Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. júlí 1988
Tíminn 11
Tryggvi Gunnarsson skorar fyrir Val ■ fyrri hálfleik án þess að Birkir Kristinsson komi nokkrum vörnum við.
Tímamynd Pjefur
Knattspyrna:
Fram úr leik
Bikarmcistarar Fram eru úr leik í
bikakeppninni í ár. Þeir töpuðu 1-3
fyrir Valsmönnum á Hlíðarenda eftir
framlengdan leík ■ gærkvöld.
Leikurinn var legst af mjög fjörug-
ur og töluvert um marktækifæri.
Strax á 4. mín. áttu Framarar gott
færi, þegar Pétur Ormslev skaut
framhjá af stuttu færi. Valsmenn
sneru vörn í sókn og Atli Eðvaldsson
brunaði upp hægri kantinn og gaf
fyrir á Tryggva Gunnarsson, sem
skoraði af öryggi framhjá Birki í
markinu. En Adam var ekki lengi í
Paradís. Á 17. mín náðu Framarar
að jafna með óvæntu marki. Há
sending barst inní vítateig Vals og
Ómar Torfasón skallaði knöttinn í
boga þvert yfir teiginn og í bláhornið
yfir Guðmund í markinu. Liðin
skiptust á um tækifærin það sem eftir
var hálfleiksins. Þar á meðal átti Atli
Eðvaldsson skot í þverslá.
í síðari hálfleik var hart barist, en
minna unt opin tækifæri. Ómar
Torfason bjargaði þó á marklínu
fyrir Fram, eftir skot frá Jóni Grétari
Jónssyni. Eftir 90 mín. leik var
staðan 1-1 og framlengja þurfti leik-
inn. Undir lok fyrri hálfleiks fram-
lengingarinnar dæmdi Friðgeir Hall-
grímsson dómari meiriháttar vafa-
sama vítaspyrnu á Fram. Eftir skot
Sigurjóns Kr. lenti knötturinn í varn-
armönnum Fram, en Friðgeir taldi
að um hendi hefði verið að ræða.
Mjög strangur dómur. Úr vítinu
skoraði Atli Eðvaldsson af öryggi,
2-1 fyrir Val. I lok síðari hálfíeiks
framlengingarinnar gulltryggðf Jón
Grétar síðan sigur Vals með marki
eftir skyndisókn, 3-1. Valsmenn í
undanúrslitin, en bikarmeistarar
Fram úr leik. BL
IBK áfram í
4-liða úrslit
Skagamenn hafa alltaf verið erfíð-
ir heim að sækja ■ fótboltanum og
hefur þar sjaldan skipt máli hver
hefur átt í hlut. Keflvíkingar létu
það þó lítið á sig fá, þeir slógu
heimamenn út úr Mjólkurbikar-
keppninni ■ gærkvöldi. Úrslit leiks-
ins urðu 1-0 ÍBK í vil. Þeir komast
því áfram í 4-liða úrslit keppninnar
en ÍA situr eftir með sárt ennið og
er úr leik.
Guðmundur Sighvatsson skoraði
sigurmark Kcflvíkinga í síðari hálf-
leik. Skagamenn sóttu mikið undir
lok leiksins án þess að ná að skora.
Upp kom m.a. umdeilt atvik þegar
Skagamenn vildu fá víti dæmt á ÍBK
en dómarinn var á öðru máli.
Bikarinn
í kvöld
Síðasti leikur 8-liða úrslita
Mjólkurbikarkeppninnar í knatt-
spyrnu fer fram á Kaplakrikavelli í
Hafnarfirði í kvöld. Topplið 2.
deildar, FH, mætir Víkingum, sem
berjast á botni 1. deildar. Spenn-
andi viðureign á ferðinni. Leikur-
inn hefst kl 20.00. BL
Einherjar
keppa
Einherjamót í golfi verður hald-
ið í Grafarholti á sunnudaginn.
