Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 21. júlí 1988 Fornleifauppgröftur viö Viöeyjarstofu: Minnismiðar fyrri alda grafnir upp Ein eða tvær vaxtöflur fundust við fornleifauppgröft í Viðey á mánudag til viðbótar þeim fimm vaxtöflum sem fundust í leðuröskju þar í fyrrasumar. Að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur fornleifafræðings fer uppgröfturinn fram um 12 metrum norðan við Viðeyjarstofu og er hann í framhaldi af uppgreftri sem fram fór á síðasta sumri. Töflurnar fundust á svipuðum slóðum og sömu dýpt og í fyrra, á tveggja metra dýpi í gólflögum frá því um siðaskipti. Sagði Margrét að vaxtöflurnar væru vel varðveittar, scm í raun væri einstakt þar sem vaxið er viðkvæmt og varðveitist illa í jarðvcgi. Ekki er enn Ijóst hvort um eina cða tvær vaxplötur cr að ræða, cn vax cr á báðum hliðum og munu scinni tíma rannsóknir leiða í Ijós hvort urn eina töflu er að ræða eða tvær. Vaxtöfl- urnar cru þunnar trcplötur sem meitlað cr úr og vax sett í sárið. Þær cru yfirleitt mcð vaxi á annarri hlið, og eru um það bil 9x5 sm að stærð og tæplega 0,5 sm að þykkt. Á vaxið var letrað með svokölluðum stíl eða griffli og notað áður en pappírinn kom til sögunnar. Töflurnar voru bornar við belti og notaðar cins og rissblokkir nútímans, hægt var að stroka út það sem hafði verið skrifað og nota þær því aftur. Nú cr verið að grafa í lögum frá miðöldum og eru fornleifafræðingar komnir í gegnum þau að hluta til. Þessi uppgröftur er ekki í tengslum við þær byggingaframkvæmdir sem unnið er að í Viðey, en á næstunni hcfjast framkvæmdir við hús staðar- Vaxplöturnar eru lagðar í pækil á Þjóðminjasafninu þangað til óhætt er að handfjatla þær og lesa letrið. haldarans, sem verður suðvestan viO Viðeyjarstofu, upp undir hól. „Þar hafa farið fram athuganir," sagði Margrét „en ekkert hefur fundist. Við grófum niður á óhreyft svæði án þess að finna nokkuð, enda hefur ekkert verið byggt þar áður." Margrét sagði að margt benti til þess að hér væri um að ræða hluta af byggingum klausturs sem vígt var í 1262, en endanleg niðurstaða fengist ekki fyrr en að rannsókn lokinni. Aðrir merkir hlutir scm fundist hafa á síðustu vikum eru t.d. tréáhöld, bökunarplötur úr flögubergi, klé- bergspottar, mikið af vaðmáli og hlaðinn ofn frá því á 16. til 17. öld. Margrét bjóst við að uppgreftrinum lyki í haust, en að honum vinna um 10 manns. -ABÓ Frá snjóflóðunum á Patreksfirði ■ janúar 1983. Veggir af hluta hússins sviptust undan þakinu, svo að það lagðist niður. Bygging varnarmannvirkja gegn snjóflóðum verður styrkt þar sem þörf krefur: Snjóflóðahætta metin Almannavarnir munu í haust framkvæma hættumat á þeim stöö- um á landinu, þar sem hætta er á snjóflóðum. í hættumatinu felst, að ef Almannavörnum þykir ástæða til, gctur viðkomandi sveit- arfélag sótt unr styrk til Ofanflóða- sjóðs til byggingar varnarmann- virkja. í reglugerð um hættumat vegna snjóflóöa segir að til að ákvörðun um hættumat geti farið fram þurfi að framvísa vissum lágmarksgögn- um, nt.a. kortum, sem gerð hafi verið eftir landmælingum eða loft- myndum, upplýsingum um snjó- flóð á viðkomandi svæði með því m.a. að kanna ritaðar heimildir, ljósmynda snjóflóðafarvegi, tala við heimamenn, skrá staðsetningu snjóflóða, tímasetja upptök, fall- braut, skriðlengd o.fl. Ofanflóðancfnd hefur látið út- búa reglurnar, sem Almannavarnir og félagsmálaráðuneytiö hafa staðfest. Þær eru undirstaða hættu- matsins, en það er ekki tilbúiö ennþá. Að sögn Snæbjörns Jönas- sonar, formanns Ofanflóðanefnd- ar, verður það tilbúiö í haust. Sagði Snæbjörn að eftir að lög um ofanflóð hefðu verið staðfest 1985, hefði Veöurstofa íslands gert þær mælingar sem nauðsynlegar væru samkvæmt regtugerðinni. Lokaverkefni verkfræðings Snjóflóð eru tíð í Neskaupstað og fyrir fjórtán árum var þar mikið snjóflóð, sem hafði mannskaða í för nteð sér. Leitað var álits Ás- geirs Magnússonar, bæjarstjóra á nýju reglugerðinni. „Eftir