Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 20
tj JJJJ J ý JJ JJJAJJJ J JJ J .4 J J JJ J JJ J JA JJ .ý..4.i _ _*.f. .f..tJJJJJ.ÍJJJJJJJJJ +JJJJJJ t JJJJJ.t J fj tj tj.9 ■ . tJJJJJJ 4 4 iJJJJ J-J, 4AJJ-4 A' A Á A' A' M A Á A ±A..A AA-A-A-J*. . RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR , Hafnarhúsinu v/Tryggvagöfu, S 28822 Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Ökeypis þjónusta Tímiiui Ástandið á leigumarkaðnum sjaldan verið verra: Fólki boðið nánast óíbúðarhæfí Kúsnæði Ófremdarástand ríkir nú á leigumarkaðnum og telja menn að sjaldan eða aldrei hafi það verið verra. Ekki er aðeins um að ræða lítið framboð á húsnæði og gífurlega hátt verð á því húsnæði sem þó er í boði heldur er margt af því nánast óíbúðarhæft. Dæmi eru til þess að tveggja herbergja kjallaraíbúð með óþéttu, lyktandi salerni, lekum vaski og sturtu í risi, sameiginlegri fyrir allt húsið hafi verið boðin til leigu á 25 til 30 þúsund krónur. Krafist var fyrirframgreiðslu. „Það er nóg framboð á húsnæði en að vísu meiri eftirspurn. Við fáum hins vegar mikið af húsnæði og jafnvel það sem ekki er á hinum almenna markaði," sagði Ólafur Gránz framkvæmdastjóri Leigu- miðlunar húseigenda. Einstaklingar í leit að leiguhús- næði voru ekki sammála ummælum Ólafs heldur töldu framboð á hús- næði nánast ekkert og sögðu jafn- framt margir að leigumiðlanir væru ekki með neina á skrá nema leigj- endur. „Það gengur vægast sagt hrylli- lega að fá íbúð. Ég hef verið að leita lengi og er búinn að auglýsa nokkrum sinnum en það kemur ekki einu sinni slæmt tilboð, það kemur ekkert,“ sagði ungur maður í samtali við Tímann. Hjón með þriggja mánaða barn sögðu Tímanum að þeim hefði borist eitt tilboð. Um var að ræða tvcggja herbergja íbúð án baðs en klósett og vaskur voru f íbúðinni. fbúðina átti að leigja á 35 þúsund krónur. Tíminn hefur enn fremur haft spurnir af ungri stúlku, sem fór að skoða auglýsta íbúð, og var vísað á kjallaraíbúð, þar sem var mold- argólf, engin hreinlætisaðstaða og eldhúsinnrétting úti í garði. Datt henni helst. í hug, að hún hefði verið höfð að fífli og afþakkaði boðið, en íbúðin var engu að síður augiýst áfram. Á skrifstofu SHÍ er starfrækr húsnæðismiðlun fyrir stúdenta í Háskólanum. Að sögn Lilju Stefánsdóttur starfsmanns húsnæðismiðlunarinn- ar virðist vera nóg af herbergjum í boði. „Framboð á litlum íbúðum er hins vegar mjög lítið og okkur gengur því vægast sagt mjög vel að finna hentuga leigutaka," sagði Lilja. Og bætti við að jafnframt væri það gífurlegt vandamál að það húsnæði sem þó væri í boði væri nánast alltaf aðeins til leigu í fáeina mánuði. „Fóik þarf stöðugt að vera að rífa sig upp því nánast ógerlegt virðist vera að fá lengri tíma samning," sagði Lilja. Spurð hvört farið væri fram á hjá húsnæðismiðluninni að stúdentar greiddu lægra verð fyrir íbúðirnar sagði Lilja að svo væri ekki heldur greiddu stúdentar það verð sem tíðkaðist á markaðnum. „Það virð- ist hins vegar vera erfiður biti að kyngja fyrir margan stúdentinn,“ bætti hún við. „Á hverju hausu þegar iands- byggðarfólkið flykkist hingað til að fara í skóla versnar ástandið mjög og öryggisleysið fyrir fólkið sem