Tíminn - 19.07.1988, Side 13

Tíminn - 19.07.1988, Side 13
Þriðjudagur 19. júlí 1988 Tíminn 13 Hllllll ÚTLÖND Rajiv Gandhi forsætisráðhcrra Ind lands óttast nú íslamskt ríki í Afganistan, enda eru hvergi fleiri múslímar en á Indlandi. Gandhi óttast nýtt íran í Afganistan Starf forstöðumanns og safnvarðar við Minjasafnið á Akureyri er laust. Háskólapróf í Þjóðháttafræðum eða öðrum grein- um, sem tengjast minjavörslu og safnstörfum, er áskilið. Umsóknir, er greini aldur, menntun, fyrri störf og launakröfu, sendist stjórn Minjasafnsins, merkt: Minjasafnið á Akureyri, v/starfsumsókn., Aðalstræti 58, 600 Akureyri, fyrir 15. ágúst næstkomandi. Stjórn Minjasafnsins á Akureyri. BLIKKFORM ______Smiðjuvegi 52 - Sími 71234_ Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið-/ gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla bíla, (ryðfrítt stál), og einpig nælonhúðaðir í öllum litum. Póstsendum um aiit land (Ekið niður með Landvélum). Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Fast verð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224. Indverjar óttast nú mjög að Af- ganistan breytist í nýtt fran, þar sem strangtrúaðir öfgamenn muni verða við stjórnvölinn. Telja þeir að slík stjórn yrði alvarleg ógnun við friðinn í nálægum löndum og gæti kornið af stað alvarlegum innanlandsvanda- málum á Indlandi, en fjöldi múslíma í Indlandi er meiri en í nokkru öðru ríki heims. Forsætisráðherra Ind- lands Rajiv Gandhi lét þessar áhyggjur sínar í ljós í þriggja daga opinberri heimsókn sinni á Spáni um helgina. „Megin áhyggjur okkar í málefn- um Afganistans eru tilraunir á að konia þar á fót strangtrúaðri ríkis- stjórn," sagði Rajiv Gandhi á blaða- mannafundi. „Við höfum ekkert á móti ströngum trúarbrögðum en við kysum að halda trúarbrögðunum fyrir utan stjórnmálin, sérstaklega í okkar heimshluta, því við teljum að slíkt gæti haft slæmar afleiðingar fyrir öll ríkin á þessu svæði. Strang- trúuð ríkisstjórn myndi hafa mjög neikvæð áhrif á Indlandi og öðrum löndum í kringum okkur'" t>ó Gandhi sé smeykur við ríkis- stjórn í Afganistan sem byggi stefnu sína á Kóraninum eingöngu, þá gerði hann lítið úr þeim möguleika að slík stjórn komist á fót. „Við erum nokkuð vissir um að slík stjórn verður ekki mynduð í Afganistan í náinni framtíð." Skæruliðar hafa þrengt mjög að stjórnarhernum í Afganistan að undanförnu ogeru líkur á að stjórnin falli eftir að sovéski herinn er á brott úr landinu. Stór hluti skæruliða eru strangtrúaðir múslímar og stefna surnir þeirra á íslamskt lýðveldi í anda klerkastjórnarinnar í Iran. Slík stjórn gæti ekki aðeins ýtt undir vakningu múslíma á Indlandi, held- ur gæti slík hreyfing cinnig haft alvarlegar afleiðingar í Pakistan sem nær eingöngu er byggt múslímum. Myndtexti: Sri Lanka: ALMENNINGUR SYRGIR RAJA FÍLINN HELGA Raja, hinn heilagi fíll á Sri Lanka er látinn 81 árs að aldri. Púsundir manna lögðu leið sína í Búddamust- erið í Kandy þar sem Raja hafði unnið síðastliðin 50 ár og vottuðu Moskva: Lok, lok og læs á f lokksgæðing Blikur virðast nú á lofti hjá gæðingum kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum. Hingað til hafa flókksgæðingarnir getað gengið að vestrænum gæðum vísum í dollara- búðum á meðan hinn almcnni fvan hefur mátt láta sér nægja sovéskar lystisemdir. En í vikunni komu kommissarar með rauða flokks- passa sína að læstum dyrum í einni merkustu dollarabúð Moskvuborg- Búðin sem staðsett er að Gran- ovsky stræti númer tvö hefur hing- að til verið full af sérstökum úrvals- matvælum, sérstaklega fyrir hátt- setta embættismenn. A mánudag hélt Alexander Yakolev, sem situr í Stjórnarnefnd kommúnista- flokksins, fund með nokkrum rit- stjórum dagblaða í Moskvu og lýsti yfir að þessari tilteknu búð yrði lokað á næstunni. Þessi ákvörðun virtist fara fram hjá nokkrum hátt- settum, sem fóru fýluferð á svört- um límósíum sínum í Granovsky stræti. Pá er að sjá hvort fleiri dollara- búðum verði lokað á næstunni og forréttindi afnumin í þessu landi sósíalismans. þessum aldna heiðursfíl virðingu sína. Dánarorsök Raja varelli, en hann hafði ekki getað sinnt starfi sínu undanfarna mánuði vegna veiklun- ar. Raja hafði það hlutverk á hendi að draga hið heilaga gullna skrín Kandy klaustursins á árlegri trúar- hátíð, en skrínið er helgasti dómur Sri Lanka búa. Raja var því að sjálfsögðu helgur fíll, því ekki eru það neinir venjulegir fílar sem hljóta þann heiður að draga skrínið. Raja hafði meðal annars hlotnast sá heið- ur að vera útnefndur „Þjóðlegur fjársjóður" af forseta Sri Lanka. Raja lést á laugardaginn og segja musterisyfirvöld að útför hans verði ákveðin síðar. Skrokkur Raja hefur nú verið þakinn gulli slegnum fíla- klæðum. „Vinsamlegast kallið Raja ekki aðeins heilagasta dýr í heimi, heldur einnig það elskaðasta," sagði einn íbúi Kandy í samtali við frétta- mann Reuters. Pegar Raja er ekki lengur þessa heims, þá þarf nýjan fíl til að draga gullna skrínið sem inniheldur tönn Búdda. Hefur Rajiv Gandhi forsæt- isráðherra Indlands heitið því að gefa Sri Lanka búum nýjan úrvalsfíl, þó ljóst sé að sá fíll mun aldrei ná með tærnar þar sem Raja hafði hælana í hugum fólks. einhver sullar eða hellir niður. En það gerir ekkert til þegar Effco þurrkan er við hendina. Effco þurrkan gerir ekki við bilaða bíla En hún hjálpar þér óneitanlega að halda bílnum þínum hreinum og fínum, bæði að innan og utan Það er meira að segja svolítið gaman að þrífa með Effco þurrk- unni. Því árangurinn lætur ekki á sér standa. Rykið og óhreinindin leggja bókstaflega á flótta. Þu getur tekið hana með í ferðalagið eða sumarbústaðinn. Það er aldrei að vita hverju maður getur átt von á. Oft er svigrúm lítið í tjaldi eða sumarbústað, má því ekki mikið út af bera til þess að allt fari á flot, ef Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum ____ _.. ^ og varahlutaverslunum___________ . Heildsala Höggdeyfir — EFFCO sími 73233 Já, það er fátt sem reynist Effco þurrkunni ofraun. ^ef/xxy-purrtcan . ftUUK l STEfl \Ws& VERTU í TAKT VIÐ Timann ÁSKRIFTASÍMI 68 63 00 t Systir okkar Guðrún Magnúsdóttir andaðist 17. júlí. Guöbjörg og Ólína, Kinnastöðum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.