Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 3
\ Fimmtudágur 21. júií 1988 i * r i Tímínrl Á blaöamannafundi, þarsem niðurstööur skyrslunnar voru kynntar, var boðið upp á nokkra slíka. Hætt er viö aðeftir birtingu skýrslunnar kunni aödraga úr sölu á kjúklingum. Boltinn er því í hendi framleiöenda, að reka af sér slyöruoröid og moka flórinn. Salmonelluskýrslan alvarlegt áfall fyrir alifuglaframleiðendur: Alifuglarækt í molum í gær voru niðurstöður nefndar, sem skipuð var á síöasta Meindýr eiga þar mjög greiðan að- ári til að gera úttekt á útbreiöslu salmonellusýkilsins og með hvaða hætti mætti koma í veg fyrir, að upp kæmu matarsýk- ingar af völdum hans, kynntar af Guðmundi Bjarnasyni, heilbrigðisráðherra, og nefndarmönnum. Niðurstöðurnar eru vægast sagt alvarlegar. I skýrslunni kemur fram að eftirliti er mjög ábótavant, reglur og lög ná engan veginn að tryggja heilbrigða framleiðslu, ástand fjöl- margra búa er lélegt og reglum og lögum virðist ekki fylgt. Segir í niðurstöðum nefndarinnar að eftirliti með innfluttu fóðri sé mjög ábótavant, eftirlit með fóðri framleiddu innanlands sé nánast ekkert, ástand fóðurbætigeymslna sé lélegt og önnur aðstaða til fugla- eldis sé misjöfn og í mörgum tilfell- um mjög slæm. Þekkingarleysi og eftirlitsleysi „Skipulegt heilbrigðis- og fram- leiðslueftirlit er nánast ekkert og heilbrigðisskoðun í sláturhúsum ábótavant. Lítið fer fyrir sýklarann- sóknum, sem þó hljóta að vera forsenda þess að hægt sé að halda uppi marktæku eftirliti. Þekkingar- leysi starfsfólks, matreiðslufólks og almennings í örverufræðum og á hollustu- og hreinlætismálum varð- andi þessa framleiðslu er mikið. Ef litið er til framleiðsluþáttanna kem- ur fram, að aðeins er krafist sér- stakra leyfa til fóðurinnflutnings, útungunar og slátrunar, en ekki t.d. til eldis alifugla, fóðurframleiðslu, matargerðar í mötuneytum og á veitingastöðum og til verslunar. Engar kröfur eru gerðar til læknis- skoðunar starfsfólks í þessum matvælaiðnaði, hvorki áður en það hefur störf, né í sérstökum tilvikum, t.d. eftir að fólk kemur frá suðlægum löndum," segir nefndin. Skipulagsleysi og afskiptaleysi „Þótt einstakir þættir eins og fóð- urinnflutningur, útungun og slátrun séu háðir sérstökum leyfum eru engar kröfur gerðar til leyfishafa um hæfni til starfa. Engar kröfur eru heldur gerðar til eftirlits við eldi alifugla, þar sem mest hætta er á sýkingu og mengun fugla... í stuttu máli má segja, að hér á landi hafi í alifuglarækt ríkt skipu- lagsleysi, sem byggist fyrst og fremst á töluverðu þekkingarleysi framleið- enda og neytenda og afskiptaleysi stjórnvalda," segir í niðurstöðu nefndarinnar. Skilningsleysi eða áhugaleysi? Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, sagði á fundinum í gær að það væri Ijóst að ekki hefði tekist að byggja upp öflugt matvæla- eftirlit. Málin hefðu hins vegar verið í umræðunni og því væru hlutirnir að breytast. „Með lagabreytingum höfum við hafið undirbúning að breytingunum. Við erum með í undirbúningi reglu- gerðir, t.d. um aukaefni í matvælum. Það virðist samt sem áður svo að það hafi verið erfitt að fá fé til eftirlits frá stjórnvöldum. Hvort þar hafi verið um að ræða áhugaleysi eðaskilnings- leysi, það er ekki mitt að dæma um. Nú ríkir hins vegar annar andi,“ sagði Guðmundur. Dr. Guðjón Magnússon, aðstoð- arlandlæknir, sagði að menn væru fljótir að gleyma. Það hefðu verið önnur áföll á undan Búðardalssýk- ingunni, t.d. árið 1980. Menn hefðu þá vaknað til vitundar, en sofnað skömmu síðar. Menn væru nú vakn- aðir á nýjan leik. Alifuglarækt á stofugólfinu Þá kom fram á fundinum að margir alifuglabændur hefðu til um- ráða mjög léleg hús, nánast hreysi. gang að fóðri, en talið er að um 20% rottna og músa séu salmoneilusmit- berar og um 10-20% máva. Sé pottur því víða brotinn. Salmonellan berst líka úr fugladriti, nteð skófatn- aði og í vinnufatnaði. Skortir nokk- uð á að hreinlætis sé gætt á mörgum búurn. Engar sérkröfur cru gerðar til þeirra sem hyggjast hefja alifugla- eldi, og sagði ingimar Sigurðsson, yfirlögfræðingur heilbrigðisráðu- neytisins að það lægi við að menn gætu hafið eldi á