Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 19
i2iV>' |Vi r 'v i rn:i'» i r vvi'-i Fimmtudagur 2T. júfT 1^988 1fímihnv' 19 UM STRÆTI OG TORG ■1 iKristinn Snæland: Bessie Turner, 84 ára ekkja, með þakkarbréf frá Jimmy Swaggart sjón- varpspredik- ara. Hann mátti líka þakka þessari gömlu konu, því að hún gaf söfnuði hans aleigu sína. Jim og Tammy Bakker voru líka sjonvarps- stjörnur sem hröpuðu Um svipað leyti komst upp um „trúboðshjónin" Jim og Tantmy Bakker, að þau voru gjörólík því sem sjónvarpsáhorfendur höfðu haldið. Þau hjón höfðu þótt glæsi- legt sjónvarpsfólk og áttu sér marga aðdáendur. Þá kom fram á sjónarsviðið ung stúlka sem kom upp um að þau hjón væru ekki eins heilög og þau vildu vera láta, og sagði frá kynferðislegri misbeitingu sem hún hafði orðið fyrir af völdum Bakkers og sagði frá ólifnaði þcirra Bakkers-hjóna. Bessie Turner hafði líka sent dálitla peningaupphæð til þeirra og fleiri predikara, - en enginn skrif- aði henni eins falleg bréf og Jimmy Swaggart, sagði hún, og því gaf hún alltaf meira og meira til hans þar til hún hafði gefið alciguna. „Veit ekkert hvað orðið hefur um peningana mína“ Bessie sagðist hafa orðið fyrir miklu áfalli, þegar hún missti trúna á hann Swaggart sinn, sjónvarps- predikarann góða, „og nú vcit cg ekkert hvað orðið hcfur um pen- ingana mína," segir hún sorgmædd. Sjónvarpsstöðvar gcfa upplýs- ingar um, að áhorfcndur hafi að öllu jöfnu scnt svona 35-45 dollara á ári til „sjónvarpsprcstanna", cn viðurkenna að það sé töluvert um auðtrúa fólk eins og Bessie Turner, scm gefi stórar upphæðirog jafnvel án þess að hafa ráð á því. Nú hefur Bcssie Turncr misst húsið sitt og allt sparifc hcnnar helur farið í Swaggart-söfnuðinn. Jim og Tammy Bakker þegar allt var í blóma hjá þeim og þau mokuðu inn fé frá auðtrúa fólki. „Ég gaf sjónvarpsprestinum alla peningana mína,“ - segir Bessie Turner, sem nú er orðin öreigi og húsnæðislaus Það er með ólíkindum hvernig „sjónvarpsprestarnir" í Bandaríkj- unum hafa mokað inn fé undir því yfirskini, að það sé notað handa hungruðum börnum, eða til hjálp- ar munaðarleysingjum, - en svo er ekkert fylgst með hvað verður af öllum þessum auðæfum. Sjálfsagt fer eitthvað af pening- unum til góðgerðastarfsemi, því að nauðsynlegt er fyrir predikarana að hafa einhverjar sérstakar fram- kvæmdir til að benda á sem sitt framtak. „Eyrir ekkjunnar“ Nýlega birtist frásögn í banda- rísku blaði af gamalli konu sem var svo heilluð af boðskap sjónvarps- prestsins Jimmy Swaggarts, að hún gaf og gaf af tekjum sínum og eignum, þar til að hún stóð uppi eignalaus. Bessie Turner er 84 ára ekkja í Glouster í Ohio. Hún hlustaði og horfði oft á predikarann Jimmy Swaggart í sjónvarpinu. Hann bað fólk að senda sér peninga til líknar- mála. Bessie brást vel við og sendi einhverja upphæð og fékk innilegt þakkarbréf. Þá sendi Bessie meiri peninga og síðan tók hún 12.000 dollara sparifé sitt og sendi til Swaggarts. Nú cr Bessie orðin jafnfátæk og það fólk sem hún hélt sig vera að hjálpa með örlæti sínu. „Eg hélt að hann Swaggart væri góður maður," sagði Bessie við blaðamann. „Ég hef fengið mörg falieg bréf frá honum." Vonbrigði gömlu konunnar Bessie varð fyrir miklum von- brigðunt með sjónvarpsprestinn sinn þegar komst upp um fjársvik hans og svalllifnað. Hann kom sjálfur grátandi fram í sjónvarpinu og játaði að hann hefði hrasað á braut