Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Laugardagur 1. október 1988
Börn send heim vegna kulda í ókláraðri nýbyggingu Foldaskóla:
EKKIFE AFLOGU TIL AD
UÚKA VID NÝBYGGINGU
Aðbúnaður barna í nýbyggingu Foldaskóla í Reykjavík er
heldur ókræsilegur.
Á fimmtudag þurfti að fella niður kennslu vegna kulda hjá
þrem bekkjum í nýjustu byggingu skólans, sem tekin var
hálfköruð í notkun nú í haust.
í gærmorgun var enn sama sagan, nemendurnir voru sendir
heim strax í fyrsta tima. Kennsla hófst ekki einu sinni enda
hitinn í kennslustofunum ekki nema um tíu gráður.
Séð inn í skólastofu í nýbyggingu Foldaskóla. Fella varð niður kennslu í þessari stofu og annarri til bæði í gær og
fyrradag vegna kulda. Stofan er vart kennsluhæf. Bæði loft og gólf eru ófrágengin og hefur verið komið fyrir lausum
teppadreglum undir borðum nemenda. Milli dreglanna er ber steinninn. Neðan úr steinsteypubitunum í loftinu
hanga „rússneskar Ijósakrónur," - bráðabirgðalampar. Engin handlaug er í stofunni, engir skápar eða hillur.
Tímamynd: Gunnar.
Foreldri sem hringdi í Tímann í
gær vegna þessa máls sagði ástandið
nær óþolandi og ótrúlega þá sögu að
ekki væri til fé hjá Reykjavíkurborg
til að klára að byggja skólann áður
en kennsla hæfist.
Nýbyggingin stendur til hliðar við
aðalbygginguna og á að tengjast
henni með tengibyggingu. Þá tengi-
byggingu vantar.
Þegar inn er komið blasa við berir
steypubitar í loftinu, leiðslur hanga
neðan í þeim, sumar tengdar, aðrar
óvirkar.
Heilsuspillandi vinnustaður
Gólf eru ófrágengin. Engir dúkar
eru á gólfum í sumum stofunum.
Engar handlaugar, engir skápar eða
önnur föst húsgögn eins og hillur og
þess háttar.
Steypuryk og óhreinindi smjúga
um vitin og í lungu gestkomandi,
hvað þá um þess fólks sem þarna
starfar, barna og kennara.
Útifyrir er skólalóðin. Hún er hálf
frágengin og það sem e.t.v. er verst,
hún er enn óafgirt og umferðargötur
á alla vegu.
Arnfinnur Jónsson skólastjóri
sagði að ástæða kuldans í nýbygging-
unni væri nú fundin. Hún hafi verið
sú, að hálfskrúfað var frá inntaks-
loka fyrir heitt vatn, en hann innsigl-
aður af hálfu Hitaveitunnar. Starfs-
menn skólans hefðu ekki vitað af
tilvist þessa loka og því haft samband
við Hitaveituna. Menn þaðan hefðu
komið og opnað betur fyrir lokann
og væri nú hiti kominn á í nýbygging-
unni.
Hann sagði að vegna kuldans
hefði sá kostur verið tekinn að senda
þrjár bekkjardeildir 12 ára barna
heim eftir aðra kennslustund á
fimmtudag og aftur áður en kennsla
hófst í gærmorgun, föstudag.
Peningarnir í Tjörninni
Kennari einn við skólann, sem
Tíminn ræddi við, sagði að kennarar
og forráðamenn skólans hefðu ítrek-
að knúið á um úrbætur. Að gengið
yrði frá því allra nauðsynlegasta,
eins og gólfum, loftum og skápum
og handlaugum yrði komið upp, en
viðkvæðið hjá borginni væri jafnan
að engir peningar væru til.
„Peningarnir liggja kannski í
botnleðjunni í holunni ofan í Tjörn-
inni. Þær framkvæmdir eru sjálfsagt
taldar mikilsverðari, heldur en skól-
inn hér,“ sagði kennarinn.
Foldaskóli er eini skólinn á stóru
svæði nýrra íbúðahverfa. Hann á að
þjóna Grafarvogshverfinu, en verð-
ur að taka á móti börnum úr bæði
Hamrahverfinu nýja og Brekku-
hverfinu í Grafarvogi, en skóli hefur
ekki enn verið byggður í þessum
hverfum.
Hvað gerir
Heilbrigðiseftirlitið?
