Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 18

Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 1. október 1988 VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: Hver er munurinn á Bush og Dukakis? Sennilega skýrist það næstu vikur, hvort George Bush eða Michael Dukakis gengur með sigur af hólmi í forsetakosningunum 8. nóvember. Eins og nú horfir, í byrjun október, er staðan mjög jafnteflisleg. Fyrir fyrra sjónvarpseinvígið hafði Bush heldur betri stöðu í skoðana- könnunum, og þótti þá líklegt, að einvígið kynni einhverju að breyta, en niðurstaðan virðist ekki hafa orðið sú. Hvorugur þeirra vann, en tapaði ekki heldur. Ef þetta einvígi er borið saman við einvígi þeirra Kcnnedys og Nixons 1960 verður það að teljast líflítið og litlaust. Þeir Kennedy og Nixon voru miklu meiri kappræðu- menn en Bush og Dukakis. Bush kom fram eins og hann væri að svara á venjulegum blaðamanna- fundi og var því daufur og litlaus, en Dukakis var öllu fjörlegri. Bush hefur ef til vill unnið það upp vegna þess að hann er stærri vexti og forsetalegri í útliti og Dukakis virtist lítill við hlið hans. Þetta getur haft einhver áhrif. Báðir komust þeir hjá því að tala af sér, eins og t.d. Ford í sjónvarps- einvíginu við Carter, þegar hann kannaðist ekki við það, að Austur- Evrópa væri undir framandi yfir- ráðum. En þeir vöktu nær aldrei einhverja hrifningu eins og Kennedy og Nixon eða þeir Eisen- hower og Stevenson í sjónvarps- ávörpum sínum. Vafasamt er, hvort forsetaefni í Bandaríkjunum hafi vakið slíka hrifningu og Ste- venson, en hann var samt dæmdur til að tapa, því að keppinautur hans varð þjóðhetja í síðari heims- styrjöldinni og var auk þess traust- vekjandi persónuleiki í sjónvarpi. Þeir Bush og Dukakis eiga eftir að hittast aftur og eins munu varaforsetaefnin leiða saman hesta sína. Eftir þessi einvígi getur stað- an orðið ljósari. Talið er að fyrra einvígið hafi gcrt það gagn að skýra málefnaleg- an ágreining forsetaefnanna. Eg minnist þess í því sambandi að ég var á blaðamannafundi, sem hald- inn var af sendinefnd Bandaríkj- anna á þingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1960, þegar þeir Kennedy og Nixon kepptu í forsetakosning- um, en þingmenn, sem áttu sæti í nefndinni svöruðu þá spurningum um forsetaefnin og kosningarnar. Einn þeirra var Wayne Morse öldungadeildarmaður frá Oregon. Hann hafði fyrst verið kosinn á þing sem repúblikani, en gekk sfðar í flokk demókrata og var flokksbróðir Kennedys, þegar gengið var til forsetakosninganna 1960. Meðal annars var Morse spurður um hver yrði munurinn á stefnu forsetaefnanna í utanríkis- málum, ef þeir kæmust til valda. Morse svaraði eftir nokkra um- hugsun á þessa leið: Munurinn verður ekki mikill. Stefna Banda- ríkjaforseta í utanríkismálum ræðst venjulega mest af því, sem talið er þjóna best hagsmunum Bandaríkjanna. Það hefur meira að segja en einhverjar hugsjónir eða stefna. Þetta þótti hreinskilnis- legt svar og var ekki meira spurt um þetta efni. Ef ég væri spurður um það eftir að hafa fylgst með fyrra einvígi þeirra Bush og Dukakis, hvaða mun ég sæi á afstöðu þeirra til utanríkismála, held ég, að ég mundi taka mér þetta svar Morses öldungadeildarmanns í munn. Það verða hagsmunir Bandaríkjanna, eins og þeir eru metnir á hverjum tíma, er munu ráða stefnu þeirra, en vitanlega munu viss sjónarmið eða stefna hafa áhrif