gólfinu hjá sér. Vantaði því mannafla og aðstöðu, svo ekki sé talað um fjármagn til að bæta úr hlutunum. Hús skulu vera meindýraheld Nefndin leggur fram ítarlegar til- lögur til úrbóta á vegum framleið- enda, dreifenda og neytenda. Fyrst má nefna að innflytjendur þurfi að vanda val á hráefni og skipta eingöngu við þau lönd, þar sem hægt sé að treysta á opinber heilbrigð- isvottorð. Gera þarf kröfu um stór- bætt hreinlæti við uppskipun, fóð- urgámar skuli vera þéttir og geymsl- ur fugla- og meindýraheldar. Þá skulu þær vera þannig innréttaðar að meindýr geti ekki leynst þar og tímgast. Fóðurframleiðendur skulu varast að nota innlent fiskimjöl, nema tryggt sé að það innihaldi ekki salmonellusýkla. Því þurfi þeir að hafa í þjónustu sinni kunnáttumenn. Framleiðendur skulu skilja að út- ungun, eldi stofnhænsna og alifugla og hvert og eitt húsanna skulu hirt af sérstöku starfsfólki. Húsakynni skulu vera meindýraheld og gerð úr þannig efni að auðvelt sé að þrífa og sótthreinsa. Lóð og næsta umhverfi skal vera þrifalegt, afgirt og ryk- bundið. Ekki skal ráða starfsfólk nema það fái tilsögn í grundvallar- atriðum almenns hreinlætis. Dauðir fuglar skulu settir í sérstaka gáma og þeim eytt tryggilega. Úrgangur skal settur í sérstaka hauga, svo fjarri húsum að ekki stafi af mengunar- eða sýkingarhætta. Hvert eldhús skal vera sjálfstæð eining og allir fuglar sem í því eru, skulu fara inn samtímis og út samtímis. Hús og nánasta umhverfi skulu síðan þrifin og sótthrcinsuð á milli hópa og látin standaauð í a.m.k. tvær vikuráeftir. Meira vatn við kjötþvottinn Sláturleyfishafar eiga að þrífa og sótthreinsa þá kassa sem notaðircru undir sláturfugla. Meira vatn skal notað við kjötþvott. í húsunum má aðeins starfa fólk sem íengið hefur tilsögn í hreinlæti og umbúðamerk- ingar skulu vera vandaðri. Öll dreifing til verslana skal fara fram með bifreiðum mcð frystibún- aði og öll matreiðsla alifugla í versl- unum skal bönnuð nema með sér- stöku leyfi heilbrigðiseftirlitsins. Á veitingastöðum og mötuncytum skal cingöngu starfa fólk sem hcfur lágmarksþekkingu í meðferð mat- væla og undirstöðuatriðum örveru- fræðinnar. Fjallar ncfndin síðan ítarlcga um tryggingamál og veltir m.a. upp þeirri spurningu hvort ckki sé tíma- bært að koma á nokkurs konar salmonellusjúklingatryggingu. Tímamörk verða sett Nclndin lcggur cnnfremur til að stofnuð vcrði staða dýralæknis ali- fuglasjúkdóma við yfirdýralæknis- cmbættið og cmbættið styrkt. Breyta þurfi lögum um héraðsdýralækna, þcim verði gert að koma daglega til eftirlits og fram fari markviss sýna- taka. Skipuleggja þurfi fræðslu í heimilisfræðum í grunnskólum og sérskólum og að skipa eigi sérstaka nefnd til að kalla saman þegar salm- onellutilfelli koma upp. „Við þurfum að draga fram hvað þurfi að gera. Það gerist ekkert strax á morgun. Þessu þarf að gefa tíma. Það er búið að ákveða að skipa starfshóp til að vinna úr tillögunum, en tímamörk verða sett,“ sagði heil- brigðisráðherra. -SÓL Mengunarvarnir í Straumsvík Iðnaðar- og heilbrigðisráðuneyt- in hafa ákveðið að setja til hliðar ágreining um gildi aðalsamnings milli ríkisstjórnar íslands og Swiss Aluminium Ltd., dagsettur 28. mars 1966, með áorðnum breyting- um, scm starfsleyfi fyrir ísal og að mestu máli skipti að mengunar- varnir séu í samræmi við kröfur þar um. Ráðuneytin hafa því orðið sammála um eftirfarandi lausn málsins: Mál er varða mengunarvarnir álversins verði leyst innan ramma 12. gr. aðalsamnings milli ríkis- stjórnar íslands og Swiss Alumin- ium Ltd, dagsettur 28. mars 1966, með áorðnum breytingum. Heilbrigðisráðuneytið mun, að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins, gera tillögu til iðnaðar- ráðuneytisins um framkvæmd og fyrirkomulag mengunarvarna, þ.m.t. eftirlit, til undirbúnings við- ræðna við Alusuisse og fsal sem fram munu fara í haust á vegum iðnaðarráðuneytisins um mengun- armálin. Heilbrigðisráðuneytið mun eiga aðild að þeim viðræðum eftir því sem við á. Heilbrigðisráðuneytið mun rita Hollustuvernd ríkisins og íslenska álfélaginu h.f. bréf varðandi þessa skipan mála.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.