Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 21. júlí 1988
Tíminn 15
MINNING
iiiiiiin
Guðrún Teitsdóttir
frá Víöidalstungu
Fædd 21. janúar 1906
Dáin 9. júlí 1988
Amma okkar Guðrún er látin.
Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu 9.
júlí síðastliðinn. Amma var fædd 21.
janúar 1906 í Víðidalstungu í Vest-
ur-Húnavatnssýslu. Foreldrar henn-
ar voru Teitur Teitsson frá Kirkju-
hvantmi á Vatnsnesi og Jóhanna
Björnsdóttir frá Marðarnúpi í
Vatnsdal. Var hún áttunda í röðinni
af þrettán börnunt þeirra hjóna.
Nítján ára gömul réð hún sig í vist
hjá Guðmundi Björnssyni land-
lækni. móðurbróður sínum, sem
hvatti hana til hjúkrunarnáms. Starf-
aði hún við hjúkrun í nokkur ár.
Einnig stundaði hún nánt við Hús-
mæðraskólann á Blönduósi.
Árið 1930 giftist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum, Birni Sigvalda-
syni frá Brekkulæk í Miðfirði, og
bjuggu þau lengst af í Bjarghúsum í
Vesturhópi í V.-Hún. Eignuðust
þiiu þrjú börn: Jóhönnu, leiðbein-
anda, f. 4. ágúst 1930, gifta Jóni
Ámundasyni bónda og eiga þau sjö
börn; Þorvald, kennara og organ-
ista, f. 27. mars 1935, kvæntan
Kolbrúnu Steingrímsdóttur, lækna-
ritara, og eiga þau fjögur börn;
Hólmgeir, tölfræðing. f. 18. maí
1937, kvæntan Jónínu Guðmunds-
dóttur. bókasafnsfræðingi, og eiga
þau þrjár dætur.
Árið 1958 fluttust antma og afi til
Reykjavíkur og bjuggu á Bergþóru-
götu 8 og þar var alltaf notalegt að
koma.
Amma var mjög ættfróð og kunni
frá mörgu fróðlegu og skemmtilegu
að segja frá fyrri tíð. Hún var mjög
góð og hugulsöm, ein af þcim sem
eyddi engu í sjálfa sig en var alltaf
að gleðja aðra og þó barnabörnin
væru orðin fjórtán og barnabarna-
börnin tuttugu fengu allir kveðju og
gjafir á jólunt og afmælum.
Elsku afi, við sendum þér okkar
bestu samúðarkveðjur.
Við þökkum fyrir að hafá átt svo
góða ömmu, hvíli hún í friði.
Guðrún og Húlinfriður
Þorvaldsdætur
Monika S. Helgadóttir
Merkigili
Monika Helgadóttir á Merkigili
lést 10. júní sl. á 87. aldursári og var
jarðsett frá Reykjakirkju 22. júní að
viðstöddu miklu fjölmenni. Fyrr um
daginn hafði farið fram húskveðja
að Merkigili, þar sem einnig var
fjölmenni.
Moniku á Merkigili heyrði ég fyrst
getið á unglingsárum mínum austur
á Fljótsdalshéraði, þegar út kom
árið 1954 bókin „Konan í dalnum og
dæturnar sjö“, saga Moniku, skráð
af Guðmundi G. Hagalín rithöfundi.
Bók þessi vakti mikla athygli eins og
reyndar sérhver bók frá hendi Haga-
líns á þessum árum, en í bókinni
rekur skáldið uppvaxtarár Moniku í
Skagafirði og búskaparferil á Merki-
gili í Austurdal. I hinum fagra og
grösuga Austurdal var fyrrum mikil
byggð eða um tuttugu bæir, en er hér
var komið sögu aðeins fjórir í byggð,
Merkigil og kirkjustaðurinn Ábær,
um 9 km framar í dalnum, en
Skatastaðir og Bústaðir handan
Jökulsár.
Jönðin Merkigil er vel til búskapar
fallin, en umkringd árgljúfrum á
þrjá vegu að segja má, en fjöll að
baki og því aðdrættir afar erfiðir.
