Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 1. október 1988 ÚTLÖND llllllillllllll Brasilía: Flugræningi yfirbugaður eftir dráp á flugmanni Lögreglan í Brasilíu skaut og særði alvarlega flugræningja bras- ilískrar farþegaþotu eftir að ræn- inginn hafði drepið aðstoðar- flugmann og sært þrjá áhafnar- meðlimi seint á fimmtudags- kvöld. Farþegarnir níutíu og átta komust heilir á húfi úr hildar- leiknum. Meðal þeirra voru virtir japanskir og vesturþýskir kaup- sýslumenn. Lögregluforinginn Romeu Tuma sagði að flugræninginn hefði verið skotinn eftir að hann skaut og særði flugstjóra þotunn- ar sem hann hélt sem gísl. Hann sagði að ræninginn hefði skotið flugstjórann þegar þeir yfirgáfu Boeing 737 farþegaþotuna í borg- inni Goiania í miðhluta Brasilíu, en þar hafði flugræninginn fallist á að skipta á þotunni fyrir aðra minni svo hann gæti flogið frá Brasilíu. Flugmálaráðherra Brasilíu tjáði fréttamönnum að flugræn- inginn hafi sagst vera að ná sér niðri á Jose Sarney forseta landsins. Hann tók það hins vegar skýrt fram að flugræninginn væri „geðveikur morðingi en ekki pól- itískur öfgamaður". Flugræninginn hafði stormað inn í flugstjórnarklefann á far- þegaþotunni sem var í áætlunarf- lugi fyrir ríkisflugfélag Brasilíu, skotið það aðstoðarflugmanninn samstundis til bana og sært tvo áhafnarmeðlimi. Flugræninginn beindi þotunni fyrst til Rio de Janeiro en þaðan var henni flogið til Goiania eins og áður sagði. Þar var farþegunum sleppt en flugstjórinn varð eftir sem gísl með þeim afleiðingum sem áður segir. Enn rennur blóðið í Palestínu Enn einn Palestínumaðurinn féll fyrir kúlum ísraela á her- numdu svæðunum. Átök brutust út í borginni Hebron milli Palest- ínumanna annars vegar og ísra- elskra hermanna og landnema hins vegar. 1 átökunum lést hinn fertugi Palestínumaður, Kayed Hussein Salah, eftir að hafa feng- ið tvær byssukúlur í brjóstið. Ekki er ljóst hvort það hafi verið hermenn eða landnemar sem skutu Kayed til bana. Heimildamenn arabískir segja að leiðtogi landnema hafi skotið Salah til bana eftir að hópur palestínskra unglinga tóku að grýta bíl landnemans í Hebron, en í borginni búa 80 þúsund Palestínumenn en aðeins 200 ís- raelskir landnemar. Kona rabbíans Moshe Levin- ger sagði að húsbóndi hennar hafi skotið tvisvar upp í loftið þegar um þrjátíu unglingar hófu grjótkast að bíl hans, en neitaði að skothríðin hafi skaðað nokk- um mann. Sonur þeirra hjóna rétt tvítugur að aldri slasaðist nokkuð í grjótkastinu. Gluggar bifreiðarinar voru allir brotnir og bíllinn allur stór- skemmdur áður en hermenn komu á staðinn og skökkuðu leikinn. í nágrannaþorpi særðu ísra- elskir hermenn palestínskan ungling alvarlega þegar plastkúla lenti í hálsi hans. Hermenn hafa nú leyfi til að skjóta plastkúlum að öllum þeim er gera sig seka um grjótkast í Palestínu. Útboð Snjómokstur á Norðurlandi vestra veturna 1988-1989 og 1989-1990 X///Æ W Vegageröin og flugmálastjórn óska eftir “ tilboðum í snjómokstur með vörubílum á eftirtöldum köflum: I. Sauðárkrókur-Sleitustaðir, ásamt Alex- andersflugvelli. II. Sauðárkrókur-Vatnsskarð-Norðurárdal- ur. III. Blönduós-Skagaströnd-Húnaver. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki frá og með 3. október n.k. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 17. október 1988. Vegamálastjóri. Stýrikerfi fyrir loftræstikerfi í Borgarleikhúsið Forval Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. bygg- ingadeildar borgarverkfræðings auglýsir forval vegna fyrirhugaðs útboðs á stjórnbúnaði fyrir loftræstikerfi í Borgarleikhúsi, þ.m.t. hönnun, forrit- un, uppsetning, útvegun efnis, stilling, gerð hand- bóka og eftirlit í 1 ár. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík frá og með mánudegin- um 3. október n.k. Forvalsgögnum skal skilað á sama stað eigi síðar en mánudaginn 10. október n.k. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 •'QselmiiQ Fnimcil hvers mánoðar A STAÐGREÐSLUFE Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirframeðaeftirá. Gjalddagi skila er 1. hvers mánaðar en eindagi Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein". Skilagrein ber að skila, þó svo að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðlr skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálf- stæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skatt- stjóra, ríkisskattstjóra, gjald- heimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. Þann 15 -Gerið skil tímanlega og forðist örtröð sfðustu dagana. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.