Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. júlí 1988 Tíminn 5 Nefndarálit um verðtryggingar á fjárskuldbindingum: Koma verði á samræmi hér heima og erlendis Álit nefndar um verðtryggingu fjárskuldbindinga hefur nú litið dagsins Ijós eftir tveggja mánaða vinnu, en nefndin var skipuð eftir 20. maí-samkomulagið í ríkisstjórn. Einn maður skilar séráliti þar sem hann mótmælir því að allt peninga- kerfi þjóðarinnar verði áfram háð lánskjaravísitölunni einni þar sem hún er auk þess villandi og nærist að hluta til á sjálfri sér. Er sérstaklega fjallað um sérálitið hér á síðunni. Meirihluti nefndarinnar komst að þeirri megin niðurstööu að markmið breytinga á fyrirkomulagi verðtrygg- ingar sé að koma á betra sainræmi milli lánskjara hér á landi og í um- heiminum. Telur ncfndin að full ástæða sé til þess að fá lífeyrissjóð- ina til að taka upp greiðslujöfnun á afborgunum lána er geri þau sam- bærileg lánum frá Húsnæðisstjórn núna. Þá telur ncfndin að lagalega séð geti Seðlabankinn tekið ákvörð- un uin breytingar á lánskjaravísitöl- unni sem rúmast innan rannna lag- anna. Samkvæmt heimildum Tímans var um það rætt á þingflokksfundi Fram- sóknarflokksins í byrjun vikunnar að ekki væri stætt á að bíða lengur en fjórar til fimm vikur eftir því að ríkisstjórnin komi 'sér saman um efnahagsaðgerðir, þar sem fyrst og fremst verði svaraö spurningum um framtíð lánskjaravísitölunnar. Nánari gengistenging Þær breytingar sem til greina geta komið að mati viðskiptaráðherra eru til dæmis þær að koma á nánari tengingu milli gengisþróunar og lánskjaravísitölu. Ekki vildi hann nefna nein hlutföll í því sambandi. Nú er lánskjaravísitalan gerð úr byggingarvísitölu að einum þriðja og framfærsluvísitölu að tveimur þriðju. Með því að minnka áhrif framfærslukostnaðar og auka áhrif gengisþróunar, gæti grundvöllur hennar því litið þannig út að láns- kjaravísitala yrði mynduð af skráðri gengisvísitölu að einum þriðja. svo dæmi sé tekið. Forsenda slíkra breytinga er að verðbólguhraðinn verði kominn niður á það stig sem viðráðanlegt getur talist áður en til breytinga á grundvellinum getur komið. Greiðslujöfnun á lífeyrissjóðslán Lögin um greiðslujöfnun, frá 1985, eru öryggisventill fyrir launa- fólk sem tryggir þeim að afborganir fara aldrei fram úr launavísitölu, en hún er um limm prósentum undir al- mennum launahækkunum. Pessi ör- yggisventill heldur afborgunum niðri, en stöðug viðbót við höfuðstól Iánsins gerir það að verkum að af- borgunartíminn getur lengst, ef launavísitalan er að jafnaði lægra hlutfall af lánskjaravísitölu en fram- færsluvísitala. Jafnframt er sagt í áliti nefndar- innar að endurskoða vcrði launavísi- töluna þar sem nokkrir annmarkar séu á útreikningi hennar. Semja verði um vexti og breytilegir vextir lagðir niður Eitt af því sem nefndin gerir að til- lögum stnum er að einhliða réttur kröfunafa í lánaviðskiptum verði skertur. Telur hún að það eigi að vera föst regla að samið verði um vexti af verðtryggðum lánum. Nú- verandi fyrirkomulagi verði breytt þannig að vextir fjárskuldbindinga verði ekki breytilegir, heldur taki eingöngu breytingum með reglu- bundnum hætti. Er hcr komin að- ferð sem notuð er í Bandaríkjunum og fleiri löndunt. Þar breytast vextir aðeins einu sinni á ári og eru þá aug- lýstir