Fyrsti áfangi skólans er fullfrá-
genginn, en vegna þrengsla hefur
orðið að taka í notkun áðurnefnda
nýbyggingu löngu áður en hún er
tilbúin og ekkert leikfimihús hefur
enn litið dagsins Ijós við skólann og
er börnunum ekið í Álftamýrarskól-
ann til leikfimikennslu.
Tíminn hafði samband við Heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkur.
Tryggvi Þórðarson heilbrigðisfull-
trúi sagði að fulltrúar færu venjulega
á staðinn þegar nýtt skólahúsnæði
væri tekið í notkun. Það væri gert
þegar forráðamenn byggingarinnar
teldu að húsnæðið væri tilbúið til
notkunar.
Hann kvaðst ekki vita hvort ný-
bygging Foldaskóla hefði verið tekin
út af þeim heilbrigðisfulltrúa sem
þessi mál annast, en fulltrúinn væri
í barnsburðarleyfi.
Hann sagði að Heilbrigðiseftirlitið
myndi athuga málið og aðbúnað
allan í nýbyggingu Foldaskóla við
fyrsta tækifæri. _
Slysaalda í Reykjavík
Um 25 árekstrar urðu í Reykja-
vík frá klukkan 6.00 til 17.30 í gær
og átti lögreglan fullt í fangi með
að sinna öllum þeim árekstrum
sem urðu, þar sem aðeins einn bíll
var í notkun til að sinna þeim.
Dæmi um árekstra gærdagsins
má m.a. nefna að um klukkan níu
í gærmorgun varð sex bíla árekstur
á Miklubraut við Tónabæ og var
fólk flutt á slysadeild. Á Gullinbrú
varð mjög harður árekstur um
13.45 þegar vörubifreið ók aftaná
Volvo station, og voru kona og
barn flutt á slysadeild, þau kenndu
til í hálsi og baki. Volvoinn er
talinn ónýtur og var fluttur á brott
með krana. Forsagan er sú að
jeppabifreið stoppar fyrir framan
Volvoinn, þar sem vörubretti hafði
hrunið af bíl og lá á götunni, með
fyrrgreindum afleiðingum. Þá ók
mjög ölvaður maður á bíl á mótum
Borgartúns og Kringlumýrarbraut-
ar. Hann var ekki viðræðuhæfur
sökum ölvunar.
Á Miklubraut urðu tveir árekstr-
ar með stuttu millibili um kl. 16 og
lentu fjórir bílar í hvorum. Fyrri
áreksturinn varð á akreininni til
austurs, en þegar lögreglan var að
ljúka við skýrslutökur, skullu fjórir
bílar af miklu afli hver aftan á
annan á akreininni til vesturs.
Tvennt var flutt á slysadeild og
tveir bílar teknir með krana. Þá
var vélhjóli ekið aftaná rútubifreið
á horni Grýtubakka og Arnar-
bakka, ökumaður slasaðist ekki.
- ABÓ
Mat Þjóðhagsstofnunar á afkomu fiskvinnslunnar 1987 og nú:
1 % tap þrátt fyrir aðgerðir
Að mati Þjóðhagsstofnunar er hreint tap íiskvinnslunnar
nú um 1% af tekjum, eða um 260 millj. króna á heilu ári,
eftir að búið er að reikna nýlega 3% gengisfellingu
krónunnar, 5% verðjöfnun á freðfisk og verulega verðjöfn-
un á saltfisk inn í afkomumatið.
Á síðasta ári skilaði botnfisk-
vinnslan aftur á móti hreinum
hagnaði annað árið ( röð. Hreinn
hagnaður á árinu er talinn liðlega
400 millj. kr. eftir að um 245 millj.
kr. höfðu verið greiddar í Verð-
jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins. Þetta
þýðir að sameiginlegur hagnaður
frystingar og söltunar var um 1,5%
af tekjum eða 2.5% án greiðslu í
Verðjöfnunarsjóðinn.
Athyglivert er hve mikill munur
var á afkomu fiskvinnslunnar eftir
landshlutum og cinnig á mitli ein-
stakra fyrirtækja á siðasta ári.
Verg hiutdeild fjármagns (rekstr-
arafgangur til að mæta afskriftum,
vöxtum af lánum, ávöxtun eigin
fjár og sköttum) var allt frá 19% og
niður í 8% í mínus í l'rystingu og
frá 26% og allt niður í 5% i mínus
í söltun. Þegar litið er til einstakra
landshluta sker Norðurland sig úr
með hæstu verga hlutdeild fjár-
magns bæði í frystingu og söltun.