Varð eigi komist af bæ nema með
því að fara yfir Merkigilið, hrikalegt
klettagil, er aðskilur lönd Austurdals
og svokallaðs Kjálka, og yfir það
varð að sjálfsögðu eigi farið nema á
tveimur jafnfljótum eða þá með
aðstoð þarfasta þjónsins.
í bók sinni rekur Hagalín bú-
skaparár Moniku á Merkigili, en þar
hóf hún búskap ásamt manni sínum,
Jóhannesi Bjarnasyni frá Þorsteins-
staðakoti, árið 1926. Jóhannes var
góður bóndi og góður heimilisfaðir,
en sambúð þeirra varð eigi löng, því
Jóhannes lést árið 1944, aðeins 47
ára að aldri.
Þá stóð Monika ein uppi með 8
börn þeirra hjóna, sjö dætur og einn
son, þrjú elstu börnin sloppin yfir
fermingu, en yngsta barnið aðeins
nokkurra vikna gamalt, og var það
skírt við kistu föður síns.
En Monika ákvað að halda aftur
heini að Merkigili með hópinn sinn.
og þar með hefst hetjusaga konunn-
ar í dainum og dætranna sjö. Með
útkomu bókarinnar varð hetjusagan
úr Austurdalnum á allra vörum og
Monika þjóðkunn kona.
Hún var konan, sem storkaði
örlögunum og tókst á við það, sem í
augum flestra virtist óhugsandi.
Um allt land lásu menn um kon-
una, sem með aðstoð dætra sinna
ungra lét reisa nýtt íbúðarhús á
Merkigili og flytja allt efni, er til
húsbyggingarinnar þurfti, svo sem
timbur. járn og sement, á klökkum
yfir torfæruna miklu, Merkigiliö, já,
meira að segja baðker og miðstöðvar-
eldavél.
Með fádæma dugnaði, viljaþreki
og kjarki tókst Moniku ogdætrunum
að búa myndarlegu búi á Merkigili.
Um það skal eigi fjallað nánar hér,
en þess getið, að á Merkigili var
Monika húsfreyja í rúmlega sextíu
ár og átti þar heima allt til dauða-
dags.
Það varsvo ekki fyrr en árið 1983,
að leiðir okkar Moniku lágu saman.
Atvikin höfðu þá hagað því
þannig, að ég hafði gerst sóknar-
prestur á Mælifelli í Skagafirði og
átti að flytja mína fyrstu messu í
prestakallinu á Ábæ, kirkjustað
Moniku, en sú venja hefur skapast
að messa í Ábæjarkirkju einu sinni
á ári á vígsluhelgi kirkjunnar, sem
venjulega ber upp á fyrsta sunnudag
í ágúst.
Svo var og að þessu sinni. Ég hafði
þá ekki komið fram í Austurdal áður
og þótti leiðin bæði löng og torsótt.
Verður mér þessi fyrsta messa í
Ábæ einkar minnisstæð. m.a. vegna
þess að í minn hlut kom að leiða
söng í messunni, þar sem enginn
organisti eða hljóðfæri var til staðar,
reyndar ekki rafmagn í kirkjunni.
Allt gekk þó slysalaust, og að lokinni
athöfn var haldið í kaffi niður að
Merkigili, en sá siður hefur tíðkast,
allt frá því Monika tók kirkjuna upp
á sína arma á 5. tug aldarinnar, er
byggð lagðist af í Ábæ. Ábæjar-
kirkju annaðist hún eins og eitt af
börnum sínunt, slíkt kom einhvern
veginn eins og af sjálfu sér án þess
hún væri beinlínis til þess skikkuö.
Þar hafði hútt sótt guðsþjónustur,
meðan hcilsa og kraftar leyfðu, en
nú leyfði heilsan eigi, að hún kæmist
til messu, og því tók hún á móti
kirkjugestum á heimil sínu þennan
messudag, höfðingleg og hress í
anda, þótt komin væri á níræðisald-
ur.
Af fyrstu kynnum mínum af Mon-
iku þennan fagra ágústdag sumarið
1983, varð mér Ijóst, að hetjusagan
í Austurdalnum, sem ég hafði heyrt
forðum, var enn að gerast. Að vísu
var komið nýtt fólk til sögunnar.