vel. Þessum tillögum nefnd- arinnar fylgir sú hugmynd að skuld- ari eigi rétt til þess að segja samn- ingnum upp, verði breytingar á vax- takjörum. ísland opnast Megin niðurstöður nefndarinnar byggja hins vegar á því að ntiklar hræringar eigi eftir að verða á ís- lenskum fjármagnsmarkaði þegarað því kemur að hann verði opnaöur gagnvart erlendum aðilum. Þá sé nauðsynlegt að ekki myndist veru- legt misgengi milli lánskjara hér á landi og erlendis, enda fái lánskjara- vísitalan ekki lengi staðist í slíku umhverfi. Við ríkjandi aðstæður telur nefndin hins vegar ekki rétt að lcggja til brcytingar á grundvelli, samsetningu eða útreikningi láns- kjaravísitölu. Þótt nefndin viður- kenni að verulegar skammtím- asveiflur eigi sér stað, sé ekki annað að sjá en við samanburö við aðra verðlagsmælikvarða komi ekki fram verulegt misgengi þegar til lengri tíma er litiö. Laun 10%undir lánskjaravísitölu Þá er áætlað áð laun og verðlag þróist með þeim hætti að Iánskjara- vísitalan hækki um 10% umfram laun á því tímabili sem bráðabirgða- Magnús Jónsson, veöurfræöingur: Grunnur vísitalna er ávallt rangur Magnús Jónsson, veðurfræöing- ur, skilaði séráliti í ncfndinni um verðtryggingu tjárskuldbindinga. Hann er injög ákveöið á nióti því sjónarniiði meirihlutans að ckki sé ástæða til að breyta grundvelli eða samsetningu lánskjarnvísitölu. Magnús telur þvert á móti að mikil nauðsyn sé á því að brcyta grund- velli hennar og samsctningu. Ástæður þær sem hann rckur því til stuönings koma skýrt fram í sérálitinu og hirtuin við það hér orðrétt: I. Þar sem lánskjaravísitala á að vera verömælir er það grund- vallaratriði að mælirinn sé óháður því scm mæla á. Slíku er ekki til að dreifa og ætti hin óbeina tenging fjármagnskostn- aðar við verðlag að vera hverj- um manni augljós. Verra er þó að verð á þjónustu ýmissa fyrir- tækja sem áhrif hefur á lánskjar- avísitölu er með sjálfvirkum hætti ákvarðað af vísitölum. Dæmi um þetta er verð á heitu vatni í Reykjavík, sem hækkar sjálfkrafa í takt við byggingar- vísitölu óháð því hver talin er þörf fyrirtækisins, hverju sinni. Sýnu verst er þó sú staðreynd að í nýjum framfærslugrunni sem tök gildi 1. júlí s.l. cr fjármagnskostnaður þ.e. vextir og verðbætur af lánum til íbúð- arhúsnæðis orðinn hluti af fram- færsluvísitölunni. Þannigyeldur breyting á fjármagnskostnaði breytingu á lánskjaravísitölu. sem aftur breytir fjármagns- kostnaði. Það er því farið að styttast í aö gera lánskjaravísi- töluna einungis háða lánskjara- vísitölunni. 2. Það er álit þess sem hér ritar að grunnur vfsitalna byggingar- og framfærslukostnaðar sé ávallt rangur vegna þess aö hann er orðinn úreltur um leiö og hann er tckinn upp. Breytingar á gæöum vöru og þjónustu sem leiðir til breytts verðs er af sama toga. T.d. hefði orðið að taka upp nýjan vísitölugrunn þegar greiðslukort ruddu sér til rúms hér, því talið er að þau hafi hækkað vöruverð unt 2-3%. Sú reikningslist að notastærðirsem hver um sig er breytileg um tugi eða jafnvel hundruð prósenta frá meðaltali og reikna út frá því stærð með nákvæmni upp á hundruðustu hluta úr prósenti, þykir undirrituðum lítt sannfær- andi. Að láta peningakerfí heill- ar þjóðar vera háð slfkri stærð hlýtur að teljast skop í hæsta gæðaflokki. 