Aftur á móti var afkoma frystingar
einna lökust á Austurlandi og
Reykjanesi.
Framangreint kemur fram (frétt
frá Þjóðhagsstofnun sem nýlega
hefur lokið uppgjöri á rekstri
helstu greina í sjávarútvegi 1987 og
sömuleiðis metið stöðu botnfisk-
vinnslunnar miðað við rekstrarskil-
yrði nú í lok septembermánaðar.
Uppgjörið byggir á úrtaki úr árs-
reikningum fyrirtækja sem tóku á
móti um 85% af öllum fiski sem fór
til frystingar og um 70% þess fisks
scm fór til söltunar á síðasta ári.
Áætlun um núverandi stöðu
byggist á framreikningi á rekstri
síðasta árs að teknu tilliti til verð-
breytinga sem síðan hafa orðið á
bæði tekju oggjaldahlið. Jafnframt
er reiknað meö 7% minni fram-
leiðslu frystra afurða (aðallega
vegna samdráttar loðnuafurða) og
um 5% minni saltfiskframleiðslu. f
þessum framrcikningi hefur verið
tekið tiliit til 3% gengisfellingar nú
í vikunni og sömulciðis 5% verð-
jöfnun á freðfiski sem tramleiddur
er frá 1. júní s.l. til 31. maí ánæsta
ári, sem talið cr að minnki tap
fiskvinnslunnar um 4,6% miðað
við núverandi rekstrarskilyrði. í
söltun er cinnig reiknað með verð-
bótunt á helstu útflutningsafurðir.
Aðrar opinberar aðgerðir, t.d.
fyrirhuguð verðlækkun á rafmagni
og vaxtalækkun, er hins vegar ekki
með í þessu stöðumati.
Hvers vegna tap?
Mörgum virðist illskiljanlegt
hvernig stendur á stórtapi fisk-
vinnslunnar nú í kjölfar einstaks
góðæris í fyrra, ef marka má um-
ræður í þjóðfélaginu. Er því fróð-
legt að skoða hvað hefur breyst svo
mjög milli ára.
Brcyting heildartekna botnfisk-
vinnslunnar er sem hér segir, sé
greiðslum úr og í Verðjöfnunar-
sjóð sleppt bæði árin:
1987 ............. 25.864 millj.
1988 ($—48,14) , , , 27.772 millj.
Tekjuhækkun 1.908 millj. (7,4%)
Tekjurnar hafa því hækkað um
1,9 milljarða, eða aðeins 7,4%
milli ára. Nær % hlutar þeirrar
hækkunar fara aðeins upp í þær
launahækkanir sem orðið hafa á
ntilli þessafa ára. En um 420 millj-
ónir vantar á að þessi hækkun
tekna dugi einnig fyrir hækkun á
hráefnisverðinu, en samtals eru
þeir tveir iiðir 73% af rekstrar-
kostnaði fiskvinnslunnar. Þá eru
ótaidar hækkanir á öllum öðrum
rekstrarkostnaði. Hækkun á ein-
stökurn gjaldaliðum í milljónum
króna og hlutfallsleg er sem hér
segir milli ára að mati Þjóðhags-
stofnunar.
Hráefni 1.093 m 11%
Laun 1.236 m 22%
Umbúöir 144 m 19%
Flutningar 108 nt 22%
Orka 69 m 17%
Viðhald 212 nt 24%
Annað 243 m 12%
Vextirafuröalána 505 m 197%
Ávóxiunstofnfjár 365 m 25%
Hækkunalls: 3.975 m 16%
Útgjöld botnfiskvinnslunnar
hafa samkvæmt þessu hækkað
2.067 milljónir kr. umíram auknar
tekjur á sama tíma, eða úr 25.213
millj. kr. 1987 í 29.185 millj. kr.
samkvæmt þessari rekstraráætlun.
í stað 406 millj. hreins hagnaðar
(eftir gr. 245 millj. í Verðjöfnunar-
sjóð) í fyrra, er tapið nú 262
milijónir króna þrátt fyrir 1.151
milljóna króna greiðslur úr Verð-
jöfnunarsjóði til fiskvinnslunnar.
-HEI