Dæturnar sjö og sonurinn eini höfðu
í áranna rás flust burt og stofnað sín
eigin heimili, en árið 1974 hafði ráð-
ist til Moniku Helgi Jónsson frá
Herríðarhóli í Rangárvallasýslu og
tekið þar við búsforráðum. Honum
hafði Monika nú falið umsjón kirkj-
unnar í Ábæ.
Það duldist eigi, að hún var trúuð
kona og hafði strax í æsku upplifað
mátt bænarinnar í lífi sínu, og oft
hafði bænin veitt henni styrk á
erfiöunt stundum. Auk þess áleit
hún það menningarlegt atriði, að
kirkjunni yröi haldið við, þótt hun
væri orðin eins og „ekkja" frammi í
dalnum, því ef kirkjan legðist af, þá
færi fleira forgörðum.
Hún unni þessari kirkju og geröi
sér Ijóst. að kirkja og kristindómur
hafa alltaf verið samofin íslenskri
menningu, að hvorugt getur án hins
verið, þjóðin og kirkjan, eigi þeim
vel að farnast.
Síðan hef ég átt nokkrar messu-
ferðir í Ábæ og ætíð eru messu-
dagarnir þar sannkallaðir hátíðisdag-
ar, enda kemur fólk oft um langan
veg til að sækja messur þar. Kirkju-
kaffið á Merkigili eykur á hátíðleika
dagsins. Þar ríkir sérstakur andblær,
sem þeir þekkja, er þangað hafa
komið. Þar sat Monika hin síðustu
árin í sæti sínu og ræddi við kirkju-
gesti, meðan þeir neyttu kræsinga,
er fram voru bornar, því þótt þrek
og kraftar væru á þrotum, varð þess
eigi vart hið innra, svo vel fylgdist
hún með öllu, er var að gerast í
samtímanum, og gaman hafði hún
að bregða fyrir sig gamanmálum, ef
tilefni gáfust.
Veit ég, að margir kirkjugestir
munu geyma þessa niynd af Moniku
á Merkigili í huga sér. Unt hana
mætti vissulega segja eitthvað svipað
og Bjarni Thorarensen yrkir um
Rannveigu Filippusdóttur:
Ad þótt hún kvala kenndi
af kvillum í elli,
hrúna jafn hcidskír himin
hugarró sýndi.
Svo vel hclt hún sinni andlegu
reisn allt til hinstu stundar, að aðdá-
un og gleði mátti vckja þeint er næst
henni stóðu og til þekktu.
í raun og sannleika var ævistarf
Moniku á Merkigili einstakt ævin-
týri. Hún trúöi á framtíö dalsins síns
og íslenskrar ntoldar. var alla ævi
barn lífs og gróanda, átti sér þann
draum. að einhvern tíma kænii brú
á Jökulsá og vegur yfir Merkigilið,
svo hægt yrði aö aka hring í dalnum.
Draumurinn rættist að nokkru
lcyti árið 1961, þegar brú var byggð
á ána um 4 km framan við'bæinn.
Fyrir þeirri framkvæmd hafði Mon-
ika barist árum saman með þeirri
þrautseigju, sem henni var svo lagin.
Með brúnni var einangrun bæjarins
rofin, engunt var það meira gleðicfni
en húsfreyjunni á Merkigili. enginn
hafði kynnst betur erfiðleikunum,
sem einangruninni eru samfara.
Dalnum sínum unni hún til hinstu
stundar, hún þekkti kosti hans og
galla, þar hafði hún upplifað fjöl-
margar sólskinsstundir, en einnig
hríðarbylji vetrarins, hún vissi, að
íslensk náttúra er gjöful og gefur
þeim góðar gjafir, sem lifa í sátt við
hana og elska hana.
Skapgerð hennar sjálfrar var
vissulega i ætt við dalafjöllin, þar
getur hvesst skyndilega, en er minnst
varir gert blíðalogn. Hún var kona
skapheit og stór í sniðum, sagði
meiningu sina umbúðalaust á mönn-
um og málefnum, hver sem í lilut
átti, óheilindi og undanbrögö voru
henni ekki að skapi, en eigi duldist
neinum sem henni kynntist, að undir
yfirborðinu sló hlýtt og viökvæmt
hjarta, sem fann til með öllu, er bágt
átti.