er að reyna að verða sér út um húsnæði er mikið,“ sagði Lilja. Horfurnar vænkast þó væntan- lega eitthvað fyrir stúdenta á næst- unni því fram í september á næsta ári verða teknar í notkun alls 90 íbúðir í nýjum hjónagörðum sem verið er að byggja við Háskólann. „Þó ekki bætist við nema nokkrir tugir íbúða þá léttir það töluvert á ofsetnum markaði," sagði Lilja að lokum. IDS/þj íþróttafélag fatlaðra í Reykjavíkog nágrenni ásamt Nýja ferðaklúbbnum: NÚ Á AD SIGRAST Á MARKARFLJÓTI Fjórir fórust: Flugslys Eins hreyfils flugvéi, af gcrð- inni Beachcraft B-35, fórst við Færeyjar í gærum kiukkan 12.30. Fjórir Þjóðverjar voru unt borð, og fórust þeir allir. Vélin var skrásett í Vestur-Þýskalandi. Veður var gott, 2 til 3 vindstig og gott skyggni, þegar slysið varð. Mennirnir komu til Reykjavík- ur sl. sunnudag frá Færeyjum og var fðrinni heitið aftur þangað. Lögðu þeir af staö frá Reykjavík- urfiugvelli kl. 9.00 { gærmorgun. Þegar vélin átti aðeins örfáar mínútur eftir ófarnar að flugvell- inum í Vogey tóku bændur í nágrenninu eftir því að vélin átti við gangtruflanir að etja. Síðan varð hávær sprenging og stakkst vélin i hafið. Segja þeir að vélin hafi sokkið á einni mínútu. JIH Mánudaginn 25. júlí n.k. munu tíu fatlaðir einstaklingar, sem flestir eru í hjólastólum, leggja upp í siglingu niður Markarfljót á tveimur gúmbátum. Þeir verða þó ekki einir á ferð því meðlimir í Nýja ferða- klúbbnum, sem sérhæfa sig í báts- ferðum niður straumharðar ár, stjórna förinni. Siglingin er hluti af fjáröflunarher- ferð sem fþróttafélag fatlaðra í Rcykjavík og nágrenni er að setja af stað vegna byggingar nýs íþróttahúss fyrir fatlaða í Hátúni 12. Nýi ferðaklúbburinn bauð ÍFR aðstoð við siglingu niður Hvítá í Árnessýslu í fyrrasumar. Því erþetta í annað skipti sem meðlimir ÍFR leggja upp í glæfraferð niður straum- harðar ár. „Fatlaðir hætta sér hiklaust út í siglingu sem þessa, til að undirstrika hve mikilvægt það er fyrir félagið að eignast eigið íþróttahús. Ef þörf er á slíkri byggingu fyrir heilbrigða, er nauðsynlegt fyrir fatlaða að eignast eina slíka“, segir m.a. í fréttabréfi frá ÍFR um fjáröflunina og fyrirhug- aða siglingu. Ennfremur segir: „íþróttir eru ekki bara keppni og æfing, þær eru andleg og líkamleg uppbygging, sem eykur þrótt og þor og eyðir minni- máttarkennd, sem er svo oft fylgi- fiskur fötlunar. Því skorum við á alla þá, sem vilja styrkja fatlaða til sjálfsbjargar, að leggja okkur lið. íþróttahús skai rísa! Við í ÍFR skorum á starfsmanna- félög að hugsa til okkar. Fimmtíu krónur á mann á vinnustað eru fjármunir, sem engan ætti að muna um, en eru fjármunir fyrir ÍFR þegar saman safnast. ÍFR skorar því á almenning að sameinast í þessu átaki okkar. Þitt framlag rennur í heilsuhöll fyrir fatlaða.“ Tekið verður við fjárframlögum í síma 91-21076 frá 13:00-17:00 og i síma 91-25097 frá kl. 9:00-13:00 og frá kl.17:00-22:00. -gs Frá siglingu ÍFR og Nýja ferða- klúbbsins niður Hvítá í Árnessýsiu í júlí í fyrra. Ferðin gekk vel. Nú hugsa sömu aðilar sér aftur til hreyf- ings. Að þessu sinni hyggjast þeir sigla niður Markarfljót. Timinn: Brein

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.