3. Óþolandi er lyrir stjórnvöld, sparifjáreigendur og skuldara að skattheimta og niðurgreiðsl- ur séu inni í visitölum. Skapar það verulega erftðleika í efna- hagsstjórn og óvissu í fjár- magnsviðskiptum. Hér hefur aðeins veriö drepið á nokkur atriöi sem undirritaður tel- ur styðja að ekki sé hægt að búa viö óbrcytt ástand verötryggingar- mála. Jafnframt vcrður að teljast að aðstæður í þjóðfélaginu séu þannig að afnám visitölubindingar sé ekki fært að sinni. Hins vegar er breytt viðmiðun t.d. gengisviðmiðun, auk tiliits til viðskiptakjara þjóðarinnar fylli- lega tímabær aö gefnum forsend- um um meira jafnvægi í verðlags- og pcningamálum hér á landi, og með tilliti til þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru á peningamark- aði í nágrannalöndum okkar. Hér sést hverning vísitala launa á eftir aö dragast aftur úr vísitölu lána fram tii apríl á næsta ári. IJm er að ræöa 10% frávik. lögin ná yfir, eða til apríl á næsta ári. Björn Björnsson, tormaður nefn- darinnar sagöi á blaöamannafundi um málið að þessi þróun hafi veriö innbyggð í kjarasamninga þá sem gerðir hafa verið í ár. Viðskiptaráð- herra tók undir þetta og sagði að þelta fyrirsjáanlega misgengi muni ekki hafa áhrif á rauð strik í launa- samningum. Skilyrði breytinga Kemst nefndin að þeirri niður- stöðu að rík ástæða sé til að fara var- lega í allar breytingar á vísitölunni vegna þess að bróðurpartur allra lána sé verðtryggður. Um 84% lána voru um síðustu áramót meö verð- eða gengistryggingu og þá voru um 55% innlána í bankakerfinu verðtryggð. Megin niðurstaöa nefndarinnar veröur því sú að breytingar á fyrir- komulagi verðtryggingar séu því aðeins tímabærar að þær séu hluti af víðtækum, alhliða efnahagsaðgerð- um, sem stuöli að jafnvægi í þjóðar- búskapnum, inn á viö og út á við. Til þess aö hægt vcrði að koma á betra samræmi milli lánskjara hér á landi og í umheiminum, þarf að takast að ná vcrðbólgunni hér á landi niður á sambærilcgt stig við það sem algeng- ast er í viðskiptalöndum íslendinga. KB Jón Sigurðsson á blaðamannafundinum í gær. j m Tímamynd Cunnar Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra: Samstaða náist um „Mín þolinmæði er hvergi nærri á þrotum," sagöi Jón Sigurðsson. viðskiptaráðherra, er hann var að lýsa því hvernig standa bcri að því að endurskoða verötryggingu fjár- skuldbindinga af hálfu ríkisstjórn- arinnar. Var hann óhræddur við að taka sér góðan tíma og gaumgæfa vel með hvaða hætti hægt verður að tryggja jafnvægi í þjóðarabú- skapnum þrátt fyrir að hreyft verði við grundvelli lánskjaravísitölunn- ar. Bendir ráðhcrrann á að skýrsla nefndarinnar sé ekkert endanlegt hjálpræði fyrir efnahagslíf þjóðar- innar, en hún sé gagnlegur grund- völlur fyrir pólitískrar ákvarðanir í víðtækum efnahagsaðgerðunt. Scgir hann að álit nefndarinnar um verðtryggingu fjárskuldbindinga kalli á sterk og ákveðin viðbrögð ríkisstjórnarinnar og góða sam- stöðu. Um raunvextina segir hann að þeir ráðist ekki, til langs tíma litið, af formi þessa lánagrundvallar scm nefndurer lánskjaravísitala. Raun- vextir ráðist af eftirspurn eftir lánum. Vandinn í efnahagsmálum sé sá að koma vcrður böndum á ríkisfjármálin sjálf. Til að það megi takast verði að nást samstaða um víðtækar elnahagsaðgerðirsem fyrst. “ ^ KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.