Sem lyrr segir bjuggu þau Monika
og Helgi Jónsson að mestu ein á
Merkigili síðustu árin, þótt börn og
aðrir afkomendur vitjuöu oft æsku-
stöðvanna og léttu undir við Iteimil-
isstörfin.
Sýndi Helgi Itenni einstaka um-
Ityggju allt til hinstu stundar. Nú býr
Helgi einn á Merkigili og ber aö
vona, ;iö honum takist áfram að
halda þar uppi merki hinnar látnu
heiðurskonu.
Börn Moniku eru öll á lífi utan
citt, Elsta dóttirin, Elín, húsfreyja á
Völlum í Seyluhreppi, lést árið 1981.
Eru þau búsett víðs vegar um land,
öll atgcrvisfólk eins og þau eiga kyn
til.
Heima dvaldi Monika allt þar til á
sl. hausti, er hún sakir lasleika varð
að fara á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki.
Líkamlegir kraftar voru á þrotum,
hún hafði lcngi kcnnt tilrings og
einhvers konar máttleysis í vinstri
handlegg, sem ágerðist með árun-
um, svo hún varð að styðjast við staf
síðustu árin, en það scgir þó sína
sögu, að heimilisstörfum á Mcrkigili
sinnti hún allt fram undir það síð-
asta. Hún stóð, meöan stætt var.
Á sjúkrahúsinu naut Monika
hinnar bestu aöhlynningar, sent völ
var á, en ætíð var þó hugurinn
bundinn við dalinn kæra. Var þaö
henni mikil huggun að fá að dvclja
heima nokkra daga í enduöunt maí-
mánuði.
Á sjúkrahúsinu hitti éghana síðast
aðeins hálfum mánuði fyrir andlát
hennar. Kraftarnir voru þrotnir, en
hugurinn frjór og fylgdist að vanda
vel með öllum hræringum mannlífs-
ins. Ofarlega í huga var scm oftast
áður litla kirkjan í dalnum, og hvað
framtíðin bæri í skauti sér fyrir Itana.
Við kvöddumst á ganginum fram-
an við sjúkrastofuna, handtakið var
traust. Þannig var líf Moniku á
Merkigili. Eg kvcö hina látnu mcð
einlægri þökk fyrir ógleymanlega
viðkynningu. Minningin cr auður,
sem hvorki mölur né ryð fær
grandað. Ástvinum öllum sendi ég
innilegar samúðarkvcðjur. Megi hin
látna hvíla í Guðs friði.
Óiafur Þ. Hallgrímsson
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar
á afmælis- og/eða minn-
ingargreinum í blaðinu,
er bent á, að þær þurfa
að berast a.m.k. tveim
dögum fyrir birtingar-
dag. f»ær þurfa að vera
vélritaðar.
Dráttarvélar
Sannarlega
peninganna virði.
VÉLAR 0G ÞJÓNUSTA HF. - Vélaborg
JÁRNHÁLSI 2
-SÍMI 83266-686655
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
Aarhus:
Alla þriðjudaga
Svendborg:
Annan hvern þriðjudag
Kaupmannahöfn:
Alla fimmtudaga
Gautaborg:
Alla föstudaga
Varberg:
Annan hvern laugardag
Moss:
Annan hvern laugardag
Larvik:
Alla laugardaga
Hull:
Alla mánudaga
Antwerpen:
Alla þriðjudaga
Rotterdam:
Alla þriðjudaga
Hamborg:
Alla miðvikudaga
Helsinki:
Skip . . . . 30/7
Gloucester:
Jökulfell . . . . 2/8
Jökulfell . . . . 23/8
New York:
Jökulfell . . . . 4/8
Jökulfell . . . . 25/8
Portsmouth:
Jökulfell............. 4/8
Jökulfell.............25/8
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVÍK
SlMI 698100
L lill 1 1 AA
TAKN TRAUSTRA FLUTNINGA