á það mat. Varðandi innanlandsmálin skiptir þetta öðru máli. Dukakis er frjáis- lyndari og meira fylgjandi velferð- Dukakis og Bush. arþjóðfélagi en Bush, en munurinn á þeim í þessum efnum er þó minni en t.d. Bush vill vera láta, því að hann reynir að hræða menn með því að Dukakis sé hættulegur vinstri maður. f raun virðast þeir báðir vera hófsamir miðjumenn, Bush aðeins lengra til hægri, en er þó hvergi nærri eins hægrisinnaður og Reagan var, þö að hann reyni nú að vinna hylli fylgismanna hans. Sjónvarpseinvígi þeirra Bush og Dukakis gæti bent til þess, að það geti haft áhrif á úrslitin, hvort Bush tekst að hengja vinstristimpil á Dukakis eða hvort Dukakis tekst að gera varaforsetaefni repúblik- ana að grýlu. En í stuttu máli sagt er álit mitt á Bush og Dukakis þetta: Ef ég væri Bandaríkjamaður, myndi ég sofa rólegur hvor þeirra, sem yrði sigurvegari. HIIIHIIIIIIIIIII VIÐSKIPTALlFIÐ ili iilllllllli ..1.. .. Verslunin gengur vel Jens Ólafsson á að baki rúm 30 ár sem verslunarmaður, og þar af hefur hann starfað í 26 ár hjá kaupfélögun- um. Lengst var hann verslunarstjóri hjá KEA á Akureyri og hafði reynd- ar áður starfað hjá öðrum verslunum þar í bæ. Auk þess hefur hann verið verslunarstjóri á Eskifirði og Horna- firði, og fyrir nokkrum árum réði hann sig sem kaupfélagsstjóra til ísafjarðar. Eftir nokkurra ára starf þar fór hann svo að Selfossi og var þar vöruhússtjóri hjá KÁ þangað til núna í vor. Þá flutti hann sig um set og tók á leigu nýlegt verslunarhús við Furu- grund í Kópavogi sem KRON á og hafði rekið verslun í áður. Laugar- daginn fyrir páska opnaði hann þar svo verslunina Grundarkjör og hefur rekið hana síðan ásamt konu sinni, Helgu Ólafsdóttur. Þessi versiun hefur vakið athygli fyrir lágt vöru- verð, og m.a. kom fram í nýlegri verðkönnun að hún var komin í hóp þeirra lægstu á öllu höfuðborgar- svæðinu. Jens sagði að reksturinn hjá sér gengi vel. Galdurinn við að reka verslun í dag sagði hann að lægi í því að vinna vel og að gera hagstæð - segir Jens Ólafsson. Jens Ólafsson kaupmaður í versluninni Grundarkjör. (Tímamynd: Ámi Bjama.) innkaup. „Ég ákvað strax í byrjun að vera með lágt vöruverð," sagði hann, „og reyna með því móti að auka umsetninguna sem allra mest, og það sýnist ætla að ganga. Aðalat- riðið í rekstri eins og þessum er að fá viðskiptavini til að koma inn í verslunina, og það hefur svo sannar- Iega tekist hérna. Ég er í heildina tekið mjög ánægður, ekki síst með það hvað Kópavogsbúar hafa tekið þessu vel, svo að ég get ekki annað sagt en að ég líti björtum augum til framtíðarinnar." -esig Hundahreinsun í Reykjavík Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 201/1957 um varnir gegn sullaveiki skulu allir hundar eldri en 6 mánaða hreinsaðir af bandormum í október- eða nóvembermánuði ár hvert. Eigendum hundanna er bent á að snúa sér til starfandi dýralæknis í Reykjavík með hrejnsun. Við greiðslu árlegra leyfisgjalda þarf að framvísa gildu hundahreinsunarvottorði. Eldra vottorð en frá 1. september sl. verða ekki tekin gild. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Verkafólk Rangárvallasýslu Aðalfundur Rangæings verður haldinn í Verka- lýðshúsinu á Hellu laugardaginn 15. október n.k. og hefst k. 16.00. Á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf og kjör fulltrúa á 36. þing A.S.Í. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.