Skráninger í Golfskálanum í Graf-
arholti fyrir hádcgi á laugardag.
Einherjar eru þeir kylfingar scm
farið hafa holu í höggi.
Féllu á
lyfjaprófi
Þrír bandarískir hnefalcikarar
féllu á lyfjaprófi nú nýlega og í Ijós
kom að þeir höfðu neytt kókaíns.
Hnefaleikararnir, sem allir voru
líklegir til að vinna sér sæti í
bandaríska Ólympíuliðinu, voru
lyfjaprófaðir eftir keppni í síðustu
viku og í Ijós kom að prófin
reyndust jákvæð hjá þeirn Eric
Griffin, Lavell Finger og Willtam
Guthrie. Þcir félagar voru allir
reknir með það sama, aðeins
tveimur dögum áður en bandaríska
liðið var valið. BL
Handbolta-
námskeið
V-þýski landsliðsþjálfarinn í
handknattleik, Ivanescu, verður
með námskcið í Laugardalshöll í
morgun. Námskeiöið er öllum opið
og skráning er á skrifstofu HSÍ.
Heimsmet í
lyftingum
Fimmtán ára gömul kínversk
stúlka setti um síðustu helgi 3
heimsmct í lyftingum. Hún snaraði
81 kílói, jafnhenti 103,5 kíló og
bætti einnig metið í samanlögðu.
Stúlkan, Zhou Lunmei, keppir í
67,5 kg flokki.
Bak við tjöldin í Ólympíuborginni Seoul:
Hundar hengdir í
eldhúsi dauðans
„Ilann smeygði snörunni um
háls hundsins og hcrti að. Hundur-
inn dinglaði nú í lausu lofti, nema
hvað afturlappirnar náðu aðeins
að krafsa í steypt gólfíð. Skclfíngin
skcin úr augum dýrsins, sem átti í
það mesta eftir 20 sekúndur ólifað-
ar. Froða tók að leka út úr kjaftin-
um og tungan titraði. Augun þrútn-
uðu og þrútnuðu eins og þau væru
að springa. Smán saman hætti
hundurinn að krafsa í gólfið í
örvæntingarfullri tilraun til að
halda lífí. Klærnar voru orðnar
blóðugar eftir aö hafa krafsað í
steingólfíð með síðustu iífskröftun-
um. Nokkrum andartökum síðar lá
hundurinn á gólfínu í dauðateygj-
unum. Sömu örlög biðu 27 hunda
og 8 katta í þröngimi búrum fyrir
utan Eldhús dauðans.“
Lýsingin hér að framan er ekki
tekin upp úr ódýrri skáldsögu eða
lýsing á aftökuaðferðum frum-
stæðra villimanna fyrr á öldum.
Því sem hér er lýst er að gerast á
hverjum dcgi í landi gestgjafa ól-
ympíuleikanna. En þeir hefjast í
Seoul í S-Kóreu eftir nokkrar
vikur. Augu milljarðs manna um
allan heim munu beinast að þessu
landi, þar 1.600 milljónum punda
hefur verið eytt í framkvæmdir og
áróður fyrir þessa mestu skrautsýn-
ingu íþróttanna í heiminum. En
skammt frá íþróttavöllunum þrífst
arðvænleg atvinnugrein sem ekki
verður sýnd almenningi, grimmd-
arleg slátrun og sala á hundum og
köttum til áts.
Umræddir atburðir eru tíundað-
ir í grein sem birtist nýlega í bresku
vikublaði. Þar lýsir blaðamaður
því hvernig er umhorfs á bak við
tjöldin í Scoul, ólympíuborginni
sjálfri. Lýsingar bíaðantannsinns
eru ógeðslegar og vart boðlegar
fólki sem ekki er vant hryllingi og
viðbjóði. En höldum áfram að
grtpa niður í grein breska viku-
blaðsins.