siðgæðisins. En það gerði hann reyndar ekki fyrr en komist hafði upp unt svindl hans og myndir höfðu birst af honum að fara með gleðikonu á gististað (mótel). Jimmy Swaggart predikar og biður fólk að senda sér peninga til líknarmála. Það er afar ánægjulegt þegar opinberar stofnanir svara skrifum eða athugasemdum um störf þeirra. Slíkt heyrir því miður til undantekninga, reglan er sú að opinberar stofnanir þumbast við og treysta á að geta þagað mál í hel. Ein undantekning frá þessu og mjög ánægjuleg, er embætti lög- reglustjórans í Reykjavík. Á þeim bæ er greinum sem snerta störf vinnumannanna gjarnan svarað, ekki síst þá fjallað er um umferð- armál. Ómar Smári Ármannsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar, stendur oft fyrir svörum og er þakkarvert hversu kurteislega og með hógværð hann svarar og út- skýrir. Klausu minni „Umferðar- uppeldi" hér á síöunni nýlega, svaraði hann nokkrum dögum síðar. Ég lagði áherslu á að lögregl- an sinnti betur hinum smærri um- ferðarlagabrotum, og þá sér í lagi smábrotum hinna yngri öku- manna. Ég tek fram eins og Ómar Smári, að ég tel sektir ekki nauð- synlegar heldur áminningar. Ómar Smári heldur því fram í svari sínu að lögreglan sinni vel þessum smá- brotum ungu ökumannanna, sem ég nefndi í grein minni. Ég ætla að nefna þessi brot enn einu sinni: Ekið með bíl númerslausan að framan, númerið fært úr réttum stað að aftan, án þess að númers- ljós sé látið fylgja, ekið með þoku- Ijós innanbæjar og auk þess van- stillt þannig að þau blinda, ekið vísvitandi með óhrein afturnúmer, ekið öfugt um einstefnugötu, ekið gegn bannmerkjum, umferð stöðv- mcð afturrúðu og gjarnan afturljós og númer alsett snjó. Eins að framan, cinkanlega þegar ckið er mcð grjóthlíf. Ég lagöi áherslu á og legg enn áhcrslu á að lögreglan sinni þessum smábrotum því aðég er sannfærður um að mcð því að sinna þessu þá vinnur lögreglan gegn því tillits- lcysi scm svo ntjög einkcnnir um- ferðina nú og þó helst háttarlag ungu ökumannanna (piltanna). Náist árangur í því efni er trúlegt að ölvunar- og hraðakstur vcrði ekki svo algcngur sem hann er nú. Vegna þcss, að með grein sinni heldur Ómar Smári því fram að lögreglan sinni þessum smábrot- um, þá scgi ég aðeins þetta: Ég ek um 70 þúsund kílómetra á ári hér í borginni og reyndar gjarnan mest að kvöld- og næturlagi. Ég verð sáralítið var við að lögreglan sinni smábrotunum, en daglega og stöðugt verð ég var við hraðamæl- ingar og ölvunarathuganir hennar. Nú verð ég að taka fram, að ég er síður en svo mótfallinn þeim að- gerðum en býst við að þeirra yrði minni þörf ef smábrotunum væri sinnt. Ég má loks nefna hér sem dæmi að leigubílstjórar hafa ítrek- að óskað eftir því við lögreglu að hún greiddi úr umferðaröngþveiti við skemmtistaði unga fólksins - án árangurs. Ég legg áherslu á að lögreglan beiti sér með vinsemd og sanngirni gegn sniábrotunum og er þá sann- færður um árangur, eða einu sinni enn það sem allir vita; af mjóum þvengjum læra hundarnir að stela. Uppeldið uð með því að stansa á miðri götu til að spjalla við kunningja, lagt ólöglega þvers og kruss, til dæmis á rúntinum og framan við skemmti- staði. Þá má bæta við akstri á svo óhreinum bílum (löngu eftir að enn komið er utan afmndi) að engin Ijós né skráningarmerki sjást að aft- an, eða þegar ekið er að vetrarlagi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.