ÍR-inga munar mikið um að fá Sturlu til liðs við sig. Oft hefur aðeins vantað herslumuninn að ÍR- liðinu tækist að vinna sigra í leikjum sínum undanfarin ár. Það má því búast við hörkukeppni í A-riðli úr- valsdeildarinnar næsta vetur, en í riðlinum leika auk ÍR. Haukar, Keflavík, KR og Tindastóll. „Ég er mjög spenntur að takast á við þetta verkefni, ég hef mikla trú á liðinu og hlakka til að byrja að æfa,“ sagði Sturla í samtali við Tímann í gærkvöld. „Ég fer frá Njarðvík með eftirsjá, en ég vil skila kveðju minni til góðra félaga þar. Það verður mikil og hörð keppni í úrvalsdeildinni næsta vetur og ÍR verður örugglega á fullu með í þeirri keppni," sagði Sturla ennfremur. Missir Njarðvíkinga er að sama skapi mikill og liðsstyrkur ÍR. Þeir hafa nú misst tvo af sínum sterkustu leikmönnum á stuttum tíma, því KA-menn sváfu Valur Ingimundarson hefur tekið við sem þjálfari Tindastóls frá Sauð- árkróki. Njarðvíkingar hafa ráðið bandarísk- an þjálfara, Chris Fadness, til að taka við liðinu og fá jafnvel þá Jóhannes Kristbjörnsson og Ástþór Ingason aftur til liðs við sig. Það yrði þeim nokkur sárabót eftir að hafa misst Val og Sturlu. BL Sturla Örlygsson mun leika með ÍR í körfunni næsta vetur. verðinum Frá Jóhanncsi Bjarnusyni fréttaritara Tímans á Akureyri. Pórsarar unnu sanngjarnan sigur á KA-mönnum í ótrúlega sveiflu- kenndunt leik, þar sem KA-menn voru heldur sterkari í fyrri hálfleik, en voru hreinlega ekki með í þeim seinni. KA-mönnum hefur því enn ekki tekist að sigra Þór í 1. deildar- leik og verða að bíða eitt ár í það minnsta, eftir næsta tækifæri. Akureyrarvöllur var þungur eftir rigningar og áttu leikmenn í miklum jafnvægisvandræðum af þeim sökum. KA-menn voru mun fljótari í gang og náðu forystu strax á 12. mín. er Friðfinnur Hermannsson átti gott skot frá vítateigslínu, sem fór af Gauta Laxdal og í netið. Rétt áður var Anthony Karl í dauðafæri en hitti knöttinn illa. Fyrri hálfleikur var að öðru leyti tíðindalítill, nema þegar Valgeir Barðason komst einn innfyrir vörn Þórs, en var of lengi að athafna sig og varnarmenn Þórs komust í veg fyrir skot hans. Leikurinn tók óvænta stefnu í síðari hálfleik. Þórsarar sem höfðu verið mjög slakir, gengu hreinlega yfir KA-menn, sem að sama skapi voru hreint ótrúlega daufir. Á 20 mín. kafla skoruðu Þórsara í þrígang og Siguróli Kristjánsson átti þar að auki algjört dauðafæri sem hann brenndi af. Valdimar Pálsson jafnaði á 58. mín. með marki beint úr aukaspyrnu af 20 m færi, sem Hauk- ur Bragason markvörður KA hefði átt að verja, en virtist fremur illa staðsettur. Birgir Skúlason Þórsari gerði á sömu mín. heiðarlega tilraun til að koma KA-mönnum yfir, en Baldvin markvörður varði glæsilega góðan skalla Birgis að eigin marki. Á 61. mín. komust Þórsarar yfir. Kristján Kristjánsson tók auka- spyrnu langt úti á vinstri kanti og Halldór Áskelsson skallaði í mark. Snyrtilega gert, en KA-vörnin svaf þungum svefni. Úrslitin réðust síðan á 77. mín. en þá braut Halldór Halldórsson á Hlyn Birgissyni innan vítateigs KA-manna og Júlíus Tryggvason skoraði örugglega úr vítaspyrnunni. Aðeins mínútu síðar braut Hlynur Birgisson gróflega á Friðfinni Hermannssyni og Sveinn Sveinsson dómari sendi hann um- svifalaust í bað. En þótt fleiri væru, voru KA-menn alveg vindlausir og mark Gauta Laxdal á 88. mín. var eina heiðarlega tilraun þeirra til að bæta við mörkum. Þórsarar börðust sem ljón ogsigruðu sanngjarnt. Hjá Þórsurum átt Nói Björnsson mjög góðan leik í vörninni og Baldvin markvörður lék óaðfinnanlega. Hjá KA voru þeir Halldór Halldórsson og Jón Kristjánsson bestir. KA- menn fengu aðeins á sig 17 mörk síðasta keppnistímabil, en hafa nú þegar fengið á sig 19 þegar mótið er hálfnað. Umhugsunarefni fyrir Guðjón Þórðarson þjálfara. Sveinn Sveinsson dómari leiksins átti slæm- an dag og vöktu sumir dómar hans mikla furðu undirritaðs. JB/BL Jafntefli og bronsverðlaun ísland varð í þriðja sæti