„Ég eyddi mörgum ömurlegum
dögum þrammandi um markaðs-
torgin f Seoul til að kanna hvað
hæft væri t' því að Kóreumenn
dræpu hunda og ketti sér til matar.
En ekkert sem ég hafði heyrt
komst nálægt því sem cg átti eftir
að upplifa. 1 þau 15 ár sem ég hef
starfað sem blaðamaður hef ég
uppiifað ýmislegt ógeðslegt, en
ekkert kemst nálægt því sem ég
varð vitni að á þessunt mörkuðum.
Sumar sýnirnar ciga eftir að standa
Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum
mínum það sem ég á eftir ólifað.“
„Klukkan er sjö að morgni og
regnið steypist niður á grátt mal-
bikið. Samt er múgur og marg-
menni á markaðnum. Eftirað hafa
gengið framhjá borðum fullum af
grænmeti og ávöxtum á Chung-
Ang markaðnum í Seoul, var ég
skyndiiega staddur innan um búr
full af hundum og köttum. Maður
á hraðferð þarna hjá mundi örugg-
lega halda að verið væri að selja
gæludýr. Hvað annað gætu menn
verið að gera við þau? En bíðum
við, skrftin lykt er í loftinu og ekki
er allt sem sýnist. Seinna komst ég
acl því að þcssi hrikalega magnaða
lykt var iykt dauðans. Eftir að hafa
fyigst með markaðnum um tíma
lærði ég að þekkja þessa lykt og
ýmislegt annað sem þrífst á þessum
mörkuðum. Sendibílar og önnur
farartæki koma með varning á
markaðinn. Þar á meðal hunda og
ketti. Dýrin eru í litlum búrum, oft
mörg saman, þannig að plássið cr
nánast ekkert. Umgengnin við
þessi elskulegu dýr sem flestir sið-
menntaðir ntenn elska cr eins og
um kartöflupoka væri að ræða.
Búrunum er hent til og frá og ungir
drengir cru meðal þeirra scm koma
með dýrin á þennan stað. Hund-
arnir eru af ýmsum gerðum, St.
Bernards, Collic, Spanicl, Labra-
dor og Poodie. Áður en dagurinn
er allur hafa örlög þeirra orðið á
einn veg. Snaran og Eldhús dauð-
ans. í augum þeirra mátti sjá að
þcir vissu að endirinn var skammt
undan. Ég varð vitni að því þegar
hundur var hengdur fyrir framan
stafla af búrum, full af hundum."
En hvernig getur þetta gerst í
landi eins og S-Kóreu, þar sem
framfarirnar hafa verið með ólík-
indum á öllum sviðum síðustu
árin. Hunda- og kattakjötsát er
aldagömul hefð í landinu, en opin-
berlega bannað. Sú staðreynd er
ekki meginmálið, heldur hvernig
dýrunum er slátrað. Það geta ekki
verið menn með eðlilegar tilfinn-
ingar sem fremja önnur eins ódæði
og lýst er hér. Þó hefur ekki verið
sagt frá öllu. Hvernig hundar hafa
verið fláðir og settir í kjötpressu
Angistin skín úr augum hundsins þegar bandið herðist að hálsinum. Frá
ólympíuborginni Seoul.
áður en þeir voru dauðir og fleira
í þessum dúr.
En af hverju má ekki nota eitt-
hvað af gróðanum sem er mikill í
þessari atvinnugrein, til kaupa tæki
til að drepa dýrin á manneskjuiegri
hátt? Svarið er rnjög í anda þess
sem fyrir augu blaðamannsinns
bar. Það er trú manna þar austur
frá, að eftir því sem dýrið kveljist
meira, því betra verði bragðið.
Stjórnvöld í S-Kóreu viður-
kenna ckki að hundar og kettir séu
drepnir lil matar og vilja ckki fara
og sjá það með eigin augum. Það
getur verið hættulegt heilsu ferða-
manna að sjá of mikið hvað fram
fer á mörkuðunum í ólympíuborg-
inni Seoul í S-Kóreu.