ntiklu snjóflóðin hér 1974 var farið í þetta mál og gerð skýrsla á vegum Norsk Geotcknisk Instit- ut. sem fjallaði um þetta, hvar hættan væri helst og hvað væri til varnar. Hjá okkur var hér ungur vcrkfræðingur, sem vann það sem lokaverkefni sitt frá Háskólanum i Stokkhólmi að rannsaka og gera tiilögur um snjóflóðavarnir í Nes- kaupstað.” í sambandi við þá þætti sem þarf að framkvæma samkvæmt nýju reglugerðinni og formaður Ofan- flóðanefndar sagði að Veðurstofan hefði fengist við undanfarin þrjú ár, sagði Ásgeir: „Það er löngu búið að gera allt þetta hér. Þessir þættir liggja fyrir. Við, sern búum við þessa stöðugu hættu, höfum einn starfsmann á vegum bæjarins, sem er snjóflóða- og veðurathug- unarmaður. Hann gengur hér um fjallið og mælir snjódýpt og þess háttar, þegar hætta steðjar að.“ SH Umboðsmaður Alþingis tekur til starfa: A þriðja tug mála komin inn á borð Um tuttugu mál og fjölmargar fyrirspurnir hafa þegar borist inn á borð umboðsmanns Alþingis, Gauks Jörundssonar pröfcssors, en uin- boðsmaður Alþingis er þessa dagana að taka formlega til starfa. Til þessa embættis var stofnað með lögum á síðasta ári og hefur Gaukur unnið að undirbúningi starfsemi umboðs- mannsins síðan þá. Gaukur sagði að ekki væri hægt að draga neinar ályktanir af því hvaða mál komi þarna helst inn á borð, en sagði að af því sem þegar hefði borist, þá benti margt til þess að forræði barna og meðferð og úr- lausnir slíkra mála, skattamál og ýmist atriði varðandi atvinnulöggjöf, bæði leyfisveitingar og leyfissvipt- ingar auk annarra mála yrðu meðal úrlausnarefna. Hlutverk umboðsmannsins er að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt einstak- linga gagnvart stjórnvöldum. I lög- um er gert ráð fyrir því að umboðs- maður ræki hlutverk sitt, fyrst og fremst með þrenns konar hætti. í fyrsta lagi með athugun máls vegna kvörtunar frá þeim sem hlut eiga að máli. { þessu felst að hver sá sem telur sig hafa verið beittan rangs- leitni af hálfu einhvers aðila, sem hefur á hendi stjórnsýslu, getur kvartað af því tilefni til umboðs- manns. Kvartanirnar þurfa að berast umboðsmanni skriflega á þar til gerðum eyðublöðum, sem skrifstofa hans lætur í té. í öðru lagi er umboðsmanni heimilt að taka mál til meðferðar að eigin frumkvæði og í þriðja lagi getur umboðsmaður fjall- að um það sem kallað er „meinbug- ur“ á gildandi löeum, á almennum stjórnvaldsfyrirmælum eða á starfs- háttum í stjórnsýslu. Spurður hver áætlaður úrlausnar- tími á málum sem bærust umboðs- manni yrði, sagði Gaukurað um það væri erfitt að segja, þar sem um nýja tegund málsmeðferðar væri að ræða, en vonaðist til að ekki liði meira en hálft ár frá því að kæra kæmi fram, þar til niðurstaða fengist. Hann sagði að umboðsmaður ætti ekki einn hlut að máli, heldur einnig þeir sem kvörtunin beinist að og þeir sem kvarta. „Þannig að í upphafi mætti búast við að einhvern tíma tæki að fá skýringar, gögn og greinargerðir frá þeim sem hlut eiga að máli.“ Hann sagðist vonast til þess að það gengi frekar hratt fyrir sig án þess þó að það yrði á kostnað vandvirkninn- ar. Samkvæmt lögum er umboðsmað- ur kosinn til fjögurra ára í senn og er hann háður því að hann njóti trúnaðar Alþingis, þar sem hann er kosinn af því, en tveir þriðju hlutar þingmanna geta samþykkt að víkja honum úr embætti. Að öðru leyti er umboðsmaður óháður Alþingi og öðrum athöfnum ríkisvaldsins. Eig- inlegt vald umboðsmanns er ekki annað en það, að hann getur krafið stjórnvöld um upplýsingar og skýringar á ákvörðunum þeirra og framkomu. Enginn aðili er hins vegar bundinn af áliti og niðurstöð- um umboðsmanns. Starf umboðs- manns felst í aðalatriðum í því að kanna eftir á, hvort stjórnvöld hafi farið að lögum og á hann að láta uppi álit á því að könnun lokinni. Beinn árangur af starfi umboðsmanns fer eftir því hvort stjórnvöld taki til greina, það sem fram kemur í áliti hans. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.