á alþjöð- legu handknattleiksmóti sem lauk í A-Þýskalandi um helgina. í síðasta leiknum gegn V-Þjóðverjum á laug- ardag gerðu íslendingar jafntefli, 19-19, og urðu því í þriðja sæti á betra markahlutfalli. Leikurinn á laugardag var mjög spennandi frá upphafi til enda og liðin skiptust á um að hafa forystuna. í hálfleik var staðan 10-10. íslend- ingar léku uppá jafnteflið á síðustu mínútunni og héldu boltanum. „Þessi leikur var mjög góður, en harður, og við erum mjög sáttir við árangurinn í mótinu," sagði Guðjón Guðmundsson liðsstjóri í samtali við Tímann. Einar Þorvarðarson varði mjög vel í markinu og var besti maður leiksins ásamt Jakob Sigurðs- syni, en Jakob fékk rauða spjaldið undir lok leiksins, eftir að hafa skorað sex gtæsileg mörk. V-Þjóðverjar koma til landsins um næstu helgi og leika tvo lands- leiki gegn íslendingum í Laugardals- höll á sunnudag og mánudag. Mörkin skoruðu: SigurðurSveins- son 7/6, Jakob Sigurðsson 6, Alfreð Gíslason 3, Sigurður Gunnarsson 1 og Kristján Arason 1. BL Vinningstölurnar 16. júlí 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.539.526,- 1. vinningur var kr. 2.273.318,- og skiptist hann á milli 2ja vinningshafa, kr. 1.136.659,- á mann. 2. vinningur var kr. 680.525,- og skiptist hann á 167 vinningshafa, kr. 4.075,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.585.683,- og skiptist á 5.339 vinningshafa, sem fá 297 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og lof ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 Heimir meðtvö Staða Þróttara á botni 2. deildar í knattspyrnu er nú orðin mjög alvarleg. Þeir hafa aðeins 6 stig eftir 9 leiki og fall í 3. deild blasir við félaginu, sem aðeins hefur sigrað í einum leik til þessa á mótinu. Um helgina fengu Þróttarar Víðismenn úr Garði í heim- sókn á Valbjarnarvöllinn í Reykjavík og Víðismenn sigr- uðu 3-1, þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri mest allan leikinn. Heimir Karlsson þjálfari Víðis skoraði tvö mörk og Sævar Leifsson gerði eitt. Sigurður Hallvarðsson skoraði mark Þróttara úr vítaspyrnu. BL Góður sigur Eyjamanna Vestmannaeyingar fengu Selfyssinga í heimsókn um helgina og sendu þá burtu með tapá bakinu. Heimamenn voru bctri aðilinn í lciknum og skor- uðu þrívegis, en gestirnir svör- uðu með einu marki. Mörk Eyjamanna skoruðu Ólafur Árnason, Tórnas Ingi Tómasson og Jón Atli Gunn- arsson. Fyrir Sclfyssinga skor- aði Guðmundur Magnússon úr vítaspyrnu. Selfyssingar fengu aðra vítaspyrnu í síðari hálf- lcik, en þcim tókst þá ekki að skora. BL Haukur með heimsmet Haukur Gunnarsson setti heimsmet í 400 m hlaupi fatlaðra á opna v-þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum fatlaðra, sem haldið var í Ling-ems um helg- ina. Haukur hljóp á 61,01 sek. Þá sigraði Haukur einnig í 100 m hlaupi á 13,29 sek. og í 200 m hlaupi á 27,23 sek. BL Ballesteros sigraði Spánverjinn Severiano Bal- lesteros sigraði á opna breska meistaramótinu í golfi, sem lauk á Lythan St. Annes golfvellinum á gær. Ballesteros hafði forystu fram- an af mótinu og eftir harða keppni náði hann að sigra á 273 höggum. Annar varð Zimba- bwe-búinn Nick Price á 275 höggum og Nick Faldo Bretlandi varð þriðji á 279 höggum. Bal- lesteros hefur áður sigrað tvíveg- is á opna breska mótinu, 1979 og 1984. BL Heimsmet Bandaríska frjálsíþróttakon- an Jackie Joyner-Kersee setti nýtt heimsmet í sjöþraut kvenna á úrtökunióti Bandaríkjanna fyrir ÓL, á laugadag. Hún bætti metið um 57 stig, en samtals fékk hún 7215 stig. .Mágkona liennar, Florence Griffith Joyn- er,setti heimsmet í lOOmhlaupi, er hún hljóp á 10,49 sek. Mikill meðvindur var á meðan á mótinu stóð, en vindmælirinn sýndi 0 þegar þetta 100 m hlaup fór fram. Við eftirgrennslan kom í ljós að mælirinn var ekki bilaður og metið var því staðfestxEldra metið, 10,76 sek. átti Evelyn Ashford, einnig frá Bandaríkj- unum. BL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.